Þjóðviljinn - 24.08.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 24.08.1986, Page 7
KVARTA EKKI Bréfaskipti við V.A. Fock Hann var einn af snjöllustu eöl- isfræöingum Sovétríkjanna á fræöilegu sviöi, og ég var hreykinn af aö hafa numiö í skóla hjá honum og geta talið mig til nemenda hans. Síðan uröum viö reyndar vinir. Hann kom oft til Tékkóslóvakíu og ég heimsótti hann í öll þau mörgu skipti sem ég átti leið til SSSR. „Það er undarlegt“, sagði hann við mig einu sinni þegar við gengum eftir bakka Finnska flóa í Komarov, „að við yður getur maður talað miklu opinskáar en viz flesta gömlu vini sína“. Hann brosti til mín og bætti við með sérkenniiegri röddu, sem er ein- kennandi fyrir heyrnardaufa: „Meira að segja um pólitík!" Hann hafði gildar ástæður til að vera var um sig-á árunum 1937- 38 sat hann í fangelsi - einhver hafði látið sér um munn fara „andbyltingartal“ þar sem hann var viðstaddur, og Fock gaf það ekki upp. f október 1968 fékk ég frá hon- um bréf. Ég var þá í Trieste og hugleiddi hvort ég ætti að snúa heim eða vera áfram erlendis. 4. október 1968 Kæri Frantisek! Fyrir framan mig Iiggja bréf yðar: nýársbréf og annað síðan 10. apríl 1968 - bæði eru mjög elskuleg. Því ætla ég að snúa mér til yðar með spurningu: hvernig mátti það verða, að mikill hluti tékkóslóvaskra menntamanna hefur smitast hatri á Rússum - frelsurum sínum, en hefur tekið ástfóstri við Vestur-Þjóðverja - arftaka Hitlers? (Ég hefi frétt að í Prögu sé farið að verða hættulegt að tala rússnesku, og að Rússar sem koma þangað verði að tala þýsku til að gera sig skiljanlega). Er það virkilega ekki augljóst að þessi leið - til vesturs - hlýtur að leiða til nýs Múnchenar- samkomulags og nýrrar þýskrar undirokunar? Svo að ekki sé minnst á það að fara á mis við ljómandi framtíðarhorfur sósíal- ismans. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu falla mér mjög þungt og ég get ekki sætt mig við þá hugsun, að meðal Tékka, sem ég hef alltaf litið á sem vini, hafi fyrirfundist svo margir óvinir. Er ennþá von um bata? Yðar V. Fock Kceri Vladimir Alexandrovits, mér barst bréf yðar til Trieste, því að það var erfitt fyrir mig að eiga heima í Prögu hernuminni, of erfitt. Ég las bréf yðar og kenndi í brjósti um yður: hvernig má það vera að jafnvel þér hafið trúað þessum frumstæðu lygum og ósvífna æsingaróhróðri um Tékkóslóvakíu? Hvernig má það vera að þér, vitur maður og skyn- samur, vísindamaður á heimsmælikvarða, haldið að rússnesk undirokun sé betri en þýsk? Má vera að þetta smáræði hafi farið framhjá yður - en hinn 21. ágúst var það ekki aðeins so- véskur her, heldur líka þýskur, sem hernam Tékkóslóvakíu. Eftir 21. ágúst hélt ég mig í heila viku á götum Prögu. Daga og nætur gekk ég og ók um götur borgarinnar og horfði á það með eigin augum hvað sovéska her- námsliðið hafðist að. Nei, Vladimir Alexandrovits. Það er engin von um bata. Arás verður árás, hernám - hernám... Getur verið að þér hafið ekki veitt því athygli, að innrás herja yðar átti sér stað án vitundar og án samþykkis forseta okkar - og hetju yðar - án vitundar og sam- þykkis ríkisstjórnar okkar, þjóð- þings og forsætisnefndar mið- stjórnar KT? Getur verið að yður sé ekki kunnugt, að forsætisnefnd kommúnistaflokks okkar sam- þykkti hina örlagaþrungnu nótt ályktun, þar sem innrás herja hinna fimm landa er fordæmd sem aðgerð ár. nokkurs fordæm- is, aðgerð sem brýtur í bága