Þjóðviljinn - 24.08.1986, Síða 11
Ráðist á
drottnunar-
fyrirkomulagið
Félagar í Velvakanda voru 10-12
talsins en þeir sem létu mest að sér
kveða auk Skúla voru þeir Finnur
Jónsson, síðar prófessor, Páll Briem,
síðar amtmaður, og Þorleifur Jóns-
son, síðar póstmeistari. Meðal af-
reka þeirra Velvakandamanna eru
bæklingar sem þeir setja saman og
senda heim. Þetta var talsvert mikið
átak hjá þeim því þeir voru aura-
lausir og sýnir það vel þann sterka
áhuga þeirra á stjórnmálum. Þrír af
þessum bæklingum fjölluðu um
Lærða skólann 1 Reykjavík og einnig
gáfu þeir út merkilegan bækling sem
hét Fram, fram bændur og búalið!.
Þessir bæklingar spegla vel bar-
áttusjónarmið þeirra. 1 bæklingun-
um um Lærða skólann er ráðist af
hörku á drottnunarfyrirkomulagið í
skólanum og er skólinn gerður að
spegilmynd þjóðfélagsins. Þar eru
allir settir undir aga og hvert einasta
brot nóterað í nótubækur þannig að
lærisveinarnir eru undir stöðugu eft-
irliti kennara og yfirvalda. Þeir ráð-
ast af hörku á þetta fyrirkomulag í
skólanum og predika jafnrétti náms-
manna og yfirvalda. Þarna má strax
greina rauða þráðinn í stefnu Skúla
seinna.
í bæklingunum er ekki bara
gagnrýnt heldur einnig settar fram
tillögur að umbótum á námsefni og
kennslufyrirkomulagi. Velvakendur
boða nýja umgengishætti sem bera
keim af þeirri uppeldisfræði sem var
að ryðja sér til rúms um þessar
mundir og byggist á jafnréttishug-
sjón frönsku byltingarinnar. Það má
segja að í bæklingum þessum komi
fram nýr straumur í skólamálum á
íslandi.
Stríðsbœklingar
í herskáum stíl
Bæklingurinn Fram, fram bændur
og búalið! er almennari eðlis. Hann
er mjög gagnrýninn á stjórnkerfið og
þjóðfélagshætti og eru embættis-
mennirnir teknir sérstaklega fyrir og
gagnrýndir harkalega fyrir að vera
ekki nógu ötulir forvígismenn þjóð-
arinnar, bæði út á við og í framfara-
átt. Þessa ádeilu á embættismennina
má rekja til Jóns Sigurðssonar.
Ástæða þess að spjótunum var eink-
um beint að embættismönnum var sú
að hér var engin eiginleg borgara-
stétt. Menntamennirnir urðu flestir
embættismenn og kom því í þeirra
hlut að hafa forgöngu fyrir þjóðinni.
Þetta voru stríðsbæklingar og
skrifaðir í herskáum stíl sem Skúli
hélt svo áfram er hann hóf útgáfu
Þjóðviljans.
Dönsk stjórnmál
Skúli var mikill áhugamaður um
pólitík og sótti fundi hjá sósíaldemó-
krötum sem eru að koma frani á
sjónarsviðið um þessar mundir.
Þetta var mjög strítt tímabil og mikil
átök í dönskum stjórnmálum. Hægri
stjórn var við stjórnvölinn og stjórn-
aði hún einkum með bráðabirgða-
lögum því hún hafði ekki meirihluta í
fólksþinginu.
Þá hrífst Skúli mjög af skrifum
Viggos Hörup, sem seinna stofnaði
dagblaðið Politiken. Hörup var rit-
færasti blaðamaður Danmerkur um
þessar mundir og breytti hann
danskri blaðamennsku með skrifum
sínum. Pólitísku greinarnar hans
voru á langtum hærra stigi en gengur
og gerist og beitti hann háðskum tón
á listrænan hátt. Hann var mjög
gagnrýninn og hafa margar greinar
hans staðist tímans tönn, sem óvana-
legt er með pólitískar greinar. Þær
hafa verið gefnar út í bók og eru
afburðagott lesefni. Þetta eru klass-
ískar pólitískar greinar í herskáum
tón. Skrif Hörups höfðu áhrif á
marga íslendinga í Kaupmannahöfn
og þeirra á nteðal Skúla.
