Þjóðviljinn - 13.07.1986, Qupperneq 6
MatthíasÁ. Mathiesen, utanríkisráðherra
Herinn hér af
illri nauðsyn
Matthías Á. Mathiesen, utan-
ríkisráðherra, svaraði spurning-
um blaðamanns skriflega. Fer
svarið hér á eftir:
Stefna íslendinga í öryggis- og
varnarmálum er hvort tveggja í
senn, raunsæ og ábyrg.
í fyrsta lagi er landfræðileg
lega Islands slík að hlutleysi er
ekki raunhæft. Þennan lærdóm
drögum við af sögunni. Við höf-
um því valið þann kost að taka
þátt í varnarsamstarfi þjóða sem
eru skyldar okkur í menningar-
legum og stjórnmálalegum efn-
um. Við viljum búa í opnu lýð-
ræðisþjóðfélagi og njóta nútíma
tækni og þæginda. Staðreynd er
að íslendingar hafa notið góðs af
samstarfinu því eina forsenda
efnalegra og félagslegra framfara
í okkar heimshluta er einmitt
traustar varnir vestrænna þjóða.
f öðru lagi er sú ógn enn til
staðar, sem upphaflega var
kveikjan að stofnun Atlantshafs-
bandalagsins. Eftir síðari
heimsstyrjöldina báru Sovétríkin
ægishjálm yfir önnur ríki Evrópu
hernaðarlega. Þessir yfirburðir
voru nýttir þegar svigrúm var til
þess. Ekki var spurt um vilja við-
komandi þjóða í þeim efnum.
Með reglulegu millibili hafa So-
vétmenn staðfest þennan ásælnis-
þátt utanríkisstefnu sinnar. Ég
minni á Ungverjaland 1956,
Tékkóslóvakíu 1968 og Afganist-
an 1979.
í öðrum heimsálfum hafa al-
ræðisöfl ásælst völd og hrifsað
þau til sín ef færi hefur gefist. í
þessu sambandi minni ég á örlög
milljóna manna í Kampútseu og
víðar.
Nærtækasta dæmi þessarar út-
þenslustefnu eru þó hernaðarum-
svif Sovétmanna á höfunum um-
hverfis ísland. Við höfum orðið
vitni að stórfelldri flotauppbygg-
ingu Sovétmanna í N-Atlantshafi
undanfarin 20 ár. Þetta er atriði
sem skiptir siglingaþjóð eins og
íslendinga afar miklu. Sagnfræð-
ingar hafa sýnt fram á hve farsæld
íslensku þjóðarinnar hefur verið
samofin því hverjir stjórna höf-
unum um landið. Við nutum góðs
af því í báðum heimsstyrjöldun-
um að vera á áhrifasvæði Breta
og síðar Bandaríkjamanna. Með
veru okkar í Atlantshafsbanda-
laginu leggjum við okkar lóð á
vogarskálar þess að Atlantshafið
verði áfram áhrifasvæði vest-
rænna ríkja.
í þriðja lagi er stefna íslend-
inga í öryggis- og varnarmálum til
festu og hún eyðir óvissu í okkar
heimshluta. Það er afar mikil-
vægt að menn átti sig á þessum
þætti. Ég tel að það hefði afar
óheillavænleg áhrif á öryggi ís-
lensku þjóðarinnar ef hér mynd-
aðist óvissuástand sem gæti haft í
för með sér aukna spennu.
í flestum heimshlutum eiga sér
stað vopnuð átök. Slík spennu-
svæði eru t.d. við Miðjarðarhaf,
fran-írak, Afganistan, á ýmsum
stöðum í Afríku. Ófriðvænlega
horfir einnig á fleiri stöðum svo
sem í Mið-Ameríku og í Suður-
Afríku. Á sama tíma hefur verið
friður í okkar heimshluta. Hér
ræður sameiginleg öryggisstefna
vestrænna þjóða mestu.
Vitaskuld koma fleiri þættir til
greina þegar forsendur öryggis-
og varnarmálastefnu fslendinga
eru vegnar og metnar. Ég bendi á
það sem fyrst kemur upp í huga
minn þegar ég er spurður af Þjóð-
viljanum um nauðsyn á dvöl
varnarliðsins, um skilgreiningu
orðsins friðartímar og hvort
Bandaríkjamenn séu hér af illri
nauðsyn. Á grundvelli þess sem
ég hef hér að framan sagt vil ég
svara Þjóðviljanum þannig að á
meðan forsendur stefnunnar í
öryggis- og varnarmálum eru
óbreyttar er nauðsynlegt að hafa
varnarviðbúnað í landinu. Þetta
er ill nauðsyn að mínu mati en
hún helgast af því „ástandi“ sem
ríkir í heimsmálunum og ég hef
hér vikið að.
