Þjóðviljinn - 21.09.1986, Page 12
Samband
opinberra
starfsmanna
Hugmyndir uppi um stofnun nýrra
samtaka opinberra starfsmanna,
með þdtttöku BSRB, BHMR og
Bandalags kennarafélaga
Er BSRB í fjörbrotunum?
Sumirteljasvo vera. Þeirtelja
að samtökin þjóni alls ekki
lengur því hlutverki sem þeim
er ætlað, að vera samstarfs-
vettvangurfyriroþinbera
starfsmenn. Reyndarliggur
það í augum upþi þar sem oþ-
inberir starfsmenn eru innan
fleiri samtaka en BSRB.
BHMR og Bandalag kennara-
félaganna eru fjölmenn
samtök opinberra starfs-
manna, sem hafa lítið sam-
starfviðBSRB. Þaðgerðist
þó fyrr í þessum mánuði að
þessi þrjú bandalög ákváðu
að fara sameiginlega í við-
ræður við fjármálaráðuneytið
um samningsréttarmál opin-
berrastarfsmanna.
Ný samtök opin-
berra starfsmanna
Er þetta samstarf ef til vill fyrsti
vísir að stofnun nýrra samtaka
opinberra starfsmanna?
Sú hugmynd er komin á kreik
að nauðsyn beri til að stofna slík
samtök nú. Samtök sem gætu
orðið samstarfsvettvangur fyrir
hin ólíku bandalög opinberra
starfsmanna.
Enn sem komið er hefur um-
ræða um slík samtök eingöngu átt
sér stað meðal einstaklinga innan
bandalaganna, kaffibollavið-
ræður einsog einn viðmælandi
Þjóðviljans komst að orði, en
mjór er mikils vísir.
Haukur Helgason, stjórnar-
maður í BSRB, er einn þeirra
sem telur nauðsynlegt að stofna
slík samtök. „Það eru mörg mál
sem þessir aðilar þurfa að vinna
sameiginlega að og til þess verða
þeir að hafa samstarfsvettvang til
að geta lagt línurnar saman og
unnið sameiginlega að málunum.
Sem dæmi um slík mál má nefna
lífeyrissjóðsmál og fjölmörg
önnur réttindamál auk kjara-
mála. Út á við verða opinberir
starfsmenn að vera sem ein heild
gegn ríkisvaldinu þegar um þessi
mál er fjallað, einsog t.d. í samn-
ingsréttarmálunum nú.“
Haukur segist vera að tala um
ný samtök opinberra starfs-
manna á svipuðum nótum og ASÍ
er fyrir sín aðildarfélög. Segir
hann að opinberir starfsmenn
verði að finna þennan samstarfs-
grundvöll ætli þeir ekki að glata
því sem þeir hafa, enda sé vegið
að þeim úr öllum áttum. Enn sem
komið er hefur ekki verið rætt um
stofnun slíkra samtaka á félags-
legum grundvelli en töluverð um-
ræða hefur átt sér stað meðal ein-
staklinga um þetta mál að sögn
Hauks. „Ég er sannfærður um að
það verður farið að ræða um
stofnun slíkra samtaka innan
skamms og sú umræða verður
ekki eingöngu innan BSRB held-
ur einnig innan annarra félaga
opinberra starfsmanna. Við
eigum allir sameiginlegra
hagsmuna að gæta og engir opin-
berir starfsmenn eru það vel
haldnir að ekki sé nauðsyn að
verja þeirra hagsmunamál."
Mistökin í
verkfallinu 1984
Allt frá haustverkfallinu 1984
hefur hvert áfallið á fætur öðru
elt samtökin. Til marks um það
má geta þess að þegar undirritað-
ur heimsótti Kristján Thorlacius
á skrifstofu hans í vikunni, til að
ræða um samtökin við hann, þá
barst formanni BSRB tilkynning
inn á borð um að stjórn
Tollvarðafélagsins hefði gengið
til samninga við fulltrúa fjármála-
ráðuneytisins um launahækkanir
gegn því að fórna verkfallsrétti
sínum. Svipaðir samningar voru
gerðir við lögreglumenn fyrir
skömmu síðan og íhuga lögreglu-
menn nú að endurskoða aðild
sína að BSRB.
Það skapaði mikla ólgu meðal
þeirra sem stóðu fremstir í flokki
í verkfallinum 1984 þegar stjórn
og samninganefnd BSRB ákvað
að skrifa undir samninga án þess
að ná inn ákvæðum um verð-
tryggingu á laun. Voru margir
þeirrar skoðunar að þarna hefðu
orðið mistök því félagar voru al-
mennt tilbúnir að halda áfram að-
gerðum sínum og voru nokkuð
sannfærðir um að ná öllu sínu í
gegn ef úthald forystunnar hefði
verið meira.