Á vegamótum
Þegar Skúli kemur aftur heim 1884
er hann á vegamótum. Hann kemur
heim til íslands í mars og fær inni hjá
Jóni Árnasyni og Katrínu móður-
systur sinni. Á heimilinu hittir hann
Theodóru Guðmundsdóttur og
felldu þau strax hugi saman.
Skúli var á sömu vegamótum og
allir námsmenn sem komu aftur
heim. Þó menn séu gagnrýnir á kerf-
ið og róttækir á námsárunum kemur
alltaf upp spurningin hvort þeir haldi
sínu striki eða falli inn í kerfið. Marg-
ir féiaga hans í Velvakanda féllu inn í
kerfið þegar þeir settust í sín emb-
ætti, enda áttu embættismenn allt
undir stjórnvöldum með stöður
sínar. Skúli hélt hinsvegar sínu striki
og má merkja af blaðaskrifum hans
og bréfaskrifum að honum daprast
hvergi flugið og fylgir honum alla tíð
sami stríðsandinn.
Til ísafjarðar
Til að byrja með er Skúli við mál-
flutningsstörf í Reykjavík en Magn-
ús Stephensen setur hann svo til að
rannsaka embættisrekstur og fjár-
málaóreiðu Carls Fensmark, sýslu-
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1986
Frú Theodóra Thoroddsen, eiginkona Skúla. Það var hún sem gaf hinu nýja málgagni sósíalista leyfi til að nota
Þjóðviljanafnið
„Ég hef sett mér að radikalísera ísfirðinga dálítið og um fram allt setja fjör í þá,“ sagði Skúli Thoroddsen í bréfi.
manns á ísafirði. Er hann settur
sýslumaður á meðan á rannsókninni
stendur. Um haustið fer hann suður
á Bíldudal og nær í konuefni sitt
Theodóru og er brúðkaup þeirra gert
í Otradalskirkju. Þau settust svo að á
ísafirði og komust 12 barna þeirra
upp en eitt lést kornungt.
Um þessar mundir var mikill
gróska á ísafirði. ísafjarðardjúp var
kallað gullkistan og var búið í hverri
vík og á öllum nesjum í Djúpinu.
Útgerð var í örum vexti og á ísafirði
voru sterkar verslanir, svokallaðar
selstöðuverslanir. Ásgeirsverslun
var t.d. ein stærsta verslun landsins.
Á ísafirði voru því um þessar mundir
að myndast stéttaandstæður þéttbýl-
isins, en þar bjuggu þá 830 manns
eða um fjórðungur af íbúafjölda
Reykjavíkur um sama leyti.
Prentleyfi hafnað
Strax og Skúli flyst vestur fer hann
að huga að útgáfu blaðs. ísfirðingar
höfðu áður velt þeim möguleika fyrir
sér en ekkert orðið úr því. Skúli hef-
ur samband við ýmsa heimamenn
um stofnun blaðs. Séra Sigurður
Stefánsson í Vigur, sem var bekkjar-
bróðir Skúla úr Latínuskólanum,
verður hans hægri hönd í blaðamál-
um og seinna á þingi, en séra Sigurð-
ur varð þingmaður árið 1886. Til að
gefa út blað þurfti að hafa prents-
miðju og er ákveðið að stofna
hlutafélag um kaupin. Vorið 1886 er
svo pantað gamalt prentverk frá
Danmörku og sækir Skúli um kon-
ungsleyfi fyrir prentsmiðju.
Umsókn Skúla fer um hendur
Magnúsar Stephensen. Hann vísar
því til Jóns Péturssonar landshöfð-
ingja með þeim ummælum að það
samrýmist ekki stöðu Skúla sem
sýslumanns að gefa út blað, þar sem
að hann eigi að hafa eftirlit með því
að lögum sé framfylgt og þar með
töldum prentlögum. Jón er sama
sinnis og Magnús og sendir bréfið til
ráðherra, sem synjar umsókninni.
ísfirðingar eru ekki sáttir við þessa
niðurstöðu og nú er sótt aftur um
prentleyfi og er það séra Þorvaldur
Jónsson á ísafirði sem skrifar undir
umsóknina. Yfirvaldið fyrir sunnan
hafði ekkert út á það að setja og
leyfið fékkst.
