Þjóðviljinn - 13.07.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Page 2
FLOSI Nliku skammtur ◦f drullukökum Ég var að hugsa um það í gær og í fyrradag og raunar að undanförnu, hvað þeir menn geta átt bágt sem komast til mannvirðinga á Islandi. Hann vissi hvað hann söng hann Bjarni Thorar- ensen þegar hann sagði: Ekki er holit að hafa ból hefðar uppá jökultindi... Eins og böggull fylgir skammrifi, fylgir upp- hefðinni nokkuð sem nefnt hefur verið umtal og oftast illt. Það er einsog íslendingum ætli aldrei að lærast það að oft má (jafnvel) satt kyrrt liggja. Nú ætla ég - að hætti frelsarans - að segja dulitladæmisögu, en henni þarf óhjákvæmilega að fylgja formáli. Það er upphaf þessa máls að fyrir hundrað- ogfjörutíu árum var alþingi íslendinga endur- reist og kom saman í latínuskólahúsinu nýja í Reykjavík. Þingið sátu 25 alþingismenn 19 þjóðkjörnir og sex konungskjörnir. Við þingsetninguna lagði dómkirkjuprestur- inn Helgi G. Thordersen útaf orðum postulans: - Hvað sem þér svo gerið í orði eða verki, þá gerið allt í nafni drottins Jesú, þakkandi guði fyrir hann. Þá stóðu þingmenn allir upp og sögðu í einum kör: - Lengi lifi konungur vor, Kristján áttundi. Svo var sunginn sálmurinn „Víst ert þú Jesú kóngur klár.“ Eftir þetta kom Alþingi saman nokkuð reqlu- lega til gagns og gamans fyrir íslensku þjóðina og gerir enn. Það var svo ekki fyrr en á hundrað ára afmæli Alþingis, fyrir fjörutíu árum, að Tívolí hóf starf- semi sína hérna í Vatnsmýrinni. í dag eru semsagt fjörutíu ár síðan Tívolí var opnað og drottinn minn, manni finnst einsog það hafi skeð í gær. Starfsmenn voru 25, þaraf 19 íslenskir og 6 erlendir einsog á þingi þegar það var endur- reist. Útlendingarnir voru sjónhverfingamenn, sverðagleipar, eldspúarar, loftfimleikamenn og trillikúnstnerar. íslendingarnir voru aðstoðar- menn, umsjónarmenn, kraftajötnar, forstjórar, framkvæmdastjórar og gjaldkerar. Tívolí starfaði reglulega - líkt og Alþingi - í nokkuð mörg ár enda var þar mikið um dýrðir, parísarhjól, áttfótungur, skotbakkar, bílabraut, bátaleiga að ógleymdum erlendum sirkustrúð- unum og trillikúnstnerunum. Eitt var það atriði, sem verður mér alltaf minn- isstæðast allra þeirra sem þarna voru á boðstól- um, og kemur þá líklega að dæmisögunni, sem ég gat um áðan. Þetta atriði var lengi vinsælast allra þarna í garðinum og er líklegt að hið íslenska þjóðareðli hafi ráðið þar nokkru um. Á palli, eða sviði var komið fyrir stórum stampi sem fullur var af heldur ógeðfelldri brúnni leðju, svona einsog einhverskonar úthrærðum óþverra. Sitthvoru megin við stampinn voru tvær uppi- stöður og á milli þeirra bretti í tveggja metra hæð yfir balanum. Á brettinu tróndi svo mannvera í trúðsgervi einsog sá sem valdið hefur. Fítusinn var svo að selja þeim sem voru að gera sér dagamun í sumarblíðunni, drullukökur sem grýtt var í trúðinn. Trúðurinn reyndi eftir fremsta megni að víkja sér undan kökuhríðinni, en alltaf fór svo að lokum að einhver hitti á tiltekinn stað og við það hrapaði fórnarlambið ofaní leðjustampinn. Og þegar trúðurinn var að brjótast um í óþverranum ofaní stampnum urðu allir svo undurglaðir, bæði sá sem hafði hitt og líka þeir sem ekki höfðu hitt. Litlu börnin spurðu mömmu sínar: - Af hvurju datt hann oní drulluna? Og mæðurnar svöruðu: - Hann hlýtur að hafa átt það skilið. Feðurnir kinkuðu kolli, því þetta var rétt svar og hugsuðu með sér í leiðinni: - Það er vissara að vera ekki að reyna að komast á toppinn. Ekki veit ég af hverju þessi minning er mér svona hugleikin í dag. Ef til vill er það vegna þess að hundraðfjörutíu og eitt ár er síðan Al- þingi íslendinga