Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 4
Um alla
fram-
komu
er krafist
meira af
íþrótta-
mönnum
en öðrum
Ég segi fyrir sjálfan mig -
íþróttasíða Frímanns Helga-
sonar, sem birtist í Þjóðviljan-
um á föstudögum var það
fyrsta sem ég las í því blaði. Og
reyndar ekki annað í þá daga.
Ég bar blaðið út í Kef lavík
(vegfarendurspurðu hvortég
væri með andskotans
lllviljann) og safnaði íþrótta-
síðunum í sérstakan kassa.
íþróttaskrif byrjuðu snemma í
blaðinu - vikulegur þáttur birtist í
blaðinu þegar árið 1938 og hét því
virðulega nafni „Hreysti og feg-
urð“. Eftir nokkrar vikur var
komið _ látlausara heiti á þessi
skrif- íþróttir hét síðan og svo er
enn í dag.
Þess er í fyrstu ekki getið hver
annist íþróttaskrifin, en árið 1940
birtist nafn Frímanns Helgasonar
sem umsjónarmanns. Frímann
stjórnaði íþróttamálum fram á
sumarið 1960, lengi vel í hjáverk-
um, og eftir að ritstjórn íþrótta
fluttist inn á blaðið hélt hann
áfram að skrifa um knattspyrnu í
blaðið - en á þeim vettvangi hafði
hann sjálfur getið sér gott orð.
Síðan hafa margir mætir menn
lagt hönd á íþróttaplóginn. Það
pláss sem þeim er ætlað segir sinn
kafla úr sögu blaðamennsku -
fyrst var lagður undir þau þrí-
dálkur, svo ein síða í viku, svo
tvær síður í viku og nú duga ekki
minna en fjórar síður á þriðju-
dögum til að Víðir Sigurðsson
geti gert atburðum helgarinnar á
undan þau skil sem hann vill.
íþróttaskrifarar Þjóðviljans
fóru af stað fyrr en flestir aðrir - í
fleiri en einum skilningi. Til
dæmis er það lagt til í grein frá
árinu 1938, að íslendingar fari að
undirbúa það að heyja landsleiki
í knattspyrnu og byrji þá á
Norðurlandaþjóðum - þetta var
allmörgum árum áður en íslend-
ingar háðu sinn fyrsta landsleik
við Dani. íþróttaskrifarar skrif-
uðu líka margt um íþróttastefnu,
um íþróttir sem hugsjón og sam-
eign almennings. Til að minna
einmitt á þetta fara hér á eftir
tveir „leiðarar" af íþróttasíðum -
hinn fyrri er frá árinu 1939 og
fjallar um ágæti leikfimi, hinn er
frá því í desember 1943 og fjallar
um nauðsyn þess að góðir
íþróttamenn séu til fyrirmyndar í
bindindi, orðbragði og líferni yfir
höfuð.
— ÁB.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna
starfa.
Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27.
Starfsfólk í 75% starf í þvottahús.
Skrifstofumann í 50% starf.
Upplýsingar gefur forstööumaður í síma
685377.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást
fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 15 júlí 1986.
Frímann Helgason.
Leikfimi er nauðsyn
Leikfimi er talin holl og
nauðsynleg. Hún er það fyrir
íþróttamann, sem þarf að bæta
þjálfun sína fyrir áríðandi keppni
til að fá samræmi í líkamann.
Leikfimi er ekki síður nauðsynleg
þeim sem ekki stunda íþróttir og
ekki hafa í hyggju að sýna
leikfimi sérstaklega eða stunda
hana þá sem keppniíþrótt. Hún
er nauðsynleg verkamanninum
sem stundar einhliða vinnu, þar
sem einstakir vöðvar líkamans
starfa of mikið í hlutfalli við aðra,
en það leiðir svo aftur af sér, ó-
samræmi í starfi líkamans, og
slæma endingu. Þessa leikfimi
mætti því kalla viðhaldsleikfimi.
Þessvegna ætti leikfimi að vera
almenningseign, iðkuð af öllum,
hvort þeir æfa hana sem íþrótt,
eða aðrar íþróttir, eða þeir
stunda engar íþróttir sérstakar.
Hér í bæ á að vera starfandi
fimleikaráð. Eitt af hlutverkum
þess er að vinna að aukinni þekk-
ingu á gagnsemi leikfiminnar,
Ieggja á ráðin um útbreiðslu
hennar, - skipuleggja leikfimis-
keppni o.s.frv. Frá þessu ráði
hefur fremur lítið heyrzt. Þó eru
þar nokkrir þekktustu leikfimis-
kennarar bæjarins. Að sönnu er
ekki langt síðan það var stofnað
(tæpt ár). Verkefnin eru ótæm-
andi og knýjandi, og er það ekki
vansalaust fyrir þessa leikfimisá-
hugamenn ef þeir ekki taka þessi
mál alvarlega og beita sér fyrir
þeim eftir beztu getu.
Veturinn er aðalleikfimistím-
inn og sá tími ætti því að vera
aðalstarfstími ráðsins. Ef vel
hefði verið ráðið, átti þegar að
hefjast handa um undirbúning
fyrir veturinn, og skipuleggja
starf sitt. Það hefur ekki komið
fram í dagsljósið að framkvæmdir
í þá átt séu byrjaðar. Þó er vitað
að leikfimi félaganna er yfirleitt
illa sótt og leikfimiskeppni í eilífu
missætti vegna skipulagsleysis.
Skólaleikfimin i æðri sem lægri
skólum í megnustu óreiðu og er
þar ærið verk að vinna. Greinar
eða fyrirlestrar um þessi mál sjást
því nær aldrei. Þess verður því að
krefjast, að bæði leikfimiskenn-
arar og leikfimisráðið taki hönd-
um saman um þetta nauðsynja-
mál.
