Þjóðviljinn - 20.06.1986, Qupperneq 16
tUðOVIUINH MtMirirtJHW/lR*
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Föstudagur 20. júní 1986
136. tölublað 51. órgangur
Fiskeldi
Norðmenn yfirtaka laxeldið
írar setja lög sem koma í vegfyrir meirihlutaeign Norðmanna áfiskeldisstöðvum.
Norðmenn eiga um 60% affiskeldisstöðvum í Skotlandi.
Sveinn Snorrason, eigandi Laxalóns: Hœttulegþróun, sem verður að sporna við
Irar hafa haft miklar áhyggjur
af útþenslu Norðmanna á sviði
fískeidis og til að sporna við því
hefur írska sjávarútvegsráðu-
neytið gefið út þá yfirlýsingu að
engin frekari leyfi verði gefin út
fyrir fiskeldi þar sem þjóð utan
Efnahagsbandalagsins hefur
meirihluta.
Frá þessu er greint í nýjasta
tölublaði Fish Farming Internat-
ional. í greininni kemur fram að
Norðmenn stjórna nú um 60% af
öllu fiskeldi í Skotlandi og með
því að undirbjóða seiðasölu hafa
smærri fiskeldisstöðvar í skoskri
eigu átt við erfiðleika að etja.
Þá er í greininni talað um hættu
af því að flytja seiði frá Pólarlaxi
á Islandi til frlands vegna smit-
hættu.
Norðmenn hafa í síauknum
mæli tekið þátt í fiskeldi hér á
íslandi og hafa margir áhyggjur
af þeirri þróun.
„Það er engin ástæða til að færa
Norðmönnum þetta á silfurfati
og láta þá fá algjör yfirráð yfir
þróun þessara mála hér,“ sagði
Sveinn Snorrason, lögfræðingur,
sem er einn af eigendum Laxa-
lóns.
Sveinn sagði að stjórnleysið í
þessum málum væri algjört. „Það
er ekki einusinni samkomulag
um undir hvaða ráðuneyti fisk-
eldismál heyra og á meðan svo er
þá er engin stjórn á þessu.“
Segir Sveinn að það verði að
setja löggjöf um þetta. Hann
bendir á að í Noregi séu fiskeldis-
stöðvarnar alfarið í norskri eigu.
Ástæðan fyrir því að þeir leita
hingað er að þá vantar rými fyrir
stöðvarnar enda eru allar reglur
þar um fiskeldisstöðvar mun
strangari en hér.
Sveinn bendir á að íslenskar
fiskeldisstöðvar selji töluvert af
seiðum til Noregs. Fari svo að
stærstu stöðvarnar hér verða í
norskri eigu þá skapast sú hætta
að Norðmenn selji sjálfum sér
seiðin á sem hagstæðustu verði.
í norskum ritum um fiskeldis-
mál er töluvert um að aðstæður á
íslandi séu gylltar fyrir lesendum.
T.d. hefur því verið fleygt fram
að raforkuverð til fiskeldisstöðva
muni fara lækkandi á næstu
árum.
„Hversvegna vorum við að
færa landhelgina út í 200 mílur á
sínum tíma ef við hleypum svo
útlendingunum upp í land,“ sagði
Sveinn Snorrason að lokum.
—Sáf
Sólstöðuganga
Meðmæla-
ganga
með lífinu
Hringferð um útivistarsvœði Reykjavíkur. Pór
Jakobsson: Fyrsta skrefið íátt að heimshátíð
Sólstöðugangan hefst upp úr
miðnætti aðfararnótt laugar-
dagsins 21. júní. Er þetta annað
árið í röð sem þessi ganga cr, en í
fyrra var gengið frá Þingvöllum
til Reykjavíkur. Nú vcrður farið í
hringferð um útivistarsvæði
Reykjavíkur. Hugsjónin um frið
á jörðu, réttlæti og bræðralag
liggur að baki þessari göngu,
jafnframt því að gangan er athöfn
til stuðnings alþjóðahyggju.
Þór Jakobsson er upphafsmað-
ur Sólstöðugöngunnar. Sagði
hann við blaðamann Þjóðviljans í
gær, að þetta væri meðmæla-
ganga með lífinu. Það væri öllum
gagnlegt að staldra við og hugsa
um það sem okkur er sameigin-
legt í stað þess að einblína
stöðugt á það sem skilur á milli.
Lokatakmark þessarar göngu
er svo Heimshátíð, en hugmynd
er uppi að svona göngur verði
farnar frá fleiri stöðum en
Reykjavík, hér á landi og jafn-
framt erlendis, en rétt er þó að
taka bara eitt skref í einu.
Fyrsta skrefið í göngunni núna
verður tekið í Víkurgarði við Að-
alstræti laust upp úr miðnætti.
