Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.07.1986, Blaðsíða 13
IDJÚÐVIUINNI ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'R E Uf C R Breskir skólar Hýðingar nú bannaðar Lundúnum Neðri deild breska þingsins samþykkti í gær lög sem banna hýðingar í enskum skólum og breytti þar með lög- gjöf stjórnarinnar um refsing- ar. Það hefur lengi viðgengist í Bretlandi að nemendur séu hýdd- ir fyrir brot, alls staðar í V- Evrópu er slíkt hins vegar bann- að. Stjórnin vildi breyta gildandi löggjöf á þann veg að foreldrar hefðu lokaorð um það hvort börn þeirra skyldu hýdd eður ei. Neðri deildin samþykkti bannið með 231 atkvæði gegn 230. Lávarða- deildin hafði fyrr í þessum mán- uði bannað hýðingar í breskum skólum. Nóbel NAMFREL tilnefnd Washington-Tilkynnt var í gær að NAMFREL, eftirlitsnefnd al- mennings með síðustu forset- akosningum á Filippseyjum, hefði verið tilnefnd til næstu friðarverðlauna Nóbels. Hreyfingin átti einna stærstan þátt í því að vekja athygli á því kosningasvindli sem átti sér stað í síðustu forsetakosningum á Fil- ippseyjum. Það var Bandaríkja- maðurinn Richard Kessler, félagi í Carnegie samtökunum fyrir al- þjóðlegum friði, sem kom með tilnefninguna í bréfi sem hann sendi Nóbelsnefndinni í síðasta mánuði. NAMFREL, þjóðarhreyfing fyrir frjálsum kosningum á Fil- ippseyjum, var stofnuð árið 1984 af nokkrum einstaklingum á eyjunum. Formaður samtakanna Jose Concepcion, er nú verslunar- og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Corazon Aquino. S-Afríka Howe í S-Afríku Geoffrey Howe utanríkisráðherra Breta rœddi ígœr við forseta og utanríkisráðherra S-Afríku, P.W.Botha ogPik Botha. Ekkertvar gefið upp um innihald viðrœðnanna og Howe hittirforsetann afturá þriðjudaginn næstkomandi. Leiðtogar svartra deildu hart á komu Howe og töldu hana tilgangslausa Geoffrey Howe fór til Bandaríkjanna og ræddi m.a. við George Schultz sem sést hér á myndini með Howe. Bandaríkjastjórn heldur uppteknum hætti með andstöðu sinni við refsiaðgerðir, svo er einnig með Breta. Jóhannesarborg Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands kom i gærmorgun til S- Afríku til að leita leiða til að leysa vandamál landsins á friðsamlegan máta. Desmond Tutu biskup sagði hins vegar í gær að ferð Howe væri til einskis. Howe ræddi við utanríkisráð- herra S-Afríku, Pik Botha, í gær- morgun og átti síðan að ræða við P. W. Botha síðari hluta gærdags- ins. Howe bar yfirvöldum í landinu kröfur Evrópubanda- lagsins um pólitískar breytingar. Evrópubandalagið krefst þess að blökkumannaleiðtoganum Mandela verði sleppt úr haldi, og banni á starfsemi pólitískra sam- taka svartra, þar á meðal Afríska þjóðarráðsins (ANC), verði aflétt. Þá krefst bandalagið þess að stjórn hvíta minnihlutans hefji pólitískar viðræður við leiðtoga svartra og að endir verði bundinn á kynþáttaaðskilnaðarstefnuna. Howe neitaði að gefa upplýs- ingar um viðbrögð Botha forseta, sagði að þeir hefðu samþykkt að halda viðræðum þeirra leyndum um sinn. Þeir hittast aftur á næstkomandi þriðjudag. Des- mond Tutu, biskup, sagði hins vegar við fréttamann svissneska útvarpsins að þar sem nefnd manna frá breska Samveldinu hefði verið í landinu í sex mánuði án þess að nokkuð kæmi út úr því ætti hann ekki von á að nokkurra daga heimsókn Howe hefði nokkuð að segja. Tutu sagðist sammála takmarki Afríska þjóð- arráðsins en sagðist ekki fylgj- andi þeim aðferðum sem ráðið notaðist við. Hann sagði að s- afríska þjóðin vildi sjá leiðtoga sína fara samningaleiðina til að leysa vandamál landsins. Slíkt væri hins vegar ekki mögulegt meðan núverandi neyðarástand ríkti. ANC sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gagnrýnd var ræða Reagans Bandaríkjaforseta frá því í fyrradag. 1 yfirlýsingunni segir að á sama tíma og Reagan gefi dæmigerðar og hræsnisfullar yfirlýsingar um fordæmingu á kynþáttaaðskilnaðarstefnuna, gefi hann hefðbundnar stuðn- ingsyfirlýsingar við stjórn S- Afríku. Reagan hunsi þannig vilja kúgaðara S-Afríkubúa um efnahagslegar refsiaðgerðir. Reagan tilkynnti engar nýjar ráðstafanir til að reyna að binda enda á kynþáttaaðskilnaðinn í ræðu sinni í fyrrakvöld sem beðið hafð verið með mikilli eftirvænt- ingu. Nú er talið næsta víst að meirihluti verði fyrir því í Öld- ungadeild bandaríska þingsins að beita S-Afríku efnahagsþvingun- um Morðið á Palme Fylgst með tníarhópum Stokkhólmi Sænska dagblaðið Aftonposten sagði frá því í frétt í gær að sænska lögregl- an ynni nú samkvæmt þeirri kenningu að lítt þekktur trúar- hópur sem væri sameinaður í miklu hatri á Olof Palme, hefði myrt hann. Aftonbladet er m.a. þekkt fyrir góð sambönd innan lögregl- unnar, það