Þjóðviljinn - 24.08.1986, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 24.08.1986, Qupperneq 15
íslensk fjölmiðlabylting Olafsvík- Hollywood- Kaupmannahöfn Danskur blaðamaður sem var f heimsókn hér á landi nýlega furðaði sig mjög á íslenskum fjölmiðlamálum en sér nokkrar hliðstœður með dönskum og íslenskum myndmiðlaœsingi Hvernig getur staðiö á því að myndbandaleiga úti á landi er komin með bandarísku stórmyndina E.T. til sýningar í myndbandakerfi bæjarins áður en eitt stærsta kvikmyndahús í hötuðstaðnum, Reykjavík, hefur tekið hana til sýningar? Slíkir ranghalarííslenskri myndmiðlamenningu okkareru algjörlega ofar skiiningi lögfræðings bandaríska kvikmyndafyrirtækisins Universal í Hollywwod. Þeir eru einnig ofar skilningi blaðamanns Information í Danmörku sem kom hingaö til lands í sumar til að kynna sér fjölmiðlabyltinguna hér álandi. „Það eina sem kaliforníski lög- fræðingurinn tók með sér frá Ól- afsvík var langt nef. Enginn gat ímyndað sér hvernig þeir höfðu náð í eintak af E.T.“, segir blaða- maðurinn danski, Sören Vinter- berg. Eftir mikil ólög og miklar umræður segir hann síðan ný lög um fjöhniðla hafa komið fram og ísland sigli nú seglum þöndum inn í fjölmiðlabyltingu nútímans. Umræðurnar um vörn þjóðlegrar menningar, gegn sprengjuhríð al- þjóðlegrar skemmtimenningar hér á landi. segir blaðamaðurinn Sören Vinterberg að líkist nokk- uö því sem Danir ræddu. Frjálst framtak i loftinu eða stjórnun menningarpólitíkur Vinterberg ræðir við forstöðu- menn þess fyrirbæris sem honum sýnist að sé hið mikilvægasta sem komið hefur fram fyrir tilstilli nýju laganna, Jón Óttar Ragnars- son og Hans Kristján Árnason. ,.Og yfir þessum herramönnum er eitthvað af anda landnámstím- ans“, segir Vinterberg og skýrir þá hugmynd sína ekki frekar, þeir hafi hins vegar umfangsmikl- ar áætlanir. Vinterberg segir og að draumar þeirra minni nokkuð á þá vímu sem hljóp á Dani þegar Kanal 2 og Weekend TV voru að hefja göngu sína á Kaupmanna- hafnarsvæðinu. Það framtak varð víst ekki jafn glæst og til stóð. Vinterberg ræðir við „herra- mennina" tvo og endursegir drauma þeirra um frjálst sjón- varp, það hefur þegar komið nokkuð rækilega fram í íslensk- um fjölmiðlum. En hann ræðir einnig við aðra sem ekki eru jafn himinlifandi vfir væntanlegu myndflóði. Héjmir Pálsson upp- lýsir liann um að íslenskt sjón- varp ntuni ætíö verða uppfullt af erlendu efni og het'ur áhyggjur af því aö þetta erlenda efni er fyrst og fremst enskt-amerískt. Heimir segir Vinterberg að það verði að vera Islendingar sjálfir sem stjórni þessu myndflæði, slíkt ætti að vera mögulegt vegna fólksfæð- ar og einangrunar sem ekki væri mögulegt í t.d. Danmörku. Vinterberg segir að finna megi aðra skoðun á þessu máli hjá nokkru yngra fólki en kynslóð Heimis. Hann nefnir til Einar Má Guðmundsson sem Danir þekkja nokkuð þar sem skáldskapur hans hefur verið gefinn út þar i landi. Einar segir að fólk þurfi ekki endilega að fælast aiþjóða- menninguna svo mikið sem margir geri. svo lengi sem þeim takist að standa sjálfstæðir gagnvart henni. Lokadómur Vinterbergs virðist vera, fámenn þjóð með sterka sjálfsvitund en einnig sterka vitund um alþjóð- lega strauma. Spurningin sé því: hvort hefur betur? IH „Sögueyjan og nútíminn". Þannig sér