Þaðan er gengið inn að Ægissíðu
og verður fjörubál þar kl. 1.
Kaffivagninn opnar kl. 3 og verð-
ur þar hressing á boðstólum auk
þess sem ýmislegt tengt sjávarút-
veg verður kynnt. Kl. 5 verður
farið í siglingu um Sundin og
gengið í land í Grófinni kl. 6.30.
Næsti hluti göngunnar hefst
með ávarpi í Dómkirkjunni kl.
7.00 og er haldið þaðan inn í
Laugarnes með viðkomu í Seðla-
bankanum og á fleiri stöðum.
Friðarhreyfing íslenskra kvenna
hefur tekið að sér að sjá um dag-
skrá í Laugardalnum hjá þvottak-
onunni og er það vel við hæfi á ári
friðarins sem nú er.
Sólstöðuhátíðinni lýkur svo á
miðnætti út í Viðey á miðnætti en
þangað er farið frá Grófar-
bryggju kl. 22. __sáf
Hafskip
Þorstein
og Friðrik
brestur
minni
Hafa báðir gleymtþeirri
gjafmildi sem þeir nutu
fyrir 18 mánuðum
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins og Frið-
rik Sophusson varaformaður
flokksins þáðu hvor sinn kassann
af erlendum bjór sem gjöf frá
Hafskipi fyrir jólin 1984. Báða
brestur þá hins vegar minni til að
rifja upp velgjörning þeirra Haf-
skipsmanna.
Helgarpósturinn birtir í gær
jólagjafalista Hafskips og er þar
m.a. að finna þá Þorstein og Frið-
rik. Auk áðurnefndra ölfanga er
formaður Sjálfstæðisflokksins
sagður hafa fengið konfekt og
vínflösku í sinn hlut.
Viðtaka þessara jólasendinga
væri e.t.v. ekki í frásögur færandi
ef ekki kæmi til þetta óvænta
minnisleysi þeirra beggja. Hlýtur
slíkt minnisleysi að vekja athygli
þar sem aðeins 18 mánuðir eru
síðan þeir tóku við bjórnum frá
Hafskipsmönnum.
G.Sv.
Borgarstjórn
Samþykktin gleymdist
Ekkifarið að samþykkt borgarstjórnar í sérkjarasamningum.
Leggja átti sérstaka áherslu á að bœta laun kvenna
Hvalur
Sjö veiddir
I gær komu hvalbátarnir með
þrjá hvali í Hvalstöðina í Hval-
firði. Alls hefur þá verið landað 7
hvölum á tæpri viku.
Að sögn Kristjáns Loftssonar ,
framkvæmdastjóra Hvals hf. er
þetta mjög góð byrjun á vertíð-
inni, en það þykir gott að fá einn
hval á dag.
Hvalirnir eru veiddir suð-
vestur af Garðskaga og er um 160
sjómílna sigling á miðinn.
Um 8 vísindamenn starfa nú að
ýmsum rannsóknum í Hvalstöð-
inni og er von á fleírum á næst-
unni. Þá eru fulltrúar japanskra
kaupenda á staðnum til að fylgj-
ast með vinnslu afurðanna.
—Sáf
Sigurjón Pétursson lét bóka á
borgarstjórnarfundi í gær að
því færi fjarri að í nýgerðum sér-
kjarasamningi borgarinnar við
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar væri farið eftir samþykkt
borgarstjórnar frá því í vetur, en
þar segir að sérstaklega skuli
leitast við að bæta kjör þeirra
starfsheita þar sem konur eru fjöl-
mennastar.
Sérkjarasamningurinn felur í
sér nokkrar tilfærslur milli launa-
flokka, en ekki verður séð að þar
sé sérstök áhersla lögð á að bæta
kjör kvenna. Borgarstjórn lét
hins vegar í vetur fara fram taln-
ingu á röðun í launaflokka með
tilliti til kynja og átti þessi samn-
ingur að grundvallast á niður-
stöðum talningarinnar. Við taln-
inguna kom í ljós að konur eru
langfjölmennastar í lægstu flokk-
um.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
frá Samtökum um kvennalista
vakti athygli á þessu á fundinum í
gær og flutti tillögu um að fela
starfsmannahaldi borgarinnar að
taka saman þær breytingar sem
verða á röðun kvenna og karla í
launaflokka í kjölfar samning-
anna, þar sem þær breytingar eru
ekki full ljósar.
Sigurjón Pétursson lét einnig
bóka í launamálanefnd að hann
teldi að í samningunum hefði
ekki verið farið eftir samþykkt
borgarstjórnar. Nú fyrir áramót á
að ljúka endurmati á störfum þar
sem konur eru fjölmennar.
—gg