Þjóðviljinn - 20.06.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
GLÆTAN
UM HELGINA
Mál Guðmundar J.
Held ótrauður áfram
GuðmundurJ. Guðmundsson:
Hefekki sagt afmérþingmennsku og mun ekki gera það
„Ég hef ekki sagt af mér þing-
mennsku og mun ekki gera það,“
sagði Guðmundur J. Guðmunds-
son í samtali við Þjóðviljann í
gærkvöld þegar ljóst var að ríkis-
saksóknari hafði fallist á ósk hans
um opinbera rannsókn á fjár-
hagsaðstoð Alberts Guðmunds-
sonar og skipafélaganna Haf-
skips og Eimskips.
Aðspurður kvaðst Guðmund-
ur æskja leyfis frá þingstörfum
meðan á þessari rannsókn stæði.
Ef rannsókn yrði ekki lokið þegar
þing kæmi saman í haust myndi
varamaður hans taka þar sæti þar
til henni lyki.
Þjóðviljinn spurði Guðmund
hvort áframhaldandi þingseta
hans væri þá ekki háð niðurstöðu
þeirrar rannsóknar sem nú færi af
stað. Hann svaraði: „Ég er svo
óttalaus um niðurstöðu rann-
sóknarinnar að ég geri ekki ráð
fyrir öðru en að taka á ný sæti á
þingi. Ég sé ekkert sem hindrar
það.“
- Nú virðast ýmis flokks-
systkin þín líta fremur til siðferði-
legrar hliðar málsins en laga-
legrar. Ólafar Ragnar Grímsson
er t.a.m þeirrar skoðunar að af-
sögn væri eðlileg af þinni hálfu?
„Ég er nú uppalinn í allt öðru
umhverfi en þessir ungu formal-
istar. Ég hef aldrei verið þessi
formsins maður og mér finnst það
nú óttalegt bull sem veltur upp úr
Ólafi Ragnari um þessa mór-
ölsku, dýnamísku, þjóðfélags-
legu þýðingu. Ef ég á vin sem er
ráðherra þá ávarpa ég hann ekki
sem ráðherra og breyti ekki um-
gengnisvenjum mínum við hann.
Þá held ég að svona persónulega
aðstoð eins og hér um ræðir tíðk-
ist nú ekki að telja fram til
skatts.“
Guðmundur J. Guðmundsson
kvaðst í gærkvöld vera mjög glað-
ur yfir því að hafa fengið þá opin-
beru rannsókn sem hann hefði
beðið um og aðspurður um sína
pólitísku framtíð sagði hann: „Ég
held ótrauður áfram."
G.Sv.
Sjá bls. 3
Hafskipsmálið
Siðblinda
forsætis-
ráðheira
„Allsstaðar í nágrannalöndum
okkar þar sem upplýst væri að
fjármálaráðherra og yfirmaður
skattamála í landinu hefði gerst
sekur og játað á sig slíkan verkn-
að myndi hann annaðhvort sjálf-
ur segja af sér samdægurs eða for-
sætisráðherra myndi biðjast
lausnar fyrir hann. Það er því
prófsteinn á pólitískt siðgæði og
lýðræði á íslandi hvort Steingrím-
ur Hermannsson og Þorsteinn
Pálsson nú þegar biðjast lausnar
fyrir Albert Guðmundsson.“
Þetta segir Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins, í viðtali við Þjóðviljann í
dag- Sjá bls. 2
Fækkun í
nefndum
mótmælt
Borgarfulltrúar minnihlutans í
borgarstjórn ítrekuðu á fyrsta
borgarstjórnarfundi kjörtíma-
bilsins í gær hörð mótmæli gegn
fækkun fulltrúa í nefndum borg-
arinnar, en þeim fækkar yfirleitt
úr sjö í fimm. Það hefur það í för
með sér að a.m.k. tveimur flokk-
um í borgarstjórn er haldið frá
mikilvægum málaflokkum.
Minnihlutinn lagði fram bókun
í gær og segir þar að öll megin-
sjónarmið í borgarstjórn eigi að
fá að heyrast í nefndum borgar-
innar.
