Þjóðviljinn - 06.11.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1986, Síða 7
Trúðleikir Ég tjái mig með tilfinningum Ruben Madsen er sænskur trúður sem hefur á undanförn- um árum ferðast víða um lönd og sýnt listir sínar. Fyrir áratug setti hann á stofn sirkusskóla fyrir börn sem er að sjálfsögðu farandskóli. í skólanum kennir hann ásamt tveimur aðstoðar- mönnum sínum, þeim Hákoni og Mille, 50 börnum í tvær stundir hvernig er hægt að skemmta áhorfendum í einnar stundar sýningu. Ruben hefur ferðast um ísland síðan 28.september og farið á eina 20 staði, síðast á Selfoss. „Við höfum unnið á hverjum ein- asta degi ferðarinnar" sagði Ru- ben þegar Þjóðviljinn hitti hann að máli að lokinni sýningunni á Selfossi. „Við kennum krökku- num fimleikaatriði, galdra og ýmis konar trúðleiki" sagði Ru- ben. „Tveir tímar duga alveg og heima í Svíþjóð kennum við yfir- leitt 100 börnum samtímis á þess- um tveimur tímum. Það er ekkert vandamál að koma krökkunum í skilning um hvað við eigum við. Ég sýni þeim atriðin og þau gera eins. Jafnframt því að halda sýning- ar einn eða með börnum held ég einnig fyrirlestra um líkamstján- ingu í leikfélögum víðs vegar um landið, en hana nota ég einmitt við að tala við börnin. Og það skemmtilega er að þau svara á móti með ýmsum hreyfingum. Orðin sjálf eru ekki svo mikil- væg. í upphafi reyndum við að nota túlk en það gekk hræðilega. Hún þýddi stundum vitlaust og í ofanálag er alls ekki hægt að þýða tilfinningar. Við notum tilfinn- ingarnar fyrst og fremst, ekki orðin. íslendingar hugsa öðruvísi Þessi sýningarferð okkar um ísland er sú fyrsta sem hefur verið farin hérlendis, það hefur enginn Trúðurinn Ruben sem hefur ferðast víða um heim með farandsirkusskóla sinníspjallivið Þjóðviljann annar farið á þessa staði og sýnt á hverjum degi. Við höfum farið um á tveimur Lapplander jepp- um sem Volvo lagði til og það hefur komið sér vel. Við lentum til dæmis í því um daginn að fara 17 kílómetra á heilum klukku- tíma því það var svo mikill snjór. Við ætluðum að sjá Landmanna- laugar en urðum að snúa við á endanum! Það kom okkur mjög á óvart við komuna hingað hvað fyrir- tæki voru treg til að styrkja okkur til fararinnar. Volvo lagði jú til bflana og Shell bensínið en annan kostnað berum við sjálfir og erum auðvitað í bullandi tapi. I Svíþjóð er hugsunarhátturinn sá að þar sem fólk vinnur mikið hjá fyrirtækjum til að hafa í sig og á, þá beri fyrirtækjunum skylda til að sjá fólkinu fyrir menningu og auðvelda listamönnum að stunda list sína. Þessi hugsun virðist ekki þekkj- ast hérlendis. Stór fyrirtæki eins- og það sem framleiðir Svala ætti hiklaust að borga upp menningu fyrir böm, miðað við hvað þeir kosta miklu til að koma þessu óholla sulli sínu ofan í börnin. Fólk vill horfa á vídeó Og svo er annað sem er ólíkt Svíþjóð hér, og það er áhugaleysi fólks um listviðburði. Okkur virðist sem fólki finnist áhuga- verðara að leigja sér myndbands- spólu en að fara á leikrit" -Svo að við snúum okkur aftur að börnunum, hvað er það sem veldur því að þið leggið þessa fyrirhöfn á ykkur og reksturinn í bullandi tapi? „Við vorum farnir að skipu- leggja þessa ferð hálfu ári áður en við komum til landsins og það er erfitt að snúa við þegar allt er komið í gang og í ljós kemur að illa gengur. Okkur grunaði ekki að aðsóknin yrði svona slæm mið- að við það sem við eigum að venj- ast og að fyrirtæki tækju okkur svo illa. Það er auðvitað gaman að vinna með börnunum og þau koma manni oft á óvart. Nýlega var með okkur lítill strákur sem sat allan tímann úti í horni og neitaði að tala við nokkurn mann. En þegar hann kom á svið- ið hneigði hann sig og beygði í allar áttir, sjálfstraustið uppmál- að. Það er mjög mikilvægt að börnin hafi sjálfstraust, annars geta þau aldrei tekið neinar á- kvarðanir sjálf í lífinu. Mikilvægt að börnin ákveði Við þvingum börnin aldrei til að taka þátt, né gera ákveðin verkefni. Þau velja sér sjálf hlut- verk og enginn fullorðinn fær að hafa þar áhrif, hvorki við, for- eldrar né kennarar. Kennarar og foreldrar fá ekki að vera við- staddir og ef börnin ákveða að koma ekki nema í fylgd með pabba eða mömmu þá segjum við bara bless. Það mikilvæga er að barnið ákvað sjálft að það ætlaði ekki að koma. Krakkarnir eru yfirleitt aldrei taugaóstyrkir, þau treysta blint á að ef við erum rólegir þá geti þau verið það líka. Stundum gleyma þau alveg því sem þau eiga að gera og þá förum við í róleghei- tum yfir það tveimur mínútum áður en barnið fer á svið. Síðan taka þau alla sýninguna Ruben Madsen: „Og nu skal vi gefa galdralistamanninn stórt klapp.