Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 5
Búseturöskun Landsbyggðinni blæðir Verslun og þjónusta þenjast út á kostnað framleiðsl ugreina Umsjón: Magnús H. Gíslason „Síðustu tveir áratugir hafa einkennst af örum vexti á höfuð- borgarsvæðinu og stöðnun eða samdrætti víða á landsbyggðinni. Frá 1941-1950 varð t.d. engin fjölgun á Vesturlandi og fólki fækkaði á Vestfjörðum, Norður- landi vestra og Austurlandi“, segir í áður áminntri landnýting- arskýrslu. Frá 1951-1970 hélt þessi „hel- vísa þróun“ (Helgi Pjeturss), að mestu leyti áfram. Síðan dró úr þessum fólksflutningum og á ár- unum 1975-1980 komst á jafnvægi. Um 1980 fór skriðan aftur af stað og með auknum þunga næstu 4 ár. Á því tímabili fluttu 3500 manns af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins og þar af 1113 manns árið 1984, sem er hæsta tala á einu ári frá því farið var að skrá búferlaflutn- inga. Það ár fækkaði fólki á landsbyggðinni ekki aðeins hlut- fallslega heldur beinlínis og hafði slíkt ekkert gerst síðan 1945, 1946. Oftast endranær hefur nátt- úrleg fjölgun vegið upp brott- flutninginn svo um einhverja tölulega fjölgun hefur verið að ræða. Nýjustu tölur benda ekki til breytinga á þessu. Á árabilinu 1941-1984 tvöfald- aðist íbúatalá landsins. Við upp- haf þess bjuggu 37% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en við lok þess 54%. Vestfirðir eru eini landshlut- inni þar sem íbúum hefur beinlín- is fækkað á umræddu tímabili, eða um 20%. Á Vesturlandi, Norðurlandi eystra og Suður- landi nam fjölgunin rúmlega 50%, á Austurlandi tæplega 30% en á Norðurlandi vestra aðeins um 3%. Langmest hefur fjölgun- in orðið í nágrannasveitum Reykjavíkur eða um 645%. Á Suðurnesjum var fjölgunin um 300% en í Reykjavík um 120%. Það sem öðru fremur hefur valdið þeirri þróun, sem hér hef- ur verið rakin, er vaxandi þáttur verslunar og þjónustu í atvinnu- lífinu, á kostnað framleiðslu- greinanna. Meginástæða þess hversu fólksflutningar af lands- byggðinni minnkuðu á áttunda áratugnum er sú atvinnuupp- bygging, sem þá fór þar fram, einkum í fiskiskipum og frysti- húsum. Henni fylgdi vöxtur í byggingaiðnaði, iðnaði tengdum sjávarútvegi og þjónustu m.a. í sambandi við skóla og heilsugæslustöðvar. Nú horfir á ný til verri vegar. Þjónustugreinum, sem soga til sín fólkið, er fyrst og fremst hnappað saman á höfuðborgar- svæðinu. Nýskeðir atburðir sýna - flutningur Byggðastofnunar - að þungt er fyrir fæti með að snúa ofan af snældunni og að andstað- an við það kemur úr ólíklegustu áttum. -mhg. 'íllH Verslunin blómstrar en framleiðslugreinarnar eiga í vök að verjast. Tímarit Marggreindur Hlynur Sumarblaðið komið út Afmælisgjöf Starfsmannafélags Kaupfélags Eyfirðinga til KEA. Veggskjöldur, (105x55 sm), skorinn út af Friðgeiri Jónssyni, Ysta-Felli í Kaldakinn. Mynd: Sig. Sv. Ing. Sumarhefti Hlyns er nýkomið út. Að nokkru leyti er það helgað 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga og er ekki óeðlilegt. Þá er og minnst 50 ára afmælis Starfsmannafélags Sambands- verksmiðjanna á Akureyri, og greint frá því að KEA hafi nú afhent starfsfólki sínu til umráða nýjan samkomusal. Stefán Vil- hjálmsson ritar forystugrein „Að vera samvinnustarfsmaður" og ræðir þar m.a. um Starfs- menntunarsjóð KEA, sem stofn- aður var 1. j