Þjóðviljinn - 25.06.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
S-Afríka
Sprengjutilrædi í Jóhannesarborg
Tvcer sprengjur sprungu í gcer í miðborg Jóhannesarborgar og scerðust að minnsta kosú 17 manns
Pretoríu — Með neyðará-
standslögunum í S-Afríku er
komin fram ný tegund frétta-
mannafunda þar sem frétta-
menn geta ekki, hvað eftir ann-
að, sagt fréttir í tengslum við
eigin spurningar.
„Get ég sagt frá því sem ég var
að spyrja þig um?“, „Er spurning
mín niðurrifskennd?“, spurði
fréttamaður einn sem reyndi án
árangurs að komast að stað-
reyndum varðandi fjöldahand-
tökur í síðustu viku þegar Upp-
lýsingastofnun stjórnvalda hélt
daglegan fund sinn með frétta-
mönnum, þessir fundir eru nú
nær eina leið fréttamanna til að
afla frétta af ástandinu í S-
Afríku.
Svar talsmanns stjórnvalda var
á þá leið að fréttamenn voru
áminntir um að spurningar væru
ekki í settar í forgangsröð, —
ekki undanþegnar neyðarást-
andslögunum — ef þær snertu á
einhvern hátt öryggisaðgerðir
stjórnvalda eða að þær teljist á
einhvern hátt „niðurrifskenndar“
eða „ögrandi“.
Eftir að neyðarástandslög
hvítu minnihlutastjómarinnar
voru sett á, er nú farið að ræða
um Upplýsingastofnun stjórnar-
innar sem „Sannleiksráðuneyt-
ið“, eftir samtökum í sögu Ge-
orge Orwell, 1984. Fundir þess-
arar stofnunar eru haldnir á
hverjum degi síðdegis og reglur
hennar hafa orðið stöðugt strang-
ari. Talsmenn stofnunarinnar
svara aðeins spurningum varð-
andi sína daglegu skýrslu um á-
standið á „ókyrrðarsvæðum".
Aðrar spurningar verður að
senda með Telex skeyti til stofn-
unarinnar. Fastur liður í skýrsl-
um stofnunarinnar er að ofbeldi
fari nú minnkandi í landinu eftir
að neyðaraástandslögin voru sett
S-Afríka
Sannleiksráðuneytið
Jóhannesarborg — Tvær
kraftmiklar sprengjur sprungu
í miðborg Jóhannesarborgar á
hádegi í gær og særðust að
minnsta kosti 17 manns, eftir
því sem taismaður stjórnvalda
sagði.
Terry Waite. Upplýsingaþjónusta S-
Afríkustjórnar vill sem minnst af hon-
um vita þessa dagana eins og frétta-
maður Reuter fréttastofunnar komst
að.
Ólympíuleikar
Verða
N-Kóreumenn
þátttakendur?
Seoul — Norður Kóreumenn
hafa lagt fram tilkynningu um
að þeir muni taka þátt í for-
keppni Ólympíuleikanna í
knattspyrnu en lokakeppnin
fer fram á Ólympíuleikunum í
Seoul í S-Kóreu, 1988.
Petta er fyrsta merki þess að
N-Kóreumenn hyggist taka þátt í
Ólympíuleikunum. Þeir hafa átt í
deilum við S-Kóreumenn um að
fá sjálfir að halda hluta leikanna.
Um helgina leit út fyrir að þeir
myndu draga sig út úr þátttöku í
leikunum þegar þeir neituðu til-
boði Alþjóða Olympíunefndar-
innar um að taka að sér nokkrar
greinar leikanna. Þeir tilkynntu
að leikunum skyldi skipt jafnt
milli S- og N-Kóreu.
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR /
hjörleifsson'RE Ul E R
á. Aðspurðir um hvort þessi
stutta skýrsla taki til allrar ó-
kyrrðar í S-Afríku, var svarið að
„sagt er frá öllum atriðum“.
Fréttamaður Reuter sendi
spurningu í Telex formi varðandi
ásakanir Terry Waite, fulltrúa
ensku biskupakirkjunnar um of-
beldi og fjöldahandtökur. Svarið
barst 15 klukkustundum síðar og
var á þessa leið: „Þér er ráðlagt
að leita aðstoðar lögfræðings
áður en þú birtir frétt. Ásakan-
irnar eru í rannsókn, þeim verður
svarað ef þörf krefur og þá opin-
berlega."
