Þjóðviljinn - 13.07.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 13.07.1986, Síða 9
Forsenda batnandi lífskjara / - 1055 ár ['"*• 'Ö^rþinK /Sþ. 1.....................'tSf ,if ^gsáíyktunar ... ‘'"--indin ska|Shka má,efni 'nnflutn"!! í,lnSn'anna hlutfull L : aÆií- -SS??"1 ;í“^“ & .......-...... 4. S'°r Þj^-» tapisj v m,Ín0'kUn ***** J 1jöj radstafanjr P v»-‘»na ohaulcv,. 5. H?e'r„r innfl-"in*“n.* ^ ?f •« K-ss að kom <"nfl'""W 'n^ganumranZ^, ~ ----- 'r°"' 'slani,s ‘ -------------------___ ' '°run' «n, st'u„; heildsu Zillagan um ra ---------------_ u nl WaniH’ Þing eftir þing höfum við flutt tillögu til þingsályktunar um rannsókn á innflutningsverslun- inni. Ping eftir þing hafa farið fram harðar umræður í þing- sölum um réttmæti þeirrar til- lögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn tillögunni og haft í hót- unum um að fella hana, en hefur ekki þorað þegar á hólminn kom. Það eru Friðrik Sóphusson og Al- bert Guðmundson sem hafa lagst sérstaklega hart gegn þessari til- lögu - þar má ekkert kanna og ekkert rannsaka, þar er allt heil- agt og fullkomið í þeirra augum - eða hvað? Er kannski eitthvað sem þarf að fela, eitthvað sem ekki þolir dagsljósið, eitthvað sem má ekki segja frá? Ætli það sé ekki skýringin á afstöðu þeirra félaga - að minnsta kosti benda allar upplýsingar og fréttir síð- ustu daga til þess. Efni tillögunnar Aðalefni tillögunnar er að al- þingi álykti að kjósa níu manna nefnd hlutfallskosningu í Sam- einuðu þingi til þess að rannsaka málefni innflutningsverslunar- innar og til þess að gera tillögur um úrbætur. Nefndinni var ætlað að beina rannsókn sinni að eftir- farandi atriðum: 1. Til hvaða ráðstafana er unnt að grípa í því skyni að tryggja að innflutningur til landsins verði hagkvæmari en nú er um að ræða? 2. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir misnotkun gjaldeyris í innflutn- ingsverslun? 3. Hvað má ætla að stór hluti innflutningstekna tapist vegna óhagkvæmrar innflutningsversl- unar? 4. Hvaða ráðstafanir er unnt að gera til þess að koma í veg fyrir að þeir sem brotið hafa reglur um innflutnings- og gjaldeyrismál, fái verslunarleyfi á ný? 5. Hvernig er unnt að koma í veg fyrir að innflutningsverslunin skipti við milliliði, heildsala, er- lendis sem taka álagningu og um- boðslaun af vörum sem eru seldar til íslands? 6. Hvernig er innflutningsverð til annarra norrænna landa, þó einkum til Færeyja sem ætla má Þaðerekki unntað ná sambœrilegum lífskjörum hér miðað viðgrannlöndin nema innflutningsverslunin verði knúin til þess að lœkka innflutningsverðið um miljarða króna að séu um margt sambærilegar við ísland að þessu leyti? Hvað er til ráða? Hér er kveðið á um sjálfsagða hluti og sanngjarna að mati allra þeirra sem þekkja til og horfa á vöruverðsþróun hér á landi. En þessa sjálfsögðu tillögu hafa stjórnarflokkarnir sameinast um að drepa á hverju þingi síðustu árin. Svörin við þeim spurningum sem eru borin fram í tillögunni eru í rauninni skýr og óþarfi að velkjast lengi með rannsókn af þessu tagi: 1. Til þess að tryggja ódýran innflutning til landsins á að sjálf- sögðu að stunda reglulegan verðsamanburð hérlendis og er- lendis og flytja verðlagseftirlitið yfir á innflutninginn. Jafnframt ber að efla stórlega samstarf verðlagseftirlits, gj aldeyriseftir- lits og skattayfirvalda um með- ferð umboðslauna og raunveru- lega notkun þess gjaldeyris sem flýtur út úr bankakerfinu. 2. Erfitt er að áætla nákvæm- lega hve stór hluti þjóðartekna tapast í innflutningsversluninni en líklega er þar um að ræða milj- arða króna. Bent hefur verið á að innflutningurinn sé um 50 milj- arðar en launasumman í landinu um 60 miljarðar. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að veruleg lækkun náist á öllum þáttum innflutn- ingsins, en segjum að tækist að lækka helming innflutningsins í verði umlO%.