an s. 1. og er ætlað að „veita fjármagni til fjölþættrar starfsmenntunar fyrir starfs- menn“. Rætt er við Bjarna Haf- þór Helgason, sem skaust til Reykjavíkur á dögunum og hafði með sér til Akureyrar 1. verðlaun fyrir afmælislag Reykjavíkur. Litið er inn í Samvinnubankann á Vopnafirði og Guðmundur rit- stjóri bregður sér upp í Bifröst og ræðir þar við ísólf Gylfa Pálma- son félagsmálakennara, fræðist af honum um hin margháttuðu félagsmálastörf, sem þar fara fram og tekur auk þess nemendur tali. Sagt er frá síðustu skóla- slitum Samvinnuskólans og því, að lokið sé nú útgáfu Árbókar Nemendasambands Samvinnu- skólans. Eru bækurnar 11 að tölu og ná.til nemenda skólans allt frá upphafi og til vors 1979 en 2124 nemendur koma þarna við sögu. Rætt er við Tryggva Þór Aðal- steinsson, framkvæmdastjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu um félagsmálaskóla þess í Ölfusborgum en hann hefur nú starfað í 11 ár. Jafnframt er spjallað við nokkra nemendur, sem numið hafa við skólann. Baldur Ágústsson skrifar um þann hvimleiða löst, búðahnupl- ið. Sagt er frá húsmæðravikunni í Bifröst, tískusýningu skinnaiðn- aðarins á Akureyri og rúmlega þrítugum kjörbúðarbíl Kaupfé- s Héraðsbúa á Egilsstöðum, hann mun nú vera hinn eini slíkur hérlendis. Ragnar Pálsson ritar um tölvur. Geir Magnússon ræðir lífeyrismál og sagt er frá sumarbúðum barna að Bifröst. Eysteinn Sigurðsson skrifar þátt- inn „Orð um orð“ og Arnheiður Eyþórsdóttir „Nöldur að norðan.“ Svo eru í blaðinu ýmsar smærri fréttir og hinir föstu þættir um bridge, skák, „rím og flím“ o.fl.. Eins og af þessari lauslegu upptalningu má marka er Hlynur greinamargur og teygir lim sitt víða ekki síður en nafnar hans í heimilisgörðunum hér og þar um landið. -mhg. Mótsagnir Orð og athafnir Hið góða, sem ég vil, geri ég ekki. Hið vonda, sem ég ekki vifþað geri ég „Það liggur í hlutarins eðli að samkeppni er góð. Hún hvetur keppinauta til dáða. Þar með heldur hún niðri verði og lækkar það jafnvel. Þannig eykur hún kaupmátt viðskiptavina - bætir lífskjör fólks. Aukin samkeppni er eitt besta hagstjórnartæki, sem til er“. Hvar skyldi nú þessi vísdóms- orð vera að finna? f DV. Og hver skyldi skrifa þau? Jónas DV- ritstjóri. Já samkeppnin er góð, hvetur til dáða, bætir lífskjörin, dásam- legt hagstjórnartæki. Einu sinni - og ekki fyrir svo ýkja löngu - komu út tvö síðdeg- isblöð á íslandi: Dagblaðið og Vísir. Þau kepptu um rnarkað- inn. Áttu í harðri og væntanlegri góðri samkeppni, sem hvatti til dáða o.s.frv. Skyndilega voru blöðin sameinuð. Hinni „góðu“ samkeppni var vísað á dyr. Kann- ski hafa dáðirnar verið orðnar of miklar, lífskjörin of góð? Hóf er nú best á hverjum hlut, dáðunum og lífskjörunum líka - eða hvað? Engum dettur auðvitað í huga að hinn tandurhreini og sanntrú- aði samkeppnismaður, Jónas DV-ritstjóri, hafi átt nokkurn þátt í þessari samsteypu. Það væri í mesta máta óskammfeilið og ó- sanngjarnt að ætla honum það. Þvert á móti má þykja líklegt að ekki líði á löngu þar til Jónas stofnar annað síðdegisblað því enginn efast um einlæga löngum hans til að hvetja til dáða og bæta lífskjörin, - ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum. -inhg kki S z‘rast ÞJ0ÐVIUINN 681333 Fimmtudagur 24. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.