Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 1
Vestur-Þýskaland Alfreð bestur gegn Dukla Prag Skoraði 7 og Essen vann 19-15 Góður sigur Gummersbach en Kristján mistœkur Ragnheiöur Runólfsdóttir á fleygiferð í áskorendamótinu. Hún setti Is- landsmet og átti sinn þátt í stórsigri landsbyggðarinnar. Mynd: E.ÓI. Sund Léttur sigur landsbyggðar Sex met féllu í Sundhöllinni Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Alfreð Gíslason fór á kostum þegar Essen sigraði Dukia Prag 19-15 í Evrópukeppni meistara- liða í handknattleik um helgina. Hann skoraði 7 marka Essen og var besti maður liðsins ásamt markverðinum Stefan Hacker. Jochen Fraatz lék ekki með Essen vegna meiðsla. Þetta var fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitun- um. England Lítið um stórleiki Dregið í 4. umferðina Stórliðin í ensku knattspyrn- unni sluppu að mestu leyti hvert við annað þegar dregið var til 4. umferðar bikarkeppninnar í gær. Aðeins þrír leikir af 16 verða inn- byrðis viðureignir 1. deildarliða sem þykir lítið á þessu stigi kepp- ninnar. Manchester United mætir Co- ventry en hverjir hinir tveir leikirnir verða liggur ekki endan- lega ljóst fyrir. Sigurvegarinn úr leik Liverpool og Luton fær QPR í heimsókn og Watford mætir Chelsea eða Aston Villa. Annars mætast þessi lið í 4. umferð 21. janúar: Aldershot-Barnsley/Caernarfon Arsenal-Bristol C./Plymouth Bradford/Oldham-Everton Chester-Sheff.Wed/Derby Liverpool/Luton-Q. P. R. Manch.Utd-Coventry Newcastle/North.ton-Preston Stoke/Grimsby-Millwall/Cardiff Swansea-Shrewsbury/Hull Swindon-Leeds Tottenham-Crystal Palace Walsall-Birmingham Watford-Chelsea/A.Villa West Ham/Orient-Brighton/Sheff.Utd Wigan/Gillingham-Hudd.fld/Norwich Wimbledon-Portsmouth Leikirnir fjórir sem frestað var um helgina áttu að fara fram í gærkvöldi en var frestað á ný vegna snjóa og ísingar. Fyrirhug- að er að leika 7 leiki í kvöld og 7 annað kvöld en vetrarríki virðist vera að byrja í Englandi þessa dagana og gæti breytt einhverju. -VS/Reuter Getraunir Fjórar tolfur Fjórir seðlar með 12 réttum lcikjum komu fram í 21. leikviku Getrauna. Hver fær 175,995 krónur í sinn hlut. Með 11 rétta voru 126 raðir og vinningur þar eru 2,394 krónur. Gummersbach sigraði Magde- burg frá A.Þýskalandi 24-19. Kristján Arason skoraði aðeins eitt mark fyrir Gummersbach, var mjög óheppinn í skotum og fékk slæma dóma í blöðum. 1 sjónvarpi sást hinsvegar að hann átti mjög góðan varnarleik og nokkrar gullsendingar á línuna sem gáfu mörk. Neitzel átti stór- leik með Gummersbach og skoraði 9 mörk. Sveit landsbyggðarinnar vann yfirburðasigur í Askorendamót- inu sem haldið var í Sundhöll Reykjavikur um hclgina. Landið fékk 220,5 stig, Vestfirðingar 139 og Reykvíkingar ráku lestina mcð 119,5 stig. Þrjú af stórstirnum lands- byggðarinnar settu íslandsmet á mótinu. Ragnheiður Runólfs- dóttir frá Akranesi synti 100 m bringusund á 1:12,34 