Þjóðviljinn - 21.09.1986, Síða 17
hefur
einangras'
Ólafur Ragnar Grímsson tók við fyrstu
friðarverðlaunum Better World sam-
takanna, fyrir hönd PGA.
í byrjun vikunnar bárust þær
fréttir aö Ólafur Ragnar Gríms-
son heföi tekið við verölaunavið-
urkenningu úr hendi Yoko Ono,
fyrir hönd PGA, en Ólafur er for-
maður framkvæmdanefndar
þeirra samtaka. Það voru ný-
stofnuð samtök stjórnmála-,
menningar-, og fjölmiðlamanna,
„Better World" sem veittu verð-
launaviðurkenninguna. PGA
fékk verðlaunin fyrir frumkvæði
sitt að friðarframtaki þjóðarleið-
toganna sex, sem hittust síðast í
Mexíkó í sumar, og fyrir að hafa
orðið til þess að Sovétmenn leyfa
nú eftirlit innan landamæra sinna
til að ganga úr skugga um að þeir
haldi bann sitt við tilraunum með
kjarnorkuvopn.
Ólafur Ragnar Grímsson er því
tvímælalaust nafn þessarar viku.
Ólafur sagði í samtali við Þjóð-
viljann að sér hefði þótt persónu-
lega mjög ánægjulegt að taka við
þessum viðurkenningarvotti úr
höndum Yoko Ono, sem sé ein af
goðsögum sinnar kynslóðar.
„Þessi verðlaunaafhending og
þau nýstofnuðu samtök sem að
baki standa, sýna vel hvað and-
stæðurnar eru orðnar miklar
innan Bandaríkjanna í afstöð-
unni til kjarnorkuvígbúnaðar-
ins.“
Ólafur var spurður hvað væri
framundan hjá PGA. Sagði hann
að í lok september yrði fyrsti
fundur skipulagsnefndar leiðtog-
ahópsins haldinn í Grikklandi.
Þar verða rædd viðbrögðin við
leiðtogafundinum í Mexíkó og
byrjað að móta næstu tillögur
leiðtoganna sex.
Að sögn Ólafs er staðan núna
sú að þar sem Sovétmenn hafa
fallist á tillögur um erlent eftirlit
sé ljóst að eftirlit með tilrauna-
banni er mögulegt. „Á undan-
förnum misserum hefur stjórn
Reagans og ef til vill stjórn Thatc-
hers einangrast í afstöðu sinni. í
fyrsta lagi eru óháðu ríkin einarð-
ir fylgismenn tilraunabanns og í
öðru lagi nýtur slíkt bann mikils
stuðnings forystumanna í banda-
Yoko Ono afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni friðarverðlaunin í New York
lagsríkjum Bandaríkjanna í Evr-
ópu, auk þess sem Ástralíumenn
og Kanadamenn eru fylgjandi
slíku banni. Jafnvel Helmut Kohl
hefur lýst stuðningi sínum í bréfi
til þjóðarleiðtoganna sex. Þá hef-
ur meirihluti í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings greitt atkvæði
með því að skrúfa fyrir fjármagn
til tilraunanna. Þannig er sótt að
einstrengingslegri stefnu
Reagan-stjórnarinnar úr ýmsum
áttum og meginástæðan fyrir
þeim þunga er að Sovétmenn
hafa fyrir sitt leyti samþykkt
þetta nýja eftirlitskerfi."
Ólafur telur að markmið dem-
ókrata í næstu forsetakosningum
sé að frambjóðandi þeirra haldi
fram afdráttarlausri stefnu um að
hætta tilraunum og í repúblikan-
aflokknum er einnig töluverð
andstaða gegn stefnu Reagans.
„En til að árangur náist er þó
ekki síður nauðsynlegt að Sovét-
ríkin framlengi aftur einhliða hlé
sitt þegar fresturinn rennur út nú
um áramótin, - að sovéska
stjórnin láti ekki undan þeim
þrýstingi sem er til staðar af hálfu
hersins um að hefja tilraunir að
nýju. Ef svo færi, væri það stór
sigur fyrir Reagan-stjórnina, en
heitasta ósk þeirra í Hvíta húsinu
er að Kremlarmenn hjálpi þeim
út úr klemmunni með því að
hefja aftur tilraunir."
- Svo að við snúum okkur frá
heimsmálunum og heim að ís-
landi, hver er . framtíð þín í ís-
lenskri pólitík Ólafur?
„Ja, stórt er nú spurt og því fátt
um svör! Ætli ég haldi ekki áfram
að vinna að málefnatilbúningi
Alþýðubandalagsins í næstu
kosningum og síðan mun vetur-
inn ráða framhaldinu. Hins vegar
hefur starf mitt erlendis veitt mér
reynslu sem fróðlegt væri að nýta
betur hér heima.“
-Sáf/m
LEIÐARI
Frelsinu misboðið
Starfshætti Sverris Hermannssonar mennta-
málaráöherra er erfitt aö skilja. Ekki síst emb-
ættaveitingarnar. Illmögulegt er aö sjá glitta í
rökræna hugsun á bakvið margar þeirra. Nema
þá kannski helst í þá veru aö ráðherrann hugsi
meö sér:
„í landi þar sem égergerðuraö menntamála-
ráöherra skiptir ekki máli hvernig skipaö er í hin
lægri embættin".
Meira aö segja þessi hugsun er röng.
