Þjóðviljinn - 24.08.1986, Side 2
FLOSI
V
skammtur
af brauði og leikjum
Þaö hefur víst ekki farið framhjá neinum aö
fréttatexti sjónvarpsins hefur í hálfan mánuö
jafnan hafist á orðunum „þaö hefur víst ekki
fariö framhjá neinurn". Og hvaö er þaö svo,sem
ekki hefur fariö framhjá neinum? Þaö ætti ekki
aö hafa farið framhjá neinum. Aö sjálfsögöu
tvöhundruðára afmæli Reykjavíkurborgar.
Allir eru svo undur glaöir og kátir af því þetta
tókst allt svo voðalega vel, allir sáu svo vel og
þaö sem meira var og merkilegra allir heyröu
svo óskaplega vel. Fólk missti bókstaflega ekki
af neinu. Aldrei fyrr hafa skilningarvit reykvík-
inga, já og aö íslendingum meiötöldum, fengiö
annan eins servís. Þetta var nú þjónusta í lagi.
Séö var fyrir þörfum: sjónar, heyrnar, ilmanar,
smekks og tilfinningar meö þeim hætti sem best
gerist í heiminum.
hátíö er gengin um garö, sitja bæði reykvíkingar
og íslendingar í sólskininu, roktimbraöir af
sæluvímunni einni, því ölvun var í lágmarki að
sögn lögregluyfirvalda, þrátt fyrir afmælistert-
una, sem lá niður Lækjargötuna yfir farvegi
gamla lækjarins og rammáfeng.
„Fýlupokar eru vansælir rnenn," sagöi amma
mín stundum, þegar hún kom meö fisk í soðið
og haföi lent í útistööum viö fisksalann sem
alltaf var meö ólund. Þegar amma valdi besta
fiskinn úr vagninum tautaði hann úrillur:
„Þetta átti nú einusinni allt aö seljasþsvo gott
og lakara veröur aö fylgjast aö.“ En amma var
nú ekki á því og þar viö sat.
Og nú eru einmitt vansælir fýlupokar aö byrja
aö láta frá sér heyra útaf tvöhundruðárahátíða-
höldunum.
Sumir fjargviorast útaf því að hátíðin hafi ekki
verið nógu menningarleg og veröa þeir sem
slíku halda fram aö teljast heimskir og illa lesnir.
Þeir menn eru fáfróöari en góöu hófi gegnir,
sem ekki skynja þaö, aö forngrísk og rómversk
hámenning var lögö til grundvallar í þessu há-
tíðahaldi.
Hvaö sagöi raunar ekki rómverka skáldið og
heimspekingurinn Decimus Junius Juvenalis
sem uppi var um svipað leyti og frelsari vor:
Duas tantum res anxius optat
panem et circenses.
(Einskoröar ofsalega löngun (rómverja) að-
eins viö tvennt: brauö og leiki.
Þetta heföu eins getaö veriö orö Davíðs, því
auövitaö var Reykjavíkurhátíðin umfram allt
annaö byggö á forngrískri og rómverskri há-
menningararfleifð, hátíö brauös og leikja.
Kakan í Lækjargötunni og leikarnir við Arnar-
hól.
Þaö mun talið fullsannaö aö engin mistök hafi
átt sér staö viö leikana í túnfætinum á Arnarhóli.
Allt varfullkomiö: orö, æöi, ölvun, lýsing og hljóð,
og aö grísk-rómverskum siö voru þaö nú guðirn-
ir sem voru ákallaðir, ekki guð almáttugur held-
ur veöurguöirnir, sem bænheyrðu hátíöargesti
svo sannarlega.
Hinsvegar heföi mátt takast betur til viö tert-
una og kem ég nú að því.
Þaö er Ijóst að þessi terta var ekki öllum
ætluð. Nokkrum minnihlutahópum varfyrirmun-
aö aö fá hennar notið.
Fyrst skal þá telja hógværa og af hjarta lítil-
láta. Ekki var meö neinum aöferöum séö til þess
aö nokkrir slíkir fengju notiö kökunnar. Ólafur
Ragnar, sem er einn úr þessum hópi, snéri sér
undan, þegar hann sá aö hann fengi ekki af
kökunni og gaf sömu yfirlýsingu og refurinn
forðum:
„Hún er súr.“
Skammel voru engin fyrir smávaxna menn,
sem áöur voru kallaöir dvergar, en nú er lög-
boðið aö kalla vaxtarhamlaöa einstaklinga. Þá
hafði ekki veriö séö fyrir þörfum sykursjúkra
meö því að baka sérstaka tertu fyrir þá.
Alvarlegast er þó aö langstærsti minnihluta-
hópur þjóöarinnar fékk ekki notið þessarar al-
menningstertu og hér á ég viö þorstahefta. Ég
held að þaö sé rétt skilið hjá mér að búið var aö
úöa einhverjum ókjörum af brennivíni í tertuna
og brennivín er, aö því er mér skilst, ekki
æskilegt fyrir þá sem hættir eru aö drekka
brennivín.
Þegar á þetta var bent svöruöu yfirvöld því til,
aö maður þyrfti aö boröa sjö metra af tertunni til
að finna á sér, svo væntanlega hefur margur
drykkfelldur maður en hógvær átt í miklu sálar-
stríði þarna í Lækjargötunni.
Ef svona terta heföi verið á boðstólum fyrir
einum áratug, heföi ég sennilega tekiö mig til og
étiö af henni fjórtán metra til aö ná sæmilegri
góðgleði og veröa hrókur alls fagnaðar, eins og
ölóðir menn veröa gjarnan.