var endurreist, eða þá vegna þess að í dag eru rétt fjörutíu ár síðan Tívolí í Vatnsmýrinni var opnað. Kannske rugla ég þessu öllu saman, einsog svo margir eru farnir að gera um þessar mundir. Þau rauðklæddu Fólk hefur haft orð á því hve margt rauðklætt fólk er á ferli í miðborginni þegar veðrið er hvað best. Auðvitað eykst fólksfjöldinn á góðviðris- dögum, en af hverju er þessi rauði klæðnaður svo áber- andi, þegar gult og grænt er í tísku? Svarið er einfalt. Starfsfólk Landsbankans hef- ur allt fengið sér rauða ein- kennisbúninga og starfsfólk Samvinnuferða/Landsýnar gengur í svipuðum fötum. Vegna þessa einkennisbún- ings kemst upp um strákinn Tuma, þegar hann stelst út í góða veðrið.H Vegalamb Sem kunnugt er ákváðu bændasamtökin að eyða ein- hverjum miljónum króna í auglýsingaherferð til að auka sölu-^ lambakjötinu innan- landsog nú heitir það „Fjalla- lamb“. Þeir sem ferðast um þjóðvegi landsins verða hins- vegar varir við það að fæst af blessuðum lömbunum fer á fjall, því þúsundum saman eru þau á vegarköntunum nart- 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN andi í grængresið. Þess vegna væri ef til vill réttara að breyta auglýsingunum og kalla þetta „Vegalamb". Hún gæti þá hljóðað eitthvað á þennan veg: „Borðið íslenskt vegalamb, hina sönnu villi- bráð veganna“.B Egill Ólafsson fékk hárnær- ingu í Eyjum Á blaðamannafundi sem Þjóðhátíðarnefnd hélt með Stuðmönnum í Eyjum var margt gert til að skemmta blaðamönnum og öðrum Stuðmönnum. T.d. var siglt með lið/ð í bát um eyjamar. Öllum var skellt í regnkápu til að fara ekki með minjagripi heim, þ.em fugladrit. En Egill Ólafsson Stuðmaður losnaði ekki alveg við það. Árni John- sen í þjóðhátíðarnefnd vildi sýna mönnum hve fimir Eyjapeyjar væru, skutlaði sér upp í einn klettanna og náði í Rituunga. Unginn var að sjálf- sögðu settur á skallann á Agli til að hann sæist sem best. Eins og margir hafa tekið eftir varð Egill fyrir kínverskum áhrifum um daginn og er því með greiðslu eins og Kínverj- ar til forna, þ.e. örlítill hár- brúskur neðst á skallanum. Unginn hélt að þetta væri hreiður og skeit því sem óður væri. Agli Ólafssyni fannst gott að fá áburð í hárið. I ' T v Æ , 4 Ætternisdeilur í Skagafirði Skagfirðingar eru nú komnir í hár saman vegna fréttar Þjóð- viljans um að danska fótbolt- astjarnan Frank Arnesen eigi ættir að rekja norður í Skaga- fjörð. Einkum eru það íþrótta- menn í héraðinu sem deila um hvort Frank myndi tilheyra þessu eða hinu félagsliðinu ef forfeður hans hefðu ekki flutt úr Skagafirði. Erjurnar eru hvað harðastar milli þriðju deildar liðsins Tindastóls á Sauðárkróki og fjórðu deildar liðsins Höfðstrendings á Hofsósi. Eru félagar í Tinda- stólí engum vafa um að Frank myndi leika með þeim ef hann byggi í Skagafirði og Tindast- óll væri þá ekki lengur í þriðju deild heldur vafalítið fyrstu deildar lið. Höfðstrendingar vilja ekki una þessu og sendu frá sérfréttatilkynningu til hér- aðsblaðanna þar sem Sauðkræklingum var bent á þá staðreynd að knattspyrnu- völlur Höfðstrendinga væri í túnfæti lan'gafa Frank Arne- sen og þyrfti því ekki frekari vitna með hverjum drengur- inn myndi spila.B Ólafur hjá Penguin Það er sannarlega engin lygi sem mætir menn fóru með hér í blaðinu um daginn, að íslenskar bókmenntir væru ekkert þjóðminjasafn. Nú mun vera á leiðinni hjá hinu þekkta breska útgáfuforlagi Penguin, bók með tveimur sögum Ólafs Gunnars- sonar, höfundar sem farið hefur minna fyrir í íslenskri bókmenntaumræðu en efni standa til. Þær sögur Ólafs sem koma munu út á ensku eru Milljón prósent menn og Gaga.B

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.