Þjóðviljinn - 31.10.1986, Side 6
Alþýðuflokkur
Óskar
skýrslu um
fíkniefna-
vandann
Þingmenn Alþýðuflokksins
hafa óskað eftir skýrslu frá for-
sætisráðherra um fíkniefnavand-
ann og um til hvaða aðgerða
ríkisstjórnin hyggist grípa til að
fyrirbyggja dreifingu, innflutn-
ing og neyslu fíkniefna.
I greinargerð benda þing-
mennirnir á að fíkniefnamál falla
með einum eða öðrum hætti
undir mörg ráðuneyti og telja
þeir mikið hafa á skort að
heildarstjórn og samræming á að-
gerðum gegn vaxandi fíkniefna-
vanda sé fullnægjandi. Þjóðará-
tak þurfi til að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu og neyslu þess-
ara eiturefna.
Þingmennirnir óska m.a. eftir
svörum við eftirgreindum spurn-
ingum: Hvert er umfang fíkni-
efnaneyslu hér á landi miðað við
nágrannaiöndin, - hve mikið hef-
ur verið gert upptækt af ólög-
legum fíkniefnum sl. 10 ár, - hve
margar eru innlagnir á meðferð-
arstofnanir vegna ávana- og
fíkniefnaneyslu á sl. 5 árum og
hvað hafa stjórnvöld gert á þeim
tíma í fyrirbyggjandi aðgerðum.
Þá er spurt hvort vitað sé um af-
brot sem tengist fíkníefnaneyslu
beint, hvort vopn hafi fundist í
fórum þeirra sem teknir hafa ver-
ið fyrir brot á fíkniefnaneyslu.
Spurt er um þjálfun löggæslu og
tollgæslu og hvað ríkissjóður hafi
látið mikið fjármagn til aðgerða
gegn fíkniefnum sl. 5 ár og hve
mikið það sé samanborið við
fjárframlög annars staðar ,á
Norðurlöndum. -AI
ÞJÓÐMÁL
„Fjórmenningakllkan" býður bændum nú að opna sláturhúsin aftur ef þeir eru
tilbúnir til að skera.
Landbúnaðurinn
Misnotkun á framleiðnisjóði
420-440 milljónir bundnar í aukinn samdrátt.
Lítið eftir til að mœta áhrifum samdráttarins
„Ríkissjóður skal leggja fram
fjármagn til þess að mæta áhrif-
um samdráttar í framleiðslu
mjólkur- og sauðfjárpfurða.
Fjármagni þessu skal varið til
eflingar nýrra búgreina, mark-
aðsöflunar og til fjárhagslegrar
endurskipulagningar búreksturs
á lögbýlum.“
Þannig hljóðar 37. grein hinna
Ríkisendurskoðun
sem samkvæmt lögum nr. 12/1986 starfar á
vegum Alþingis frá 1. janúar 1987, óskar að
ráða til starfa:
Endurskoðendur
Viðskiptafræðinga
Hagfræðing
Lögfræðing
Fulltrúa
Annað skrifstofufólk.
Umsóknir um störfin ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar
Ríkisendurskoðun, Laugavegi 105, 150
Reykjavík, fyrir 1. desember 1986.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Félagsfundur
Verkamannafélagið Dagsbrún heldur félagsfund
í Iðnó sunnudaginn 2. nóvember n.k. kl. 14.
Fundarefni:
1. Félagsmál
2. Kjaramálin
Framsögumaður: Þröstur Ólafsson.
umdeildu „Framleiðsluráðs-
laga“, sem samþykkt voru um
sauðburðinn 1985, og varð tilefni
harðra deilna á alþingi s.l. þriðju-
dag. Ríkisframlagið rennur í
Framleiðnisjóð landbúnaðarins
og eiga framlögin að fara hækk-
andi úr 2% af búvöruverðmætinu
1986 í 5% árið 1990 á sama tíma
og útflutnignsbætur skulu lækka
úr 7% í 4%. í ár námu þessar
greiðslur í framleiðnisjóð 150
miijónum króna, en áætlað er að
þær verði 240 miíjónir á næsta ári
og fari hækkandi, sem fyrr er
sagt.
Margir bændur og ýmsir þing-
menn telja það misnotkun á fé
Framleiðnisjóðs að kaupa nú
framleiðslurétt af bændum og
auka þannig á samdráttinn, þar
sem féð eigi þvert á móti að nota
til að mæta þeim samdrætti sem
jum hefur verið samið. Steingrfm-
jur J. Sigfússon benti á að ef
l„fjórmenningaklíkunni“ tækist
nú að semja um allt það magn,
!sem að er stefnt, væri verið að
binda 420-440 miljónir króna til
allt að 5-7 ára, m.ö.o. stóran
ihluta þess fjármagns sem Fram-
leiðnisjóður átti á næstu árum að
nota til að mæta áhrifum sam-
dráttar í greininni. „Þessu fé var
ekki ætlað að stuðla að frekari
samdrætti“, sagði Steingrímur,
og vitnaði í 37. greinina frá 1985.
Óheft markaðshyggja
Það kom ekki á óvart að Páll
Pétursson á Höllustöðum þó
hendur sínar af aðgerðum land-
búnaðarráðherra; hann var eini
þingmaður Framsóknarmanna
1985 sem ekki studdi Fram-
leiðsluráðslögin. Hitt kom á
óvart hversu stóryrtur hann var
þegar hann sakaði ráðherrann
um óhefta markaðshyggju, um
að gera hina ríku ríkari og hina
fátæku fátækari og benti á að
Framleiðnisjóðnum hefði ekki
verið ætlað að koma landinu í
eyði. Ræða Páls fór líka fyrir
brjóstið á flokksbræðrum hans.
