Þjóðviljinn - 20.06.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 20.06.1986, Síða 9
HEIMURINN S-Afríka Skæruhemaður í uppsiglingu Afríska þjóðarráðið ætlar að herða skœruhernað í S-Afríku á meðan umheimurinn beitir S-Afríku ekki efnahagslegum refsiaðgerðum Lundúnum — Oiiver Tambo, forystumaður Afríska þjóðar- ráðsins (ANC), sagði í gær á ársfundi Alþjóðasambands verkalýðsféiaga í Genf að ANC myndi herða skæruhernað sinn í S-Afríku, hann sagði að nú væru 3000 manns í haldi í landinu en það var sama talan og mannréttindahreyfing í S- Afríku gaf upp í gær. Tambo sagði að efnahagslegar refsiaðgerðir væru besta ráðið til að knýja fram breytingar. En á meðan slíkt væri ekki framkvæmt myndi skæruhernaður aukast. „Við afneitum algjörlega þeirri röksemd að efnahagslegar refsi- aðgerðir séu ekki æskilegar vegna þess að þær komi hart nið- ur á hinum kúguðu og nágranna- löndum S-Afríku. Það verður að efna til samhæfðra aðgerða strax," sagði Tambo. Á meðan fréttir berast af sífellt fleiri handtökunr bendir ekkert til að vestrænar þjóðir ætli sér að beita S-Afríku efnahagslegum refsiaðgerðum. Á sambands- þinginu í Bonn voru atkvæði greidd gegn því að setja efna- hagslegar refsiaðgerðir á S- Afríku. Hins vegar hvatti þingið til samhæfðra aðgerða Evrópu- bandalagsins gegn stjórnvöldum í S-Afríku. Bandaríkjamenn og Bretar beittu enn einu sinni neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að samþykkt yrði til- laga um efnahagslegar refsiað- gerðir gegn S-Afríku. Utanríkis- ráðherra S-Afríku, Pik Botha sagði að neitunarvaldinu hefði verið beitt í eigin þágu. Hann sagði að vestrænar þjóðir óttuð- ust aukið atvinnuleysi í löndum sínum ef tillagan hefði verið sam- þykkt. Talsmaður upplýsingaþjón- ustu stjórnarinnar, Leon Mellet tilkynnti í gær að þrír hefðu látist í átökum á síðasta sólarhring, fréttamönnum er bannaður að- gangur að óeirðasvæðunum og fá nú allar sínar upplýsingar frá upplýsingaþjónustu stjórnarinn- ar. Nú hafa 48 manns látist í átökum frá því neyðarástands- lögin voru sett, eftir því sem stjórnin segir. Stuðningsnefnd foreldra þeirra sem hafa verið handteknir, en sú nefnd segir m.a. frá nöfnum þeirra sem hafa verið handteknir, tilkynnti í gær að hún hefði undir höndum nöfn 1032 manna sem hefðu verið handteknir. Hins vegar frétti nefndin ekki af nema einu nafni þegar tveir eða þrír væru hand- teknir. Bannað er að birta nöfn hinna handteknu nema með leyfi stjórnvalda. Amnesty Internatio- nal tilkynnti í gær samtökin hefðu miklar áhyggjur af því að hinir handteknu sættu pyntingum. í gær tilkynnti frjálslynt dag- blað kaþólskra, Ný þjóð, að blað- amenn þess hefðu ákveðið að fara huldu höfði um skeið eftir að nokkrir þeirra fengu símtöl þar sem þeim var hótað. Dagblað svartra, Sowetoinn, var í gær gef- ið út með eyðu á pappírnum þar sem leiðarar blaðsins hafa vana- lega verið. Geislavirkni Vísindamenn ekki á sama máli Oliver Tambo, forystumaður Afríska þjóðarráðsins. „Ofbeldið mun aukast." Sovétríkin Beðið eftir stefnu Moskvu — Mikhail Gorbatsjof, Sovétleiðtogi, hefur rutt brautina fyrir nýjan mann í æðstu stöðu menningarmála í Sovétríkjunum en ekki er Ijóst enn sem komið er hvaða stefnu menningarmálin þar í landi taka. Á árlegum fundi miðnefndar sovéska kommúnistaflokksins í Moskvu var samþykkt afsögn Pjotr Demítsjef, menningar- málaráðherra Sovétríkjanna síð- ustu 12 árin. Demitsjef var færð- ur í stöðu fyrsta varaforseta sem er fyrst og fremst virðingarstaða. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'R fc U1 E K Demitsjef er orðinn 68 ára að aldri. Ekki hefur enn verið til- kynnt hver tekur við af honum. Ekki er hins vegar talið ólíklegt að nýr ráðherra menningarmála verði tilkynntur á þingi rithöf- unda sem hefst í næsta mánuði. í hinni umtöluðu lykilræðu sinni í febrúar á flokksþinginu, hvatti Gorbatsjof listamenn til að vera ákafari og frjórri. „Það eru enn mikil leiðindi og doði sem þarf að komast fyrir,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á það í ræðu sinni að hugmyndafræði flokksins yrði að vera sterk sem fyrr í listum. Til þess hefur hins vegar verið tekið undanfarið að fá leikrit í höfuðborginni hafa snert á viðkvæmum málum svo sem eins og spillingu og mistök- um í kerfinu en Gorbatsjof hefur einmitt lagt mikla áherslu á út- rýmingu þess. Osló — Það sló ugg á marga þegar fréttist að mikil geisla- virkni hefði mælst í fiskum í þúsundum sænskra vatna. Nú hafa norsk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að