Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.11.1986, Blaðsíða 8
...ágætt að hlæja sig í gegnum eina og eina, en það er þreytandi til lengdar. Svo er líka ósköp tilgangslítið að lesa bækur, sem maður man ekki hvað fjölluðu um 5 mín. eftir að maður lauk þeim.“ „Allir sem ætla að framleiða eitthvað og selja reyna að pranga því inn á okkur. Það er nefnilega auðvelt að segja okkur að við verðum að eignast... Þið sjáið bara tískuna. “ „Ég held að þeir sem fyrst og fremst lesi unglingabækur séu tólf til þrettán ára. Að lestrinum loknum halda þau svo að þetta sé það sem takivið hjá þeim þegar þau verða unglingar. Síðan verða þau auðvitað fyrir vonbrigðum þegar þau fá aldrei neina heimabakaða rjómaköku." Arna Þórunn Björnsdóttir. Guðrún Þórsdóttir. Stefán Eiríksson á mynd Sig. en Guðrún hefur ekki lesið hana. Arna: „Hún var stórgóð. Veg- urinn heim lika. Maður hugsar bara ekki um svoleiðis sem ung- iingabækur. „Unglingabók- menntir“ er eiginlega bara sam- heiti á Andrési, Eðvarð og fleiri þess háttar. En bækurnar hennar Olgu voru stórgóðar, enda voru þær trúverðugar. Ilmurtil dæmis. Þar var verið að fást við alvöru vandamál. Þær eru að vísu harð- ari, það eru meiri átök, en maður trúir þeim.“ Stefán: „Alveg sammála. En bækur þurfa svosem ekkert að vera afar raunsæjar til að þær séu ógnvekjandi. Það er bara þessi glansmynd sem er ekki áhuga- verð. En ég hef til dæmis enn gaman af að grípa í Ármann Kr. og sveitarómantíkina hans. Nú nýverið las ég líka bók sem mér fannst mjög skemmtileg. Ég ætti kannski ekki að segja frá því, þá verð ég kannski áiitinn jafn bilað- urog menn halda höfundinn. Það var Baneitrað samband á Njálsgötunni." En er nokkur ástœða til að vera að velta sér upp úr vandamálum sýknt og heilagt? Verða bók- menntirnar þá ekki bara að leiðin- legu stagli og þrasi? Stefán: „Nei. Búrið var til að. mynda langt frá því að vera leiðinleg.“ Arna: „Allar bókmenntir hljóta að fjalia um vandamál.“ Stefán: „Einkum unglingabók- menntir." Krakkar hættir að lesaog leika En lesa krakkar almennt minna nú en áður? „Guðrún: „Já. Það er einsog með annað. Mér finnst til dæmis að ég sjái aldrei yngri krakka uti að leika sér. Þegar ég var krakki vorum við alltaf úti að leika okk- ur, en nú halda þau sig bara inni við yfir vídeói og teiknimynda- sögum.“ Stefán: „Það er líka alveg búið með að fara á bókasafnið þrisvar í viku og taka tíu bækur í hvert sinn. Eg held að fólk hafi bara ekki orku til að lesa jafn mikið og það gerði.“ Arna: „Það er líka svo margt komið á vídeó sem áður varð bara lesið úr bókum. Sjáðu þætti- na um Marco Polo. Þá fyrst fór maður að lesa þessa þurru mannkynsögu sína, þegar maður hafði séð hann. Svo finnst mér ég heldur ekki hafa nógu mikinn tíma til að lesa. Að maður háfi nóg með skólann og vinina.“ Þau hin samsinna hinu síðar- nefnda bæði og sú spurning er rædd hvort of mikið vinnuálag sé í skólum. En aftur rennur um- ræðan í sinn rétta farveg. Arna: „Bókmenntalestur fer líka eftir þjóðfélagshópum. Þar sem ég ólst upp, í Grindavík, lesa jafnöldrur mínar sem ekki fóru í skóla, það sem við myndum kalla lélegar bókmenntir. ísfólkið, Sannar sögur og svo framvegis." En hvernig stendur á því að þið lesið „góðar“ bókmenntir? Er ýtt á ykkur heima til slíks lesturs eða... Guðrún: „Já, pabbi ýtir gjarnan á eftir mér. En ég fer líka reglulega til hans og spyr hvort hann sé ekki með eitthvað skemmtilegt að lesa.“ „Stefán: „Ég held að þess hafi bara ekki þurft. En annars hefði það ábyggilega verið gert. Ég hef að vísu alltaf fengið mjög mikið áf bókum, t.d. á jólunum, en öðruvísi held ég að ekki hafi verið ýtt á mig.“ Arna: „Það er sama sagan hér. Ég sótti það mikið í þetta sjálf, að þess þurfti varla. Hins vegar hef ég mjög verið hvött til almennrar menntunar.“ Yrkja öll En hvað með Ijóð, lesið þið þau? Það er eining um þessa spurn- ingu, öll lesa þau ljóð og hafa gaman af góðum ljóðum. Arna: „Þetta finnst mér dýpsta formið í bókmenntum.“ Stefán: „Það fer nú líka eftir höfundum.