Þjóðviljinn - 22.07.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.07.1986, Síða 1
Mjólkurbikarinn Víkingur gegn Val Víkingar báru sigur úr býtum í úrslitakeppni Pollamóts Eimskips og KSl sem fram fór á KR-vellinum um helgina. Þeir unnu Val 5-0 í úrslitaleik í keppni a-liða. KR hafnaði í þriðja sæti og Völsungur í því fjórða. KR | vann Val 2-0 í úrslitaleik b-liða, Fram varð í þriðja sæti og FH í því fjóröa. Á myndinni að ofan eru I sigurvegarar Víkings. Mynd: Ari. ★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ liðið Aðeins ein breyting er á Stjörnuiiði Þjóðviljans eftir 12. umferð 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu. Viðar Þorkelsson sem hefur verið fastamaður frá byrjun missir sæti sitt til Óla Þórs Magnússonar. Liðið verður sókndjarfara með hverri vikunni sem líður og nú er lítið orðið eftir af varnarmönnum. Það er þannig skipað, stjörnufjöldi í svigum: Hörður Pálsson, (BV (7) Daníel Einarsson, Víði (9) Gunnar Gíslason, KR (9) Pétur Ormslev, Fram (9) Guðbjörn Tryggvason, lA (8) Halldór Áskelsson, Þór (10) Valur Valsson, Val (9) Óli Þór Magnússon, IBK (9) Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki (9) Guðmundur Steinsson, Fram (9) Guðmundur Torfason, Fram (10) -vs Frjálsar Einar með 16. besta árangurinn Tvöfaldur íslenskur sigur í Kaupmannahöfn metra og Sigurður Matthíasson T. Sigurðsson urðu í þriðja sæti í hafnaði í fjórða sæti með 69,46 sínum greinum. VS Einar Vilhjálmsson rauf 80 m múrinn með nýja spjótinu í fyrsta skipti á sunnudaginn, er hann vann öruggan sigur á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Kaupmanna- höfn. Hann kastaði 80,19 metra sem er sextándi besti árangur sem náðst hefur í heiminum með nýja spjótinu síðan farið var að nota það þann 1. aprfl sl. Tom Petranoff frá Bandaríkj- unum á lengsta kastið, 85,38 metra, en aðrir sem eru á milli hans og Einars hafa kastað frá 80,24 uppí 83,66 metra þannig að munurinn er sáralítill. Sigurður Einarsson varð annar í Kaupmannahöfn, kastaði 75,97 Víkingur og Valur hefja 8-Iiða úrslit Mjólkurbikarins í knatt- spyrnu á aðalleikvanginum í Laugardal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20. Annað kvöld mætast Breiðablik og ÍA í Kópavogi og KR leikur við Fram á KR- vellinum. Loks mætast FH og ÍBK í Kaplakrika á fimmtudagskvöldið. Kraftlyftingar Maanús r a Magnús Ver Magnússon frá Seyðisfirði hlaut bronsverðlaun í 110 kg flokki á Evrópumeistara- móti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Manchester á Eng- landi um helgina. Hann lyfti 737,6 kg samanlagt sem er ís- landsmet unglinga og hann setti samskonar met í bekkpressu í leiðinni, lyfti 182,5 kg. - VS metra. Kristján Harðarson sigraði í langstökki karla, stökk 7,09 metra, og Stefán Þór Stefánsson varð annar með 6,87 metra. ís- lensir keppendur voru fjölmargir á mótinu og margir náðu öðru til þriðja sæti í sínum greinum. Svanhildur Kristjónsdóttir, Oddný Árnadóttir, Helga Hall- dórsdóttir og Ragnheiður Ólafs- dóttir urðu allar númer tvö í hlaupagreinunum og þær íris Grönfeldt og Soffía Gestsdóttir í kastgreinum. Guðrún Ingólfs- dóttir, Egill Eiðsson og Sigurður Tvö víti Astu Maríu Breiðablik vann sanngjarnan sigur á ÍBK, 3-0, í 1. deild kvenna á Kópavogsvellinum í gærkvöldi. Blikastúlkurnar sóttu mun meira allan leikinn en þær keflvísku börðust vel og stóðu fyrir sínu. Ásta María Reynisdóttir skoraði fyrsta markið úr víta- spyrnu um miðjan fyrri hálfleik eftir að Erla Rafnsdóttir hafði verið felld. Um miðjan seinni hálfleik lék Ásta María sama leik, skoraði aftur úr víti, nú eftir að skot Magneu Magnúsdóttur var varið með hendi. Guöríður Guðjónsdóttir markvörður Breiðabliks varði mjög vel frá Katrínu Eiríksdóttur 10 mín. síð- ar en rétt á eftir skoraði Sigríður Sigurðardóttir þriðja mark Breiðabliks eftir hornspyrnu. HM Vestur-Þýskaland leikur handknattleik knattspymu í Dusseldorf Spilar með knattspyrnuliðinu þegarþað stangastekki á við handboltann! Páll Ólafsson er marksækinn í knattspyrnunni og gerir það eflaust gott í henni þegar færi gefst frá hand- boltanum. Páll Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik hefur samið við vestur-þýska Bundesligufélagið Dusseldorf um að leika með því næsta vetur. Páll spilaði með Dankersen sl. keppnistlmabil en liðinu gekk erfiðiega og missti sæti sitt í Bundesligunni. En Páll mun ekki aðeins leika handknattleik með Dusseldorf, hann mun einnig leika með knattspyrnuiiði félagsins sem spilar í 5. deild. Það verða þó ekki margir leikir, aðeins þegar þeir stangast ekki á við handbolt- ann sem er númer eitt, tvö og þrjú. En þetta er einstakt hjá ís- lenskum íþróttamanni í fremstu röð, að semja við erlent félag um að leika með því bæði handknatt- leik og knattspyrnu. „Mér líst mjög vel á mig hjá Dusseldorf, þetta er félag á upp- leið, var ofarlega sl. vetur á sínu öðru ári í Bundesligunni og þjálf- arinn, Hoirst Bredemayer, var veturinn 1984-85 kjörinn besti þjálfari deildarinnar. Ég fer út á mánudaginn en keppnistímabilið hefst í byrjun september. Þetta með knattspyrnuna er kannski meiri leikaraskapur en alvara, handboltinn situr að sjálfsögðu í fyrirrúmi," sagði Páll í samtali við Þjóðviljann í gær. Páll er jafnvígur á báðar grein- ar og á að baki 3 leiki með A- landsliði íslands, auk drengja- og unglingalandsleikja. Hann hefur leikið tvo leiki með Þrótti í 2. deild nú í sumarfríinu og skorað í þeim 3 mörk. y<- + **-¥-* *+ ++++ * ****■ UMSJÓN: VÍÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 22. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.