Þjóðviljinn kemur út
„Heiðruðu landar. Seint koma
sælir og koma þó megum vér segja.
Vér erum orðnir ofurlítið seinni á oss
en ætlað var í fyrstu. En hvað um
það? Þjóðviljinn brýzt nú fram, er
hann hefir unnið sigur á hinni fyrstu
mótspyrnu. Vér vonum, að hann
muni og verða sigursæll síðar í svipt-
ingunum..."
Þetta voru upphafsorð fyrsta tölu-
blaðs Þjóðviljans, sem kom út 30.
október 1886. Einsog sjá má þá fer
blaðið strax geyst og er tónninn her-
skár, enda hófust strax ýfingar meðal
hluthafa blaðsins eftir útkomu þessa
tölublaðs.
Seinna í sömu grein segir orðrétt:
„Það eitt getum vér sagt, að blað vort
mun verða stefnufast, því að stefnu-
laust blað er að vorri hyggju eins og
stefnulaus maður, hvorttveggja til
lítillar uppbyggingar í lífinu'1.
En hluthafarnir voru ekki allir á
eitt sáttir með stefnu blaðsins og
segir séra Þorvaldur sig strax úr
stjórn. Líkaði honum ekki sá herskái
tónn sem var á skrifum Skúla. Svo
var og um fleiri og héldu deilurnar
áfram innan stjórnarinnar þar til
Skúli eignaðist sjálfur blaðið árið
1892.
Gagnrýnið
framfarablað
Aðalhlutverk blaðsins var að mati
Skúla að vera pólitískt herskátt og
gagnrýnið framfarablað. Fréttaþjón-
ustuhlutverkið var aukahlutverk
blaðsins. Blaðinu var ekki ætlað að
vera til skemmtunar heldur fyrst og
fremst að vera baráttublað. Þjóð-
málin skipuðu fyrsta sætið en allt
annað kom þar á eftir.
Blaðinu var ætlað að efla pólitískt
uppeldi þjóðarinnar og vekja áhuga
alþýðu manna á stjórnmálum. Taldi
Skúli mikilvægt að almenningur
fylgdist með í stjórnmálum því:
„Barátlan hefur vekjandi áhrif“,
einsog hann sagði sjálfur.
ísfirðingar
radikalíseraðir
Hann taldi fyrir neðan allar hellur
að lýsa yfir pólitísku áhugaleysi, taldi
slfkt viðriðnishátt því stjórnmálin
kæmu öllum við. En áhugann þurfti
að skapa og það var hlutverk Þjóð-
viljans: „Ég hef sett mér að radikalís-
era þá (þ.e. ísfirðinga) dálítið og um
fram allt setja fjör í þá“, segir á ein-
um stað í bréfum Skúla.
Einsog sjá má á upphafsorðunt
Þjóðviljans er lögð mikil áhersla á
stefnufestu. Skúli kvartaði mjög um
losarabrag í íslenskum stjórnmálum.
Þá leggur hann mikla áherslu á að
blaðið eigi að vera gagnrýnið.
Skoðun hans á gagnrýni kemur vel
fram í svari hans í Þóðviljanum unga
8. febrúar 1896, þar sem hann svarar
ásökunum Magnúsar Stephensen,
landshöfðingja, um að hann (Skúli)
haldi uppi römmustu æsingum gegn
stjórninni:
„...Vér segjum heiður, af því að
því fer svo fj arri, að vér telj um nokk-
uð ljótt eða ósæmilegt í því að vekja
óánægju með ýmsar óþjóðlegar at-
hafnir stjórnarinnar, sem til þess eru
vel fallnar að vekja óánægju, að vér
myndum þvert á móti þykjast maður
að meiri, ef vér í sannleika ættum
þann vitnisburð skilið, að vér hefð-
um getað áorkað eitthvað lítið í þá
áttina.
Hvers vegna?
Af þeirri eðlilegu orsök, að óá-
nægjan er fyrsta skilyrði eða frum-
móðir allra umbóta og framfara."
