Þjóðviljinn - 31.10.1986, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 31.10.1986, Qupperneq 24
Utvegsbankinn ^ kynnir nýja, almenna Með henni geta allir sem spara stefnt á hina háu vexti bundinna reikninga. Allir, — ekki bara þeir fjársterku. Og þetta getur fólk gert af fullU öryggi, því það hefur góða baktryggingu: Reynist bindingin því ofviða, getur það komið í bankann, sótt fé sitt og náö fullri ávöxtun innlánsreiknings með Ábót. SVONA BERÐU ÞIG AÐ Þú þarft að eiga fé á Innlánsreikningi með Ábót og stefna á að taka það ekki út í 18 mánuði. Svona einfalt er það. Og þú þarft ekki að tilkynna bankanum þennan ásetning þinn. Eigirðu ekki fé á Innlánsreikningi með Ábót þá geturðu auðveldlega bætt úr því á næsta afgreiðslustað bankans. OG VEXTIRNIR HLAÐAST UPP Þessi nýja sparnaðaraðferð er Lotusparnaður. Fyrsta lotan stendur í 18 mánuði og gefur háa vexti.* Önnur lota tekur strax við, ef eigandinn lætur féð standa óhreyft áfram. Hún stendur í 6 mánuði og gefur enn hærri vexti.* Þriðja lota stendur í 6 mánuði og enn hækka heildarvextir* af öllu sparifénu. Fjórða lotan varir einnig í 6 mánuði og að henni lokinni er hæstu vöxtum* Lotusparnaðarins náð. EINSTAKT ORYGGI Hið einstæða við Lotusparnað er að þú getur hafið hann hvenær sem er, alveg formálalaust, og hætt honum jafn óformlega. Þurfir þú á hinu sparaða fé að halda, þá tekur þú það út og rýfur þar með Lotusparnaðinn í það sinn. Þú fcerð vexti á alla uþþhœðina, samkvcemt því lotustigi sem þú náðir. Og þótt þú náir ekki að Ijúka fyrstu lotu, þá fcerðu samt fulla Ábótarvexti fyrir allan þann tíma sem uþþhceðin stóð óhreyfð. ÞETTA ER ÖRYGGISEM FORSJÁLIR KUNNA AÐ META. LOTU SPARNAÐUR HIN NÝJA, ALMENNA SPARNAÐARAÐFERÐ * Vaxtalölur verður leyfilegt að kunngera nk. þriðjudag GYLMIR/SÍA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.