Þjóðviljinn - 13.07.1986, Side 19
„Þetta er bara $vona“
í þjóösögum og ævintýrum
fyrri tíma var það oft látið gerast
að fólk lenti í álögum. Vondar
nornir höfðu það á valdi sínu að
breyta hinu ágætasta fólki í allra
kvikinda líki og oftast var það
einhverskonar mennsk góðvild,
sem leysti það úr álögum. Á
síðari tímum hefur verið minna
um það að fólk lenti í álögum. Þó
hvarflar það að manni að ráða-
menn þessarar þjóðar, með sjáv-
arútvegsráðherra í broddi fylk-
ingar séu í vondum álögum. Það
liggur hinsvegar ekki ljóst fyrir
hvaða góðvild það er, sem leysir
þá úr álögunum, nema ef vera
skyldi sú góðvild kjósenda að
koma þeim frá í næstu kosning-
um.
80 hvalir og
heimshornaflakk
Hvað geta það verið annað en
álög sem valda því að á sama tíma
og stórt og rótgróið frystihús lok-
ar vegna þess að rekstrargrund-
völlur er ekki lengur fyrir hendi,
stór og gróin hraðfrystihús víðs-
vegar um landið skulda hundruð
miljóna og segjast vera á barmi
hengiflugs, þá segir sjávarútvegs-
ráðherra landsins: „Þetta er bara
svona“ og leggst svo í víking í
tveimur heimsálfum um nokk-
urra vikna skeið til að sanna um-
heiminum nauðsyn þess að lítið
fyrirtæki hér uppí Hvalfirði fái að
veiða 80 hvali. Rétt eins og það
skipti þessa þjóð einhverju máli
hvort þessir 80 hvalir eru í sjón-
um eða skornir á plani í Hval-
firði.
Er það hugsanlegt að ráðherr-
um þjóðarinnar og þó alveg sér-
staklega Halldóri Ásgrímssyni sé
ekki sjálfrátt í þessum málum?
Þegar um er að ræða sjávarútveg-
inn á íslandi,. sem er lifibrauð
þjóðarinnar uppá um 80%, þá
einfaldlega getur sjávarútvegs-
ráðherra ekki sagt: „Þetta er bara
svona“, þegar frystingin í landinu
rambar á barmi gjaldþrots.
Allt þetta ár hefur verið sýnt að
hverju stefnir í þessu máli. Fryst-
ihúsamenn hafa hvað eftir annað
bent stjórnvöldum á hvert
stefndi. Samt var ekkert gert.
Manni er því spurn: Hver er
meiningin með þessu algera að-
gerðarleysi stjórnvalda? Fryst-
ihúsamenn hafa margir hverjir
bent á að það er fyrst og fremst
fjármagnskostnaður, svo sem
vextir af lánsfé sem er að drepa
frystihúsin í landinu. Einstaka
hjáróma raddir hafa beðið um
enn eina gengisfellinguna, en
eins og allir vita hafa gengisfel-
lingar til að bjarga fiskvinnslunni
ævinlega reynst skammtíma-
lausn, rétt eins og að pissa í skó
sinn.
Kostnaður -
verð - gœði
Óheyrilegur fjármagnskostn-
aður, lítil framleiðni og of lágt
verð fyrir fiskafurðir okkar eru
ástæðan fyrir vanda frystihús-
anna. Þar mun fjármagnskostn-
aður þó vera stærsta vandamálið
sem stendur. En þegar til lengri
tíma er litið er það of lítil fram-
leiðni og of lágt verð fyrir fiskinn,
sem er vandamálið. Óf lágt verð
stafar af því að fiskurinn sem við
erum að selja er ekki nógu góður.
Það skiptir ekki máli þótt Friðrik
Pálsson forstjóri SH og Magnús
Gústafsson forstjóri dótturfyrir-
tækis þess í USA láti taka myndir
af sér og birti í Mogga, þar sem
þeir skera fisk og skrökvi því að
blaðamanni að íslenski fiskurinn
sé úrvalsvara. Hann er það ekki.