Gegn Dönum
en með lýðrœði
og mannréttindum
Baráttumál blaðsins eru einkum
tvennskonar. Annarsvegar gegn yf-
irráðum Dana á íslandi í hvaða mynd
sem þau birtast í stjórnarfari, menn-
ingu og atvinnulífi. Það er stærsta
baráttumálið að íslendingar ráði yfir
sjálfum sér, en að mati Skúla ráða
íslendingar ekki eigin húsum ef er-
lend stjórn fer nteð völdin. Það ber
því að efla Alþingi til að draga
stjórnarfarslega og efnahagslega
tauma úr höndum Dana og það sama
gildir um menningarmálin.
Annað sem einkennir málflutning
Skúla er baráttan fyrir lýðræði og
mannréttindum. Styðst hann við
hugsjónir frönsku byltingarinnar um
frelsi, jafnrétti og bræðralag. Lýð-
ræðinu er ætlað að koma í stað þess
fámennisvalds skriffinna sem ríkir
hér á landi. Hann ákallar alþýðu
manna og hvetur hana til að berjast
fyrir réttindum sínum en þannig vill
hann skapa afl sem getur tekist á við
og barist gegn fámennisvaldinu sem
ríkti hér.
Barátta Skúla beindist því annars-
vegar gegn yfirvöldum, dönsku
stjórninni og embættismönnum
hennar og hinsvegar stundaði hann
pólitískt hvatningastarf sem stefndi
að því að efla alþýðu manna. Honum
tókst að vekja stéttarvitund bænda
og hluta íbúa kaupstaðarins þannig
að þeir fylgdu honum að málum.
Kaupfélagið
og þingmennska
Skúli var einn af forystumönnum
um að stofna kaupfélag á Isafirði
árið 1888 og gerðist hann síðar
kaupfélagsstjóri. í kaupfélaginu fær
hann félagslegan bakhjarl sem hann
teflirgegn verslunareigendum. Þessi
bakhjarl nýtist honum svo vel þegar
hann býður sig fram til þings á lsa-
firði 1892, sama ár og Skúlamálið
svokallaða hófst.
Skúli hafði reyndar áður setið á
þingi fyrir Eyfirðinga en þeir kusu
hann 1890 til að gegna þingstörfum
fyrir sig og sat hann þingið 1891 sem
þingmaður þeirra. Áður en hann
liélt til þings sendi hann þeim prent-
að ávarp, þar sem stefnumá! hans
voru tíunduð, en slíkt var einsdæmi
um þær mundir og segir það mikið
um manninn. Hann vildi að kjósend-
ur sínir vissu fyrir hvað hann stæði og
hvers þeir mættu vænta af honum.
Þegar Skúlamálið hófst, sem ekki
verður rakið hér því það væri efni í
annað viðtal ekki smærra í sniðum en
þetta um Skúla og Þjóðviljann, en
þegar þessi málaferli hófust, og
Magnús sendi ntann vestur til að
rannsaka embættisferil Skúla, ákvað
Skúli að bjóða sig fram til þings fyrir
ísfirðinga til að styrkja sig heinta í
héraði.
Baráttan fyrir jafnrétti
Á Alþingi er Skúli einn harðasti
baráttumaður fyrir jafnrétti allra
þegna þjóðfélagsins, kvenna, hjúa
og verkamanna. Hann vill að allir
þegnarnir séu jafnréttháir að lögum
og taki jafnan þátt í að móta þjóðfé-
lagið. Hann er þeirrar skoðunar að
lýðræðið fái ekki þrifist nerna allir
séu jafnréttháir hvar sem þeir standa
í þjóðfélagsstiganum. Hann beinir
því spjótum sínum að þrepaskipulagi
þjóðfélagsins þar sem réttindi
manna fara eftir efnahag, menntun,
ætterni og öðru slíku. Hann teflir
lýðræðishugmyndinni gegn fámenn-
isvaldinu og tókst að koma í gegnum
þingið fjölda frumvarpa sem miðuð-
ust að auknu jafnrétti.
Þegar Skúli gerist þingmaður
höfðu um 10% þjóðfélagsþegnanna
kosningarétt en aðeins um þriðjung-
ur þessara 10% neyttu réttar síns.
Þorri þjóðarinnar tók því ekki þátt í
pólitísku starfi. Pólitísk starfsemi var
lítil og var henni einna helst haldið
gangandi í blöðum og tímaritum.
