Þjóðviljinn - 11.12.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 11.12.1986, Page 1
Fimmtudagur 11. desember 1986 283. tölublað 51. árgangur Spítalasalan Bakslag í söluáfbrmin Davíð hikar vegna andstöðu íeiginflokki. Mikill ágreiningur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Guðrún Helgadóttir: Munum heita okkurgegn sölunni. Auðunn Svavar Sigurðsson: Davíð skal niðurí þessu máli Ljóst er að andstaða starfsfólks Borgarspítalans og afla innan Sjálfstæðisflokksins hafa komið hiki á Davíð Oddsson varðandi áform hans um að selja ríkinu Borgarspítalann. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fundað stíft um málið og í gær fól hann Davíð, Þorsteini Pálssyni og Ragn- hildi Helgadóttur að komast að samkomulagi um framtíð Borg- arspítalans. Þorsteini var falið að leiða þær viðræður. Mikill ágreiningur er uppi um málið í þingflokknum og er talið að þremenningunum hafi verið falið að koma málinu þannig fyrir JÓl Sveinarnir á leiðinni í dag eru þrettán dagar til jóla og kemur því Stekkjastaur til byggða. Síðan koma bræður hans í kjölfarið einn af öðrum þar til Kertasníkir birtist síðastur á að- fangadagsk völd. Verður koma sveinanna kynnt daglega í Þjóðviljanum með vís- um Jóhannesar úr Kötlum og myndum Tryggva Magnússonar. Kvæðið Jólasveinarnir er úr kvæðabók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Var bókin fyrst prentuð árið 1932 og hefur verið sívinsæl síðan. Nú fyrir jólin var bókin prentuð í 13. sinn og hafa þegar verið pöntuð tvö þús- und eintök frá forlaginu. Þar sem Jólin koma hefur verið prentuð í nokkur þúsund eintökum í hvert sinn skiptir eintakafjöldinn nú tugum þúsunda og er vafamál að margar bækur hafi selst meira hér á landi. Öruggt má telja að engin barnabók hefur verið vinsælli en þessi sígildu kvæði um Grýlu, jól- asveinana og jólaköttinn. -Sáf að sætta megi ólík sjónarmið. Margir eru þeirrar skoðunar að í framhaldi af þessu verði hætt við sölu spítalans um sinn og ákvörð- un um að setja spítalann á fjárlög verði frestað. Búist er við að ákvörðun um málið verði tekin einhvern næstu daga. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann teldi rétt að bíða með ákvörðun um framtíð spítalans. Hann játaði því hvorki né neitaði að hann myndi beita sér gegn hugmyndum Davíðs. Ellert B. Schram hefur lýst yfir andstöðu sinni við kaup ríkisins á spítalanum og vitað er að fjöl- margir aðrir þingmenn flokksins eru sömu skoðunar. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður sagði á fundi í Gamla bíói í gær að hún og aðrir þingmenn Aiþýðubandalagsins myndu beita sér af öllum mætti gegn kaupum ríkisins á spítalanum. Sömu sögu er að segja um þing- fiokk Alþýðuflokksins. Guðrún fór hörðum orðum um þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið í þessu máli og sagði: „Ég sé enga ástæðu til þess að selja Borgar- spítalann. Davíð verður að borga afmælisskuldir borgarinnar á ein- hvern annan hátt.“ Auðunn Svavar Sigurðsson, ötull talsmaður frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum og stuðn- ingsmaður Davíðs, sagði í gær að söluáformin stríddu gersamlega gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Davíð skal niður í þessu máli,“ sagði Auðunn. -gg (þessu húsi ríkir mikil óánægja með samningana, sögðu þær (f.v.) Guðbjörg, Þórunn og Málhildur. Mynd: E.ÓI. Samningarnir Hyggjumst fella samningana Iþessu húsi ríkir mjög mikil óá- nægja með samningana, sögðu þær Málhildur Sigurbjörnsdótt- ir, Þórunn Ellertsdóttir og Guð- björg Bcnjamínsdóttir starfs- menn Granda hf. um þá þætti samninganna sem snúa að lág- markslaunum og bónusútreikn- ingum. „Það er ekki hægt að vera ánægður með samninga sem breyta í engu stöðu okkar. Við fáum enga kauphækkun því það verður bara millifærsla frá bónus yfir á fastalaun. Þessi millifærsla kemur þeim auðvitað vel sem ná ekki bónus en það eru svo fáar konur. All flestar ef ekki allar konurnar á bónus hér náðu þeim lágmarkslaunum sem samið var um og fá því enga kauphækkun. Það er því jafnframt ljóst að streitan sem fylgir starfinu minnkar ekkert eftir þessa samn- inga eins og stefnt var að“. Hvernig hefðuð þið kosið að samkomulagið hefði verið? „Það hefði átt að semja um mun hærri lágmarkslaun, en að gefnum þeim lágmarkslaunum sem samið var um hefði átt að gefa okkur kost á að ná bónus- Islenskum vísindamönnum hef- ur tekist að sýna fram á að sömu frumur mynda veiruprótín í heilasneiðum sem sýktar eru visnu annars vegar en eyðni eða AIDS hins vegar. Ennfremur leiddu rannsóknir á Keldum í Ijós að tiltölulega fáar frumur mynda þessar tvær veirur. Þetta keinur fram í viðtali við Guðmund Georgsson lækni í Þjóðviljanum í dag. Þar segir markinu mun fyrr en samning- arnir kveða á um“. Hyggist þið fella þessa samn- inga? Eyðni hann m.a. frá því að Björn heitinn Sigurðsson fyrrum for- stöðumaður á Keldum hafi orðið fyrstur manna til að setja fram hugmynd um hæggengar veiru- sýkingar, en eyðniveiran telst ein- mitt til þess flokks. Þá tókst hon- um 1954 að rækta veiru sem veld- ur visnu í sauðfé, en hún er ná- skyldur ættingi eyðniveirunnar. Telur Guðmundur að erfitt hefði verið að sniðganga Björn Sig- „Að sjálfsögðu munum við sýna óánægju okkar með því að gera það“. -K.Ól. urðsson við veitingu Nóbelsverð- launa á þeim tíma, en hann lést skömmu síðar og gat því ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi. Guðmundur segir í viðtalinu að rannsóknir vísindamanna á Keldum á visnu geti gefið vís- bendingar um orsakir og eðli heila- og mænusiggs eða MS. -v. Sjá bls 7-9 Framlag fiá Keldum Þar hefur tekist að sýnafram á að sömufrumur mynda veiruprótín í sjúklingum með eyðni og visnu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.