Það var Upplýsingamiðstöð
stjórnarinnar sem tilkynnti þetta
í gær, í tilkynningunni sagði að 15
manns hefðu særst þegar
sprengja sprakk á hraðmatsölu-
stað. Þá særðust tveir í spreng-
ingu sem varð 25 mínútum síðar
utan við hótel.
Sprengingarnar voru svo kröft-
ugar að margra hæða skrifstofu-
byggingar hristust. Ekki er talið
ólíklegt að ANC standi fyrir
sprengingunum en Oliver
Tambo, formaður samtakanna
lýsti því yfir fyrir nokkrum
dögum að samtökin myndu herða
skemmdarverkastarfsemi sína á
næstunni.
Matsölustaðurinn sem um
ræðir er hluti Wimpy keðjunnar
sem nýlega opnaði dyr sínar fyrir
öllum kynþáttum. Upplýsingast-
ofnun stjórnarinnar sagði að þeir
tveir sem særðust utan við hótel-
ið, Forsetahótelið, hefðu verið
svartir. Hvítir kaupsýslumenn
koma vanalega á Forsetahótelið
til að snæða hádegisverð.
Talsmaður Upplýsingastofn-
unarinnar sagði einnig frá því x
gær að tveir svartir menn hefðu
látist á síðasta sólarhring, annar
þeirra hefði verið skotinn í Uiten-
hage en hinn hefði látist þegar
lögreglumenn hófu skothríð með
haglabyssum á hóp manna í
hverfi svartra austan við Jóhann-
esarborg.
Frá því neyðarástandslög voru
sett í landinu hafa sprengjur
sprungið í Durban þar sem 3 kon-
ur létust en þetta eru fyrstu
sprengingarnar í Jóhannesar-
borg.
Reagan fékk ekki að tala
Thomas O 'Neill, forseti Fulltrúadeildar bandaríska
þingsins, hefur bannað að Reaganfái að ávarpa
deildina áður en hún gengur til atkvœða um 100
milljón dollara aðstoðina við skæruliða í Nicaragua
Washington — Beiðni Ronalds
Reagan um að fá að ávarpa
Fulltrúadeiid bandaríska
þingsins áður en hún gengur
til atkvæða um 100 milljón
dollara aðstoð við skæruliða
sem berjast gegn stjórnar-
hernum í Nicaragua, hefur ver-
ið hafnað.
Larry Speakes, talsmaður for-
setans sagði að Reagan væri
„hissa og vonsvikinn" yfir þess-
um málalyktum. Það var Thomas
ÖNeill, forseti Fulltrúadeildar-
innar sem neitaði beiðni forset-
ans. Ef Reagan hefði fengið að
ávarpa Fulltrúadeildina, hefði
hann um leið fengið tækifæri til
að ávarpa þjóðina þar sem nú
hafa verið teknar upp fastar sjón-
varpsútsendingarúrþinginu. Re-
agan hefur oft tekist að fá al-
menningsálitið með sér í slíkum
útsendingum og hann lagði sérs-
taka áherslu á að fá að tala við
betta tækifæri.
ÖNeill sem er demókrati og
áhrifamikill maður í Washington
sagði að það hefði verið brot á
hefðum ef forsetinn hefði fengið
að tala í einni deild, rétt fyrir
mikilvæga atkvæðagreiðslu. Ó’N-
eill sagðist hins vegar hafa boðið
forsetanum að tala í sameinuðu
þingi. í raun er það hins vegar
ómögulegt þar sem Öldunga-
deildin á nú mjög annríkt við að
leggja síðustu hönd á nýtt skatta-
lagafrumvarp.
Líklegt er talið að þingið sam-
þykki einhvern stuðning við
skæruliða en langt frá því eins
mikið og Reagan hefur farið fram
á.
Pavarotti
í Peking
Pavarotti söng Kínverja upp úr
skónum í gaer.
Peking — Italski óperusöngv-
arinn Luciano Pavarotti sló í
gegn í Kína í gær þegar hann
söng í Peking óperunni fyrir
fullu húsi.
