Þjóðviljinn - 05.09.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.09.1986, Blaðsíða 6
GLÆTAN föstum en einni tókst að sleppa í burtu. Hún hljóp upp að nálægu íbúðarhúsi fyrir ofan veginn og þegar hún stendur þar þá heyrir hún allt í einu hvíslað „psst psst“ fyrir aftan sig. Hún snýr sér við og þá sá hún Tarzan í trjánum í orð- anna fyllstu merkingu! Maðurinn var rammvilltur rasti, allsnakinn fyrir utan gauðrifnar stuttubuxur og hann bar strigapoka á bakinu. Þessi rasti bauðst til að fylgja okkur heim og sagði okkur að borga leigubílinn til þess að losna úr vandræðunum. Við gerðum það og hann bað okkur að treysta sér, öllu væri óhætt. Það reyndist rétt, þetta var eini maðurinn sem við höfðum hitt allt kvöldið sem var fyllilega treystandi. Þegar við vor- um komin nokkuð áleiðis þá stans- aði hjá okkur lögreglubíll og eftir að hafa fullvissað okkur um að þetta væri raunverulega lögregla þá þáðum við boð um að fá far heim ef rastinn fengi að sitja í líka sem var samþykkt eftir nokkrar fortölur. Síðan heimsótti rastinn okkur á stúdentagarðinn kvöldið eftir og var mjög hrifinn af stelpunni sem hann talaði við fyrst. Okkur fannst sem hann væri á allt öðru tilveru- stigi en við, hugsunarhátturinn og viðhorf til lífsins var svo gjörólíkt því sem maður er vanur!“ - Pannig að þetta hefur verið heil- mikið œvintýri? Tarzan í trjánum Loks stoppar annar og vill taka okkur upp í en þá blokkerar sá fyrri veginn og við vitum ekki hvað er að gerast fyrr en marga bíla drífur að, allir fara að rífast og okkur leist ekki á blikuna, syfjaðar og þreyttar einsog við vorum. Við ætluðum þá að stinga af og hlaupa í burtu en þá var rifið í okkur og okkur haldið Á Half Way Tree, aðalgötu Kingston borgar selja fátæk- lingar vörur sínar gestum og gangandi. Mynd Kata. A Jamaica búa margir við sár- ustu fátækt, þar á meðal þessi börn. Mynd Kata. „Já, svo sannarlega. Jamaica er fallegasta land sem ég hef komið til og fólkið það jákvæðasta og skemmtilegasta sem ég hef kynnst. Ég er harðákveðin í að fara aftur!" Og að svo mæltu þarf Kata að flýta sér til vinnu aftur, í þetta sinn til þess að útbúa hádegismat ofan í glorhungraða blaðamenn á Þjóð- viljanum... -vd landi og þessir akrar eru faldir á bak við sykurreyr, kókospálma og bananatré, því þessi ræktun er ólögleg. Á þessum stað fæddist Bob Marley, og frá þessu fólki er hin eiginlega reggae-tónlist upp- runnin, enda heyrir maður það á textunum sem flytja yfirleitt boð- skap um frið og betra líf. Svo eru líka til borgarrastar og einnig villtir rastar sem lifa á fæðunni sem þeir geta tínt af trjánum. Við hittum einn slíkan í Kingston og það er saga að segja frá því! Við vorum þrjár stelpur saman á leið heim eftir diskótek klukkan fimm að nóttu og höfðum neyðst til að taka rándýran leigubíl sem varð síðan bensínlaus á miðri leið. Bíl- stjórinn kallaði þá upp annan bíl til hjálpar en þegar sá var ekki kom- inn eftir hálftímabið þá tók ein okkar sig til, sagðist ekki nenna þessu lengur og fór út á veg til þess að putta sér far. Við hinar vorum skíthræddar við þetta uppátæki hennar en svo stoppar einn og seg- ist vilja keyra okkur ef við borgum leigubílstjóranum en við vorum ekki alveg á því við þessar kring- umstæður. í Negríl skemmti þessi karl ferð- afélögunum með söng og hljóð- færaslætti í stíl Harry Belafonte og Bob Marley. Mynd Kata. inni að þau væru alls ekki hreykin af því að þetta væri aðalatvinnu- vegurinn í landinu. Allir lögðu metnað sinn í að sýna okkur að Jamaica er ekki bera strönd. Næst fórum við vestur með ströndinni á stað sem heitir Negríl og þar búa margir rastafarar." Hér hváir undirrituð;. Rastafar- ar, hvað er nú það?? „Ekta rastafarar er fólk sem býr sjálfsþurftarbúskap upp í fjöllun- um, trúir á betra líf í framtíðinni og afturhvarf til Afríku. Lífi þess svip- ar mjög til gamla hippadraumsins, fólkið lætur hár sitt vaxa því það trúir að hvíta fólkið hafi neytt það til að láta klippa það og svo er hið fræga gandja eða marijuana rækt- að þarna í stórum stíl. Ein af hetj- um þessa fólks er Marcos Garve sem var helsti baráttumaður svart- ra gegn hvíta manninum á öldum áður. Stærstu marijuanaakrarnir eru í hlíðunum fyrir ofan Discovery Bay Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir t Grammið 1. ( ) Panic - Smiths 2. ( 2) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens 3. ( 3) The Queen is dead - Smiths 4. ( 9) Some Candy talking - Jesus and Mary Chain 5. ( 6) Especially for you - Smithereens 6. ( -) The Seer - Big Country 7. ( -) Stutter - James 8. (10) Almost prayed - Weather prophet 9. ( -) Knocked out louded - Bob Dylan 10. ( 5) Life’s so cool-Tex and the Horseheads Rás 2 1. (2) Braggablús - Bubbi Morthens 2. (1) Hesturinn - Skriðjöklar 3. ( 5) La Isla bonita - Madonna 4. ( 4) The Glory of love - Peter Cetera 5. ( 8) Ég vil fá hana strax - Greifarnir 6. ( 9) í wanna wake up with you - Boris Gardner 7. ( 6) Dancing on the ceiling - Lionel Ritchie 8. ( 3) Götustelpan - Pálmi og Gunnar 9. (12) Lady in red - Chris de Burgh 10. (17) Dreamtime -Daryl Hall 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINNj Föstudagur 5. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.