Þjóðviljinn - 27.01.1987, Page 2
KVENPÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS 80 ÁPA
Kvenréttindafélag ís-
lands er áttatíu ára í dag.
Tildrögin að stofnun félags-
ins voru með nokkuð sér-
stökum hætti.
Árið 1904 voru stofnuð í Berlín
Alþjóðasamtök kvenréttindafé-
laga, fyrir frumkvæði kvenna frá
Bandaríkjunum og var fyrsti for-
maður þess Carrie Chapomann
Catt. Þetta sama ár var Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, þá ritstjóri
Kvennablaðsins, í kynnisferð um
Norðurlöndin og kynntist hún
þar mörgum konum sem verið
höfðu á stofnfundinum í Berlín.
Þessar konur hvöttu Bríeti til að
stofna félagsskap á íslandi sem
hefði það eitt á stefnuskrá sinni
að vinna að pólitískum kosninga-
rétti kvenna og fullu jafnrétti
kvenna við karla í öllum efnum
og félagið gengi síðan í Alþjóða-
samtökin.
Upphafið
Árið 1906 var haldið annað
þing Alþjóðasamband kvenrétt-
indafélaga í Kaupmannahöfn og
var mjög lagt að Bríeti að koma á
fundinn. Hún sneri sér þá til Hins
íslenska kvenfélags sem stofnað
var 1894 en það hafði í upphafi
haft pólitísk réttindi íslenskra
kvenna á stefnuskrá sinni. Það fé-
lag hafði hins vegar snúið sér síð-
ar að líknarmálum. Bríet vildi að
félagið tæki aftur upp pólitísk
réttindi kvenna á stefnuskrá sína.
Við það var hins vegar ekki kom-
andi. Bríet sá þá að annað hvort
yrði hún að taka málin í sínar
hendur ellegar þeim yrði ekki
hreyft hér á landi um óákveðinn
tíma. Hún fór síðan á fundinn í
Kaupmannahöfn og naut þar
sömu réttinda og aðrir fundar-
menn.
Það var síðan hinn 27. janúar
árið 1907 að Bríet boðaði 15 kon-
ur til fundar á heimili sínu í Þing-
holtsstræti 18 til að ræða stefnu-
skrá féiags sem hefði réttindamál
kvenna á stefnuskrá sinni. Á
þessum fundi var ákveðið að
stofna slíkt félag. Kosin var bráð-
abirgðastjórn og var Bríet kjörin
formaður. Nafn þessa félags var
Hið íslenska kvenréttindafélag.
Þessu nafni var aftur breytt
nokkru síða í Kvenréttindafélag
íslands að ósk Hins íslenska
kvenfélags. Stjórnin undirbjó lög
féiagsins og boðaði síðan til þess
sem í dag væri sjálfsagt nefnt
framhaidsstofnfundur, í Iðnó 20.
mars sama ár til þess að gefa fleiri
konum kost á að ganga í félagið.
Úr fyrstu lögum félagsins:
Markmið félagsins er:
a) að starfa að því að íslenskar
konur fái fullt stjórnmálalegt
jafnrétti við karlmenn: Kosn-
ingarétt og kjörgengi, einnig rétt
til embættta og atvinnu með
sömu skilyrðum og þeir.
b) að efla þekkingu og glæða
áhuga íslenskra kvenna á málefni
þessu með fundum, fyrirlestrum
og blaðastarfi.
c) að efla félagsskap og samvinnu
meðal íslenskra kvenna, með því
að stofna sambandsdeildir víðs
vegar um land, sem allar vinni að
sama markmiði, hlýti sömu
lögum og standi í sambandi við
aðaldeildina sem er í Reykjavík.
Það æxlaðist síðan þannig til að
einmitt á stofnári KRFÍ öðluðust
konur konsingarétt og kjörgengi
á við karlmenn hvað sveitastjórn-
ir varðaði. Árið 1908 áttu að fara
fram sveitarstjórnarkosningar í
Reykjavík. Það var því fyrsta
stóra verkefni félagsins að beita
sér fyrir því að konur væru þar í
kjöri. í samvinnu við önnur féiög
kvenna í bænum var boðinn fram
kvennalisti með fjórum konum
og það óvænta gerðist að þær
komust allar að. Kvennafram-
boðið árið 1908 var merkisvið-
burður í sögu kvenna almennt og
KRFÍ sérstaklega.
Barnaleikvöllur
við Grettisgötu
KRFÍ sneri sér fljótt að öðrum
brýnum málefnum konum til
Nokkrirpunktar
ísögu
Kvenréttinda
félags fslands
framdráttar. Þar var auðvitað
stór áhersluþáttur að efla þjón-
ustu við börn og mæður. Árið
1915 tók félagið sér fyrir hendur
að láta reisa barnaleikvöll við
Grettisgötu. Félagskonur öfluðu
að mestu leyti sjálfar til hans fjár
og höfðu eftirlit með framkvæmd
verksins. Þegar þessi leikvöllur
var fullbúinn önnuðust félags-
konur sjálfar gæslu á honum í
sjálfboðavinnu til að byrja með
en síðar unnu verkið fastar gæslu-
konur á launum frá KRFÍ. En
smám saman tóku síðan bæjar-
yfirvöld þetta verkefni í sínar
hendur. Hér var um brautryðj-
endaverk að ræða þar sem þetta
var fyrsti gæsluvöllur fyrir börn í
Reykjavík.