Fundahöld voru fátíð, víða vantaði
samkomuhús og ótal margir sáu
aldrei blað. Auk þess gerði fátæktin
og brauðstritið hjá öllum þorra
manna það að verkum að lítill tími
var aflögu til að starfa pólitískt. Þá
var landið mjög dreifbýlt og sam-
göngur erfiðar. Allt þetta olli því að
mjög erfitt var að halda uppi póli-
tískri starfsemi í landinu.
Mótspyrna yfin/alda
Skúli háði sína stjórnmálabaráttu
á tveim vígstöðum, annarsvegar á
Alþingi og hinsvegar í Þjóðviljanum.
Öll gagnrýni hans vekur upp mót-
spyrnu yfirvalda og þeirra sem meira
mega sín í þjóðfélaginu því Þjóðvilj-
inn var róttækasta og herskáasta
blað landsins og hlífði engum. Þjóð-
viljinn var því illa þokkaður af mörg-
um.
Skúlamálið bar líka keim af pólit-
ískum ofsóknum, en það varð til þess
að Skúli var sviptur sýslumannsem-
bættinu í ísafjarðarsýslu 1895 og
sneri sér alfarið að kaupfélaginu auk
blaðaútgáfunnar. Um aldamótin
flyst hann svo suður á Bessastaði og
er með eigin verslun vestra auk þess
sem hann gefur Þjóðviljann út
áfrant. í Reykjavík lætur hann reisa
húsið númer 12 við Vonarstræti og
sest þar að 1908 með prentsmiðju
sína og blað.
Þjóðviljinn ungi
Árið 1891 skipti Þjóðviljinn um
nafn er Skúli eignaðist blaðið eftir
harðvítugar deilur við nokkra
hluthafanna og ntálaferli sem tengd-
ust þeim. Frá 1891 til 1898 er blaðið
gefið út undir nafninu Þjóðviljinn
ungi. Þá er Þjóðviljanafnið tekið aft-
ur upp og kemur blaðið út undir því
nafni allt til 1915 að blaðið hættir
útkomu. Skúli var þá búinn að missa
heilsuna og átti stutt eftir ólifað.
Hann lést 21. maí 1916.
Þjóðviljinn kom út á viku- til hálfs-
mánaðar fresti. Var blaðið 4 síður og
var Skúli sjálfur mikilvirkasti penni
blaðsins en séra Sigurður í Vigur var
einnig ötull í skrifum framan af. Var
blaðið gefið út í 6-700 eintökum, sem
var há upplagstala á þessum árum
miðað við að þarna var um að ræða
blað sem gefið var út á landsbyggð-
inni.
Þjóðviljinn er fyrsta og kannski
eina blaðið utan Reykjavíkur sem
hefur haft virkileg áhrif. Önnur blöð
úti á landi hafa yfirleitt verið mjög
staðbundin en Þjóðviljinn var eitt af
þjóðmálablöðunum. Blaðið varð
enda þjóðkunnugt fyrir skoðanir
sínar.
Gagnrýninn
fram á síðasta dag
Skúli var einn af þeim mönnum
sem var staðfastur í skoðunum sínum
og þær breyttust ekkert þrátt fyrir að
aldurinn færðist yfir hann. Hann hélt
sínum upptekna hætti og gagnrýndi
yfirvöld allt fram á síðasta dag og
þessi herskái tónn hélst á blaðinu þar
til það hætti útkomu. Það var einna
helst að gagnrýnin dempaðist örlítið
á árunum 1904-1908 en þá skrifaði
Skúli sjálfur lítið í blaðið. Þegar
hann tók svo aftur upp pennann
hafði honum ekkert förlast flugið,
enda bjó ísland við erlent vald og
alþýðan við misrétti og því sjálfsagt
að brýna fólk til baráttu fyrir þjóð-
frelsi og jafnrétti. Stjórnmálin voru
að dómi Skúla lífið sjálft, þar sem
þau vörðuðu hag og heill hvers ein-
asta manns. Stjórnmálabaráttan
væri háð til þess að nema burt þjóð-
félagsmeinin og sú barátta væri
eilífðarverk, enda sagði hann í Þjóð-
viljanum 1912: „Vér megum eigi né
getum vænst baráttulauss lífs“.
-Sáf
Sunnudagur 24. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11