Þjóðviljinn - 06.11.1986, Page 3
iÖRFRÉTTIRi
Alþýðusambandið
hefur ákveðiö að selja allt að 9%
af 10% eignarhlut sínum í Reikni-
stofu lífeyrissjóða á Suður-
landsbraut 30. Samkvæmt
stofnsamningi eiga núverandi
eignaraðilarforkaupsrétt, en síð-
an verkalýðsfélögin innan ASÍ og
lífeyrissjóðir innan SAL.
Neytendasamtökin
mæla ekki með
eftirfarandi fyrirtækjum sem ým-
ist svara ekki bréfum frá sam-
tökunum eða hlíta ekki niðurstöð-
um rannsókna Iðntæknistofnun-
ar vegna kvörtunarmála.Fyrir-
tækin eru: Benetton, Skóla-
vörðustíg 4. Endur og Hendur,
Laugavegi 32. Guðmundur And-
résson gullsmiður, Laugavegi,
50. Partý, Laugavegi 66. First,
Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði.
Karnabær, Laugavegi 66 og Sól-
arflug, ferðaskrifstofa Vesturgötu
17.
Foreldrafélag
Hlíðarenda
lýsir yfir eindregnum stuðningi
við baráttu fóstra fyrir bættum
kjörum. Telja foreldrarnir það
mikilvægt að börn þeirra fái notið
handleiðslu sérmenntaðs starfs-
fólks og að það ástand sem ríkt
hefur undanfarin tvö ár í dagvist-
armálum í borginni sé óviðun-
andi. Því verði að bæta úr kjörum
fóstra.
Heildartekjur RÚV
á sl. ári að frádregnum söiuskatti
námu á sl. ári 716.3 mlljónum kr.
og höfðu aukist um 63% frá árinu
áður. Heildarútgjöld voru 722,7
miljónir og höfðu hækkað um
nær 66% þannig að rekstrarhalli
varð 6.4 miljónir samkvæmt ný-
útkominni ársskýrslu útvarpsins.
Alþýðubankinn
opnar á morgun afgreiðslu á
Húsavík. Afgreiðslan verður til
staðar í Félagsheimilinu og þar
verður boðið uppá alla almenna
bankaþjónustu. Viðskiptin við
Húsvíkinga hafa aukist mikið eftir
að útibúið á Akureyri tók til starfa.
FRETTIR
Vaxtahœkkunin
ÚUánsvextir hækka mest
Hœkkun skuldabréfavaxta og vaxta á verðtryggðum lánum algengasta hœkkunin
Nokkur hækkun hefur orðið á
útlánsvöxtum innlánsstofnana frá
gildistöku nýrra laga um Seðla-
banka íslands, en samkvæmt
upplýsingum frá bankanum hef-
ur hækkun vaxta verið mest á út-
lánshliðinni. Algengust er hækk-
un almennra skuldabréfavaxta og
hækkun á verðtryggðum lánum.
Á skuldabréfum hefur hækkunin
mest verið í Útvegsbankanum þar
sem hækkunin hefur verið úr
15,5% í allt að 18%. Á verð-
bréfum hefur hækkunin verið
mest í Verslunarbankanum, eða
úr 4,5% í 6,5% vexti af öllum
lánunum. Þá hefur hækkun á
vöxtum á venjulegum víxlum ver-
ið mest í Iðnaðarbankanum eða
úr 15,25% í 16,25%.
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum er enn verið að
þróa aðferðir til þess að reikna út
vaxtamun á inn- og útlánsvöxtum
en sé hann óhóflegur, samkvæmt
lögunum, getur Seðlabankinn
gripið inní. Tveir af stærstu
bönkunum, Landsbankinn og
Búnaðarbankinn, hafa enn sem
komið er ekki gert breytingar á
vaxtatöku sinni, en vegna um-
fangs þeirra má búast við því að
þeir geti orðið stefnumótandi
hvað vaxtatöku varðar.