Því má við bæta að framlag ís-
Iendinga til varnarsamstarfsins
hefur verið aðstaða fyrir varnar-
lið í landinu en Bandaríkjamenn
hafa á grundvelli Atlants-
hafssáttmálans lagt fram liðsafla
og tæki til reksturs varnarstöðv-
arinnar. Fámenni íslendinga er
slíkt að við höfum ekki treyst
okkur til að standa undir þessum
þætti samstarfsins sjálfir. Á hinn
bóginn væri íslendingum heimilt
að kveðja hingað til lands ann-
arra þjóða menn til varna, en ég
veit ekki um neina slíka þjóð í
bandalaginu, aðra en Banda-
ríkjamenn, sem reiðubúin væri til
að taka á sig slíkar byrðar. Þar við
bætist að samstarfið við Banda-
ríkjamenn hefur í öllum aðalat-
riðum tekist vel og því engin á-
stæða af þeim sökum að segja
þeim upp vistinni.
Ég tel enga sérstaka ástæðu til
að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um stefnu íslendinga í
öryggis- og varnarmálum eða um
einstaka þætti hennar sérstak-
lega. Það er ljóst að mikill meiri-
hluti þingmanna er hlyntur að-
ildinni að Atlantshafsbanda-
laginu og veru varnarliðsins. Sá
stuðningur nær langt út fyrir raðir
núverandi stjórnarflokka. Þrír af
Hefur þjóðin sætt sig við hersetuna og
Herstöðin ekki
varanlegt östand
Get ekki svarað því hvort vaxandi
fylgi er við „gjaldtöku af hernum,
segir Matthías A. Mathiesen.
stærstu stjórnmálaflokkum
landsins eru í öllum megin-
atriðum sammála um stefnuna í
þessum málum og í skoðana-
könnunum kemur fram yfirgnæf-
andi stuðningur landsmanna við
Atlantshafsbandalagið og áfram-
haldandi veru varnarliðsins. Ég
sé því engin efnisleg rök sem
mæla með slíkri atkvæðagreiðslu.
Ég get í rauninni ekki svarað
því hvort vaxandi fylgi er við
„gjaldtöku" af Bandaríkjamönn-
um. Ég gat þess að stefnan hefði
ávallt verið sú að íslendingar
legðu fram aðstöðu í landinu til
sameiginlegra varna vestrænna
þjóða. Við eigum að koma fram í
þessu samstarfi af fullri reisn og
ég er þeirrar skoðunar að við höf-
um gert það.
íslensk stjórnvöld hafa fylgt
fram þeirri stefnu að íslendingar
yrðu ekki efnalega háðir varnar-
liðinu. Það er í raun einn höfuð
þáttur þeirrar þjóðernisstefnu
sem flestir íslendingar fylgja. í
menningarlegum efnum höfum
við haldið okkar hlut fyllilega og
íslenska þjóðin er á engan hátt
háð veru varnarliðsins hvorki í
atvinnulegu né almennt í efna-
hagslegu tilliti.
Við erum aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu vegna okkar
eigin hagsmuna. Það þýðir þó
ekki að við gefum eftir okkar hlut
í samstarfi eða samskiptum við
einstakar þjóðir bandalagsins ef
við teljum að á okkar rétt sé
gengið. Ég minni á landhelgis-
málið þar sem við öttum kappi
við tvær afar voldugar þjóðir Átl-
antshafsbandalagsins. Þetta ger-
um við auðvitað í smærri málum.
Það er afar óeðlilegt að Banda-
ríkjamenn geri okkur ókleift að
selja hvalafurðir okkar til Japan.
Þá höfum við einnig verið afar
ósáttir við að bandarísk lög tak-
marki samkeppni íslenskra
skipafélaga við bandarísk félög.
Þetta eru atriði sem verður að
leysa út frá réttlátum viðskipta-
hagsmunum okkar íslendinga. f
þessum efnum verða íslendingar
að koma fram af fullri festu án
þess þó að óskyldum málum sé
ruglað þar samanvið.
Stefán Benediktsson,
þingmaður
Bandalags
jafn aðarmanna
„Skoðun okkar á herstöðv-
armálinu kemur skýrt fram í mál-
efnagrundvelli okkar,“ sagði
Stefán Benediktsson, þingmaður
Bandalags Jafnaðarmanna. „Við
erum hlynntir þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu og herstöðin þar
af leiðandi hluti af þátttöku okkar
í því samstarfi.“
„Ég lít ekki á veru hersins hér
sem varanlegt ástand. Þetta er
mál sem verður að skoða með
reglubundnu millibili og erfitt að
taka ákvarðanir um það til langs
tíma. Þjóðaratkvæðagreiðslaget-
ur því ekki skorið úr um veru
hersins í eitt skipti fyrir öll. Það er
svo sjálfsagt að hafa þjóðarat-
kvæðagreiðslu um fleiri mál en er
gert í dag og sjálfsagt að kanna
hug þjóðarinnar í hermálinu."
Eru friðartímar í heiminum í
dag?
„Það er erfitt að skilgreina
hvað er friður en þeir aðilar sem
mestu máli skipta varðandi
friðinn hafa ekki komist að niður-
stöðu um að það séu sameigin-
legir hagsmunir þeirra að útrýma
vopnum. Líkurnar á styrjöld hafa
því ekkert minnkað frá því að
varnarbandalögin voru stofnuð."
