Þjóðviljinn - 13.07.1986, Qupperneq 8
SUNNUDAGSPISTILL
Þegar hershöfðingjar höfðu
stjórnað landi í tólf ár...
Það er stundum verið að tala
um það í blöðum, að sem betur
fer séu þeir herstjórafólar á
hröðu undanhaldi sem stjórnað
hafa flestum ríkjum hinnar Róm-
önsku Ameríku með Iögregluof-
beldi, dauðasveitum og öðrum
ófögnuði. Nú eru ekki margir
eftir, segja menn, aðrir en Pinoc-
het í Chile og Stroessner í Parag-
uay, og þeir fara bráðum fyrir bí,
fjandarnir atarna.
Og vegna þess að einræðisherr-
ar gerast úr heimi hallir hafa
menn stundum tilhneigingu til að
gera full lítið úr illverkum þeirra.
Minna en ástæða er til.
Stundum er jafnvel sagt sem
svo: æ þetta hefur alltaf verið
svona í Suður-Ameríku. Par hef-
ur alltaf verið stjórnað með
mikilli grimmd.
Rétt eins og það sem var hljóti
að vera áfram og yfir heilli álfu
hvíli einhver örlagadómur sem
enginn fái breytt.
Frá
Uruguay
Fyrir röskum tólf árum var Ur-
uguay mikið í fréttum. Þá hafði
sig töluvert í frammi skæruliða-
hreyfing sem hét MLN Tupamar-
os og varð fræg fyrir „Hróa Hatt-
ar aðferðir" - Tupamaros-
skæruliðar rændu banka og gáfu
fátækum fenginn, þeir rændu
bandarískum sérfræðingi í lög-
reglufræðum og yfirheyrslum og
fleira gerðu þeir eftirminnilegt.
Hreyfing þeirra þótti mjög vel
skipulögð og það vakti undrun,
að einmitt í Uruguay, þar sem
lífskjör voru skárri en víðast hvar
annarsstaðar í álfunni og
menntunarstig almennings
hærra, skyldu borgaraskæruliðar
ná verulegum árangri.
Óttinn við Tupamaros var svo
hafður til að réttlæta það að her-
inn tók völdin í sínar hendur, eins
og svo oft hefur gerst í þeirri álfu.
Herir þar um slóðir lenda svo til
aldrei í því að berjast við önnur
ríki. Þeir eru hernámslið í eigin
landi og tryggja það „öryggi“ sem
nauðsynlegt er landeigendum,
kaffisamsteypum, bandarískum
auðhringum og Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum. í Uruguay voru
náttúrlega allir handteknir sem
grunaðir voru um aðild að Tup-
amaros hreyfingunni eða virka
samúð með henni en þar fyrir
utan voru laun verkamanna
skorin niður um helming, verka-
lýðsfélögum var útrýmt og öll
gagnrýni var bæld niður.
Óttinn og þögnin
Pólitískir fangar skiptu þús-
undum þegar flestir voru og í
stærsta fangelsinu (sem kallað
var „Frelsið“ í anda þess húmors
sem einkenndi þýska nasista á
þeirra tíma) var föngum bannað
að tala saman, flauta, brosa,
syngja og heilsast án leyfis, -
þeim var líka bannað að teikna
ófrískar konur, fugla, fiðrildi og
stjörnur. í rauninni voru allir Ur-
uguaymenn í fangelsi þau tólf ár
sem herstjórar einokuðu völdin,
segir Eduardo Galeano, einn
ágætasti rithöfundur Uruguay.
„Óttinn og þögnin urðu að lífs-
háttum sem þröngvað var upp á
okkur.“
Herstjórnin flokkaði alla Ur-
uguaybúa íþrjáflokka,A,BogC
eftir því hve hættulegur þeir gætu
talist í hinu gelda ríki hervaldsins.
Menn fengu ekki starf og héldu
ekki því starfi, sem þeir höfðu án
þess að sýna vottorð um rétt hug-
arfar. Það var ekki einu sinni
hægt að halda upp á afmæli án
þess að hafa leyfi lögreglunnar.
Miklar hreinsanir fóru fram í
menntakerfinu, sem átti að temja
unga fólkið við ófrávíkjanlega
viðurkenningu á því, að aldrei
væri um annað að ræða en konan
hlýddi karlinum, barnið föðurn-
um, hinn fátæki hinum ríka,
svartir hlýddu hvítum og
óbreyttir borgarar hernum. Sér-
hver sem tók þátt í einhverju því
sem líktist pólitískri starfsemi eða
verkalýðsbaráttu hlaut refsingu
fyrir - og líka sá sem vissi um
hann, en kærði hann ekki.
Valdhafarnir gengu svo langt
að ritskoða blöð frá nágranna-
löndunum, Brasilíu og Argent-
ínu, þar sem herforingjar réðu
líka - þessi blöð þóttu segja of
margt, eins þótt þau væru líka
undir beinni og óbeinni rit-
skoðun.
Viðnáms-
þrekið
En semsagt: nú er þetta liðin
tíð, nú er borgaraleg stjórn í
landinu, nú er kosið, nú er mál-
frelsi. En hvað hafa tólf ár þagnar
og ótta þýtt í lífi fólksins?
Eduardo Galeano reynir að
svara þeirri mikilvægu spurningu
í þeirri grein sem hér er stuðst
við. Og svör hans eru mótsagna-
kennd eins og vonlegt er.
