Þjóðviljinn - 25.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1986, Blaðsíða 9
MENNING Fríður hópur íslensks leikhús- fólks er um þessar mundir að leggja upp í ferð til Bandaríkj- anna, til þes að sýna á árlegri leiklistarhátíð Eugene O’Neill stofnunarinnar nýtt leikrit eftir Guðmund Steinsson - Brúðar- myndin. Þessi hátíð nýtur mikillar virð- ingar í leiklistarheiminum og sækjast margir eftir að komast á hana, - bæði höfundar með verk sín og ekki síður Ieikarar sér til þjálfunar. Til dæmis bárust um 2000 verk frá bandarískum höf- undum, en úr voru valin til flutn- ings 14 verk. Og sá háttur er á hafður að bjóða einum erlendum höfundi að koma með nýtt verk sitt. Brúðarmynd Guðmundar Steinssonar varð fyrir valinu og er það vitanlega mikil viður- kenning fyrir hann og kærkomið tækifæri fyrir íslenskt leikhúsfólk að fá að taka þátt í hátíðinni og þeirri vinnu sem þar fer fram. Hátíðin er þannig uppbyggð að sjálft leikverkið er í brennidepli og fara fram umræður um það á öllum stigum, því fólki gefst kost- ur á að sjá verkið í æfingu og að lokum í sýningu. Stefán Baldurs- son leikstjóri verksins orðaði það svo að uppsetningin væri eigin- lega sviðsettur leiklestur. Pað væri ætlast til tiltölulega lítillar forvinnu, áður en til hátíðarinnar væri komið og því hefðu þau ekki unnið að leikritinu með sama hætti og ef um „venjulega" sýn- ingu væri að ræða. Verkið verður flutt á íslensku, en þýtt jafnharð- Hópurinn sem fer og sýnir Brúðarmyndina fyrir Ameríkumenn og fleiri í Eugene O'Neill stofnuninni. Leiklist Brúðarmyndin vestur um haf Nýtt leikrit Guðmundar Steinssonar valið á leiklistarhátíð í Bandaríkjunum an á ensku. Fyrir atbeina utan- ríkisráðuneytisins verður forsýn- ing í New York 28. júní, en á hátíðinni sjálfri er áætlað að sýna Brúðarmyndina 10. og 11. júlí. Höfundasmiðjan á þessari ár- legu leiklistarhátíð Eugens O’Neill stofnunarinnar er eins og fyrr sagði mjög eftirsótt af leik- ritahöfundum og margir þekktir höfundar hafa komið þar við sögu. Má þar nefna John Piel- meier höfund hins rómaða leik- rits „Agnes, barn Guðs“, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi á sínum tíma og nú hefur verið kvikmynduð. Einnig má nefna Sam Shcpard, sem nú er talinn einn besti leikritahöfundur Bandaríkjanna, en Leikfélagið sýndi fyrir nokkrum árum eftir hann „Barn í garðinum", og Shepard gerði einnig kvikmynda- handritið að kvikmynd Wim Wenders „Paris, Texas“ og er þekktur kvikmyndaieikari. Með- al þekktra höfunda sem nú verða í Connecticut eru August Wilson, Leo Blessing og John Patrick Shandley. Það er því ljóst að það er mikill heiður fyrir Guðmund Steinsson að vera valinn eini erlendi höf- undur hátíðarinnar. Hann vildi auðvitað sem minnst segja um Brúðarmyndina, en þó,að verkið fjallaði um Ieikstjóra sem væri að gera heimildarmynd um líf „venjulegrar“ fjölskyldu. Kvik- myndaleikstjórinn vill reyna að hafa allt sem eðlilegast; að heimildarmyndin verði sem trú- verðugust. Verkið vekur því upp spurningar um samspil leiks og veruleika og um samskipti lista- manna við annað fólk sem þeirra efnivið. Guðmundur Steinsson sagðist hafa verið í þrjú ár að skrifa þetta leikverk og hann væri vissulega mjög glaður að það skyldi hafa verið valið. Það væri gríðarlega mikilvægt fyrir höfund að fá heiðarlegar og faglegar umræður um eigið verk og ekki síður væri mikilvægt fyrir íslenskt leikhús- fólk að fá að taka þátt í þeirri Ieiksmiðju sem þarna fer fram. Það er ekki bara til Bandaríkj- anna sem hróður Guðmundar berst. Stundarfriður hans er um þessar mundir leikinn bæði í Jap- Guðmundur Steinsson - gerir víðreist í leiklistarheiminum. Brúðarmyndin í Bandaríkjunum, en Stundarfriður