teiknari danskadagblaðsins Information, Peter Lautrop, fyrir sér íslenska fjölmiðlabyltingu í nútíð og framtíð. „Þar fýkur Kvennaathvarfið", tautaði raunsæ kona, sem stóð á bak við mig í Hverfisgötubrekk- unni við Arnarhól á mánudags- kvöldið og horfði angurvær á flugeldana splundrast yfir höfðum manngrúans. Augljóst var að borgarstjórnarmeirih- lutinn í Reykjavík hafði nú enda- nlega látið leiðinlega ráðdeild hinnar hagsýnu húsmóður lönd og leið og tileinkað sér flottræfla- háttalag: sleppt matar- innkaupunum og farið út að djamma með hýruna sína. Og víst er gaman að gera sér dagamun af góðu tilefni þótt seinna komi að skuldadögum og timbur- mönnum. Hætt er við, að við fáum að súpa seyðið af því. En engan hef ég hitt sem ekki naut hátíðahaldanna í Reykjavík á afmælisdaginn. Sjálfsagt og eðlilegt var að sjónvarpið tæki eins mikið upp af þeim og mögu- legt var. Vonandi er alveg ó- marktækt, þótt dagskráin í heild sinni verkaði ósköp leiðinleg, þegar horft var á hana morguninn eftir, rétt eins og maður væri að skoða lélegt póstkort af fallegu listaverki. Tíminn gjörbreytir sjónarhorni og mati okkar á slíku efni. Enda þarf vart að óttast að þetta verði sýnt aftur í heilu lagi. Ekki varð betur séð en sjónvarps- menn, bæði „upptakarar" og fréttamenn, stæðu sig með prýði; glefsur frá hátíðahöldunum munu rifja upp góðar minningar okkar sem nú lifum, öll upptakan verða heimild um útlit, yfirbragð, og siðmenningu reykvískra borg- ara á ofanverðri tuttugustu öld. Að vonum hefur afmælið mikla tröllriðið fjölmiðlum und- anfarna daga og gerir enn. En stjórnendum hefði verið nær að minnast þess að best er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer. Einnig heyrast nú áhyggjuraddir, sem nefna að óþarflega lítið muni standa eftir þessa hátíð, geysi- legan tilkostnað hefði mátt nýta betur til þeirra hluta, sem hefðu varanlegt gildi fyrir borgarbúa og landsmenn alla. Er þar af nógu að taka. En marktæka vísbendingu um hugarfar valdamanna borgar- innar mátti nema í máli borg- arstjórans í Reykjavík er hann ávarpaði þjóðina í útvarpi, stadd- ur í guðs eigin húsi helgidaginn fyrir afmælið. Staðurinn og stundin, tilefnið sjálft, hefði líklega orðið hverj- um venjulegunt manni nokkur innblástur, því að „góður maður ber gott fram úr góðum sjóði", eins og stendur í ritningar- greininni sem predikun borgar- stjóra hófst á. Margs er að minn- ast á slíkum tímamótum, bæði manna og atburða, með skír- skotun til þeirra verðmæta sem okkur öllum eru kær og sameina okkur öll, þrátt fyrir allt. „Höfurn við gengið til góðs“, er sígild spurning slíkra stunda og er þá sannarlega ekki eingöngu átt við efnisleg gæði. Kjörið var líka þetta tækifæri til að þakka og hefja til vegs störf þeirra Reykvíkinga - ekki síst reyk- vískra kvenna - sem illa eru launuð, lítils metin og sjaldan eða aldrei í sviðsljósinu, en allir njóta þó góðs af. Kjörið var og tækifær- ið til að þakka þvf fólki úti á landsbyggðinni, sem dregur í þjóðarbúið mest af þeim fjár- munum, sem standa undir öllu daglegu brambolti höfuðborgar- búa. Og enn var þetta kjörið tækifæri fyrir valdamann að lýsa góðum vilja sínum til að afmá þá smánarbletti sem svo augljósir eru á borgarlífinu: hróplegt launamisrétti, rangláta niður- jöfnun opinberra