Þjóðviljinn - 20.06.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Pólitísk siðblinda Hafskipsmáliö varpar nú löngum skugga yfir ailt þjóðfélagið. Það er lang umsvifamesta gjaldþrotamál í sögu lýðveldisins. En málið er ekki síður alvarlegt fyrir þá sök, að stjórnmála- menn af báðum vængjum hins pólitíska litrófs hafa dregist inn í það með umdeilanlegum hætti. í Hafskipsmálinu hafa áður komið fram sterk- ar kröfur um að Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðherra, segi af sér. Hann hefur þverskallast við öllum slíkum kröfum. Það ber ekki vott um pólitískan kjark. Nú er málum hins vegar svo komið, að forsætisráðherra er ekki stætt á öðru en biðjast lausnar fyrir Albert Guðmundsson. Síðustu daga hafa komið fram nýjar upplýs- ingar, sem varða ráðherrann. Hann hefur játað, að meðan hann var fjármálaráðherra, þá hafi hann tekið við allstórri upphæð frá yfirmanni Hafskips. Margt bendir til að hann hafi vitað, að þessir peningar komu úr sjóðum Hafskips og Eimskipafélagsins. Þessa upphæð afhenti hann á skrifstofu sinni þingmanni annars flokks. Hann hefur sömuleiðis greint frá því, að hann hafi haldið því leyndu fyrir viðtakanda hvaðan peningarnir komu. Þessi peningafærsla kemur heldur hvergi fram gagnvart skattyfirvöldum. Þetta er auðvitað brot á öllum reglum um pólitískt siðgæði. Það einfaldlega gengur ekki að forystumaður í stjórnmálaflokki greiði með leynd forystumanni úr öðrum flokki upphæð, sem nemur allt að árslaunum verkamanns. Þegar haft er í huga, að á þessum tíma var Albert Guðmundsson auk heldur fjármálaráð- herra, og því yfirmaður skattkerfisins, þá er brot hans auðvitað enn alvarlegra. Telji stjórnmála- menn hegðun sem þessa í lagi, þá brestur þá einfaldlega pólitískt siðgæði. Þá er um leið orð- inn trúnaðarbrestur á milli þeirra og fólkins í landinu. Það er því vottur um alvarlegan skort á póli- tísku siðgæði, ef Albert Guðmundsson segir ekki af sér. í Ijósi þessa er það tvímælalaust skylda for- sætisráðherra að biðjast lausnar fyrir iðnaðar- ráðherra. Ríkisstjórn með hann innan sinna vé- banda getur aldrei notið trausts fólksins. Bregð- ist Steingrímur Hermannsson þessari skyldu sinni stafar það ekki af neinu öðru en pólitískri siðblindu. Það er sömuleiðis skylda forystu- manna Sjálfstæðisflokksins, sér í lagi Þorsteins Pálssonar, að stuðla að afsögn Alberts. Til þess hafa þeir hins vegar haldið að sér höndum og tilsvör Þorsteins Pálssonar í fjölmiðlum hafa verið þess eðlis, að svo virðist sem honum finn- ist ekki ástæða til að Albert víki. Með því að leyfa Albert að sitja tefla þeir Steingrímur og Þorsteinn lýðræðinu í landinu í tvísýnu. Þessvegna er það prófsteinn á siðgæði íslenskra stjórnmála, hvort þeir taka þann kost að biðjast lausnar fyrir Albert eða láta hann sitja áfram, meðan hvert höggið úr Hafskipshrinunni rekur annað. Það hefur sömuleiðis komið í Ijós, að Guð- mundur J. Guðmundsson tók við fjárstuðningi frá Albert Guðmundssyni árið 1983, til að standa straum af hvíldarleyfi erlendis, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða. Síðan hefur verið upplýst, að peningarnir komu ekki frá Al- bert, heldurfrá Hafskip og Eimskip. Albert hafði hins vegar milligöngu um afhendingu fjárins, og staðhæfir að Guðmundur J. Guðmundsson hafi ekki vitað um uppruna þess. Auðvitaðvoru það mistökhjáGuðmundi J. að þiggja fjárstuðning frá ráðherra úr helsta and- stöðuflokki Alþýðubandalagsins. Þau hafa nú orðið til þess að háttsettir flokksmenn hafa sett fram þá skoðun að Guðmundi beri að segja af sér þingmennsku, og þær skoðanir eiga vissu- lega við rök að styðjast. Hinu mega menn ekki gleyma, að í því smá- vaxna samfélagi sem ísland er, þar velja menn sér ekki vini eftir pólitískum línum. Og straumur atburðanna getur undraskjótt fleytt vinum til æðstu metorða í gagnstæðum fylkingum, án þess að vináttan rofni. Um það eru mörg dæmi. Guðmundur kveðst hafa litið á fjárstuðning Al- berts sem greiða vinar við vin. Það er ekki ástæða til að rengja það, þó mistök hans séu söm fyrir það. En um Hafskipsmálið og umræðu um aðila sem tengjast því gildir það sem skáldið sagði, að orð eru dýr. Kári Sölmundarson kallaði það skammarvíg að vega að liggjandi mönnum. Og þess er hollt að minnast, að hann komst einn úr brennunni. KUPPT OG SKORIÐ Marcoshjónin höföu komið gífurlegu fé úr landi áöur en veldi þeirra hrundi: Flestir hinna efnuöu dansa með í fjárflótta- svindlinu. Það er oft verið að tala í blöð- um um hinar gífurlegu skuldir þróunarlanda við ríku löndin. Og þegar nýjar stjórnir taka við í