Stefán Valgeirsson sagði Pál ekki
gera sér neina grein fyrir því sem
væri að gerast. Hér væri ekki við
neina stefnu að sakast, heldur
neyddu þrengingar í markaðs-
málum ráðherra til að taka svona
á málunum. Gagnrýni Pálma
Jónssonar á Akri um að fækkun á
bústofni væri skipulagslaus svar-
aði Stefán með þjósti og spurði
hvort hann ætlaði að fara að segja
sér eða öðrum hvað ætti að skera
og hvað ekki.
En það var Sjálfstæðisþing-
maðurinn Egill Jónsson sem tók
svari ráðherra af mestum krafti.
Hann sagði nýju lögin mikla bót
frá þeirri óheftu framleiðslu sem
áður hefði verið og aðgerðirnar
nú miðuðust aðeins að því að
hjálpa þeim bændum sem vildu
færa sig úr sauðfjárrækt yfir í
önnur verkefni í íslenskum land-
búnaði. Auk þess hefðu verið
gerðarmargháttaðar ráðstafanir,
m.a. skuldbreytingar, til að
auðvelda bændum samdráttinn.
Ólafur Þ. Þórðarson og Jón
Kristjánsson tóku undir þetta og
.sagði Ólafur m.a. að brýnasta
verkefnið í íslenskum landbúnaði
væ'ri að koma á verðtryggingar-
sjóði fyrir loðdýrarækt.
Verðlausar jarðir
Ragnar Arnalds sagði bændur
enn ekki hafa komist að því full-
keyptu hjá ríkisstjórninni. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi ætti
áburðarverð að hækka um 30%
næsta vor og yfir vofði að raf-
magnshitun myndi hækka langt
umfram almennar verðbreyting-
ar. Niðurgreiðslur færu ört lækk-
andi sem þýddi að neysla drægist
enn frekar saman. Kjör bænda
myndu því skerðast enn frekar.
Ragnar spurði hvað yrði um lán
og veð sem hvíldu á jörðum, sem
nú verða gerðar verðlausar, og
hvort ríkissjóður yrði ekki skaða-
bótaskyldur gagnvart þeim sem
ættu veð í þeim.
Hjörleifur Guttormsson sagði
bændur hafa fengið allt of lítið
svigrúm til að aðlaga sig sám-
drætti í framleiðslu og engar áætl-
anir lægju enn fyrir um uppbygg-
ingu nýrra búhátta. íslenskur
landbúnaður þyrfti á öðrum að-
gerðum en októberhlaupi að
halda ekki síst nú þegar stefndi í
mikla fólksfækkun bæði í sveitum
bg þéttbýli úti á landi.
Eiður Guðnason taldi um-
ræðuna einkennast af tvískinn-
ungi bæði innan Framsóknar-
flokksins og af hálfu fyrrverandi
landbúnaðarráðherra. Afstöðu
Alþýðubandalagsins líkti hann
við hræsni en sagði Alþýðuflokk-
inn hafa bent á leiðir til úrbóta.
Það þýddi ekki að framileiða vöru
sem ekki seldist og sýnt væri að
veita þyrfti stórauknu fé til að
auðvelda bændum að bregða búi.
Framsóknar-
stefnan
Skúli Alexandersson kvað
furðulegt að heyra Framsóknar-
menn kvarta undan landbúnað-
arstefnu undanfarinna ára. Þeir
hefðu sjálfir ásamt hluta' af Sjálf-
stæðisflokknum markað þá
stefnu og bæru ábyrgð á henni.
Afleiðingarnar blöstu nú við því
lítið þyrfti út af að bera til að
heilar sveitir legðust í eyði.
Landbúnaðarráðherra, Jón
Helgason, sagði aðgerðirnar nú
samrýmast fyllilega lögunum frá
1985. Verið væri að gera ráðstaf-
anir til að samdrátturinn þurfi
ekki að koma niður á þeim sem
héldu áfram framleiðsiu sinni, en
það kallaði Páll Pétursson „stór-
bændastefnu".
Ráðherra sagði að á s.l. vori
hefði verið búið að gera samn-
inga við 111 bæridur í loðdýra-
rækt, 31 í ferðamannaiðnaði og
marga fleiri í eggjaframleiðslu og
skógrækt. Stórt átak hefði verið
gert til að bregðast við markaðs-
vandanum þó æskilegt hefði ver-
ið að hafa lengri aðdraganda að
samdrættinum. Markmiðið með
aðgerðunum nú væri að hjálpa
þeim sem vildu leggja út í bú-
háttabreytingu og ekki væri
nokkur vafi á því að það væri í
samræmi við anda laganna frá
1985.
Greinilegt var að þessi hálftími
langa umræða utan dagskrár
dugði skammt til að þingmenn
gætu úttalað sig um landbúnað-
armálin. Þess er að vænta að þau
komi frekar til umræðu nú á þing-
inu í kjölfar fyrirspurna og til-
lagna sem lagðar hafa verið fram
af stjórnarandstöðunni. ■ -ÁI
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
f STAÐARNEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
er komið.