Hann segir að urúgvæsk menn-
ing hafi reynst lífseig, hún hafi
staðist hið þungbæra próf. í
mynd orðsins sem gekk á milli
manna eins og bannvara. í munni
leikara sem sögðu sannleikann
um samtímann þegar þeir léku
forngrísk leikrit. í söngvum trú-
badúra sem sumir sátu heima og
fóru með tvíræðar vísur meðan
aðrir urðu að flýjá land og sungu
þaðan fullum hálsi. í framkomu
þeirra listamanna og fræðimanna
sem ekki seldu sína sál. í hvatn-
ingarorðum á múrveggjum og í
ljóðum sem pólitískir fangar
skrifuðu á sígarettupappír í dýfl-
issunum. Hann segir líka, að ef
menningarhugtakið er stækkað
og menn láta það einnig þýða ým-
islegar samstöðuhreyfingar með-
al almennings, sem urðu að láta
lítið á sér bera en voru til samt, þá
hafi einræðinu alls ekki tekist það
sem til stóð.
Opin sár
En hann talar líka um þau
skelfilegu sár sem einræðistíminn
skilur eftir í þjóðarsálinni: „eng-
inn veit í hvaða mæli búið er að
eitra okkar innri mann, í hve rík-
um mæli búið er að limlesta vit-
und okkar, sérleika og minni.“
Ekki síst vegna þess, að eins og
fram kemur í grein hin urúgvæska
skálds og svo víðar annarsstaðar,
þá eru umskiptin frá hernaðar-
einræði til borgaralegrar stjórnar
með þingræðisblæ einatt mjög
yfirborðsleg. Þau vandamál sem
leiddu herinn til valda eru enn
óleyst - þeir ríku eru ríkir, hinir
fátæku jafn fátækir og fyrr. Og
óreiðuskuldir herforingjanna
leggjast eins og mara á þjóðarbú-
skap í kreppu og enginn fær sig
hreyft.
Það eru skrifaðar bækur, segir
Galeano, sem geta orðið mjög
gagnlegar, geta hjálpað okkur að
finna okkur sjálf aftur. En ef þær
eru rándýrar og fólk hefur ekki
efni á að kaupa þær, þá er í gangi
„ritskoðun verðlags" sem virkar
ekki ósvipað ritskoðun herstjór-
anna. Annað er, að sú staðreynd
að efnahagskerfið er það sama og
það var, gerir það að verkum að
landið verður áfram að búa við þá
miklu blóðtöku sem það var fyrir
á árunum myrku - gífurlegur
fjöldi landsmanna er enn í útlegð
og þá mjög margir þeirra sem vel
til verka kunna. Og þeir geta ekki
snúið heim - þeirra bíður ekki
lengur fangelsi en þeir fá ekki
vinnu, og jafnvel ef þeir fá vinnu
geta þeir ekki lifað af laununum.
Óttinn
lifir áfram
Á árum herstjóranna lifðu fá-
tæklingar við sult og seyru en þeir
sem eitthvað höfðu handa í milli
steyptu sér út í neyslufyllirí sem
tengdist m.a. miklum innflutn-
ingi á lúxusvarningi og fyrirlitn-
ingu á því sem framleitt var í
landinu sjálfu. Þetta neysluævin-
týri skilur eftir sig sexfaldar er-
lendar skuldir, það hefur líka þýtt
að menn hafa í vaxandi mæli gef-
ið upp viðleitni til að skapa
eitthvað sjálfir, búa eitthvað til
sjálfir.
Með öðrum orðum: hið grímu-
lausa ofbeldi er liðin tíð. En þeir
valdhafar, sem við hafa tekið,
kunna engin svör sem duga við
þeim vandamálum sem stærst eru
- þeir kunna ekki annað en að
láta kúgunarappíratið og stór-
jarðirnar í friði, reyna að gleyma
sem fyrst glæpum herforingjanna
og borga vexti af erlendum
skuldum, sem þeir söfnuðu án
þess að mögla. Herinn skildi
landið eftir í rúst og það er enn í
rústum. Og Galeano segir að lok-
um:
„Óttinn lifir enn dulbúinn sem
varfœrni. Gœtið ykkar, gœtið
ykkar, hið brothætta lýðrœði
hrekkur í sundur ef það kemst á
hreyfingu. Öll skapandi dirfska er
tortryggð sem vœri um ögrun af
hálfu hermdarverkamanna að
rœða... “
Eitt dœmi
af mörgum
Hér var talað um Uruguay, en
það sem fram kemur í samantekt-
inni og ummælum Galeanos á
vafalaust við um fjölda annarra
landa í Rómönsku Ameríku.
Þingræðið er veikt, kjörnir for-
setar vanmáttugir, herinn samur
við sig (eins þótt nokkrir herfor-
ingjar í Argentínu séu lagðir lágt)
- og setur sjálfum sér lög hvenær
sem honum þurfa þykir - eins og
sannaðist nú á dögunum í Perú
þegar efnt var til fjöldamorðs á
pólitískum föngum. Samt er álfan
ekki eins og hún áður var, leiðin
til baka til herforingjaeinræðisins
er ekki eins auðveld og áður,
andófs- og umbótaöfl hafa margt
lært bæði af mistökum byltingar-
hreyfinga og gjaldþroti herfor-
ingjaklíkanna og þeirri frelsun-
arguðfræði sem páfinn hefur ver-
ið að fordæma í Kólumbíu nú að
undanförnu. Og það er að vaxa
úr grasi ný kynslóð, sem veit af
þessu öllu og er að vinna úr dýr-
keyptri reynslu þeirra sem næstir
voru á undan, og er nú dæmd til
þess hlutskiptis að finna leiðir
sem færar séu út úr einsemd og
eymd og kúgun ...
- ÁB.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 13. júlí 1986