Þjóðviljinn - 21.10.1986, Side 1
Ísland-A. Þýskaland
Belgía
Þrír nýir úr Fram
Guðmundur Torfa, Friðrik og Pétur í hópinn hjá Held í
staðinnfyrir Pétur Péturs, Viðar og Stefán
Piltalandsliðið
Sigi Held landsliðsþjálfari hefur
valið er því þannig skipaður:
Markverðir:
Bjarni Sigurðsson, Brann
Friðrik Friðriksson, Fram
Aðrir leikmenn:
Ágúst Már Jónsson, KR
Arnór Guðjohnsen, Anderlecht
Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart
Atli Eðvaldsson, Uerdingen
Guðmundur Torfason, Fram
Guðmundur Þorbjörnsson, Baden
Guðni Bergsson, Val
Gunnar Gíslason, KR
Ólafur Þórðarson, IA
Ómar Torfason, Luzern
Pótur Ormslev, Fram
Ragnar Margeirsson, Waterschei
Sigurður Jónsson, Sheff.Wed.
Sævar Jónsson, Brann
Held stillir vafalítið upp
óbreyttu liði frá leikjunum við
Frakka og Sovétmenn, að Pétri
undanskildum. Líklegast er að
Guðmundur Þorbjörnsson taki
stöðu Péturs í framlínunni.
-VS
Ómar Torfason fagnar marki í leik með Luzern. Hann hefur nú skorað 6
mörk fyrir liðið á hálfum mánuði.
Guðmundur Torfason, Friðrik
Friðriksson og Pétur Ormslev úr
Fram hafa verið valdir í landslið-
ið í knattspyrnu fyrir leikinn gegn
Austur-Þjóðverjum sem fram fer
í Kari-Marx-Stadt í næstu viku.
Þeir koma í staðinn fyrir Pétur
Pétursson, ÍA, sem er í leikbanni,
Viðar Þorkelsson, Fram, og Stef-
án Jóhannsson, KR.
Sextán manna hópurinn sem
Sviss
Önnur þrenna
frá Ómari!
Skoraði 3 af4 mörkum Luzern
Ómar Torfason skoraði um
helgina sína aðra þrennu á hálf-
um mánuði þegar Luzern sigraði
3. deildarliðið Sursee 4-0 á úti-
velli í svissnesku bikarkeppninni í
knattspyrnu.
Ómar skoraði 3 mörk í 1.
deildarleik gegn Chaux-de-
Badminton
Frost með
7. í röð
Morten Frost sigraði í einliða-
leik karla á opna danska meistar-
amótinu í Álaborg um helgina -
sjöunda árið í röð. Hann vann
landa sinn Michael Kjeldsen 15-9
og 15-10 í úrslitaleiknum. I
kvennaflokki vann hin kínverska
Zheng Yuli sigur á Pernillu Ne-
dergaard frá Danmörku, 11-4,
11-3 í úrslitaleik.
-VS/Reuter
Fonds þann 4. október en þá fékk
hann tækifæri í liðinu eftir að hafa
verið á varamannabekknum eða í
varaliðinu í haust. Nú virðist
hann hafa tryggt sér sæti í liði
Luzem sem hefur nú skorað 15
mörk gegn 2 í þeim fjórum
leikjum sem Ómar hefur leikið í
þessum mánuði.
Fjórða
sætið
Piltalandsliðið í handknatt-
leik, 20 ára og yngri, hafnaði í
fjórða sæti á Norðurlanda-
mótinu sem fram fór í Noregi
um heigina.
Eftir tap í hörkuleik gegn
Svíum, 21-25, í fyrstu umferð
náði íslenska liðið sér ekki á
strik. Það gerði jafntefli við
Dani, 24-24, og brenndi þá af
6 vítaköstum! Næst kom tap
fyrir Norðmönnum, 21-24, en
loks sigur gegn Finnum, 30-
28.
Svíar voru með langsterk-
asta liðið á mótinu og urðu
Norðurlandameistarar. -VS
-VS
Quðný Gunnsteinsdóttir úr Stjörnunni átti góða leiki í Danmörku.
Stúlknalandsliðið
Góður leikur gegn Svíum
Naumt tap enfjórða sœti á NM
„Stúlkurnar voru of hræddar
við mótherjana í fyrstu leikjunum
en svo náðu þær sér á strik og léku
vel gegn Svíum, sem eru með
svipað lið og Danir og Norðmenn.