Mörg hundruð manns æddu út
á gangana, hrópandi og veifandi
dagskrá tónleikanna þegar Pa-
varotti hafði lokið söng sínum.
Hann söng frægar aríur og ítölsk
þjóðlög og var klappaður fimm
sinnum upp. Rétt tæplega 3000
manns voru á tónleikunum i
þeim var einnig útvarpað bein
„Ég hef satt að segja aldrei si
neitt þessu líkt hér,“ sagði ensk
námsmaður sem var á tónleiku
um. „Jafnvel á rokktónleiku
sem voru hér nýlega voru vi
tökurnar ekki eins stórko;
legar,“ sagði Englendingurinn i
hefur líklega átt við tónleil
Stuðmanna í Kína ekki alls fyi
löngu.
Miövikudagur 25. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Petta líka...
Lundúnum — Oliver Tambo, leið-
togl Afríska þjóðarráðsins, ANC,
hélt I gær sögulegan fund með
breskum ráðherra. Nú sjást þess
merki að Thatcher, forsætisráð-
herra Breta sé að breyta um stefnu
varðandi efnahagslegar refsiað-
gerðir gagnvart S-Afríkustjórn.
Genf — Mikhail Gorbatsjof, leið-
togi Sovétríkjanna, mun því að-
eins mæta á leiðtogafund að
áþreffanlegur árangur náist í við-
ræðum um fækkun kjarnorku-
vopna sem nú fer fram í Genf í
Sviss. Bandarískur embættismað-
ur sagði í gær að Reagan væri
bjartsýnn um að af leiðtogafundi
yrði í ár.
Brioni, Júgóslavíu — Búist er við að
OPEC ríki muni styðja tiilögu um
að þak verði sett á olíuframleiðslu
þeirra til að auka hlut OPEC ríkja í
olíuframleiðslu helmsins.
Los Angeles — Reagan Bandaríkj-
aforseti sagði í gær í viðtali að
hann hefði trú á einlægni Botha
forseta S-Afríku og að stjórnin þar
í landi hefði sýnt að hún væri tilbú-
in til að framkvæma breytingar
sem byndu enda á kynþáttaað-
skllnaðarstefnuna.
Varsjá — Lech Walesa, leiðtogi
Samstöðu í Póllandi var í gær tek-
Inn tll yfirheyrslu af lögreglunni í
Gdansk varðandi tengsl hans við
neðanjarðarhreyfinguna og
bandarískan diplómat sem sakað-
ur hefur verið um njósnir.
Pólsk yfirvöld
Vesturlönd
þjálfa
skæmliða
Varsjá — Pólsk yfirvöld sök-
uðu í gær Bandaríkin og leyni-
þjónustur í V-Evrópu um að
þjálfa skæruliða til að ráðast á
skotmörk í Póllandi og reyna
að senda neðanjarðarhreyf-
ingu stjórnarandstöðunnar
(líklegast Samstöðu) skotfæri,
sprengiefni og lömunargas.
Það var fulltrúi í innanríkisráð-
uneytinu pólska sem kom með
þessar ásakanir í gær. í viðtali við
pólsku fréttastofuna PAP, sagði
hann að ákveðin öfl innan Nató
og sérstaklega í Washington,
hefðu það að einu meginmark-
miða sinna að gera innanlandsá-
stand ótryggt. Hann sagði að yfir-
völd hefðu nýlega náð á sitt vald
sendingu af sprengiefni frá Vest-
urlöndum sem var látið líta út
eins og pennar, einnig voru þar
útvarpsviðtæki sem voru þannig
úr garði gerð að þau geta náð
tíðni þeirri sem innanríkisráðu-
neytið og herinn nota.
Fulltrúinn nefndi ákveðna
staði í V-Evrópu og Bandaríkj-
unum, Munchen og New Jersey
m.a., sem staði þar sem skærulið-
ar væru nú þjálfaðir. Vestrænir
diplómatar telja að þetta sé eitt
áróðursbragða sem stjórnvöld
noti nú til að ná upp „baráttu-
anda“ fyrir flokksþing pólska
kommúnistaflokksins sem hefst
hinn 29. þessa mánaðar.