Þjóðviljinn - 05.09.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Menningarpólitík? Menningarpólitík er Ijótt orö og kallar helst fram í hugann mynd af einhvers konar kerfi, þar sem valdhafar ráöa stefnu í menningarmálum meö því aö úthluta listamönnum ákveönum verkefnum, eins og aö skipuleggja fjöldasam- komur eöa semja þjóölegar óperur ellegar þá kvikmyndir um dásemdir kerfisins. í slíku kerfi ráöa valdhafarnir sína menn í æðstu stööur hjá ríkisfjöimiðlum, rétt eins og þegar það lukkulega ástand ríkti í Sovétríkjunum aö tengdasonur Krúsjofs var aðalritstjóri Pravda. Spilltir valdhafar kæra sig ekki um menningu, nema henni sé stjórnað af þeim - og þá er hún engin menning lengur. Slíkir valdhafar vilja hafa í hendi sér afkomu listamanna meö því aö ráöa atvinnumögu- leikum þeirra. Frjálsum listamönnum sem neita aö þýöast valdhafana er refsað meö því aö takmarka atvinnumöguleika þeirra. Þetta er menningarpólitík spilltra valdhafa, og má mikið vera, ef pólitík af þessu tæi er ekki farin að teygja anga sína inn í íslenskt menning- arlíf. Slíka menningarpólitík verður aö foröast. Hins vegar má ekki rugla henni saman viö það heilbrigöa metnaöarmál allra stjórnmálaflokka aö hafa frambærilega listamenn innan sinna vébanda. Það eitt og sér aö vilja státa af liðsinni góöra manna er saklaus raupsemi. Aö afla sér slíks liðsinnis með pólitískri atvinnumiölun er spilling af versta tæi. Til aö framanskráð orð valdi ekki misskilningi skal tekið fram, aö sem stétt eru íslenskir lista- menn hafnir yfir allan grun um aö ganga kaupum og sölum, og engin ástæöatil aö óttast um sjálfstæöi þeirra. En þaö er þeim mun meiri ástæða til aö óttast um atvinnumöguleika þeirra og tækifæri íil að starfa óháöir að listinni. Framlög ríkisins til menningarmála eru sorg- lega lítil. Margir fullyrða meira aö segja, aö hreint fjárhagslega hagnist ríkiö á listinni, sem þaö á aö styðja. Þarna er úrbóta þörf. Framlög ríkisins til menningarmála þarf aö tvöfalda - aö minnsta kosti. Söluskatt þarf aö fella niður af bókum og öllu menningarefni. Leggja þarf fram fjármagn til útflutnings og kynningar á íslensku menningarefni. Ennfremur þarf aö styrkja og stuðla aö stór- auknum innflutningi á vönduöu og fjölbreyttu menningarefni frá öllum heimshlutum. Endurskoða þarf frá rótum, hvernig staðið er að úthlutun til menningarmála, og reyna aö fyrirbyggja pólitíska eöa persónulega mismun- un með því aö taka upp tvöfalt úthlutunarkerfi, þannig að engin ein nefnd hafi hæstaréttarvald, sem ekki verður áfrýjaö. Ennfremur þarf aö tryggja þessi framlög með styrkum tekjustofnum, svo aö afkoma lista- manna sé ekki háð tilviljanakenndum útstrikun- um úr fjárlagafrumvarpi hvers árs. Draga þarf úr áhrifum opinberra starfsmanna í ráöuneytum eöa ríkisfyrirtækjum á afkomu listamanna. En fyrst og fremst er þörf á opinberri viður- kenningu á því, aö listsköpun sé viðurkennd og nauösynleg starfsgrein í íslensku atvinnulífi, sem tengist flestum þáttum þjóðlífsins og skapar atvinnu handa fjölmörgum öörum en listamönnunum sjálfum. Þaö er réttlætiskrafa aö ríkið styöji iistsköpun að minnsta kosti til jafns við aðrar atvinnugrein- ar í landinu. Og þaö er sömuleiðis réttlætiskrafa aö allt verði gert sem í mannlegum mætti stendur til þess að fyrirbyggja, aö listamenn séu látnir njóta eða gjalda sinna pólitísku skoöana, sem eru einkamál hvers og eins, hvort sem menn kjósa að ræða þau einkamál opinberlega eða ekki. Listamenn á að meta eftir verkum þeirra, rétt eins og aöra þá sem framleiða eitthvað sem auðgar líf okkar eða auöveldar. Og ef menn vilja umfram allt hafa einhverja menningarpólitík, þá eru þaö listamennirnir sem eiga að semja hana. Ef þeir kæra sig um það. _ Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Hví drekkur Jeppi? Eins og allir vita hafa of- drykkjumenn aldrei átt í neinum vandræðum með að finna útskýr- ingu á því, hvers vegna þeir drekka. Þeir áttu erfiða æsku, fjölskyldulífið er misheppnað og þá ástalífið, þeir hafa orðið undir í samkeppni, veröldin er ranglát og fúl. Og þar fram eftir götum. Þeir leita m.