Þar sýndu þær hvað í þeim býr og
að þær geta staðið í þessum þjóð-
um,“ sagði Davíð B. Sigurðsson
úr landsliðsncfnd stúlkna í hand-
knattleik í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Stúlknalandsliðið, 20 ára og
Þriðjudagur 21. október 1986
yngri, varð í fjórða sæti á Norður-
landamótinu sem fram fór í Dan-
mörku um helgina. Þær töpuðu
fyrst 13-27 fyrir Dönum og síðan
14-27 fyrir Norðmönnum. Þá
kom sigur á Færeyingum, 29-8,
og lokaleikurinn, gegn Svíum,
tapaðist naumlega, 18-20. Þar var
jafnt, 14-14, þegar 8 mínútur
voru eftir en þá skoraði sænska
liðið 6 mörk í röð, það íslenska
síðan síðustu fjögur.
„Sóknarleikurinn var höfuð-
verkurinn en varnarleikurinn
var yfirleitt mjög góður hjá lið-
inu,“ sagði Davíð. Að hans sögn
komust línuspilararnir Guðný
Gunnsteinsdóttir úr Stjörnunni
og Jóna Bjarnadóttir hjá Víkingi
einna best frá leikjunum ásamt
Sigurbjörgu Sigþórsdóttur úr
UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON
Tvö frá Ragnari
Anderlecht með góðan sigur
Ragnar Margcirsson skoraði
tvívegis fyrir lið sitt, Waterschei,
í belgísku 2. deildinni í knatt-
spyrnu á sunnudaginn. Það dugði
þó ekki til sigurs því Waterschei
gerði jafntefli við Harelbeke, 2-2.
Arnór Guðjohnsen og félagar í
Anderlecht sigruðu Racing Jet 3-
0 í 1. deild og það telst nánast til
tíðinda að Arnór skoraði ekki í
leiknum. FC Brugge vann Berc-
hem 4-1 á útivelli og Standard
Liege vann Antwerpen 3-2 á úti-
velli. Staða efstu liða er þessi:
FCBrugge............8 6 2 0 23-7 14
Anderlecht..........8 6 1 1 23-4 13
Standard............8 5 2 1 16-5 12
Mechelen............8 4 3 1 12-5 11
Beveren.............8 3 5 0 13-5 11
-VS/Reuter
Akureyri
Jónas útnefndur
Knattspyrnuráð Akureyrar út-
nefndi Jónas Róbertsson úr Þór
„Knattspyrnumann Akureyrar
1986“ nú um helgina. Jónas er 25
ára gamall og var jafnbesti leik-
maður Þórsliðsins í 1. deildinni
sl. sumar. Tryggvi Gunnarsson,
markakóngur úr KA, varð í öðru
sæti í kjörinu.
Markakóngur Akureyrar hlaut
sérstaka viðurkenningu en það
var Jón Egill Gíslason úr KA sem
'lék bæði með 3. og 4. flokki. Þá
var afhentur Sporthúsbikarinn
sem það félag hlýtur sem vinnur
fleiri sigra í keppni yngri flokka á
árinu. Þór hlaut hann að bessu
sinni. -K&H/Akureyri
Vestur-Þýskaland
Schumacher út!
Varamaður gegn A usturríki
Franz Beckenbauer landsiiðs-
einvaldur Vestur-Þjóðverja hefur
ákveðið að fyrirliðinn og mark-
vörðurinn Toni Schumacher
Toni Schumacher.
muni sitja á varamannabekknum
í vináttulandsleik við Austurrík-
ismenn sem fram fer á miðviku-
dag.
Eike Immel markvörður Stutt-
gart mun leika í hans stað en hann
hefur ekki leikið landsleik í
fjögur ár þrátt fyrir að hafa oft
verið varamarkvörður.
Þegar Vestur-Þjóðverjar
gerðu jafntefli við Spán á dögun-
um voru aðeins 3 leikmenn í liði
þeirra sem léku úrslitaleik HM sl.
sumar. Tveimur hefur verið bætt
við fyrir leikinn í Austurríki,
þeim Rudi Völler og Andreas
Brehme, en þeir voru meiddir.
Hinir þrír sem eftir eru í hópnum
eru Schumacher, Lothar Matthe-
us og Thomas Berthold.
-VS/Reuter
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9