Þjóðviljinn - 25.06.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Sambandið
Stöndumst samkeppnina
eða hættum rekstnnum
Pröstur Ólafsson: Verðum að reka verslunina útfrá rekstrarlegum
þörfumfremur enfélagslegum sjónarmiðum. Erlendur Einarsson:
Hleypum inn nýju áhættufjármagni
Langbrýnasta verkefni Sam-
bandsins nú er átak í verslun,
að koma vörum ódýrari frá fram-
leiðendum til neytenda. Eitthvað
á þessa leið fórust Erlendi Ein-
arssyni forstjóra Sambandsins,
orð í skýrslu sinni á aðalfundi
Sambandsins um helgina. Um
þetta verkefni snérist öll um-
ræðan um sérmál fundarins
undir yfirskriftinni „Samvinnu-
hreyfing framtíðarinnar, sam-
vinnuverslunin“.
Þröstur Ólafsson, stjórnarfor-
maður KRON, ræddi sérstaklega
um stöðu samvinnuverslunarinn-
Gamli Iðnskólinn
Viðgerð
hafin
Samþykkt einróma í
borgarráði að gera við
húsið eftir brunann.
Tillaga lögð fram um
víðtœka úttekt á
eldvörnum ígömlum
timburhúsum í eigu
borgarinnar
í gær ákvað borgarráð að gert
skyldi við gamla Iðnskólann við
Lækjargötu en hann skemmdist
mikið í bruna sl. laugardags-
kvöld. Á fundinum lagði Guðrún
Ágústs dóttir fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins til, að gerð vrði út-
tekt á eldvömum í verðmætum
timburhúsum í eigu borgarinnar.
í tillögunni er einnig gert ráð fyrir
að komið yrði á fullkomnu við-
vörunarkerfi sem yrði tengt við
slökkvistöðina.
-gg
Umferðin
ar á höfuðborgarsvæðinu með til-
liti til samkeppninnar við aðra
verslun þar. Þjóðviljinn bað
Þröst að útskýra í nokkrum orð-
um afstöðu sína til þessa máls.
„Aðalatriðið er að við verðum
að horfast í augu við þann raun-
vemleika sem blasir við. Við
verðum að reka þessa félagslegu
verslun út frá rekstrarlegum þörf-
um, fremur en félagslegum sjón-
armiðum vegna þeirrar hörðu
samkeppni sem við stöndum í. Ef
við stöndumst ekki samkeppnina
verðum við hreinlega að hætta.
Þetta gæti að sjálfsögðu komið
niður á hinum félagslega þætti og
þarf að ræða vandlega hvernig
við getum brugðist við því. Sam-
keppnin hefur neytt okkur til svo
lágrar álagningar að við getum
ekki haldið áfram þeim milli-
færslum sem tíðkast hafa frá
versluninni til annarra greina
samvinnustarfsins,“ sagði
Þröstur.
Hann nefndi einnig að verslun-
ardeild sambandsins yrði að
rekast þannig að það væri tryggt
að verslanir samvinnuhreyfingar-
innar fengju vörur þaðan á
sambærilegu verði miðað við það
verð sem kaupmenn greiða
heildsölum. Þröstur benti einnig
á þann aðstöðumun sem sam-
vinnuverslunin býr við í saman-
burði við verslun einkaframtaks-
ins í Reykjavík og nefndi í því
sambandi að einkaframtaksmenn
sætu að öllum bestu verslunar-
lóðunum á meðan aðför er gerð
að Miklagarði.
Erlendur Einarsson sagði að
nú þyrfti að leggja áherslu á að
hleypa nýju fjármagni inn í starf-
semi samvinnuhreyfingarinnar.
„Til að gera hluti í stórum stíl, til
að nýta til hlýtar tækifærin, jafnt í
verslun sem í öðrum greinum
samvinnustarfsins þarf fé og sam-
vinnuhreyfingin hefur lengi haft
brýna þörf fyrir nýjar uppsprett-
ur fjámagns. Þar er samvinnu-
skipulagið gamla og góða ekki
lengur einhlítt, enda er það
reynslan hér sem erlendis að nýj-
um fyrirtækjum er mjög sjaldan
valið samvinnuform. Við verðum
að leysa fjötra formsins og opna
áhættufjármagni leið inn í sam-
vinnustarfið, ekki á þann veg að
atkvæðisrétturinn fylgi því. Hér
er brýn þörf nýsköpunar á hinum
mikilvæga fjármagnsmarkaði,“
sagði Erlendur.
-yk/Akureyri
( gær hófu starfsmenn trésmiðadeildar borgarinnar að reisa vinnupalla við gamla Iðnskólann. (mynd sig)
Ekki vissi ég að uppruni Mý-
vatns væri svona dónalegur.