“ Ti inm imólirS pkkprt vpnriamál í sirkijsnum. Mvnri Sin sjálf upp á myndsegulband og við furðum okkur oft á hve fagmann- lega þau vinna. Heilaskemmd börn sem við höfum kennt og sýnt með í Sví- þjóð hafa sýnt sömu hæfileka við að einbeita sér, jafnt við mynda- tökur og fimleikaatriði. Ég minn- ist þess að eitt sinn kenndi ég lít- illi heilaskemmdri stúlku jafnvægisatriðið, þar sem hún gekk á slá og ég studdi við hend- ina á henni. Atriðið gekk mjög vel og það var ekki fyrr en eftir á að mér var sagt að stúlkan gæti ekki gengið. Ástæðan fyrir því að þetta heppnaðist var að hún var með tilfinningu í ilinni fyrir miðju en það vissi enginn áður.“ Það eru eflaust margir krakkar sem nú dreymir um að vera trúað í sirkus en fljótlega kveður Ru- ben. Síðustu sýningarnar verða í Reykjavík og nágrenni og 15. þ.m. fer hann svo til Noregs. -vd Gunnlaugur Stefánsson, guðfræðingur Launin mín felast ekki í bíla- og ferðakostnaði í skýrslu nefndar, er kannaði sérstaklega gagnrýnisverð atriði í rekstri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, eru launamál mín og ann- ars starfsfólks stofnunarinnar gerð að umræðuefni. Síðan hafa nokkrir fjölmiðlar fjallað um þau mál og gefið alranga mynd af því hver laun okkar eru. Það hefur verið gert með því að leggja sam- an föst laun, yfirvinnu, ferða- kostnað og bflkostnað og fullyrða að þetta séu heildarlaun. Hér er auðvitað um grófa rangtúlkun að ræða. Samkvæmt launasamningi mínum við Hjálparstofnun kirkj- unnar, sem miðaður er við launataxta opinberra starfs- manna, var ég 1. nóv. 1985 með 310 kr. á hverja unna klukku- stund í dagvinnu. Á sama tíma voru stundakennaralaun við framhaldsskóla kr. 320 fyrir hverja kennslustund. Þær greiðslur er ég fékk í laun utan við dagvinnu voru sannanlega unnar yfirvinnustundir sam- kvæmt gildandi kjarasamningi. Bfla- og ferðakostnaður er ekki laun heldur útlagður kostnaður. Ég vil taka fram að samkvæmt starfshefð hjá Hjálparstofnun- inni, þá er föstu starfsfólki meinað að vinna önnur launuð störf. Á Hjálparstofnun kirkjunnar starfar fámennt starfslið undir álagi og mikilli ábyrgð. Þar gengur vinna fyrir fjölskyldu og tómstundum. En launin eru mið- uð við gildandi kjarasamninga og ekki útaf þeim brugðið, nema ef vera skyldi að starfsfólk legði að mörkum vinnuframlög án launa. í skýrslu nefndarinnar er sett spurnarmerki við nauðsyn þess að ferðast sé til Vesturlanda. Hér talar nefndin af vanþekkingu. Hjálparstofnunin verður að eiga náið samband við systurstofnanir í nágrannalöndum, m.a. um sam- eiginleg hjálparverkefni, við öflun áreiðanlegra upplýsinga í hj álparstarfinu, um mikil fj ár - málasamskipti,en stofnuninnivar falin ráðstöfun tíu og hálfrar milj- ón króna til hjálparverkefna árin ’84 og ’85 af systurstofnunum á Vesturlöndum. Án samskipta við systurstofnanir á Vesturlöndum væri starfsemi Hjálparstofnunar- innar kák eitt. Skýrsla nefndarinnar er engin heildarúttekt á starfi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. í erindis- bréfi kirkjumálaráðherra um verkefni nefndarinnar segir að hún „eigi að upplýsa staðreyndir um starfsemi stofnunarinnar". En í inngangsorðum sínum segir nefndin orðrétt: „Nú verða rakin helstu atriði framkominnar gagnrýni og niðurstöður nefndar- innar á þeim gagnrýnisatriðum.” Nefndin hnykkir á þessum ásetn- ingi sínum í skýrslunni þar sem stendur „og er í því sambandi ekki rætt um hjálparstarfsemi innanlands, sem gagnrýni hefur ekki beinst að.“ Skýrslan gefur því enga heildarmynd af um- fangsmiklu starfi Hjálparstofn- unarinnar, heldur fjallar fyrst og fremst um gagnrýnisverð atriði. Það er hæpið að leggja heildar- dóm á störf stofnunarinnar út frá þessari skýrslu einni. Hinu ber að fagna, að gagrýnin liggur fyrir og það fyrir opnum tjöldum. Hjálparstofnunin óskaði sjálf eftir þessari athugun og ákvað sjálf að birta alla skýrsl- una opinberlega til þess að deila gagnrýni og vandamálum með al- menningi, svo byggja megi for - dómalaust uppennöflugrahjálp- arstarf. Mættu fleiri feta í þau fót- spor. En það sem athugunin leiddi fyrst og síðast í ljós var að hjálp- arfé kemst til skila og í raun er aðstoðin meiri en framlög ís- lenskra gefenda standa undir. Það finnst mér bera vott um að starfsfólk stofnunarinnar vinnur fyrir kaupinu sínu og gott betur. Gunnlaugur Stefánsson, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.