En nú var mér semsagt fyrirmunaö aö njóta
krásanna þar sem ég er orðinn hógvær og syk-
ursjúkur, vaxtarhamlaður, feitlaginn einstak-
lingur og þar aö auki þorstaheftur.
Vonandi fyrir lífstíö.
Davíð bar
appelsínugult
bindi
Kollegar okkar á Dagblaðinu
Vísi eru um margt kostulegir.
Þegar blaðið greindi frá af-
mælisfundi borgarstjórnar
þann 18. ágúst síðastliðinn
mátti lesa ýtarlega greinar-
gerö á klæðnaði viðstaddra
áður en minnst var á efni
fundarins, það er að segja til-
lögu um viðgerðir á húsum í
Viðey og að efnt yrði til hug-
myndasamkeppni um nýtingu
eyjarinnar í framtíðinni.
Afmælisklæðnaðinum var
svo lýst: „Vigdís var sumar-
lega klædd, í heiðbláum kjól
og með hatt í sama lit... Davíð
var klæddur í Ijósgrá jakkaföt
með appelsínugulum rönd-
um, í Ijósri skyrtu og bar app-
elsínugult bindi með gráum
röndum. Ástríður kona hans
klæddist dökkblárri dragt með
stórum hvítum kraga. A höfð-
inu bar hún dökkbláan hatt
með hvítri rönd... Magnús var
klæddur dökkum, teinóttum
jakkafötum, Ijósri skyrtu og
var með rautt og blátt bindi.“
Það verður spennandi að
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur
sjá vetrartískuna hjá þing-
mönnum þegar DV flytur
þingfréttir í vetur...*
Framboðsskjálfti
í Framsókn
Þó ekki sé beinlínis hægt að
segja að haustkosningar séu
á döfinni eru menn vítt um
flokka farnir að spá í framboð,
og kandídata. Hjá Framsókn-I
arflokknum í Reykjavík blasir
við nokkur slagur. Ýmsir telja
hæpið að Framsókn haldi
manni í Reykjavík, og vilja
jafnvel freista þess að fá sjálf-
an Steingrím Hermannsson
vestan af Ströndum í framboð
hér syöra til bjargar fleyinu.
Ólíklegt er talið að Denni gefi
kost á þessu. En heimildir í
Framsókn telja reiðubúna í
slaginn um fyrsta sætið: sitj-
andi þingmann Harald Ólafs-
son, Finn Ingóifsson gjald-
kera flokksins sem bolaði á
sínum tíma Guðmundi G.
Þórarinssyni úr þeirri stöðu
og hefur reynst nýtur aðstoð-
armaður ráðherra, og svc
Bolla Héðinsson. Nær ör-
uggt er talið að Bolli eigi eng-
an möguleika á sætinu, en vilji
vera með til að minna á sig,
enda frambærilegur maður
sem á framtíðina fyrir sér.
í annað eða þriðja sæti ætla
Framsóknarmenn að setja
konu, og sú sem mest er um
rætt í þröngum valdahópum
gæti reynst þeim drjúg. Það er
séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir (Benediktsson-
ar ráðuneytisstjóra) sem er
nýkjörinn prestur Seltirninga.
Séra Solveig er valkyrja og að
auki gift Hermanni
Sveinbjörnssyni gildum
Framsóknarfír. Sá er sonur
Sveinbjörns Dagfinns-
sonar í landbúnaðarráðu-
neytinu og móðir Hermanns
er systir Steingríms Her-
mannssonar. Þannig að séra
Solveig er vel tengd ... ■
Blaðra
forsetans
Þeir sem horfa á sjónvarps-
fréttir muna eftir fróðlegu skoti
frá Bandaríkjunum um dag-
inn. Skýrt var frá því að Reag-
an forseti væri í þann veginn
að gangast undir þvagfæra-
rannsókn og sýnd tól og tæki
og skýringarmyndir um vænt-
anlega læknisaðgerð. Síðan
hefur fróðleiksfús alþýða beð-
ið nánari frétta, en sjónvarpið
aftur verið þögult. Þetta mál
bar á góma á útvarpsráðs-
fundi, og lauk umfjöllun með
því að sá útvarpsráðsmanna
sem umhugaðast er um
heilsufar Bandaríkjaforseta,
Árni Björnsson, lét bóka þá
fyrirspurn til fréttastofu sjón-
varps hvort ekki væri skjótt að
vænta frekari fregna af þessui
máli og von til að sjónvarps-'
neytendur megi skyggnast
inn í blöðru forsetans.B
Einhver Davíð
Skoðanir manna á Reykjavík-
urmynd Davíðs, nei fyrirgefið,
Reykjavíkurmynd Hrafns, eru
skiptar. Einstaka kvikmynd-
askríbentar hafa hafið hana
upp í skýin en aðrir dregið
hana niður á jafnsléttuna.
Borgarfulltrúar minnihluta-
flokkanna hafa tjáð sig um
verkið og þótt lítið til koma.
Ónefnt skáld á níræðisaldri,
sem býr í nágrenni Reykjavík-
ur, taldi Reykjavíkurmyndina
það lélegasta sem hann hefði
séð á hvíta tjaldinu frá því
hann var staddur í N-Kóreu
einhverntíman á sjötta ára-
tugnum og sá kvikmynd um
einhvern Kim.B
Óli!
Þegar íslenskir knattspyrnu-
þjálfarar vilja skipta inná
manni í leik kalla þeir jafnan í
dómarann til að láta hann vita.
í okkar litla þjóðfélagi þekkja
allir alla og því er oft nafn við-
komandi dómara kallað, í stað
hins virðulega starfsheitis.
Þetta gerði þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í fyrra-
24. ágúst 1986