geislavirkni í villtum hreindýrum í Noregi sé 80 sinnum meiri en eðlilegt getur talist. „Það væri mjög óábyrgt að setja hreindýrakjöt á markaðinn þegar svona mikil geislavirkni hefur mælst í dýrunum," sagði Ole Harwitz, sérstakur ráðgjafi norskra heilbrigðisyfirvalda. Hreindýrakjöt er mjög vinsæll réttur í Noregi og kjötið er einnig flutt út. Heilbrigðisyfirvöld vör- uðu almenning fyrr í vikunni við því að borða silung og lax. Sænskir vísindamenn eru ekki á sama máli um það hvort hættu- legt sé að neyta fisks sem geisla- virkni hefur mælst í, vegna kjarn- orkuslyssins í Tsjérnobíl í lok apríl. Ulf Grimas, prófessor sem vinnur hjá sænska náttúruvernd- arráðinu, sagði í gær geislavirkni hefði mælst tvöfalt yfir því sem eðlilegt mætti teljast í fiski í norðurhéruðum Svíþjóðar. Hann taldi hins vegar að óhætt myndi vera að borða þann fisk. „Þú þyrftir að borða eitt kíló af þessum fiski á dag í langan tíma til að eiga eitthvað á hættu,“ sagði Grimas í viðtali í sænska sjónvarpinu í fyrrakvöld. Grimas mótmælti yfirlýsingu nokkurra líffræðinga í fyrradag um að ráð- legast væri að banna veiði úr þeim 20.000 vötnum í Svíþjóð sem mest geislavirkni hefur mælst í. Fyrr í vikunni sagði Adam Gonczi, sjávarlíffræðingur að mælingar þær sem hann hefði framkvæmt á fiskum í sænskum vötnum gæfu til kynna að geisla- virkni í þeim væri enn undir ör- yggismörkum þeim sem Evrópu- bandalagið hefði nýlega sett, 300 becquerel. Hún eykst hins vegar stöðugt og Gonczi sagðist hafa áhyggjur af mikilli aukningu á sesíum í fiskum. Geislavirkni er yfirleitt lengi að fara úr sesíum. Gonczi sagðist vera á þeirri skoðun að það gæti orðið hættu- legt að borða fisk. Knattspyrna Hinn spænski funi Madrid — „Butragueno í for- setastól“, „Ekki eitt, ekki tvö, ekki þrjú, ekki fjögur heldur fimm“, bergmálaði um götur Madrid í gær. Það er ekki ein- leikið með knattspyrnuna, hún gerði Spánverja óða af gieði í gær eftir að spánska landslið- ið vann Dani giæsilega í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í fyrrakvöld. Fólk féll í faðma á götum úti veifaði rauðgula fánanum og barði saman pottlokum í alla fyrr- inótt og langt fram á daginn í gær, þingkosningarnar á sunnudaginn féllu alveg í skuggann. Um það bil 20.000 mann söfnuöust saman í miðborg Madrid og kældu sig við Cibeles brunnana. Sú kæling hafði lítið að segja og sjálfsagt verður fótboltafíesta á Spáni næstu daga, þar til þeir tapa. Kína Vafi með Peking sem höfuðborg Þœrfréttir hafa nú boristfrá Kínaveldi að mögulega verði höfuðstaður landsins fœrðurfrá Peking, vatnsskortur stendur nú borginni mjög fyrir þrifum Peking — Vegna mikilla lang- varandi þurrka í nágrenni við Peking, höfuðborg Kínaveldis er nú sett spurningamerki við það hvort hún getur áfram ver- ið höfuðborg landsins. „Peking verður að leysa vanda- málið með vatnsskort, að öðrum kosti verður að setja spurninga- merki við það hvort Peking getur áfram talist heppileg sem höfuð- borg landsins.“ Þetta er haft eftir varaforseta landsins, Wan Li, í dagblaði alþýðunnar í gær. Fréttastofan Nýja Kína sagði frá því að gær að sjö ára samfellt þur-' rkatímabil hefði gert það að verk- um að hinar níu miljónir íbúa borgarinnar hefðu nú aðeins 1/6 þeirra vatnsbirgða sem íbúum á landsbyggðinni stæðu til boða. Yfirvöld Pekingborgar hafa lýst yfir skömmtun á vatni til iðn- fyrirtækja í borginni og vel gæti farið svo að skömmtun á vatni yrði tekin upp gagnvart íbúum. Gamall íbúi í höfuðborginni sagði að það gæti orðið nokkuð kaldhæðið ef Kína fengi nýja höf- uðborg eftir allt það brambolt sem verið hefur við niðurrif á gömlum hverfum borgarinnar til að gera hana að nútímaborg. Peking hefur verið höfuðborg landsins að mestu síðustu 1000 árin. Miklar framkvæmdir hafa verið að undanförnu til þess að auka vatnsmagn í umferð og er nú stefnt að því að auka það um 74 % fyrir árið 1991. Dagblað al- þýðunnar sagði hins vegar að af- kastageta núverandi vatnsveitna færi minnkandi vegna þess að yfirborð þess vatns sem er neðan- jarðar fer stöðugt lækkandi. Borgarstjórnin í Peking hefur nú sett harðar reglur um vatns- notkun í borginni. Ein þeirra er sú að ef einhvers staðar finnst krani sem lekur verður viðkom- andi sektaður um rúmlega 600 krónur. Hótel Kínamúrinn, myndi nafn þessarar byggingar ef til vill útleggjast á íslensku Þessi bygging er dæmigerð fyrir þær miklu framkvæmdir sem verið hafa í höfuðborginni sem nú vantar vatn. Föstudagur 20. júm 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.