ö.o. orsakanna einhversstaðar utan við sjálfa sig - í öðrum persónum, í samfé- lagsaöstæðum. Menn vita líka af alkóhólisma- umræðu síðari ára, að þeim sem vilja venja sig af brennivíni (eða þá fíknilyfjum) er ráðlagt að gleyma útskýringafarganinu. Og einbeita huganum að því, að það ert þú sjálfur sem hefur komið þér í vanda og þú einn getur kom- ið þér út úr honum. Slík afstaða kvað skila veru- legum árangri, en vangaveltur um sálfræði eða félagsfræði alkó- hólismans afar litlum. Þýðing umhverfis Engu að síður halda menn áfram að spyrja sjálfa sig um „fé- lagsfræði ofdrykkjunnar" eða eiturlyfjaneyslunnar. Þjóðir og samfélög drekka mismikið, þótt allar þekki til áfengis. Til dæmis er oft um það rætt, að Kínverjar og Gyðingar séu frekar fáliðaðir meðal alkóhólista og er þá spurt: hvers vegna? Kannski vegna þess að fjölskyldubönd eru sterkari í þessum samfélögum en mörgum öðrum? Eða vegna þess, að báðir hafa víða myndað minnihluta- samfélög í nokkuð erfiðri stöðu og því ekki getað leyft sér þann munað að lenda í varnarleysi hins drukkna? Við vitum líka dæmi þess frá átjándu og nítjándu öld, að stjórnvöld vildu bersýnilega, að fátækir erfiðismenn væru fullir þegar þeir væru ekki að vinna. Því var jafnan séð til þess, að ein- hver sterkur fátæklingadrykkur- brennivín, gin eða vodka - væri aðgengilegur á tiltölulega vægu verði sem víðast. Svo mikið er víst, að þeir sem vildu reisa við alþýðuna og koma á fót verkalýðshreyfingu urðu einatt að byrja á því að reyna að þurrka hana upp eftir föngum. Stofna bindindisfélög fyrst. Við vitum, að stúkumenn áttu drjúg- an þátt í framgangi verkalýðs- hreyfingar hér á landi. Við og þeir Svo er annað. Þegar menn skoða heil samfé- lög þá eru þeir mjög fúsir að finna flís í augu grannans, en túlka vandræði heima fyrir á allt annan hátt. Gott dæmi eru Sovétmenn. Þeir tóku jafnan undir það, að alkóhólismi væri félagslegt vandamál - en - nota bene - hjá kapítalistum þar sem alþýðan verður að drekkja sorgum sínum og áhyggjum. Um alkóhólisma hjá sjálfum sér vildu þeir sem minnsta tala, og ef þeir fengust til þess þá var talað um illan arf hins liðna, eða þá að sá sem drakk um of, hann hafði persónulega brugðist samfélaginu. En það ekki honum. Eins og menn vita er allt öðru vísi á þessu tekið nú í tíð Gorbat- sjofs. Menn viðurkenna vandann og ráðast bæði í einstaklingsmeð- ferð í stórum stíl og svo er mikið rætt um það að gera aðstæður manna, t.d. í hinum afskekktari byggðum, betri til fjölbreytilegri tómstundaiðkana. Svo þeir hafi færri afsakanir fyrir fylleríi út úr leiðindum. Við sjáum nú hvað setur. í Banda- rikjunum Fróðlegir hlutir eru að gerast í vímumálum hjá hinu risaveldinu, Bandaríkjamönnum. Skýrslur sýna, að þeir séu farnir að draga nokkuð við sig drykkjuna. Mun- ar þar um mestu, að millistéttin, sem er fjölmenn og ætlar öll- sömul upp á við í þjóðfélaginu, hún þekkir áfengisvandann betur en áður og áttar sig betur á því, að í harðri samkeppni þýðir ekki að rorra seinnipart vinnudags slompaður eftir „tveggja kok- kteila dögurð" og þessháttar. Og fyrirtækin hafa sjálf í stórum stíl útrýmt bjór af sínu yfirráðasvæði. En þá tekur við annar vandi og er enn verri. Hann er sá að aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn neitt eiturlyfja margskonar í jafn stór- um stíl og nú. Tuttugu miljónir Bandaríkja- manna reykja hass, hálf miljón sprautar sig með heróíni, fimm miljónir eru í ört vaxandi her kókaínneytenda. Bandarískir þegnar borga um 110 miljarði dollara á ári fyrir eitur. Milli tíu og tuttugu prósent allra vinnandi manna eru öðru hverju undir áhrifum vímugjafa í vinnunni - af þessu verður tjón sem er talið stórskaða samkeppnisstöðu bandarískra fyrirtækja gagnvart erlendum. Karlar senda konum kókaín í staðinn fyrir blóm, tann- læknar, flugumferðarstjórar, lestarstjórar, flugmenn, her- menn, geimtæknimenn - í öllum þessum starfsgreinum er há- skalega mikið um dópneyslu. Og nú er spurt: Er þessi vandi viðkomandi ein- staklingum að kenna? Eða er- lendum smyglurum, eins og for- setinn vill helst um tala? Eða því, að alltaf kemur upp nýr tísku- vímugjafi sem fólk í harðri sam- keppni telur sér um skeið trú um, að dugi til að gera það „eldh- resst“ í framgöngu og þar með líklegra til árangurs í samkeppni? Eða vegna þess, að frelsi kapítal- ismans til gróða hlýtur óhjá- kvæmilega að snúast upp í frelsi eiturlyfjasalans til að dreifa vöru sinni? Hugsið málið stundar- korn. _ áb. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins- son. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín ölafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Biaöaprent hf. Verð í lousasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 5. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.