Beöist
afsökunar
Sigríður Halldórsdóttir hefur
beðið Þjóðviljann að birta svo-
fellda athugasemd:
„Ég bið Þjóðviljann að birta
frá mér afsökunarbeiðni vegna
ruddalegra ummæla minna um
heiðursgest Listahátíðar. Ég held
að skapvonska hafi hlaupið með
mig í göngur. Ég hafði beðist
undan meiri sjónvarpsskrifum í
vikunni á undan og því kom það
flatt upp á mig þegar hringt var og
beðið um pistil á þeirri stundu
föstudagsins sem ég var vön að
skila af mér. Af asnaskap og í
stað þess að neita hripaði ég
eitthvað niður á blað, skilaði því
illa handskrifuðu og án þess að
lesa nokkum hlut yfir. Það kom
mér svo í koli.
Meinlegar og sóðalegar villur
„eins og ,Jafði“ Picasso í stað
„hafði“. Gífuryrðið kerling um
frú Picasso var hreint og skært
óviljaverk og hefði aldrei flotið
með ef ég hefði, einsog lög gera
ráð fyrir og ég legg ævinlega
mesta áherslu á, lesið yfir hand-
ritið áður en ég skilaði því inn.
Enda held ég að mér sjálfri hafi
brugðið mest þegar þetta blasti
við mér daginn eftir. Því bið ég
alla hlutaðeigandi afsökunar og
læri af reynslunni en sit uppi með
skömmina.
Sigríður Halldórsdóttir“
Jafnrétti landshluta
Hagsmunamál allra
Landsfundursamtaka um jafnrétti milli landshluta hvetur tilþess að
fólks- ogfjármagnsflótti tilsuðvesturhorns landsins verði stöðvaður
Fleiri
öldur
ákveðnar
Komið verður fyrir nokkrum
nýjum hraðahindrunum í borg-
inni innan skamms og jafnframt
hefur verið ákveðið að hámarks-
hraði í suðurhlíðum verði 30 km á
klukkustund.
Tvær hraðahindranir eiga að
koma í Kambasel, þrjár á Nesveg
og Ægissíðu og ein í Hjallasel.
Það var umferðarnefnd sem lagði
til að komið yrði fyrir hraða-
hindrunum í þessar götur, og
samþykkti borgarráð það ein-
róma á fundi í gær.
-gg
Landsfundur samtaka um
jafnrétti milli landshluta var
haldinn á Laugarvatni dagana 21.
og 22. júní sl. og þar voru sam-
þykktar ályktanir um ýmis mál.
Meðal annars var samþykkt eftir-
farandi ályktun jafnvægi í byggð
landsins:
„Jafnvægi í byggð landsins er
sameiginlegt hagsmunamál allra
landsmanna. Áhrifa baráttu sam-
taka um jafnrétti milli landshluta
gætir nú æ meir í allri þjóðfélags-
umræðu. Stöðva þarf hinn stjórn-
lausa straum fólks og fjármagns á
suðvesturhorn landsins. Mörgum
er nú Ijóst að kjarninn í verkefn-
um næstu ára er að auka vald og
ábyrgð sveitarfélaganna og að
landinu verði skipt í sjálfstæð
fylki, héruð eða þing hið fyrsta.
Fundurinn hvetur til að stjórnar-
skrárdrög samtakanna verði
endurflutt strax í byrjun alþingis
næsta haust“.
Einnig var samþykkt ályktun
þar sem hvatt er til samstarfs við
sveitarstjórnarmenn vítt og breitt
um landið og minnt á að árangur
samtakanna sé að miklu leyti
undir því kominn að slíkt sam-
starf náist. Fundurinn lagði til að
hverjum og einum nýkjömum
sveitastjómarmanni sé ritað bréf
og óskað samstarfs og samráðs
við þá um stefnumörkun í sam-
eiginlegum áhuga- og
hagsmunamálum. Ennfremur
skorar landsfundur á alla með-
limi samtaka að beita áhrifum
sínum hver í sinni heimabyggð til
að kynna jafnt sveitastjórnar-
mönnum og forystumönnum í
félagsmálum stefnu samtakanna.
Á landsfundinum vora einnig
samþykktar ályktanir þar sem
hvatt er til að vel verði fylgst með
öllum nýjum málum á alþingi og
að staðið verði vörð um sjálfstæði
sveitarfélaga og að breytingar
verði ekki gerðar nema í samráði
við íbúa þeirra. -yk/Akureyri
2 SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvlkudagur 25. júní 1986