Þjóðviljinn - 24.08.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.08.1986, Blaðsíða 8
reið kona Viðtal við Marilyn French, sem hefur nýlega skrifað nýja mannkynssögu, sem fjallarum sögu karlaveldisins Feminisminn er eina alvarlega og algilda heimspekin, sem leitar upphafsins og býöur upp á eitthvað annaö en karlaveldi. Feminisminn er byltingarkenn- dur, en reynir samt ekki aö eyði- leggja kerfið. Ég vil bylta og breyta hugsunarhætti fólks. Sag- an hefur aö geyma ótal byltingar, þar sem nýja stjórnarfarið er jafn líklegt til að kúga og það gamla, sem kastað var fyrir róða. Þetta segir Marilyn French, doktor Marilyn French, með öllum þeim myndugleik, sem hæfir höfundi nýrrar mannkyns- sögu í bókinni „Frelsi - ekki vald“, um konur, karla og sið- ferði. Doðrantur upp á sjö hundruð blaðsíður, sem hefst með öpum og endar á kjarnorku- vopnum. Glæsilegt verk, þar sem Marilyn French tekur fyrir karla- veldið, upphaf þess og þróun og lýkur því, með því að reiða til höggs með feminismann að vopni. Hún heldur fortakslaust fram að hægt sé að iifa ög blómstra í þjóðfélagi án ofbeldis, þar sem valdið er einungis notað til að þroska einstaklinginn. Hún gerir sér réttilega grein fyrir því að það er langt í land, því við hrærumst í heimi, þar sem kerfis- bundið ofbeldi og valdníðsla rík- ir. En með jákvæðu hugarfari mun framtíðin verða okkar. Ef við eigum einhverfa fram- tíð. Ef við ætlum að kenna börn- um okkar að það sé allt í lagi að drepa, munu þau drepa til að þóknast okkur. Ameríkanarselja vopn, sjónvarpið er gegnsýrt af ofbeldi og samt spyrjum við af hverju borgirnar séu fullar af of- beldi. Við höfum einskorðað okkar vald við val milli Péturs og Páls sem forseta, og milli mis- munandi sjónvarpsstöðva, sem allar sýna óþverra. Við erurn öl! fórnardýr karlasamfélagsins, þar sem menn læra að mikilvægast sé að hafa stjórn á sjálfum sér og vald yfir öðrum. Karlaveldið er alls staðar, í fjölskyldunni, í kirkjunni, á vinnustaðnum og í ríkisstjórninni. Við verðum að gera okkur grein fyrir að við þjá- umst öll af sama sjúkdómi. Marilyn French er reið og óþolinmóð fyrir hönd feminista og biðst ekki afsökunar á því! Hún segist hafa skrifað þessa bók vegna þess að konur hafi komið til hennar eftir útkomu bóka hennar „Kvennaklósettið" og „Þótt blæði hjartasár" og spurt gáfulegra spurninga um hvers vegna lífi kvenna væri komið, sem raun bæri vitni: Ég skrifaði 150 síðna ritgerð sem útgefandi minn neitaði síðan að taka. Ég hafði gert ráð fyrir að lesendur mínir hefðu sömu bók- legu þekkingu og ég sjálf, en hann var á annarri skoðun. Þá varð ég að fara aftur í heimildirn- ar og skrifa allt upp á nýtt til að sýna hvað við getum gert til að breyta skoðunum þjóðfélagsins á konum og körlum. Ég vildi skrifa bók, sem hægt væri að nota eftir 100 ár, sem ekki byði upp á fyrirfrant ákveðna dagskrá, heldur framtíðarsýn. Ég held að enginn hafi skrifað slíka bók áður enda hefði ég þá sleppt því að skrifa hana. Égget sagt þér að þetta er ekkert áhlaupaverk. Ég vil skilgreina hið mannlega. Ég held að við séum að upplagi ágætis skepnur, lítil börn sem heimtum viðbrögð og vingjarnleg orð. Ég held að mannkynið sé friðsamlegt í eðli sínu þó okkur langi stundum í smá samkeppni og getum átt til að reiðast. Ég er sjálf reið kona. Spurningin um það hvort bók- in hennar sé framhald af verkum Simone de Beavoir og Betty Frie- dman svarar Marilyn á þann veg að hún hafi haft „Das Kapital“ fyrir sér sem fyrirmynd. í „Frelsi - ekki vald“ tekur Marilyn French málnotkun til umræðu. Hjá konum hefur málið tilhneigingu til að verða óhnit- miðaðra en hjá körlum, minna skipandi en opnara til umræðna, einsog t.d. þegar þær bæta spurn- ingu við það sem um er rætt: Finnst þér það ekki? Máiðerkarlamál. T.d. ermað- ur karlkyns. í Bandarfkjunum leitum við ákaft að nafnorði sem kemur í staðinn fyrir „hann“ og „hans“ og er hlutlaust. Ég hef sjálf tilhneygingu til að nota kar- lamál, loka umræðum í stað þess að opna þær, það er eiginleiki sem ég er lítið hrifin af hjá sjálfri mér. Eg vil hafa stóran áheyrend- ahóp og reyni að tala eins hnit- miðað og ég get. Mikið af heimspekinni er skrifað á máli sem fæstir skilja, en sýnist glæsi- legt á prenti. Ég er á móti slíkri málnotkun. Bækur mínar, sér- staklega „Kvennaklósettið", eru skrifaðar einsog milli vinkvenna yfir kaffibolla. Margir hafa gagnrýnt þetta og kallað það barnalegt. Mörgum bregður í brún þegar þeir komast að því að ég er menntuð. Feministar segja að þú getir rifið kofa húsbónda þíns með hans eigin verkfærum. Við þetta vil ég bæta því að við höfum engin önnur verkfæri. Marilyn French tók þátt í heimsráðstefnu mannfræðinga um vald, siðferði og feminisma. Næsta haust kemur út ný bók eftir hana um mæður og heimilis- störf og fléttar hún sögu móður sinnar í þá bók. ( Sigrid Österby þýddi úr Dagbladet REYKJAVKI 11786-1986 Borgarleikhúsið TÆKNISÝNING REYKJAVÍKURBORGAR OPIÐ KL. 10-22 17.-31. ÁGÚST Lentur í Reykjavík fann Tæknisýninguna j. í Borgarleikhúsinu Þekkingargetraun Byggingadeiki endurbyggíngu tækniþjónustu Bygginp- viö H' Borr adeild nýbygglngu, viðhald og veitir öðrum stofnunum aldraðra fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.