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um vaxtabreytingar
hjá lífeyrissjóðunum, en að sögn
Péturs Blöndal hjá Landssam-
bandi iífeyrissjóða standa nú yfir
viðræður á milli þeirra og Sam-
bands almennra lífeyrissjóða um
hvaða viðmiðun sjóðunum verði
ráðlagt að fara eftir. „Hjá líf-
eyrissjóðunum rekast hagsmunir
lántaka og lífeyrisþega á. Að
sjálfsögðu munum við reyna að
sætta þessa ólíku hagsmuni en
staða sjóðanna krefst þess nú að
það séu teknir eins háir vextir og
mögulegt er til þess að hægt sé að
standa við þær skuldbindingar
sem við höfum lofað varðandi líf-
eyri“ sagði Pétur Blöndal.
„Þessi vaxtahækkun mun
koma illa niður á mörgum lántak-
endum sem gert hafa sínar áætl-
anir út frá lægri vaxtatölum.
Ástæða er til að óttast að vanskil í
bönkum aukist enn frá því sem nú
er með þessum breytingum“
sagði Jóhannes Gunnarsson for-
maður Neytendasamtakanna um
vaxtahækkanirnar. „Mikið hefur
verið rætt um vanda húsbygg-
enda, en með þessum hækkunum
er enn verið að auka á þann
vanda og spurning hvort ekki
hreinlega er verið að kippa fótun-
um undan sumum þeirra. Það
vekur jafnframt undrun mína að
á sama tíma og verðbólgan lækk-
ar þá skuli vera þörf fyrir vaxta-
hækkanir" sagði Jóhannes Gunn-
arsson að lokum.
-K.ÓI.
Valborg og
bekkurinn
í kvöld hefjast á ný sýningar í
Þjóðleikhúskjallaranum á leikrit-
inu Valborg og bekkurinn eftir
danska leikritahöfundinn Finn
Methling. Leikritið var frumsýnt
í Þjóðleikhúsinu í marslok 1985
og sýnt alls 32 sinnum við miklar
vinsældir. Leikritið fjallar um
ekkjuna Valborgu sem spjallar (
við garðbekk um líf sitt, ástir og
hjónaband og er öll frásögnin
krydduð vel þekktum alþýðu-
söngvum úr ýmsum áttum. Það er
Guðrún Þ. Stephensen sem
leikur Valborgu, en Karl Ágúst
Úlfsson leikur garðbekkinn, sem
hjálpar henni að rifja upp smáat-
riðin úr lífi sínu. Leikstjóri er
Borgþór Garðarsson.
n ; * <* . ■*: - ■ ..... . ”
.»ó ■ *•> Í'íú \
' ? 4 < ' '
yýfSv' '>■■'' , ■ W m-hs
» ,<•* - x r ■ *
Heii hlið nýja Fjölbrautaskólans er úr gleri. Mynd Sig.
Selfoss
Stærsti gluggi landsins
„Þessi skóli er hannaður af Dr.
Magga Jónssyni í samráði við
fyrrverandi skólastjóra hér,
Heimi Pálsson“ sagði Þór Vig-
fússon skólameistari Fjölbrauta-
skólans á Selfossi í samtali við
Nýr Fjölbrautaskóli rís á Selfossi. Glugginn 700fermetrar
milljónir þegar henni verður lok-
ið. Á henni er stærsti gluggi í
landinu og er hann um 700 ferm-
etrar.
Til stóð að flutt yrði inn
l.september en það dróst, meðal
Þjóðviljann, en um næstu áramót
mun skólinn flytja í nýtt húsnæði.
í heild verður byggingin 6400
fermetrar og lokið er við að
byggja rúma 3000 fermetra.
Byggingin mun kosta um 130
annars vegna skorts á fjárveiting-
um að sögn Þórs. í skólanum eru
nú um 600 manns og er kennt á
mörgum stöðum hér og þar í bæn-
um á meðan beðið er eftir nýja
húsnæðinu. -vd.