Hann er orðinn vond vara. Því
miður er þetta satt og þetta getur
hver maður séð, sem veit hvað
fiskur er, ef hann fer í frystihús
landsins og skoðar þann fisk sem
verið er að vinna. í laugardags-
blaði Þjóðviljans er ljósmynd
sem sýnir hverskonar hráefni ver-
ið er að bjóða fólki og kallast
SIGURDÓR *
SIGURDÓRSSON
„Ýsusteikur“. Þarna var um að
ræða dauðblóðgaðan fisk, þar
sem blóðið sat eftir í fiskholdinu
og sem var einsog krossgáta á að
líta. Nákvæmlega svona fisk er
verið að selja á Bandaríkjamark-
aði. Er einhver von til þess að
hægt sé að fá toppverð fyrir svona
vöru? Nær allur netafiskur okkar
og mjög stör hluti togaraaflans er
dauðblóðgaður fiskur, sem er
ónýt vara. Ofan á allt saman bæt-
ist svo sú bið sem verður í frysti-
húsunum á verkun aflans, vegna
þess að svo mikið berst að dag-
lega að ekki hefst undan að vinna
aflann. Ef menn ætla að halda
áfram að skrökva því að sjálfum
sér og þjóðinni að íslenski fiskur-
inn sé gæðavara, þá sitjum við
áfram á sama steini.
Það sem að
stjórnvöldum snýr
Halldór Ásgrímsson hefur sett
á kvótakerfi, sem hann heldur að
sé einhverskonar stjórnun fisk-
veiða. Því miður hefur þetta mis-
tekist með öllu. Það er farið fram
hjá þessu kerfi á marga vegu.
Samt Iemur hann hausnum við
stein og segir kvótakerfið gott
kerfi. Hann hefur aftur á móti
aldrei skipt sér neitt af vinnsl-
unni, eða því hvort verið er að
koma með 2ja nátta dauðblóðg-
aðan fisk að landi. Hann gæti sem
auðveldast sett um það reglur að
fækka trossum netabátanna,
skikka þá til að taka net upp um
helgar og að láta banna vinnslu á
dauðblóðguðum fiski. Hann gæti
með öðrum orðum komið í veg
fyrir það að lang-stærstum hluta,
að verið sé að vinna og selja vont
hráefni, sem lítið verð fæst fyrir.
Það snýr einnig að
stjórnvöldum að sjá til þess að
vextir af lánum, og annar fjár-
magnskostnaður, lánstíminn og
fleira sé með þeim hætti að það sé
ekki að sliga fískvinnsluna eins og
nú er. En á meðan ráðherra segir
„Þetta er bara svona“ þá að vísu
gerist ekkert í málunum.
Halldór Ásgrímsson
Það var sagt að Nero hafí spilað
á sítar meðan að Rómaborg
brann.
-S.dór
A ÍS&4 » M A
Utboð
Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í bygg-
ingu 4. áfanga Snælandsskóla í Kópavogi. Verk-
ið er uppsteypa á 780 m2 húsi og skila því fok-
heldu að innan en fullfrágengnu að utan fyrir 1.
júní 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa-
vogs, Fannborg 2,3. hæð, gegn kr. 8.000.- skila-
tryggingu. Tilboðum skal skilað þriðjudaginn 29.
júlí 1986 kl. 11 á sama stað og verða þá opnuð í
viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.
Bæjarverkfræðingur Kópavogs
Útboð
Kópavogskaupstaður óskar eftir tilboðum í upp-
steypu á 25x50 m laugarkeri og lagnagöngum
fyrir sundlaug á Rútstúni í Kópavogi.
Verkinu skal lokið fyrir 1. júní 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Tæknideild Kópa-
vogs, Fannborg 2,3. hæð, gegn kr. 5.000.- skila-
tryggingu. Tilboðum skal skilað miðvikudaginn
30. júlí kl. 11 á sama stað og verða þá opnuð í
viðurvist þeirra bjóðenda er þar mæta.
Bæjarverkfræðingur Kópavogs
LAN DSBAN KASYNING
I00ARA AFMÆU LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU
28.JUM—20.JUII I SEÐLABANKAHÚSINU
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
tilefni 100 ára afmætis Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp
vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við
Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils
á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla
bankans endurbyggð, skyggnst inn í
framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar
vélar og fylgst með hvernig peningaseðill
verður til.
sýningunni verða seldir sérstakir
minnispeningar og frímerki, þar er vegleg
verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur
og daglega eru sýndar kvikmyndir um
Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og
myntútgáfu.
Þá eru einnig sýnd saman opinberlega f fyrsta
sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu
listmálara þjóðarinnar.
Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði
fyrir börn.
ýningin er opin virka daga frá
kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00
um helgar.
Við hvetjum alla til þess að sjá þessa
stórskemmtilegu sýningu.
Aðgangur er ókeypis.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna f 100 ár