Menn hafa gert því skóna að
við eigum að notfæra okkur dvöl
hersins hér til að fá Bandaríkja-
menn að samningsborðinu t.d.
varðandi varnarliðsflutningana
og hvalmálið. Á Aronskan vax-
andi fylgi að fagna?
„Þrátt fyrir allt held ég að Ar-
onskan sé ekki í vexti núna. Hún
kemur alltaf upp með reglulegu
millibili þegar reynir á samvinnu
okkarviðBandaríkin. Égminnist
hinsvegar þeirra tíma þegar hún
var miklu háværari en í dag, þeg-
ar ekki var hægt að malbika veg-
arspotta án þess að raddir
heyrðust um að Bandaríkin ættu
að borga brúsann. En það má líta
á það sem aronskulegan hugsana-
hátt þegar jafnvel Sjálfstæðis-
menn eru farnir í kór með Fram-
sókn að nota herstöðina sem vog-
arstöng í viðskiptum okkar við
Við erum hlynntir þátttöku í Atlants-
hafsbandalaginu og hernum þar af
leiðandi, segir Stefán Benediktsson.
Bandaríkin. Slík viðskipti hafa
hingað til þótt léleg íslenska þó
aðrar þjóðir hafi óspart notfært
sér aðstöðu Bandaríkjanna til að
ná hagstæðum samningum við
þá.“
Þú sérð þá enga hættu samfara
auknum umsvifum hersins?
„Því miður myndast alltaf
efnahagslíf í kringum herstöðvar,
sem gerir hópa háða hernaðin-
um. Otti minn við það hefur þó
rénað með árunum. Á stríðsár-
unum og fyrstu árunum eftir
styrjöldina vorum við gífurlega
háðir hernaðarumsvifum. Þrátt
fyrir allt höfum við getað lifað
sjálfstæðu efnahagslífi og byggt
upp þjóðfélag óháð hernum."
—Sáf
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins
Sljóleikinn að taka völdin
Stefna Alþýðubandalagsins í
herstöðvarmálinu er skýr. Al-
þýðubandalagið hefur ætíð lýst
andstöðu við herstöðina og barist
fyrir því að herinn verði rekinn
úr landi. Þó mönnum sé Ijóst að
sú stefna hefur ekkert breyst þyk-
ir mörgum Alþýðubandalagið
hafa lagt minni áherslu á her-
stöðvarmálið að undanförnu.
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalagsins sagði við blað-
amann að afstaða flokksins í her-
stöðvarmálinu væri óbreytt.
„Alþýðubandalagið er eini
flokkurinn sem hefur sinnt þessu
máli eitthvað á Alþingi, m.a.
með mótmælum gegn þessum sí-
auknu framkvæmdum hersins,"
sagði Svavar. „Ég hef lagt á það
áherslu innan flokksins að þar sé
unnin áætlun um hvernig
skynsamlegast er að haga hlutun-
um við að koma hernum úr landi
og á vegum miðstjórnar flokksins
er starfandi nefnd, sem hefur
þessi mál til sérstakrar meðferðar
eftir samþykkt sem gerð var á síð-
asta landsfundi."
En er Svavar hlynntur þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið?
„Sósíalistaflokkurinn og aðrir
sem börðust gegn aðildinni að
Atlantshafsbandalaginu og hern-
áminu 1951, lögðu á það áherslu
að þjóðin fengi að tala í málinu.
Það voru hernámsöflin sem
neituðu öllum tillögum um slíkt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla núna
eftir að herinn hefur verið hér í 35
ár horfir hinsvegar dálítið öðru-
vísi við og það hafa verið skiptar
skoðanir um það innan flokksins
hvort rétt sé að leggja mikla
áherslu á það. Ég bendi hinsveg-
ar á að Samtök herstöðvaand-
stæðinga hafa þetta sem sitt
megin stefnumál og geri því ráð
fyrir að verulegur hópur okkar
fólks sé inni á því að það þurfi að
skapa aðstæður til að könnun á
vilja þjóðarinnar varðandi herinn
geti farið fram. Skoðanakönnu-
nin er eitt af þeim málum sem
nefnd miðstjórnarinnar á að
fjalla um og því of snemmt fyrir
mig að kveða upp úr um það í
dag.“
Þrátt fyrir aukin umsvif hersins
er lítil umræða í gangi. Hvað
veldur? Hefur þjóðin samþykkt
þetta ástand sem eðlilegt og var-
anlegt?
„Það er ljóst að hernám hug-
arfarsins hefur heldur fært út kví-
arnar á sumum sviðum. Þegar
herinn kom og fyrst þar á eftir
stóðu hluti af Alþýðuflokknum
og Framsóknarflokknum að
kröfunni um brottför hersins.
1956 samþykktu þessir þrír flokk-
ar að herinn færi úr landi en krat-
ar notuðu fyrsta tækifæri sem
þeim gafst til að svíkja það heit og
hafa síðan haldið sig við það að
vera jafnvel hægra megin við
íhaldið í utanríkismálum. Fram-
sóknarflokkurinn féllst á það
1971 að stefna að því að herinn
færi úr landi í áföngum. Hann
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. júli 1986