Framkvæmdasjóður fatlaðra
Ríkið hirti 41 miljón
Fjármálaráðherra viðurkenndi
í umræðu á alþingi í gær að 41
mUjjón króna hefði verið tekin af
erfðafjárskatti beint í ríkissjóð á
þessu ári en afgangnum, 25 milj-
ónum króna hafi verið skilað í
Framkvæmdasjóð fatlaðra. Sam-
kvæmt lögum á Framkvæmda-
sjóðurinn að fá erfðafjárskattinn
óskiptan og gagnrýndi Helgi Sel-
jan þessa ráðstöfun ríkisstjórnar-
innar harðlega.
Þorsteinn Pálsson viðurkenndi
einnig að staða sjóðsins væri
slæm og sagði að þess vegna hefði
nýlega verið veitt 10 miljón króna
aukafjárveitingu til hans vegna
Öskjuhlíðarskóla. Ráðherra
sagði að óhjákvæmilegt hefði
verið að taka þessa 41 miljón af
sjóðnum, það væri ekki ný saga,
en láðst hefði að leita lagahei-
mildar fyrir þeirri ákvörðun. Það
yrði hins vegar gert varðandi
fyrirhugaða skerðingu á næsta
ári!
Helgi Seljan skoraði á ráðherra
að bæta fyrir fyrri verk sín með
því að skila öllum erfðafjárskatt-
inum í Framkvæmdasjóð fatlaðra
á næsta ári. Hann minnti á að á
árunum 1980-1983 hefðu framlög
í sjóðinn að jafnaði verið 155
miljónir á ári en á árunum 1984-
1986 hefði meðaltalið fallið niður
í 94 miljónir. Helgi benti einnig á
að þær 41 miljón krónur sem nú
hafa verið teknar í ríkissjóð af
erfðafjárskatti liðins árs myndu
nægja fyrir byggingu 8 sambýla
fyrir þroskahefta..
-ÁI.
Sjúkraliðar
Erum
hundsaðar
Uppsagnarfrestur sjúkraliða
framlengdur um 3 mánuði.
„Það var aldrei talað við okkur
áður en þessi ákvörðun var tekin
og það er einsog engu máli skipti
þó 537 sjúkraliðar segi upp störf-
um, við erum alveg hundsaðar"
sagði Hulda Ólafsdóttir formað-
ur Sjúkraliðafélags íslands um þá
ákvörðun borgarráðs að fram-
iengja uppsagnarfrest sjúkraliða
hjá borginni um 3 mánuði, eða til
31.mars. -vd.
AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR ALÞÝÐUBANDALAGSINS
DAGSKRÁ: 7- -! Föstudagur 7. nóvember: kl. 18.30 SAMEIGINLEGUR KVÖLDVERÐUR 20.00 FUNDARSETNING: Kristín Á. Ólafsdóttir. STJÓRNMÁLAÁLYKTUN: Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Arnalds. Almennar umræður. 22.00 EFNAHAGS- OG ATVINNUMÁL: Efnahags- og atvinnumálanefnd, sem kjörin var á síðasta landsfundi, gerir grein fyrir starfi sínu og drög- um að áliti. Almennar umræður. 9. NÓVEMBER MIÐGARÐI - HVERFISGÖTU 1( Laugardagur 8. nóvember: kl. 9.00 HÚSNÆÐISMÁL: Guðni Jóhannesson. Almennar umræður. 10.00 UTANRÍKISMÁL: Steingrímur J. Sigfússon. Almennar umræður. 12.00 Matarhlé. 13.00 FLOKKSSTARFIÐ: UNDIRBÚNINGUR KOSNINGA: Pálmar Halldórsson. Almennar umræður. ÖNNUR MÁL. STARFSHÓPAR. )5 Sunnudagur 9. nóvember: 10.30 ÁLIT STARFSHÓPA. Almennar umræður. AFGREIÐSLA MÁLA. FUNDARSLIT eru áætluð fyrir kl. 17.00. LAUGARDAGSKVÖLDIÐ: UPPREISNIN í ÞJÓÐLEIKHÚSINU OPIÐ HÚS I MIÐGARÐI. FUNDARGÖGN LIGGJA FRAMMI Á SKRIFSTOFU FLOKKSINS.
Flmmtudagur 6. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3