Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 5
Herstöðvarmálið
Aukin
u msvif
engin
umrœða
-Ætlarðu að fara að skrifa um hermálið. Er nokkuð að gerast í
því? Blessaður vertu þetta hermál er algjört gúrkumál!
Þetta voru viðbrögðin sem undirritaður fékk þegar hann ák-
vað að leita hófanna um skoðun stjórnmálaflokkanna á her-
stöðvarmálinu í dag.
Jú það er ýmislegt að gerast í
herstöðvarmálinu. Umsvif
Bandaríkjamanna hér á landi
hafa aldrei verið meiri en nú.
Þegar hafa hafist framkvæmdir
við tvær ratsjárstöðvars, fram-
kvæmdir í Helguvík eru á fullu og
miklar framkvæmdir áformaðar á
vellinum við stjórnstöð fyrir her-
inn. Þá hafa ný kjarnorkuheld
flugskýli risið að undanförnu á
vellinum og nýja flugstöðin er
hernaðarmannvirki að hluta til.
Hugmyndir um varaflugvöll fyrir
herinn á Sauðárkróki virðast
komnar langt á veg og svona
mætti halda áfram að telja. Það
er svo sannarlega ýmislegt að ger-
ast í herstöðvarmálinu.
Aronskan virðist eiga vaxandi
fylgi að fagna. Talað er um að
hóta lokun herstöðvarinnar ef
Bandaríkjamenn séu ekki samn-
ingafúsir um kjötmál, varnar-
liðsflutninga og hvalveiðar. Þær
raddir sýna svo ekki verður um
villst að almenningur gerir sér
glögga grein fyrir því að herinn er
hér fyrir Bandaríkjamenn sjálfa
en ekki okkur. Hermálið er ekki
dautt úr öllum æðum.
Erlendis frá berast fregnir af
því að Keflavíkurflugvöllur verði
skotmark fyrir síklavopn komi til
hernaðarátaka milli stórveld-
anna. Stjómmálamenn hér kann-
ast ekkert við slíkt. Segjast ekki
trúa því og formaður almanna-
varna sýnir fréttamönnum sjón-
varps nokkrar gasgrímur sem
geymdar eru uppí Mosfellssveit.
Daginn eftir er sú umræða
gleymd.
Nei geymd einsog gasgrímurn-
ar og nú drögum við stjórnmála-
mennina fram úr fylgsnum sínum
og leyfum þeim að viðra skoðanir
sínar á hermálinu í þeirri von að
umræðan fari aftur af stað. Hers-
etan er ekki gúrka. Hernámið er
mikilvægasta mál íslenskrar
þjóðfrelsisbaráttu og mun verða
það þar til við höfum losað okkur
við herinn.
Undirritaður fæddist sama ár
og bandaríski herinn kom aftur til
landsins. í ár eru 35 ár síðan.
Hann er því í hópi þess meirihluta
þjóðarinnar sem þekkir ekki ís-
Íand öðru vísi en sem hernumið
land.
—Sáf
Umsvif hersins hafa aldrei verið meiri en um þessar mundir, samt er lítil sem engin umræða um herstöðina í gangi í
þjóðfélaginu.
Hermálið þagað í hel
Höfum snúið okkur að upplýsingast-
arfsemi, segir Ingibjörg Haraldsdóttir.
Ingibjörg Haraldsdóttir, formaðurSamtaka her-
stöðvaandstœðinga
Hafa herstöðvarandstæðingar
horfið undir jörðina? Hvers-
vegna heyrist ekkert í þeim núna
þegar umsvif hersins eru miklu
meiri en nokkru sinni fyrr? Hafa
þeir gefist upp? Þessar spurning-
ar lögðum við fyrir Ingibjörgu
Haraldsdóttur, formann Sam-
taka Herstöðvaandstæðinga.
„Það er rétt að það heyrist ekki
mikið frá okkur en við höfum
ekki gefist upp. Þegar við látum
eitthvað frá okkur fara rekur
Morgunblaðið upp ramakvein.
Nú, ríkisfjölmiðlarnir tala helst
ekki við okkur og ef þeir gera það
þá ályktar Útvarpsráð um óhlut-
dræga fréttamennsku. í stað þess
að mótmæla á götum úti höfum
við ákveðið að einbeita okkur að
útgáfustarfsemi í ár. í vetur kom
frá okkur mjög vandaður Dagfari
og við stefnum á annað tölublað í
haust. í kjölfar þess munum við
heimsækja skóla og bjóða fram
fyrirlesara og fólk í kappræður.
Við höfum reynt að beina okkar
starfi mun meira inn á upplýsing-
astarfsemi.
Það er allt gert til að þegja her-
stöðvarmálið í hel en fólk er farið
að átta sig á að herinn er ekki hér
til að verja okkur heldur er her-
stöðin liður í hernaðaruppbygg-
ingu Bandaríkjanna og kemur á
engan hátt til með að verja okkur
ef til styrjaldar kemur. Jafnframt
virðist gæta vaxandi svartsýni um
að við getum losað okkur við her-
inn.
Það sem hefur tekið við eru ar-
onsk viðhorf. T.d. er það mjög
algeng skoðun að við getum þrýst
á Bandaríkjamenn t.d. í hval-
veiðimálinu, með því að hóta lok-
un herstöðvarinnar ef þeir sýni
ekki málstað okkar skilning.
Þetta viðhorf sýnir vel að al-
menningur lítur svo á að Banda-
ríkin séu með herstöðina á Mið-
nesheiði, fyrst og fremst fyrir
sjálfa sig.
Herstöðvarandstæðingar telja
að ekki sé raunhæft að berjast
gegn hernum nema að berjast
samtímis gegn NATO. Þá styðj-
um við einnig hugmyndina um
kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd, en NATO er andvígt þeirri
hugmynd. Þessi mál eru öll meira
og minna tengd og ekkert annað
en draumsýn að halda að við get-
um rekið herinn en verið áfram í
NATO. Hinsvegar hafa her-
stöðvaandstæðingar ekki mótaða
afstöðu í því hvort kemur á undan
úrsögnin úr NATO eða herinn
burt.
Herstöðvarandstæðingar hafa
samþykkt að beita sér fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðslu um málið, en
þó eru skiptar skoðanir innan
þeirra hvort rétt sé að leggja
mikla áherslu á hana núna. Ég er
þó þeirrar skoðunar að með
þjóðaratkvæðagreiðslu skapist
umræða um málið og við óttumst
ekki niðurstöðu slíkrar könnun-
ar.
Hugtakið friðartími var sett
inn í herstöðvarsamninginn sem
varnagli á sínum tíma og erlent
fólk hlær að þessu ákvæði. Það er
fáránlegt að halda því fram að
það séu ófriðartímar í Evrópu
núna. Þó styrjaldarhættan sé
vissulega fyrir hendi er ekki hægt
að halda því fram að ófriðartímar
ríki. En ákvæði þetta er til marks
um að stjórnmálamennirnir túlka
samninginn að eigin vild.“
—Sáf
Sjá viðtöl við fulltrúa stjórnmálaflokkanna