við allar reglur og lögmál um sam- skipti ríkja, ekki aðeins hinna sósíalísku, heldur þverbrýtur al- þjóðarétt? Getur verið að þér vitið ekki, að þeim Dubcek aðalritara KT, Cerník forsætisráðherra, Smrkovský forseta þjóðþingsins og Kríegel formanni þjóðfylking- arinnar var gerð glæpsamleg að- för, og að fyrir framan brugðnar vélbyssur voru þeir fluttir ólög- lega frá Tékkóslóvakíu? Fyrirverðið þér yður ekki fyrir að vera borgari lands, sem á síðari hluta tuttugustu aldar, á rótgrónum friðartímum, fremur slíka glæpi á einni friðsömustu menningarþjóð Evrópu? Að morgni hins 21. ágúst stóð ég á Vatslavstorgi og sá með eigin augum, þegar hundruð af fallhlíf- arhermönnum yðar og rauðkoll- um gerðu skotárás með sprengju- vörpum og vélbyssum á byggingu Þjóðminjasafns okkar. Og um nóttina 23. ágúst 1968 urðu konur okkar að fæða heima, því að her- menn yðar skutu (frá kl. 22 var lýst yfir útgöngubanni - „kom- endantskij tsjas“) meira að segja á sjúkrabíla. Ef til vill er ég „heppinn“; en meðal þeirra tuga borgara sem fluttir hafa verið á brott af so- véskum hernámsliðum (trúið mér - ég átti ekki hægt með að venjast þessu orðasambandi: so- vésícur og hernámsliði - en stað- reyndir verða ekki umflúnar!) voru tveir nánir vinir mínir; ann- an fluttu þeir til Moskvu, hinn til Dresden - heimildir mínar eru því traustar... Þér skrifið, að mikill hluti tékkóslóvaskra menntamanna (réttara hefði verið að skrifa: tékkóslóvösku þjóðarinnar) hafi smitast af hatri á Rússum... En það er heldur ekki satt. Ekki er um að ræða hatur á Rússum; her- menn yðar hafa neytt okkur til að hata þá stjórnmálamenn, sem á svo ófyrirleitinn og hrokafullan hátt fótum troða sjálfstæði og fullveldi lítils lands - sú smán, sem fallið hefur á land yðar, er engu minni en sú smán sent hvílir á USA vegna Víetnams. Ég hef alltaf verið opinskár við yður, Vladimir Alexandrovits. Við skulum því tala saman um- búðalaust líka núna. Víetnam og Tékkóslóvakía - það eru bara tvær hliðar á sama peningi - heimsvaldastefnunni, ögrandi og hrokafullri valdastefnu risaveld- anna. Hversu má það vera að þér, sem eigið sæti í vísindaakademíu Sovétríkjanna, getið þagað þunnu hljóði við þeim glæpum, sem framdir hafa verið gegn tékkóslóvösku þjóðinni meðal annars í yðar nafni? Starfsbræður yðar í Bandaríkjunum kannast við sinn hluta af ábyrgðinni á Víetnam og draga af því ályktan- ir... Ég lýk nú bréfi mínu. Yðar bréf olli mér vonbrigðum. Frá yður átti ég annað hvort von á þögn, sem ég hefði skilið þótt ég hefði ekki talið hana sæmandi, eða allt öðru vísi bréfi. Þér voruð kennari minn - ég hef alltaf minnst þess með þakklæti og geri enn. En áratugs löng dvöl mín í Rúss- landi, svo og kunningsskapur við yður, hefur fært mér heim sann- inn um að rússneskir mennta- menn bregðast við rangsleitni og illvirkjum á annan hátt en með þögn. En það á raunar hver sína eigin samvisku. Yðar Frantisek Janouch Trieste, 15. 10. 