Á fundinum í gær var Davíð
Oddsson kosinn borgarstjóri, en
minnihlutinn sat hjá við atkvæða-
greiðsluna. Minnihlutinn sat ein-
nig hjá þegar Magnús L. Sveins-
son var kosinn forseti borgarst-
jórnar.
Minnihlutaflokkarnir hafa
með sér samstarf um kjör í nefnd-
ir og gildir það út kjörtímabilið,
nema hvað varðar annan fuiltrúa
minnihlutans í borgarráði. Hann
verður Alþýðuflokksmaður
fyrsta og fjórða árið, frá Kvenna-
lista annað árið og Framsóknar-
flokki þriðja árið. —gg
15borgarfulltrúarístað21 áður. Nýir borgarfulltrúar á myndinni eru þau Kristín Sigurjón Pétursson, Bjarni P. Magnússon, Magnús L. Sveinsson, Vilhjálmur
Á. Ólafsdóttir Alþýðubandalagi og Bjarni P. Magnússon Alþýðuflokki, en Árna Vilhjálmsson og Katrín Fjeldsted sitja í borgarráði næsta árið, en þá kemur
Sigfússon vantaði á fundinn í gær. Kosið var i nefndir og ráð á fundinum. Þau fulltrúi Kvennalista í stað Bjarna. Mynd Ari.
Ólafsvík
Stjórn dagvistar
Loðið orðalag
Tillögu Guðrúnar Ágústsdótt-
ur um að fulltrúar foreldra og
starfsmanna skuli sitja í stjórn
dagvistar barna með málfrelsi og
tillögurétti var í gær vísað til
stjórnarinnar sjálfrar.
Stjórn dagvistar barna verður
nú sjálfstæð stofnun, en heyrði
áður undir félagsmálaráð. í
drögum að samþykkt fyrir stjórn-
ina er að sögn Guðrúnar mjög
loðið orðalag um aðild foreldra
og starfsmanna að stjórninni og
vildi hún kveða skýrt á um það.
Það kom fram í máli borgar-
stjóra á borgarstjórnarfundi í gær
að hann myndi greiða atkvæði
gegn tillögunni, og því fékk
Guðrún henni vísað til stiórnar
dagvistar. —gg
Meirihlutinn sprunginn
Stuttu samstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstœðisflokks í Ólafsvík lokið.
Sveinn Elinbergsson:
Sjálfstœðisflokkurinn gekk á bak orða sinna
Það er skoðun okkar Alþýðu-
flokksmanna að með því að
greiða atkvæði gjörsamlega á
skjön við okkur hafi Sjálfstæðis-
flokkurinn gefið þessu meiri-
hlutasamstarfi langt nef og við
teljum okkur því ekki bundna af
samkomulagi við þá, sagði Sveinn
Þ. Elinbergsson, einn tveggja
bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í
Ólafsvík í samtali við Þjóðviljann
Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og L-listi hófu í gær ó-
formlegar viðræður um myndun
nýs meirihluta í Ólafsvík.
Tildrög þessa máls eru þau að á
bæjarstjórnarfundi á mánu-
dagskvöldið, þeim fyrsta á kjör-
tímabilinu greiddu Sjálfstæðis-
menn atkvæði méð setu bæjar-
fulltrúa Framsóknarflokksins
sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.
Alþýðuflokkurinn var alfarið á
móti því og að sögn Sveins var
Sjálfstæðisflokknum fullkunnugt
um það.
„Við höfum engar skýringar
fengið á þessu frá þeim, hvorki
fyrir né eftir þennan fund. Það er
ekkert launungarmál að með
þessari framkomu teljum við að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi kippt
grundvellinum undan þessu sam-
starfi. Þeir hafa komið aftan að
okkur og gengið á bak orða
sinna, þannig að við treystum
okkur ekki til að starfa með
þeim,“ sagði Sveinn í gær.
Ekki hefur verið ráðinn bæjar-
stjóri á Ólafsvík enn sem komið
er. —gg