Kennarar yfirgefa
Það voru kennarar sem stóðu
hvað fremstir í flokki í verkfalls-
baráttunni og fljótlega eftir verk-
fallið fóru að heyrast raddir um
úrsögn úr BSRB. Þá sögu er
óþarfi að rekja hér en hún endaði
með því að afgerandi meirihluti
kennara samþykkti úrsögn í
tveim atkvæðagreiðslum.
Höfuð ástæða þess, að kennar-
ar sem og ýmis önnur félög innan
BSRB hafa efast um að sínum
málum væri best borgið með að-
ild að BSRB, er að félögin hafa
viljað fá samningsrétt og verk-
fallsrétt í eigin hendur. Hingað til
hafa einstök félög haft rétt til sér-
kjarasamninga en aðalkjara-
samningur er gerður af BSRB. Þá
hafa félögin sjálf ekki haft verk-
fallsrétt heldur aðeins sem hluti
af BSRB.
Atlögur Þorsteins
að BSRB
Félögin horfðu upp á að ýms-
um hópum sem ekki eru innan
BSRB tókst að ná hagstæðari
samningum en þeim. Slíkt vakti
að vonum þá trú manna að til að
ná verulegum árangri í kjaramál-
um væri hagstæðast að semja
utan heildarsambandsins. Krist-
ján Thorlacius hefur í blaðavið-
tali lýst þessu sem frjálshyggjunni
innan hreyfingar launafólks og
varað alvarlega við henni.
Kristján hefur einnig lýst því
yfir að núverandi fjármálaráð-
herra stefni leynt og ljóst að því
að leggja í rúst samtök opinberra
starfsmanna. Einn liðurinn í því
var að semja sérstaklega við lög-
reglumenn og tollverði um að
þeir afsöluðu sér verkfallsrétti
gegn verulegum kjarabótum.
Þetta gerir hann á sama tíma og
viðræður eiga sér stað við
heildarsamtökin um samnings-
réttarmál opinberra starfs-
Vináttufélag VÍK
íslands og Kúbu
Vetrarferð til Kúbu
Árleg vinnuferð til Kúbu - Brigada Nordica -
verður að þessu sinni vetrarferð. Lagt af stað
kringum 12. desember 1986, dvalist verður á
Kúbu í 4 vikur.
Allar nánari upplýsingar hjá Vináttufélagi íslands
og Kúbu, pósthólf 318, 121 Reykjavík.
Jmsóknir sendist þangað fyrir 1. okt. n.k.
V.Í.K.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1986
manna. Þykir ýmsum sem þarna
sé komið aftan að samtökunum
og þeir hópar sem þarna er verið
að semja sérstaklega við hafi
brugðist samherjum sínum.
Starfsgreina-
fyrirkomulagið
Á þingi BSRB sl. haust var
töluverð umræða um skipulags-
mál samtakanna. Þorsteinn Ósk-
arsson lagði fram tillögu um að
BSRB tæki upp starfsgreinafyr-
irkomulag; það er að segja að
hópar sem störfuðu við heilsu-
gæslu væru með sérstakt starfs-
greinafélag, tæknimenn hjá hinu
opinbera sömuleiðis og þannig
mætti telja áfram.
Tillaga þessi fékk töluverðan
hljómgrunn á þinginu en að lok-
um var sæst á að boða til auka-
þings um skipulagsmál BSRB og
átti að halda það sl. vor. Þegar fór
að vora hafði ekki verið boðað til
þessa þings heldur var ákveðið að
halda formannafund og bæjar-
starfsmannaráðstefnu í staðinn
og ræða á þeim fundum m.a. hug-
myndina um starfsgreinafyrir-
komulagið.
Aukaþingi frestað
Fleiri en einn af heimildar-
mönnum Þjóðviljans töldu að
með þessu hefði stjórn BSRB
brugðist kolrangt við en Kristján
Thorlacius segir að ástæðan fyrir
því, að ekki var haldið aukaþing á
þeim tíma sem ákveðið hafði ver-
ið, hafi verið að lítil sem engin
umræða hefði þá átt sér stað um
skipulagsmál BSRB innan félag-
anna. Á þessum fundum var
ákveðið að fresta aukaþinginu
þangað til í nóvember nú í haust
og á stjórnarfundi sl. miðvikudag
var ákveðið að þingið yrði haldið
21. og 22. nóvember.
Á vegum BSRB hefur verið
starfandi nefnd til að athuga
grundvöllinn fyrir að taka upp
starfsgreinafyrirkomulag innan
sambandsins. Hefur nefndin
skrifað stjórnum félaganna bréf
og leitað álits hjá þeim. Að sögn
hefur hugmyndin um starfs-
greinafyrirkomulagið mætt mikl-
um andbyr og eru nefndarmenn
mjög andsnúnir því að taka slíkt
fyrirkomulag upp.
Engu mó breyta
Áður en aukaþingið verður
haldið er ætlunin að ferðast um
landið og kynna félögum BSRB