1968 Til Frantiseks Janouchs Bréf yðar, sem sent var frá Tri- este 15. október 1968, fékk ég hinn 30. október. Bréfið af- skræmir svo raunverulegt ástand og er auk þess móðgandi, að augljóst er að þér væntið sjálfur ekki svars. V. Fock 3. nóvember 1968 Ég braut heilann, og með mér margir vinir mínir heima og er- lendis, um það hvernig mætti skýra afstöðu Focks og sjónar- mið. Án árangurs. Ég hitti hann um níu mánuðum síðar í Flórens. Við heilsuðumst. Ég sagði við hann að við ættum kannski að ræða saman. Samtalið varð langt og til einsk- is. Fock neitaði hlutum, sem ég Götumynd frá Prag tekinn á innrásardaginn 21. ágúst 1968. hafði séð með eigin augum eða gat sannað með skjölum. „Ég trúi því ekki að ríkisstjórn okkar gæti gert annað eins“, voru alltaf síðustu rök hans og óhagg- anleg niðurstaða. Þetta var dularfullt; hvernig getur þessi mikli vísindamaður og hugsuður verið svona blindur og skammsýnn þegar stjórnmál eru annars vegar? Líklega getur ekk- ert annað en hræðsla skýrt gerðir hans og framkomu. Ekki hræðsla við yfirvöldin - staða hans var orðin slík að hann gat leyft sér hérumbil hvað sem var, meira að segja í Sovétríkjunum - heldur hræðsla við sjálfan sig; ef hann tryði yrði hann að aðhafast eitthvað. Og það myndi þýða að missa ró sína, að spilla þeim mod- us vivendi við sovétvaldið sem honum hafði tekist að koma á með margra ára ærinni vinnu. Var þetta hugleysi, var þetta eigingirni manns sem lifir ein- göngu fyrir vísindin? Ef til vill. Má vera að staðfestingu þess sé að finna í svarbréfi Focks prófess- ors til mín við frétt um að ég hafi misst vinnuna: „Mér þykir mjög leitt efþér get- ið ekki fundið yður vinnu sem hœfir menntun yðar og hcefi- leikum. En af þvíaðþérskrifið að heimsskoðun yðar sé áfram sósí- alísk, þá trúi ég að þérfinnið yður starf í sósíalískri Tékkóslóvakíu og að þér látið yður ekki detta í hug að setjast að erlendis. Rússneskir menntamenn þurftu líka að þola sitt af hverju, en nú eru þeir orðnir eðlilegur hluti af sósíalíska kerfinu..." Þetta var síðasta bréf sem ég fékk frá Fock. Síðustu árin lifði hann einn og yfirgefinn. Svo að ég veit ekki hvort hann varð þess vísari áður en hann lést að ég hafði reyndar ekki sest að er- Innrásin í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968 er öllum sósíalistum til ævarandi áminningar. Þá var fyrsta raunhæfa tilraun í átt að sönnum sósíalisma kæfð í fæðingu af stórveldi, sem hafði kallað sjálft sig sósíalískt í næstum hálfa öld. Dr. Frantisek Janouch kjarneðlisfræðingur var hér á ferð fyrr í sumar, og átti Þjóðviljinn m.a. samtal við hann íjúní. Janouch var ekki einn þeirra, sem fóru úr landi strax eftir innrásina, heldur vann áfram við kjarneðlisstofnunina í Prag og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi á hennar vegum, þar til hann var rekinn úr Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu 6. apríl 1970. Hann var þá sakaðurum „opportúnisma“ og „antisovétisma". Sök hansvar reyndar sú ein, að hann neitaði að viðurkenna réttmæti innrás- arinnar. Eftir það bjó hann enn fjögur ár í Prag og lifði einkum á því að þýða með leynd úr rússnesku greinar í vísindatímarit, en hann hafði numið kjarneðlisfræði og starfað tíu ár í Sovétríkjunum. Það varð hinsvegar sífellt að skrifa einhverja huldumenn fyrir þýðingunni. Loks gafst hann upp og hrökklaðist til Svíþjóðar, þar sem hann hefur síðan starfað sem prófessor í kjarneðlis- fræði. Janouch hefur skrifað einskonar dagbók um árin 1968- 1974, sem heitir Nei, ég kvarta ekki. Þjóðviljinn birtir hér úr henni annarsvegar yfirlýsingu Janouchs, þegar hann var rek- inn úr flokknum, og hinsvegar frásögn af bréflegum og munn- legum skiptum við tvo sovéska starfsbræður fyrsta árið eftir innrásina. Loks eru nokkur huggunarorð í anda hinnar þekktu tékknesku kímni. Þýðingin er eftir Hauk Jóhannsson. lendis, heldur verið settur af er- lendis... Frá