Það gefur um 3 mifjarða króna sem samsvarar um 5% af öllurn launum í landinu. Það má með öðrum orð- um bæta kaupmátt allra launa í landinu um 5% með því að ná innflutningsverðlaginu niður á þennan hátt. 3. Nokkrum sinnum hef ég flutt á alþingi frumvörp til laga um breytingu á lögum um versl- unarleyfi sem gerir ráð fyrir Þaðerhœgtað bœta kaupmátt allra Iaunaum5% með þvíaðminnka muninná jnnflutningsverði til íslands og annarra Norðurlanda um helming reglulegri endurnýjun verslunar- leyfa og því að þeir sem hafa gerst brotlegir við gjaldeyrislög lands- ins fái verslunarleyfi ekki endur- nýjað. Þessum frumvörpum mín- um hefur auðvitað verið hafnað af íhaldsmeirihlutanum. En þessi leið er eina svarið sem raunsætt er við 4. spurningu tillögunnar. Svarið við öðrum liðum til- lögunnar fæst ekki nema að undangenginni ítarlegri könnun. Mun ég á næsta þingi beita mér fyrir endurflutningi tillögunnar í þeim búningi. Niðurstaðan 1979 1979 lét viðskiptaráðuneytið gera könnun á innflutningsverði til Norðurlandanna. Niðurstaðan varð þessi: Innflutningsverð til Svíþjóðar Innflutningsverð til Noregs Innflutningsverð til Danmerkur Innflutningsverð til Finnlands Innflutningsverð til íslands Verðlagsstjóri komst svo að orði um þessar tölur: „Sé eingöngu litið á þessar tölur bendir allt til þess að innkaup Islendinga séu 21-27% óhagstæðari en innkaup hinna Norðurlandaþjóðanna. Þetta eru að vísu meðaltalstölur og ber að taka þær sem slíkar, en þær gefa þó, að mínu áliti, óyggjandi vís- bendingu um að hér sé um mjög alvarlegt vandamál að ræða sem kreft skjótrar úrlausnar." Hvað var gert? I framhaldi könnunarinnar var verðlagsyfirvöldum falið að vinna að margvíslegum úrbótum í þessu efni svo og gjaldeyrisyfir- völdum og undirbúið var sam- starf tollyfirvalda og verðlagsyfir- valda um eftirlit með innflutn- ingi. Skemmst er frá því að segja að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar varð óstarfhæf á miðju ári 1979 og í árslok komst íhaldið til valda á ný og í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen tók Framsókn- arflokkurinn, Tómas Árnason, við viðskiptaráðuneytinu. Þrátt fyrir eftirrekstur í þeirri stjórn tókst Tómasi sem hafði vald yfir málaflokknum að stöðva allar raunhæfar aðgerðir í þessu efni. Þegar ríkisstjórnin skipaði nefnd til þess að fjalla um þessi mál neitaði viðskiptaráðuneytið að tilnefna fulltrúa í nefndina sem var undir forystu forsætisráðu- neytisins. Þannig sá þáverandi forsætisráðherra ástæðu til þess að taka innflutningsmálin og verðmyndun í innflutningi úr höndum Tómasar Árnasonar. Svo alvarlegt var málið. Snemma árs 1983 skiluðu hagfræðingarnir Þórður Friðjónsson og Ragnar Árnason margvíslegum tillögum um úrbætur í innflutningsmálum, en viðskiptaráðuneytið sem hafði fullt vald yfir málinu neitaði að taka þátt í vinnunni. Þar með tókst Tómasi Ámasyni fyrir hönd innflutningsdeildar Framsóknar- flokksins að stöðva þetta mál í Tómas Árnason sá um að kæfa könnunina á innflutningsverslun í rík- isstjórn 1980-1983. þrjú ár. Og ekki var að sökum að spyrja þegar leiftursóknar- stjórnin tók við vorið 1983. Þá voru allar flóðgáttir álagningar- okurs opnaðar. Fréttirnar um verðlagið í Glasgow og verðlagið á íslandi staðfesta aðeins það sem allir vissu. Af hverju? Af hverju er ekkert aðhafst í þessum efnum? Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru pólit- ísk hagsmunasamtök innflutn- ingsverslunarinnar. Frá henni koma fjárstyrkir til þessara flokka og þess vegna má aldrei hrófla við hári á höfði hennar. Það má aldrei rannsaka málefni hennar þó allir viðurkenni að hagkvæm innflutningsverslun geti sparað þjóðinni miljarða. Hér er um svo stórt mál að ræða að engin ríkisstjórn mun nokkru sinni geta ráðið við efnahags- vandann nema taka á þessu máli. Þarna eru miljarðar og aftur milj- arðar króna sem verður að sækja ef bæta á lífskjörin hér á landi að mun. Hér á undan var innflutnings- verð borið saman við Norður- löndin. Þar er betri félagsleg þjónustu en hér og þar er hærra kaup. Það er meðal annars vegna þess að innflutningsverðið er stórum lægra þar. Þessi lönd hafa forskot á okkur sem nemur milj- örðum króna á okkar mæli- kvarða. Ef við ætlum að bæta lífs- kjörin hér að marki verður að vinna upp þetta forskot. Skilyrð- islaust. Viðskiptahallinn undanfarináránœr allurrœturað rekja til óhagkvœmrar innflutningsverslun- ar Stjórnmál á sunnudegi Svavar Gestsson skrifar ■■Þátturinn „Stjórnmál á sunnudegi" hefur hér för sína aö nýju. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins ríður á vaðið, en fyrirhugað er að í kjölfarið komi ýmsir forystumenn Alþýðubandalags- ins með greinar um stjórnmál. INNFLUTNINGSVERÐ TIL NORÐURLANDA !®SÍ Svíþjóö=100 Innflutningsverð til Svíþjóðar sett jafnt og 100. Innflutningsverð til íslands 21-27% hæra en til annarra Norðurlanda. 100 103,6 103.6 104.7 126.7 Sunnudagur 13. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.