mín, Eð- varð Þór Eðvarðsson frá Njarð- vík 50 m baksund á 26,92 sekúnd- um og Bryndís Ólafsdóttir frá Þorlákshöfn 50 m skriðsund á 27,16 sekúndum. Öll bættu þau eigin met. Sveit Vestra frá ísafirði setti síðan íslandsmet í 4x50 m fjór- sundi kvenna, synti á 2:09,80 mín. Að auki féllu tvö unglinga- met, Elín Sigurðardóttir frá Hafnarfirði synti 50 m baksund á 33,31 sek. sem er telpnamet og Hannes Már Sigurðsson frá ísa- firði synti 50 m flugsund á 27,98 sek. sem er piltamet. -VS Borðtennis Hjálmtyr og Ásta sigruöu Hjálmtýr Hafstcinsson, KR, sigraði Albrecht Ehmann, Stjörnunni, í úrslitaleik meistara- flokks karla á Arnarmótinu sem haldið var í Laugardalshöllinni um helgina. Hjálmtýr vann þrjár lotur en Albrecht eina. Hjálmtýr stundar nám í Bandaríkjunum en var heima í jólafríi. Ásta Urbancic, Erninum, sig- raði Ragnhildi Sigurðardóttur, UMSB, í úrslitaleik í meistara- flokki kvenna. Hjálmar Aðal- steinsson, KR, sigraði í 1. flokki karla, Árni Geir Arnbjörnsson, Stjörnunni, í 2. flokki karla og Elín Eva Grímsdóttir, KR, í 1. flokki kvenna. -VS Alfreð Gíslason - 7 mörk gegn Dukla Prag. Kicker Asgeir númer fjögur af útlendingum Fékk 10 hjá einum en 5 hjá öðrum Áœtlað söluverð 1,7 miljónir marka Frá Jóni H.Garðarssynifrétta- manni Þjóðviljans í V.Þýska- landi: Ásgeir Sigurvinsson er fjórði besti útlendingurinn í vestur-þýsku knattspyrnunni, samkvæmt mati fréttamanna blaðsins Kicker sem birti síð- asta hluta úttektar sinnar á fyrri umferð Bundesligunnar í gær. Fjórir fréttamenn gefa ein- kunn frá einum uppí 10. Einn gaf honum 10, tveir 8 en einn aðeins 5, og það kostaði Ás- geir annað sætið. Pólverjinn Okonski fékk 38 stig af 40 mögulegum og er langefstur, enda hefur hann leikið frá- bærlega með Hamburger í vetur. Atli Eðvaldsson er í 13.-16. sæti með 22 stig, jafn m.a. og Tony Woodcock hjá Köln, en alls fá 27 útlendingar einkunn- ir. Lárus Guðmundsson er ekki á blaði, enda hefur hann Ásgeir Sigurvinsson missti af síðustu vikum vestur-þýsku deildakeppninnar vegna meiðsla en er samt talinn fjórði besti út- lendingurinn. sama og ekkert leikið í vetur vegna meiðsla. Jean-Marie Pfaff, belgíski landsliðsmarkvörðurinn hjá Bayern Munchen, er númer tvö og Pólverjinn Smolarek hjá Frankfurt er þriðji. Næstir á eftir Ásgeiri eru Bum-Kun Cha, Marcel Raducanu, And- reas Giske, Henning Jensen, Andreas Buncol og Morten Olsen. Gefið er upp áætlað sölu- verð á efstu mönnum og er Ásgeir þar þriðji, metinn á 1,7 miljónir marka. Okonski er metinn á 2 miljónir og Rúm- eninn Raducanu hjá Dort- mund á 1,8. Helstu kostir leikmanna eru tíundaðir. Ásgeir er sagð- ur mjög vinsæll í Stuttgart vegna þess hve rólegur hann sé og laus við yfirlæti. Atli er sagður uppáhald þjálfarans, léttur húmoristi sem hressi mikið uppá liðsandann hjá Uerdingen. Þriðjudagur 13. janúar 1987 Umsjón: Víöir Sigurösson ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.