L. A. Artsimovits Ég þekkti hann ekki frá fyrri dvöl í Moskvu. Hann starfaði á öðru sviði eðlisfræði og gegndi svo svimandi háum stöðum í so- véska vísindaveldinu (hann var forstöðumaður sovésku áætlun- arinnar um varmakjarnorku, var í forsætisnefnd Vísindaakademíu SSSR, ritari eðlisfræðideildar akademíunnar og hver veit hvað enn), að fyrir venjulegan dauð- legan mann mátti heita ómögu- legt að hitta hann að máli. Ég sá hann í fyrsta sinn í Genf í lok september 1968. Við sátum saman aðalfund Eðlisfræðifélags Evrópu. f fundarhléi spurði Artsimovits mig á ensku eitthvað um skipulagsmál félagsins. Ég Rússneskir skriðdrekar á Wenceslas torgi í Prag 21. ágúst 1968. svaraði kurteislega, en kulda- lega. Of mikið hafði brostið í mér og brotnað síðustu vikurnar, ég hafði lifað of margt, til að ég gæti haldið uppi vinsamlegum sam- ræðum við sovéskan vísinda- mann sem ég þekkti aukheldur ekki vitund, en sem var opinber fuiltrúi fyrir sovésk vísindi. í næsta hléi kom Artsimovits til mín aftur. Hann kvaðst vilja ræða við mig. Ég yrði að fá að vita um skoðun hans á því sem gerst hafði. Honum var mikið niðri fyrir. Ég greip frammí fyrir hon- um og sagði að um þessi efni gæt- um við talað á rússnesku. Og við töluðum. Kannski klukkustund, kannski tvær. í So- vétríkjunum hefði það sem hann sagði dugað til fimmtán ára fang- elsisvistar. Hann talaði um til- finningar sovéskra mennta- manna. Um afstöðu þeirra til pól- itísku forystunnar. Um vanmátt þeirra til að hafa áhrif á stjórnar- stefnuna. Um vonbrigði. Og um djúpa blygðun fyrir að vera so- vétborgari og geta ekkert gert til að breyta hlutskipti okkar. Við skildum sem vinir. Og við hittumst einu sinni til, ári síðar, enn í Genf. „Hvar grófuð þið upp annan eins afglapa og þennan Hrbka, skólamálaráðherra ykkar?“, sagði hann við mig. „Það vorum ekki við sem grófum hann upp, heldur þið, og hann er ekki neinn skólamálaráð- herra okkar, heldur ráðsmaður ykkar yfir háskólunum okkar“, svaraði ég honum. „Það er víst rétt hjá yður“, sagði hann dapurlega. Þremur árum seinna dó hann. En þá var þannig ástatt fyrir mér að ég gat ekki skrifað um hann minningargrein. Ég geri það núna eftirá. Til áréttingar öllum þeim opinberu minningargrein- um sem birst hafa með æðstu undirskriftum í SSSR. Heill sé minningu hans. Hann var mikill vísindamaður og samborgari. Ég hikaði þegar ég skrifaði þessi orð. Var hann í raun mikill samborgari? Er rétt að benda á hegðun hans og lífsferil sem fyrir- mynd? Því að í hegðun hans kom meðal annars fram sú henti- stefna, tvískinnungur og heiguls- háttur sem sovétveldið hvílir nú á. Þessi sami Artsimovits gat líka flutt úr ræðustóli hástemmdar lofræður um mikinn foringja og mikið land. Það sem hann sagði við mig í einkasamtölum voru eiginlega skriftir hans, „öryggis- ventill" til að létta á eigin sam- visku. Hann var ekki nógu hug- aður til að láta álit sitt opinskátt í Ijós í SSSR. Hversvegna gerði hann það ekki? Af hræðslu? Það efa ég. Andrej Sacharoff hefur jú sagt miklu meira... Vegna pólit- ískrar hentistefnu - sem er svo útbreidd í SSSR? Kannski. Frantisek Janouch, fyrrum yfirmaður Kjarneðlisfræðistofnunar tékknesku vís- indaakademíunnar, sem nú er í útlegð í Sviþjóð. Mynd Ari. Þó er langlíklegast að það hafi verið af værukærð. Af ótta við að hann myndi flækja eigið líf einum um of. Líf fjölskyldu sinnar. Ef til vill líka til þess að hann þyrfti ekki að hætta að vinna