hafði eftir ónafn- greindum lögreglumanni að grunur lögreglunnar beindist nú að fanatískum trúarhópum sem væru á þeirri skoðun að Palme hefði eyðilagt hefðbundið trú- armynstur í Svíþjóð. Undanfarnar vikur hefur sænska lögreglan verið mun bjartsýnni í yfirlýsingum sínum varðandi rannsókn á morðinu á Palme en oft áður. „Okkur hefur orðið mjög vel ágengt á síðustu dögum,“ sagði Hans Holmer, lögreglustjóri í gær. Morðvopnið hefur ekki fundist enn og þó lög- reglan telji sig vita ástæðuna fyrir morðinu segja fulltrúar hennar að rannsóknin geti dregist mán- uðum saman. Fylgst er með ákveðnum hópum og jafnvel not- aðar símahleranir við eftirlitið. Umsjón: Ingólfur Hjörlejfsson Og þetta líka... Ifrane, Marokkó Hassan, Mar- okkókonungurog Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, luku í gær umdeildum viðræðum sín- um í Marokkó um leiðir til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Damaskus Sýrlenska þjóðin hvatti Arabaþjóðir til að leiða al- gjörlega hjá sér viðræður Hass- ans Marokkókonungs og Peres- arforsætisráðherra Israels. Fólk í Líbanon brenndi fána Marokkó utan við sendiráð landsins í Beirut. Forseti íranska þingsins fordæmdi Hassan konung vegna viðræðnanna og Fatah, stærsti hópurinn innan Frelsishreyfingar Palestínuaraba, tilkynnti að hann fordæmdi og hafnaði þessum viðræðum. Washington George Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í gær í yfirheyrslu fyrir bandarískri þingnefnd að Banda- ríkjastjórn væri enn andvíg efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn S-Afríkustjórn en sagði að Bandaríkin væru tilbúin til að framkvæma ákveðnar breytingar á stefnu sinni til að koma til móts við örar breytingar á ástandinu í S-Afríku. Addis Ababa Utanríkisráðherr- ar 50 S-Afríkuríkja fordæmdu í gær Reagan Bandaríkjaforseta fyrir að neita að beita efnahags- legum refsiaðgerðum gegn S- Afríkustjórn í ræðu sinni um stefnu bandarísku stjórnarinnar gagnvart S-Afríku. í yfirlýsingu ráðherranna sagði að ræða hans væri afsökun á ómannúölegum kynþáttaaðskilnaði. Washington Max Kampel- mann, helsti samningamaður Bandaríkjanna á afvopnunarráð- stefnunni í Genf sagði á frétta- mannafundi í gær að Bandaríkja- stjórn gerði ráð fyrir að Mikhail Gorbatsjof myndi standa við við- leitni sína um að koma á leiðtoga- fundi á þessu ári. Kampelmann sagði að Bandarikjastjórn myndi draga neikvæðar ályktanir af því ef Gorbatsjof mætir ekki á slíkan fund. Bonn Vestur-þýsk yfirvöld til- kynntu í gær að þau gætu ekki stöðvað straum flóttamanna frá þriðja heiminum inn í landið. Þau tilkynntu einnig, að mikil hætta væri á aukningu glæpa og hryðj- uverka í kjölfar þessa fólks. Spánn Svipuö efnahagsstefna Madrid Felipe Gonzales kynnti í fyrradag nýja stjórnarstefnu sína til næstu fjögurra ára, þar er kveðið á um áframhaldandi aðhaldsaðgerðir í efna- hagsmálum. Gonzales sagði í fyrstu þing- ræðu sinni eftir kosningasigur sósíalista í síðasta mánuði að forgangsverkefni stjórnarinnar yrðu að minnka verðbólguna og halla á fjárlögum. Þetta eru í raun sömu forgangsverkefni og stjórn- in setti sér fyrir fjórum árum síð- an. Gonzales sagði að ríkisstjórn- in ætlaði að reyna að ná verðbólg- unni niður á svipað stig og hún er í öðrum Evrópubandalags- löndum. Verðbólgan í landinu var 8,9 % í síðasta mánuði miðað við 8,1 % á síðasta ári. Aðhalds- stefna ríkisstjórnar sósíalista hef- ur hins vegar minnkað verðbólg- una um sex prósentustig frá því 1982. „Þetta er metnaðarfull stefna en það er alls ekki ómögu- legt að koma verðbólgunni niður í 3 % árið 1988,“ sagði Gonzales á þinginu í fyrradag. Hann sagði fjárlagahallann vera vandamál númer tvö varð- andi efnahagsbatann og sagði að hallinn myndi á næsta ári fara niður í 4 % miðað við innanland- sframleiðslu. Þetta myndi takast án þess að skattar yrðu hækkaðir, hann sagði skatta á launafólk myndu lækka. Stefna stjórnarinnar hefur ver- ið gagnrýnd harkalega frá hægri og vinstri. Stjórnin fékk hins veg- ar nokkra uppreisn æru þegar op- inberar tölur sýndu í þessari viku að erlend fjárfesting í landinu hefði aukist um 177 % á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Heildarfjárfesting erlendis frá var 1,4 milljarðar dollara á fyrri helming þessa árs miðað við 519 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Mestur hluti þessa fjármagns kom frá Evrópubandalags- löndum sem Spánn gekk í á þessu ári, í janúar. Stór hlutur kom með kaupum Volkswagen fyrir- tækisins á Seat bifreiðafyrirtæk- inu nýlega. Gonzales minntist lítið á atvinn'uleysið sem var 19,8 % í síðasta mánuði. Gonzales: Óbneytt stefna Fimmtudagur 24. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.