Menntamálaráðherrar koma og fara. Stundum
eru þeir hinir nýtustu menn. Stundum eru þeir
ekki starfi sínu vaxnir. En verk þeirra lifa eftir aö
embættistíma þeirra lýkur. Góð og ill.
Nýjasta embættisveiting Sverris Hermanns-
sonar tekur út yfir allan þjófabálk. Síöastliöinn
miövikudag setti menntamálaráðherrann dr.
Hannes Hólmstein Gissurarson í stöðu
rannsóknarlektors í sagnfræði við Háskóla ís-
lands. Staðan var ekki auglýst áður.
Mælikvarði á andlegt frelsi í löndum er meöal
annars hvort Háskólar þeirra séu óháöir pólit-
ískum embættaskipunum.
Án þess aö hér sé reynt aö gera lítið úr gáfum
og menntun hins nýskipaða rannsóknarlektors
skal athygli vakin á því, að þrátt fyrir gáfur sínar
og menntun hefur doktorinn látiö menntamála-
ráöherrann draga sig út á hálan ís - og þar meö
hefur hann teflt í tvísýnu heiðri sínum og heiöri
Háskóla íslands.
Þrír menn voru nýverið dæmdir hæfir til að
gegna prófessorsembætti í sögu. Einn fékk
embættið. Hinirtveirvoru hæfir. Annardæmdur
„vel hæfur“. Ráðherra skipaöi hvorugan þeirra í
rannsóknarlektorsstöðuna (sem þó er lægri
staða), en setti í hana mann sem aldrei hefur
verið dæmdur hæfur til að gegna embætti í
sagnfræði, heldur í þokkabót óhæfur til að
gegna embætti í heimspeki, sem maðurinn
segir sjálfur að sé faggrein sín - en ekki sagn-
fræði. Að vísu hefur dr. Hannes skrifað sögu
Sjálfstæðisflokksins, en sú saga er bara til í
handriti, af hverju sem það nú stafar.
Staða rannsóknarlektorsins var ekki auglýst.
Engin frjáls samkeppni hæfileikanna fer fram.
Aðeins lokuð einokun ríkisvaldsins. Hugsan-
lega verður staðan auglýst síðar og hinum setta
lektor þá væntanlega talið til tekna að hafa
gegnt stöðunni um skeið.
Það er ekkert feimnismál að dr. Hannes
Hólmsteinn er áhrifamaður í Sjálfstæðisflokkn-
um. Feimnislaust hefur hann boðað frjálsa
samkeppni á öllum sviðum. En svo kemur upp
úr dúrnum að manninum þykir ríkiseinokun góð,
þegar hún gefur honum stöðu, sem hann hefur
ekki úrskurð um að hann sé hæfur til að gegna!
Það hefur aldrei áður gerst í sögu Háskóla
íslands að maður sem dæmdur hefur verið
óhæfur í einni grein sé svo án auglýsingar og án
hæfnisdóms settur í stöðu í annarri grein.
Þetta er dæmi um misbeitingu á pólitísku
valdi. Þetta er móðgun við Háskóla íslands.
Þetta er atlaga að andlegu frelsi á íslandi! Þetta
er öllum til skammar!
Til að bjarga eigin andliti (það er útilokað að
bjarga menntamálaráðherranum) á hinn nýsetti
rannsóknarlektor að afþakka stöðuveitinguna,
og fara fram á að hún verði auglýst.
Síðan á hann að sækja um stöðuna.
Og loks þarf einhver að útskýra fyrir mennta-
málaráðherra að hann eigi að skipa þann í
stöðuna, sem úrskurðaður er hæfastur til að
gegna henni.
-Þráinn
Jóhannes úr
Vonandi hefur það ekki farið fram hjá neinum
lesenda Þjóðviljans að blaðið á fimmtíu ára af-
mæli nú í haust - og aldarafmæli þó, því svo
gamalt er orðið það blað, sem Skúli Thorodd-
sen hóf að gefa út á ísafirði og um hefur verið
sagt, að málflutningur þess skerpti andstæður í
þjóðfélaginu—til þess aðskerpaskilning manna
á því sem brýnast er.
Haldið er upp á þetta afmæii með ýmsum
hætti - nú síðast með velheppnaðri barnahátíð
um síðustu helgi. Um þessa helgi er spáð í spil í
nafni blaðsins, og það er flutt á vegum þess
dagskrá, sem byggð er á verkum Jóhannesar
skálds úr Kötlum. Þess er að geta, að Jóhannes
Kötlum og við
tók jafnan Þjóðviljann og málefni hans nærri
sér, ef svo mætti að orði komast, hann orti í
blaðið og skrifaði margar greinar í það um þau
mál sem honum fannst mestu varða: hugsjón
sósíalismans, þjóðfrelsið, reisn mannsins og
niðurlægingu hans. Um margra mánaða skeið
sagði hann til syndanna bæði íhaldi og samherj-
um í vikulegum pistlum sem birtust hér í blaðinu.
Hittumst sem flest á Gerðubergi klukkan
fjögur í dag, sunnudag, til að hlusta á orð þess
skálds sem Halldór Laxness lýsti með þessum
orðum hér: „Hann var hinn skíri góðmálmur og
óbrotni Ijóðasmiður íslenskrar sósíalistahreyf-
ingar“. -ÁB
Sunnudagur 21. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17