að vísinda- störfum. Því að það verð þurfti Andrej Sacharoff að gjalda fyrir að koma skoðunum sínum um þjóðmál á framfæri. Hegðun Artsimovits má með engu móti hefja til skýjanna. Drengskapur Andrejs Sacharoffs rís hærra. (Ur kaflanum Starfsbrœður) Brottvikningin Við sátum nokkrir í einni af skrifstofum héraðsráðs KT. Eins og í biðstofu hjá tannlækni. Við vorum dálítið óstyrkir, hvers okk- ar beið hvimleið aðgerð; það átti að víkja okkur (án lífláts!) úr KT. Loks kom röðin að mér. Ég gekk inn i fundarsalinn (skjala- töskuna varð ég að skilja eftir í biðstofunni!). Formaður ráðsins las tillögu um að vísa mér úr flokknum, og spurði hvort ég hefði eitthvað að segja um til- löguna. Ég sagði félögum í HR KT þetta: ...Til þess að félögum forsæt- isnefndarinnar séu fullkunnar stjórnmálaskoðanir mínar áður en þeir taka sína afdrifaríku ákvörðun, þá ætla ég að ítreka þær með nokkrum orðum. Ef til vill getur það orðið til að auðvelda ykkur ákvörðunina. Ég er sakaður um opportún- isma. Það er erlent orð og orða- bókin skýrir það svo: hentistefna, að víkja sér undan óþægindum, að laga sig að stjórnmálaástandi hverju sinni. Þetta á ekki við mig. Ég stend við þann sannleik sem ég hef í tímanna rás komist að, við þær meginreglur sem ég er sannfærður um. Ég víkst ekki undan óþægindum, ég laga mig ekki að stjórnmálaástandi hverju sinni. Gagnstætt þeim gagnrýnendum mínum í þessum sal, sem drógu fram skammbyss- ur 21. ágúst 1968, létust ætla að fara að skjóta, eða þeim, sem voru fyrir skömmu svo miklir talsmenn rauðu varðliðanna kín- versku og menningarbyltingar- innar, að þessi starfsemi þeirra var tekin til lögreglurannsóknar. Ég er sakaður um antisovét- isma. Ég ólst upp í kommúnískri fjölskyldu. Vegna starfsemi sinn- ar í einni af Fucíksveitunum varð faðir minn að þola vítiskvalir í Auswitsch og Matthausen. Síðan ég var 6-7 ára hef ég kynnt mér SSSR í tímaritinu SSSR na Strojke. Allt stríðið sagði ég félögum mínum frá SSSR og ég lærði rússnesku (þá var ég um það bil tíu ára gamall), og eftir 9. maí 1945 hjálpaði ég Rauða hernum sem túlkur. Ég tók stúdentspróf frá sovéskum skóla í Prögu og stundaði nám í SSSR í tæp tíu ár. Ég flutti tugi fyrirlestra um SSSR. Ég bar SSSR vel söguna og hvatti til vinsamlegra tengsla okkar við þau í mæltu máli, með myndum og á prenti. Ég ferðaðist um öll Sovétríkin. Ég samdi bók um SSSR, og er hún nú með öllu ófáanleg (15 þúsund eintök). Kona mín er sovésk. Árum sam- an hef ég unnið með sovéskum vísindamönnum og í SSSR eru bestu vinir mínir. Hinn 29. ágúst 1968 tókst ég á hendur ferð til Vínarborgar með tvo pakka af handritum til að standa við skuld- bindingar mínar frá sumarinu 1968: gefa út tvær bækur með efni frá alþjóðlegri vísindaráðstefnu í Dubnu. Og það var ég, sem í árs- byrjun 1969 fékk því framgengt að tekið var virðulega á móti sovéskri sendinefnd í Stofnun kjarnorkurannsókna, en í mörg- um verksmiðjum mátti heita að hún væri grýtt. Til að saka mig um antisovétisma þarf sjúkan heila. En ég fordæmi þá pólitík seni SSSR beitir við okkur, einkum síðustu árin. Ég er þess fullviss, að án þess að gera upp sakirnar pólitískt geta þjóðir okkar ekki í raun búið saman vinsamlega og á jafnréttisgrundvelli. Og ég er jafnviss urn að til þessara reikningsskila kemur. Fyrr eða síðar. Það gengur mér hjarta næst, þegar ég sé hvernig ýmsir sið- lausir og menningarsnauðir rit- sóðar og orðhákar nú um