gjalda, bág kjör BRÍET HÉÐINSDÓTTIR aldraðra, minnkandi félagslega þjónustu fyrir þá sem minnst bera úr býtum. Þá hefði mörgum þótt ekki óeðlilegt, að valdamikill ungur maður hefði, á þeim stað sem helgaður er hugieiðingum manna um æðri máttarvöld, fyllst auðmýkt á slíkri stundu og beðið þau fulltingis til að axla ábyrgð sína þunga. Margar leiðir voru færar, en lágmarkskrafa til þess rnanns sem á þó að heita borgar- stjóri allra Reykvíkinga var að hann talaði í þeim sáttúfsa anda sem forseti lýðveldisins nefndi á nafn og allur almenningur sýndi með hátterni sínu og viðmóti á þessum gleðidegi: anda samstöðu og vináttu. í bilbíunni er mörg matarholan. En óekkí! Ekki hann Davíð Oddsson! Predikun hans í Ne- skirkju, þó skreytt væri biblíu- orði í bak og fyrir, var í stystu máli stríðsyfirlýsing á hendur þeim „nöðru-afkvæmum“ sem leyfa sér að gagnrýna núverandi stjórn þessarar borgar og dirfast að halda því fram að hér sé til fátækt. Kröfur láglaunafólks um betri kjör afgreiddi hann hæðnis- lega sem heimtufrekju um lúxus, tíðari bílaskipti og sólarlanda- ferðir. Því væri skammar nær að þakka fyrir að ekki væru enn móðuharðindi og mannfellir. Með sömu röksemdafærslu mega auðvitað menn í húsnæðisvanda þakka fyrir að þeir búi ekki í köldum, rafmagnslausum tor- fbæjunt á höfuðborgarsvæðinu. Ekki eitt andartak í þessari her- skáu ræðu gat borgarstjóri hafið sig upp yfir sjónarmið þess pólit- íska flokks, sem alltaf hefur verið og er enn öflugasti andstæðingur verkalýðs- og launþegahreyfinga í landinu. í hverju orði vorum við rækilega minnt á að engin kjara- eða réttarbót sem um hefur mun- að til handa íslenskum almenn- ingi hefur fengist nema í baráttu gegn þeim flokki. En kannski var þetta gott. Hvers var svo sem að vænta frá þessum bækistöðvum? Var ég að biðja um eða jafnvel vonast eftir vanalegri hátíðahræsni? Eða blundar kannski innst inni, jafnvel með lífsreyndum kerling- um sem gjarnan guma af raunsæi sínu, einhver barnaleg von um að íslenskir stjórnmálamenn séu kannski ekki alveg eins afleitir og þeir oftast virðast vera? Að til séu í öllum flokkum - jafnvel hjá íhaldinu - velviljaðir menn sem auðvitað valdi erfiðu starfi sínu misvel en ágreiningur snúist oft fremur um aðferðir en endanleg markmið? Verður okkur ekki stundum á að hugsa að jafnan megi deila um aðferðir til að fullnægja réttlæti og leiðrétting mála kunni oft að vera flóknari í framkvæmd en okkur sýnist? Að okkur hætti stundum til að vera bæði of dómhvöt og dómhörð? Predikun Davíðs Oddssonar gerði allar slíkar vangaveltur í einu vetfangi að bjánalegri ósk- hyggju. Og „...af orðum þínum muntu verða réttlættur, og af orðum þínum muntu verða sak- felldur“ stendur í ritningar- greininni sem hann lagði út af. Andstyggilegur valdhroki og mannfyrirlitning var hátíðarboð- skapur borgarstjóra til Reykvík- inga. Þetta má reyndar líka nefna hreinskilni. Og hreinskilni telst dyggð. Kannski hérna séu loksins komnir í leitirnar þeir „verð- leikar“, sem knúðu menn til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með frægri hollustuyfirlýsingu við Da- víð, - menn sem svo mjög voru áberandi við hátíðahöldin góðu. Megi þeir vel njóta síns kjörna leiðtoga. Sunnudagur 24. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.