“ Guðrún: „Mér finnst samt ekki að maður þurfi að skilja þau, það er að segja, ekki einsog höfu- ndurinn skildi þau. Manns eigin túlkun finnst mér það eina rétta. “ „Einmitt“, svara Stefán og Arna og Arna heldur áfram: „Þessvegna er alveg ferlega fúlt að fá 0 fyrir túlkun á prófi og beinlínis heimskulegt." En hvernig Ijóðum þykirykkur gaman að? Stefán: „Mest gaman hef ég af gamla forminu, rímað og stuðl- að.“ Guðrún: „Súrrealískum. Þó vil ég hafa einhvern þráð í þeim.“ Arna: „Ég hef gaman af ýms- um formum, þó það gamla heilli mig nú ekkert sérstaklega.“ Stefán: „Ég hef líka mjöggam- an af skemmtilegum ljóðum. Fyndnum og frumlegum líking- um og þess háttar. Hef raunar sjálfur gert nokkur svoleiðis." Hvað með ykkur, hafið þið eitthvað ort? Þær kinka kolli settlega og í sameiningu komast þau að þeirri niðurstöðu að níu tíundu hlutar allra unglinga hefðu ort. Guðrún: „En fólk er líka dug- legt við að fela þetta. Hrætt við að opinbera sig.“ Arna: „Já. En allir eru til í viðurkenna að þeirhafi ort, en að sýna það: neeei.“ Stefán: „Það eru líka fáir að skrifa af alvöru." Arna: „Ég er ekki viss, ég á fullt af vinum sem eru að því. Til dæmis í Grindavík held ég að allir hafi stundað það að setja hugsanir sínar á blað. Það er svo gott að fá útrás við ljóða- gerð.“ Vilja frekar í bíó Flestir yrkja Ijóð, segið þið en hvernig er með leikhús? Fer ungt fólk í leikhús? Leikur það sjálft? Guðrún: „Þau fara lítið í leikhús. Vilja frekar í bíó. Svo er það líka dýrara að fara í leikhús. Ég vann í leikhúsi í fyrra og mað- ur fann ekki fyrir neinum áhuga hjá krökkunum á að fara á eina eða aðra sýningu.“ Stefán: „Vinir mínir, ef þeir fara í leikhús er það með foreldr- um sínum. Öðruvísi ekki og það þykir gott ef einhver sér eina sýn- ingu á leikári.“ En þið sjálf? „Jú töluvert“, svara þau öll í senn. „Það er miklu meiri upplifun, miklu skemmtilegra en fara í bíó“, bætir Arna við. En leikur ungt fólk ekki mikið enn, t.d. í skólanum? Guðrún: „Nei, ekki finnst mér það. í Hagaskólanum eru 400 nemendur og það eru ekki nema 60 í leiklist.“ Hinum þykir það nú þónokk- uð. „Ég held líka að það hafi orðið nokkur uppvakning með leikhópnum „Veit mamma hvað ég vil“. Að vísu voru þetta mest krakkar sem voru í leiklist fyrir, en þau héldu þó áfram.“ Guðrún og Arna sáu báðar sýningu Ieikhópsins á „Myrkur“ og eru sammála um að það hafi ekki verið neitt sérstakt. En öll eru þau á einu máli um að þetta sé virðingarvert framtak. „Annars er það eins með leikhúsið, unglingabók- menntirnar og Dallas. Fólk vill helst bara sjá einhverja glans- mynd, helst svolítið skemmti- lega, til að gleyma sér smá stund. Við sjáum það á aðsókninni að revíum, söng- og gamanleikjum. Leikhúsið á sér sína formúlu fyrir afþreyingunni, rétt eins og Dallas og unglingabókmenntirnar. Ast+vinátta+létt vanda- mál+söngur og fimmaura brand- arar.“ Að lokum komast þau að sam- eiginlegri niðurstöðu, sem á sennilega jafnmikið við um söng- leiki og Dallas, einsog unglinga- bókmenntirnar. Ef unglingabók- menntir eru bækur Andrésa og Eðvarða heimsins, þá nægir að lesa eina - þá hefurðu lesið þær allar." Við þökkum krökkunum kær- lega spjallið og getum þess í leiðinni að unglingabækurnar í ár verða framvegis ritdæmdar á síð- um Glætunnar. Vinsældalistar Þjóðviljans Bylgjan 1) Serblnn Bubbi Morthens 2) In the army now Status Quo 3) The final countdown Europe 4) Walk like an Egyptlan Bangles 5) Suburbia Pet Shop Boys 6) Don ’t get me wrong Pretenders 7) Love will conquer all Lionel Richie 8) You keep me hangin’ on Kim Wilde 9) Hip to bee square Huey Lewis & The News 10) i’we been losing youu A-Ha Grammið 1) Talking Heads Truestories 2) Smlthereens Especially for you 3) Tex and the horseheads Live so cool 4) Rem Lives reach plagaeant 5) Billy Bragg Talking with the tax-man about poetry 6) Cure Standing on the beach 7) Richard Thompson Daring adventures 8) Elvls Costello Blood and Chocolate 9) Frankie goes to Hollywood Liverpool 10) Smith The Queen is dead Rás 2 1) ln the army now Status Quo 2) Walk like an Egyptan Bangles 3) Serbinn Bubbi Morthens 4) l’ve been losing you A-ha 5) Moscow Moscow strax 6) Don ’t glve up Peter Gabriel/Kate Bush > 7) Heartbeat Don Johnson 8) Always the sun Stranglers 9) True blue Madonna 10) A matter of trust Ðilly Joel 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.