stundir „treysta“ vináttu okkar við SSSR íblöðum ogútvarpi. Farið andar- tak út úr skrifstofu ykkar og gangið úr skugga um hvað 70-80 eða kannski 90 prósentum þjóð- arinnar finnst um þetta. Þjóðfélag okkar þurfti að taka róttækum breytingum. Var staðnað efnahagslíf okkar kann- ski í lagi? Vill kannski einhver réttlæta aftökur hundraða sak- lausra og fangelsun tugþúsunda á sjötta áratugnum? Eða miljónir þeirra sem var misþyrmt í fanga- búðum Stalíns, eins og XX. flokksþingið lýsti fyrir öllum heimi? Hvernig átti að fá áreið- anlega tryggingu fyrir að þetta endurtæki sig ekki? Og hvernig á að sjá til þess, að þjóðfélag okkar - til samræmis við hugsjónir frumkvöðla marxis- mans - gefi þegnum sínum meira andlegt frelsi og meiri efnisleg gæði en eitthvert annað þjóðfé- lag? Hvernig á að ráða bót á van- þroska okkar í iðnaði, vísindum og tækni miðað við þróaðar auðvaldsþjóðir? í þessu fólst merking ársins 1968 - það fannst mér og þess vegna tók ég virkan þátt í því sem fram fór. Mér þótti það og þykir enn stórkostleg söguleg tilraun. Jákvæðri afstöðu minni til þeirrar tilraunar kæri ég mig ekki um að breyta á nokkurn hátt. Ég er viss um, að ef okkar sósíalíska þjóðfélag á ekki að veslast upp, þá verður að snúa aftur til ársins 1968 á einn eða annan hátt. Og það á við fleiri lönd en okkar. Ég er borgari þessa lands, mér þykir vænt urn þetta land og þessa þjóð. Ég mun ekki aðhafast neitt það, sem gæti orðið henni til miska. Ég óska þessu landi og þessari þjóð, sem ég er hluti af, traustrar, friðsamlegrar og frjálsrar framtíðar. Og ég vil eiga virkan þátt í þessari framtíð. Því er ég hér, þess vegna hef ég ekki valið þá leið að flytjast úr landi þótt það væri mér miklu þægi- legra, en til þess hef ég haft mörg tækifæri... Ég stend fyrir framan ykkur teinréttur og með hreina sam- visku. Ég hef aldrei svikið þær hugsjónir sem ég gekkst á hönd fyrir 20-30 árum. Hafið þessa afstöðu niína í huga nú þegar þið réttið upp hönd til samþykkis því að mér verði vikið úr flokknum, og berið hana saman við ykkar eigin af- stöðu til kommúnisma, þjóðmála og alþjóðamála. Og við samvisku ykkar. Þakka áheyrnina. (6. 4. 1970). Þegar ég hafði lokið ávarpinu dreifði ég textanum meðal við- staddra. Spurningar voru engar eða at- hugasemdir. Síðan lyftust hendur allra viðstaddra og formaðurinn gerði mér kunnugt að mér hefði verið vikið úr KT. Á meðan horfði hann eitthvað upp í loftið eins og flestir aðrir sem þarna sátu. Mér þótti ég frjálsari maður þegar ég gekk á brott og bar höf- uðið hátt; upp á síðkastið hafði aðildin verið mér byrði og ég var feginn að vera laus með fullum Huggun I. Eftir miklar hreinsanir efndi forsætisnefnd miðstjórnar KT til nýs átaks til að safna félögum í kommúnistaflokkinn. Tilkynnt voru þrenns konar verðlaun. Ef einhver útvegaði einn nýjan félaga í KT. þá losnaði hann í verðlaunaskyni við að greiða flokksgjald. Ef einhver útvegaði tvo nýja félaga í KT, þá rnátti hann í verð- launaskyni ganga sjálfur úr flokknum. Ef einhver útvegaði þrjá nýja félaga í KT, þá fékk hann í verð- launaskyni vottorð um að hann hefði sjálfur aldrei verið félagi í KT. Vinur minn, sem sagði mér þessa skrýtlu, bætti við: „Þú ert enn betur settur. Þú hefur vott- orð um að þú hafir verið rekinn.“ (Ur kaflanum Normalísering). 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986 Sunnudagur 24. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.