þróunarlöndum, kannski lýðræð- islega kosnar stjórnir og jafnvel nokkuð svo vinstri sinnaðar, þá er mjög að því spurt, hvort þær ætli ekki að virða skuldbindingar ríkisins við erlenda banka. Og þegar vinstrikrati eins og Garcia Perez, forseti Perú, ákveður upp á sitt einsdæmi, að Perúmenn hafi ekki ráð á því að greiða af fátækt sinni meira en 10% af út- flutningstekjunum upp í skulda- súpuna, þá eys og prjónar Al- þjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn og stóru bankarnir og segja sem svo, að róttæklingar séu að leggja peningakerfi heimsins í rúst. Sannleikurinn er svo sá, að þróunarlöndin skulda miklu minna en við erum látin halda. Það er að segja: þeir peningar sem til þeirra hafa farið í ýmsu formi, streyma aftur til ríku land- anna eftir hinum vafasömustu leiðum. Miami á Florida er höfuðborg fjárflóttans. Fyrir um það bil tíu árum ráku tíu bankar þar útibú sín. Nú hafa risið þar hundrað bankar og græða á tá og fingri á allskonar FFF (Fölsunar- faktúru-félögum) í þriðja heimin- um. Um þetta segir der Spiegel í nýlegri samantekt: „Peningaflóðið sem lokkar alla til Miami, kemur frá Rómönsku Ameríku. Ríkir menn í fátœkum löndum, frá Mexíkó til Argent- ínu, óttast um eignir sínar. Því dýpra sem lönd Rómönsku Am- eríku hafa sokkið í skuldafen og kreppu þeim mun hraðar hefur bœst á innistœðureikninga í hinni öruggu Norður-Ameríku". Hjá þeim ríku Vesturþýski seðlabankastjór- inn telur, að sögn Spiegel, að þessi fjárflótti sé í rauninni ein helsta ástæðan fyrir skulda- kreppu undanfarinna ára. Bætum við þetta nokkrum upplýsingum: Sérfróðir menn telja, að fjár- flóttinn frá þróunarlöndunum til hinna ríku landa hafi numið 200 miljörðum dollara á árunum 1976 til 1985. Þessi upphæð nemur hvorki meira né minna en tveim fimmtu hlutum allra skulda þess- ara ríkja við útlönd. Frá Rómönsku Ameríku einni saman hafa 120-130 miljarðir dollara flotið ólöglega yfir landa- mærin til norðurs - er þetta um það bil þriðjungur erlendra skulda álfunnar. Ef að ekki kæmi til fjárflótti frá þeim fátæku til hinna ríku, þá skuldaði Argentína ekki 50 milj- arði dollara heldur einn miljarð, Mexíkó skuldaði ekki 97 miljarði heldur tólf og Venezúela skuld- aði ekki 31 miljarð heldur ætti tólf miljarði dollara í varasjóð- um! Þetta ástand segir um leið þá sögu, að opinberar tölur um skuldasöfnun eru meira eða minna gabb. Sú árátta hinna ríku að koma peningum fyrir í „ör- uggu“ iðnríki gerir það til dæmis að verkum, að líklega eru það Bandaríkin sem skulda Suð- ur-Ameríku en ekki öfugt! Aðferðir við að koma sér upp gjaldeyrissjóðum eru tiltölulega einfaldar. Og má flestar kenna við áðurnefnt FFF. Segjum til dæmis að fyrirtæki í þróunarlandi flytji út fatnað fyrir fimmtán milj- ónir dollara. Það gefur út reikning fyrir aðeins tíu miljón- um - en afgangur söluverðs er lagður á banka erlendis. Sama kúnst er iðkuð við inn- flutning. Einhver heildsalinn flytur inn bíla og vélar fyrir tíu miljónir dollara, en hann semur um það við viðskiptavin sinn að fá reikning upp á fimmtán milj- ónir. Mismuninn á raunverði og yfirfærslu lætur innflytjandinn setja á reikning erlendis. (Þessir viðskiptahættir eru vit- anlega alþekktir hér á íslandi líka). Þessi faktúrufölsun leiðir m.a. til þess, að það er sáralítið að marka upplýsingar um viðskipta- halla og annað. Til dæmis að taka fengu viðskiptavinir Malasíu á ár- unum 1976 til 1984 vörur fyrir tíu miljarði dollara umfram það magn sem fram kom á hagskýrsl- um Malasíu. Það er eins og frjálshyggju- menn segja: Um að gera að allir séu að kaupa og selja, því allir græða. Nema náttúrlega fátækl- ingarnir. Bankar með allt á þurru Þessi fjárflótti þýðir líka, að engin ástæða er til að vorkenna þeim risabönkum ríkra landa sem segjast ekki fá greiðslur frá sínum kúnnum og reyndar sé samanlagt peningakerfið að hrynja. Þeir hafa yfirleitt sitt á hreinu og græða bæði á lánveitingunum til þróunarlandanna og svo á endur- streymi peninganna. Við vitum að um fjárflóttafé er að ræða, segir bankastjóri einn í New York. En það er ekki okkar hlutverk að spyrja hvaðan pen- ingarnir koma. Til hvers væri það líka? spyr Spiegel. Svo er fjárflóttapening- um fyrir að þakka að stórbankar bandarískir geta nú horft björt- um augum til framtíðarinnar. Því á móti „fúlum skuldum“ í mörg- um löndum standa margir milj- arðar „svartra peninga" frá sömu ríkjum. UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friö- ^ þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olqa Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.