Dr.-
Fyrirmyndarmenn
Hversu oft höfum við ekki
heyrt það, að um alla framkomu
er krafizt meira af íþrótta-
mönnum en öðrum? Hegði hann
sér ósæmilega hefur íþrótta-
heiður hans beðið mikinn
hnekki, þó það hafi alls ekki gerzt
í sambandi við íþróttastarf innan
vallareða utan. Iþróttamaður fær
ekki fulla viðurkenningu nema
hann sanni með sínu daglega lífi
að hann sé fyrirmynd annara.
Þessi viðurkenning fólksins á
áhrifum íþróttalífsins á einstak-
linga sína er mikið meiri en það
gerir sér sjálft grein fyrir og meiri
en íþróttamenn sjálfir veita at-
hygli. Það er því ábyrgð sem hvíl-
ir á hverjum einasta íþrótta-
manni, fyrst og fremst gagnvart
sjálfum sér að rýra ekki í neinu
sinn íþróttalega hróður sem um
leið verður til að veikja trú fólks-
ins á uppalandi áhrifum íþrótta-
hreyfingarinnar. Þeir íþrótta-
menn sem ná því að verða fyrir-
myndir annarra manna, vinna
íþróttahreyfingunni meira gagn
en flesta grunar. Ungi drengur-
inn tekur hann sér til fyrirmynd-
| LAUSAR STÖÐUR HJÁ
f REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirfarandi
starfa.
Fóstra og þroskaþjálfi, eða fólk með hlið-
stæða menntun óskast til starfa á vistheimili
barna Dalbraut 12, frá og með 1. sept. ’86.
Upplýsingar veíta forstöðumenn í símum
31130 og 32766.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást
fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. ágúst 1986.
ar, fyrst og fremst sem íþrótta-
mann. í leikjum sínum nefnir
hann sig nafni hans af því að hann
er fyrirmynd. Daglega sér hann
þessa „fyrirmynd" sína á götunni,
við vinnu í samkomusalnum, ít-
urvaxinn, bera höfuð hátt, með
djarflegan og hreinan svip. Hann
sést aldrei með vindling í munni
sér eða undir áhrifum víns.
Það samrýmist ekki hugsjón
hans, íþróttunum. Hann „blótar"
ekki eða viðhefur ruddaorð-
bragð, og þó er hann kjarnyrtur
um þau málefni sem hann ræðir.
Það eru svona menn, svona „fyr-
irmyndir" sem íþróttastarfsemin
vill ala upp. En það er sama í
íþróttum sem á öðrum sviðum að
tamning verður að fara fram á
unga aldri. Þess vegna verður að
taka ungu drengina þegar á barns
aldri og reyna að leggja þar
grundvöllinn að „fyrirmyndar-
manni“ eftir því sem hægt er. Þar
hvflir ábyrgðin á félögunum að
því leyti sem þau ná til þeirra
yngstu, en þessi hlið í íþrótta-
starfinu hefur yfirleitt verið van-
rækt. Hvernig er þetta hægt?
munu margir spyrja, og hvernig á
að leggja þann grundvöll.
Hvert einasta félag á landinu
sem ungt fólk hefur er æfir íþrótt-
ir og leiki, skapi sérstakan ung-
lingaleiðtoga. En þessi leiðtogi
verður að vera „fyrirmyndar-
maður“. Hann verður að vera
prúður í allri framkomu, öruggur
og orðheldinn við litla fólkið, svo
það treysti honum. Hann má
hvorki reykja né drekka. Hann
verður að taka strangt á ljótum
munnsöfnuði og komi það fyrir í
leik þá gefa víti fyrir eða áminn-
ingu. Ljótt orðbragð ber oftast
vott um þverrandi siðferðis-
kennd. Áframhaldið mun oftast
vera það að þeim finnst það ekki
nóg. Því fylgir í flestum tilfellum
reykingar. Leiðtoginn verður að
hafa eins náið samband við nem-
endur sína og hann getur. Hann
verður strax að leiða það í lög að
enginn sem reykir eða notar ljótt
orðbragð, megi keppa, fara í
ferðalög eða yfirleitt koma fram
fyrir félagsins hönd. Á þessum
árum tekur drengurinn þetta svo
alvarlega, að hann vill ekki láta
svipta sig þeirri ánægju að keppa,
fara í ferð eða gegna trúnaðar-
stöðu, og verið þið viss, að brátt
kemur krafan frá drengjunum
sjálfum hvers til annars. Takist
að halda drengjunum frá þessu á
þessum árum, eða fram yfir 16
ára aldur, þá verða færri sem
byrja úr því, sérstaklega ef þeir
hafa í félagi sínu verið þannig
vandir.
Hér má svo leiða athygli að því
að þeir menn eru sárfáir sem
neyta áfengis en reykja ekki, og
þar sem ég hef spurt um þetta,
hef ég fengið það svar að þeir
væru í mestalagi fimm af hundr-
aði.
Þetta er svo athyglisvert að
enginn sem með æskumenn hefur
að gera má loka augunum fyrir
því að tóbakið er yfirleitt byrjun-
aróvinurinn - þá verður ungling-
aleiðtoginn að leiða æskufólkið
til skilnings á hinu sanna eðli
íþróttanna, tilgangi þeirra og fé-
lagslegs samstarfs út á við og inn á
við.
Þannig hugsa ég mér að íþrótt-
afélögin hvert hjá sér ali upp fyr-
irmyndar íþróttamenn, sem sam-
einaðir skapi sterka og þjóðlega
íþróttahreyfingu.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN