Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 7
Lesió eina — iesiö aliar f>að hillir nú undir jólin, helstu hátíð kaupmannanna. Hinir framsýnu í þeirra hópi hafa þegar sett jólasveinana útí glugga, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið. Fyrirhyggjusamir neytendur eru líka byrjaðir í jólagjafakaupum og sumir jafnvel farnir að pakka inn. Helsta sérkenni gjafamarkað- arins íslenska er án efa jólabóka- flóðið margumtalaða, enda ís- lendingar bókelskust þjóða - að eigin sögn a.m.k. Á markaðinum þeim hafa á síðari árum rutt sér mjög til rúms, annarsvegar við- talsbækur og hinsvegar „unglingabækur". Okkurfýsti að vita hvort hið síðarnefnda væru í raun bókmenntir ungs fólks, hvort þau læsu þær o.s.frv. Eða hvort hér væri á ferðinni enn eitt fyrirbærið sem prangað væri inná ömmu og afa, með því að telja þeim trú um að þetta vildu ung- lingarnir að gjöf. Við fengum þrjá fulltrúa þeirra til að skiptast á skoðunum. Þau Örnu Þórunni Björnsdóttur 16 ára stúlku úr Grindavík, sem er við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík; Guðrúnu Þórsdóttur - „Fjórtán bráðum fimmtán" -úr Hagaskóla og Stefán Eiríksson, 16 ára pilt úr Menntskólanum við Hamrahlíð. Lesið þið „unglingabókmennt- ir“? Arna: „Ég forðast það svona frekar. Það getur að vísu verið ágætt að hlæja sig í gegnum eina og eina, en það er þreytandi til lengdar. Svo er líka ósköp til- gangslítið að lesa bækur, sem maður man ekki hvað fjölluðu um fimm mínútum eftir að maður lauk þeim.“ Fjórtán ára í fjósi Guðrún: „Já maður ruglar öllu saman. Ég man t.d. aldrei nöfn- in, bara að það var „Fjórtán ára í fjósi,“ eða eitthvað álíka. Stefán: Auðvitað er þetta ósköp ómerkilegt flest, maður skammast sín jafnvel stundum fyrir að lesa þetta, eða öllu heldur finnur svo til með höfundinum að mann sárkennir til. Samt les ég allar unglingabækur sem ég kemst í og flestar oft.“ Af hverju? „Nú af því að það situr ekkert eftir. Að liggja uppí rúmi einn morgun með kornfleks, súru- mjólk, rás 2 og Andrés eða Eð- varð, finnst mér ósköp indælt. Maður þarf ekkert að hugsa, það er ekkert sem ekki er auðskilið og ekkert þess virði að muna. Mað- ur flýr bara raunveruleikann á þægilegan hátt í nokkra stund. Svo er maður líka svo fljótur með þessar bækur, tekur eina morg- unstund eða svo að lesa hverja.“ Arna: „Það situr raunar ein sena úr svona unglingabók eftir hjá mér. Úr hvaða bók það er man ég ekki. Táningaparið er voða hamingjusamt inní stofu, hann með lakkrísbindið, hún með rjómatertuna sem hún er ný- búin að baka afþví að það er svo gaman að vera táningur með barn og lifa á tuttuguþúsund á mán- uði.“ Þau hlæja öll dálítið og lái þeim hver sem vill, en svo höldum við áfram. Guðrún: „Ég les ósköp lítið, geri eiginlega allt annað. En þá sjaldan að ég les eitthvað reyni ég að lesa eitthvað almennilegt, ef ég finn ekkert svoleiðis þá les ég þessar unglingabækur." Arna: „Það er það sama hér. Ef maður hefur ekkert annað að lesa þá grípur maður í þetta. Raunar finnst mér lang skemmti- legast að lesa þetta með einhverj- um öðrum. Það er miklu skemmtilegra að hlæja í kór.“ Stefán: „Það er alveg þver- öfugt hér. Það er einmitt þegar ég hef eitthvað annað sem ég les þessar bækur. T.d. milli jóla og nýárs þá nenni ég ekki að sökkva mér í þessar þungu bækur sem ég sjálfur fékk. Svo ég stelst bara í unglingabækurnar sem systir mín fékk, því einsog ég sagði áðan út- heimtir lestur á þeim ekkert af lesandanum." Eins og Dallas og Dynasty Nú talið þið um almennilegar bókmenntir og þungar bœkur. Hverslags bókmenntir eru það sem þið lesið? Arna: „Bara það sem við köllum bókmenntir. Uppáhalds- bókin mín, sú sem ég kann næst- um utan að, er t.d. íslandsklukk- an.“ Stefán: „Vildi óska að ég gæti sagt það sama, en þegar ég las íslandsklukkuna var það ekki vegna þess að mig langaði til þess, heldur afþví að ég átti að gera það fyrir skólann. Það eyði- leggur oft fyrir manni ánægjuna. Ég hafði hins vegar mjög gaman af Sjálfstæðu fólki“. Guðrún: „Uppáhaldsbókin mín er heldur ekki nein unglinga- bók. Lífsþorsti, sagan um Vinc- ent Van Gogh eftir Irving Stone.“ En er þetta almennt, að ung- lingar lesi lítið unglingabœkur, en þess meira í „heimsbók- menntunum“? Þau hrista höfuðið. Stefán: „Þetta er rétt einsog með Dallas og Dynasty. Ung- lingar lesa þessar bækur til að flýja raunveruleikann. Og einsog með Dallas þorir enginn að viðurkennda að honum hafi þótt gaman að þessum bókum. „Jú, ég las hana. Æ, hún var ósköp rugl- ingsleg og vitlaus," er algengt svar. En samt lesa þau og samt horfir fólkið á Dallas.“ Stúlkurn- ar taka undir þetta og Stefán heldur áfram: „Fólk þarf eitthvað svona dóp í nútímasamfélagi. Beinlínis verð- ur að finna einhverja leið til að flýja raunveruleikann í svona tvo tíma á dag.“ Rjómaköku- fólkið kannski til En hvað er svona ómerkilegt eða leiðinlegt við þessar bœkur? Guðrún: „Þær eru svo langt frá raun verulei kanum. “ Arna: „Óttalegar halelújabæk- ur.“ Stefán: „Þærfást ekki við neitt. Vandamálin sem þau kljást við skipta hlægilega litlu máli.“ Guðrún: „Raunar er ekkert al- vont í þessu. Ég hef t.d. lesið bækur bæði eftir Pál Pálsson og Andrés Indriðason sem voru sæmilega raunsæjar." Arna: „Ég man að mamma stóð heillengi í því að reyna að sannfæra mig um að svona væri lífið ekki, þegar ég hafði lesið einhverja unglingabók. Rjóma- kökufólkið er kannski til ein- hvers staðar en ég hef aldrei hitt það og þykir sérkennileg þessi mynd af af lífinu.“ Stefán: „Það er líka spurning hvað og hverjir eru unglingar og þá fyrir hverja unglingabækurnar eru. Ég held að þeir sem fyrst og fremst lesi unglingabækur séu tólf til þrettán ára. Að lestrinum loknum halda þau svo að þetta sé það sem taki við hjá þeim, þegar þau verða unglingar. Síðan verða þau auðvitað fyrir vónbrigðum þegar þau fá aldrei neina heima- bakaða rjómaköku. Ég viður- kenni að rjómakökustíllinn er freistandi lífsmáti, en raunhæfur er hann varla.“ Guðrún: „Við erum líka fórn- arlömb neysluþjóðfélagsins. All- ir sem ætla að framleiða eitthvað og selja reyna að pranga því inn á okkur. Það er nefnilega auðvelt að segja okkur að við verðum að eignast þetta og hitt, að þetta sé fyrir okkur og svo framvegis. Þið sjáið bara tískuna." Arna: „Einmitt. Enda eru ung- lingabækur mest seldu bækurn- ar.“ Stefán: „En þær eru líka yfir- leitt keyptar af fullorðna fólitinu handa unglingunum." Raunsæi og sveitarómantík Pið leggið töluvert uppúrþví að unglingabœkur standi of fjarri raunveruleikanum. En hvað með bœkur einsog Búrið, eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur? Það birtir yfir Örnu og Stefáni, ii, .fc Föstudagur 21. nóvember 1986 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.