er sýndur núna í Japan og Póllandi. (Myndir Ari). an og í Póllandi. Guðmundur sagði það alls óráðið hvenær ís- lendingar fengju að berja Brúð- armyndina augum, en þó hlýtur að teljast líklegt að það verði ein- hvern tíma á næsta leikvetri. Hópurinn sem fer með Brúð- armyndina vestur um haf, er skipaður jöfnum höndum leikur- um frá Þjóðleikhúsinu og Leikfé- lagi Reykjavíkur. Sem fyrr sagði er Stefán Baldursson leikstjóri en leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Róbert Arnfinnsson, Sigríður Hagalín, Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún S. Gísladóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Valgeir Skagfjörð. Þórunn S. Þorgríms- dóttir gerir Ieikmynd og búninga, en fararstjóri auk þess að leika er Guðmundur Pálsson. -pv Handbók um Þingvelli eftir Björn Þorsteinsson Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefurgefið út Þingvallabók- ina- Handbók um helgistað þjóðarinnar eftir prófessor Björn Þorsteinsson sagn- fræðing. Efni bókarinnarer fjölbreytt. Þareraðfinna sagnfræði, náttúrufræði, staðfræði, sögur og Ijóð. Sér- stakur kafli er um Þingvalla- vatn eftir Sigurjón Rist vatna- mælingamann og annar um gróður á Þingvöllum eftir Ing- ólf Davíðsson grasafræðing. ÁsgeirS. Björnsson lektorrit- stýrði verkinu. í Þingvaljabókinni eru mörg yfirlitskort. Eitt þeirra er af þeirri útsýn sem getur að líta af efri barmi Almannagjár og eru nöfn fjallahringsins skráð á kortið. Ör- nefnakort er að finna í bókinni þar sem merkt er við 62 örnefni á Þingvöllum. Sérstök litmynd var tekin úr lofti yfir þingstaðinn. Á hana eru merktar 32 þingmanna- búðir auk fjölda örnefna. Þá er og loftmynd í lit sem sýnir leiðir og stíga á Þingvöllum sérstaklega ætluð þeim sem vilja leggja land undir fót og njóta útivistar í guðsgrænni náttúrunni. Auk framangreindra korta og mynda Bjöm Þorstetasson Handbók um helgistad (jjóðíirtnnar Saga - N«ttú«6»8f - StaSfceðf - íjaðsögttr - ljð8 Hin nýja Þingvallabók Björns Þor- steinssonar sagnfræðings sem Örn og Örlygur hafa gefið út. eru rúmlega 50 aðrar myndir og teikningar í bókinni, flestar í litum, og margar frá fyrri öldum og því hinar sögulegustu. Mlðvlkudagur 25. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Bækur Stéttartal Hið fyrsta um viðskipta- og hagfræðinga Almenna bókafélagið hefur gefið út stéttartal viðskipta- og hagfræðinga, hið fyrsta sem um þærstéttirhefurverið gert. Ráðist var í verkið í byrj- un árs 1982 að frumkvæði viðskiptafræðingaog hag- fræðinga. Ritiðertölvuunnið og því hægur leikur að bæta við enda ekki vanþörf á þar sem um það bil 300 manns hefja árlega nám í viðskipta- fræðum við Háskóla íslands. Brynjólfur Bjarnason, Gylfi Þ. Gíslason og Tryggvi Pálsson voru skipaðir í ritnefnd en síðar bættist í hópinn Kristján Jóhannsson for- stjóri AB. Að baki ritverki sem þessu liggur mikil og tímafrek nákvæmnisvinna. Hefur rit- nefndin að sögn notið ómetan- legrar aðstoðar margra aðila en hlutur Klemensar Tryggvasonar, fyrrum hagstofustjóra, og Krist- ínar Bjarnadóttur, B.A. ber þar hæst. í aðalhluta talsins eru æviágrip hagfræðinga og viðskiptafræð- inga, sem luku prófi fram til 1982, þar af 174 með erlend próf. Ljós- myndir fylgja ágripunum. f sér- stökum kafla er að finna helstu upplýsingar um kandidata út- skrifaða 1983 og 1984. Eru það 136 aðilar en 12 þeirra eru með erlend próf. Alls er í talinu 1135 æviágrip. Auk æviskránna eru í talinu tvær greinar; frásögn Gylfa Þ. Gíslasonar af upphafi og þróun kennslu í viðskiptafræðum við Háskóla íslands og samantekt Björns Matthíassonar um sögu félagasamtaka hagfræðinga og viðskiptafræðinga á íslandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.