Kvenréttindafélagið beitti sér
fyrir stofnun Mæðrastyrksnefnd-
ar árið 1928 en tildrög að stofnun
hennar voru þau að reyna að
bæta kjör ekkna með sérstökum
styrkjum. Fyrir forgöngu KRFÍ
var nefndin stofnuð með þátt-
töku 15 kvenfélaga í Reykjavík
og var ákveðið að starf hennar
skyldi ná til allra kvenna sem áttu
einar fyrir heimili að sjá, ógiftra
mæðra og fráskildra jafnt sem
ekkna. Meginmarkmið Mæðrast-
yrksnefndar var að vinna að því
að viðurkennd yrði skylda þjóð-
félagsins við ekkjur og aðrar ein-
stæðar mæður með því að veita
þeim ekki aðeins meðlög með
börnum heldur einnig mæðra-
laun svo afkoma heimila þeirra
yrði tryggð. Það tók fjölda ára að
ná fram þessum markmiðum en
fyrir ötula baráttu, þrýsting á
stjórnvöld og lagasmíð voru þessi
sjónarmið að lokum viðurkennd í
tryggingalöggjöf þjóðarinnar.
Verkalýðsfélög
og vinnumiðlun
Réttindamál mæðra og barna
voru lengi ein stærstu málin á
verkefnalista Kvenréttindafé-
Iagsins en félagið lét sér þó engu
síður varða hag þeirra kvenna
sem unnu fyrir sér utan eigin
heimilis, flestar fyrir smánarlega
lág laun. Þanig var verkakvenn-
afélagið Framsókn stofnað fyrir
tilstilli KFRÍ árið 1914 og áttu
þær Jónína Jónatansdóttir, fyrsti
formaður Framsóknar, og Bríet
Bjarnhéðinsdóttir frumkvæði að
því. Framsókn var fyrsta verka-
lýðsfélag kvenna hér á landi.
KFRÍ gekkst einnig fyrir stofnun
Félags afgreiðslustúlkna í brauð-
og mjólkurbúðum.
Þá gekkst KRFÍ einnig fyrir
stofnun og rekstri Vinnumið-
stöðvar kvenna er tók til starfa
árið 1931. Vinnumiðstöðin var
starfrækt fyrstu fjögur árin á
heimili Bríetar í Þingholtsstræti
18, þar til hún sameinaðist ný-
stofnaðri vinnumiðlunarskrif-
stofu hins opinbera.
Komi þeir tímar...
Auk þess sem að framan er tal-
ið vann KRFÍ jöfnum höndum að
menntunarmálum kvenna. Á
fyrstu árum félagsins starfaði
lestrarfélag og lesstofa á þess veg-
um. Löngu síðar, árið 1941, var
svo stofnaður sjóður úr dánargjöf
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur er
nefnist Menningar- og minning-
arsjóður kvenna. Hafa fjölda-
margar konur hlotið námsstyrki
úr sjóðnum fram á þennan dag. í
skipulagsskrá sjóðsins er að finna
þessi merkilegu orð: „Komi þeir
tímar, að konur og karlar fá sömu
laun fyrir sömu vinnu og sömu
aðstæður til menntunar, efna-
lega, lagalega og samkvæmt al-
menningsáliti, þá skulu bæði kyn-
in hafa jafnan rétt til styr-
kveitinga úr þessu sjóði.“
Hallveigarstaðir
Á Túngötu 14 í Reykjavík eru
Hallveigarstaðir. Kvenrtéttind-
afélagið á það hús og rekur sem
sjálfseignarstofnun, ásamt Kven-
félagasambandi íslands og
Bandalagi kvenna. Það var árið
1921 sem Bandalag kvenna sendi
ávarp víða um land og óskaði
eftir hlutafé til að byggja kvenna-
heimili í Reykjavík. Myndi líkast
til kallast Kvennahús í dag, líkt
og Kvennaframboðið er að gera
við Vesturgötuna. En fyrsta
húsnefndin fyrir Hallveigarstaði
var kjörin 1924 og voru hug-
myndir hennar að í húsinu yrðu
50 til 60 gistiherbergi. Voru þau
einkum hugsuð fyrir utanbæjar-
stúlkur er voru hér við nám og
störf. Nokkrar einstaklingsíbúðir
fyrir konur voru einnig hugsaðar
þarna, kennsluaðstaða eða
vinnuskóli ásamt veitinga- og
fundasölum. Skrifstofuherbergi
fyrir kvennasamtökin. Sölubúð
og vinnustofur fyrir Heimilisiðn-
aðarfélag fslands. Bókasafn
Lestrarfélags kvenna og lestrar-
salur. Og leiðbeiningastöð
heimilanna.
Fjársöfnunin gekk misvel og
árið 1925 var stofnað hlutafélagið
Kvennaheimilið, síðar bættist
Hallveigarstaðnafnið við. Það
var síðan ekki fyrr en 45 árum
síðar, þann 19. júní, 1967 sem
húsið var vígt með listsýningu á
verkum kvenna.
Það var svo árið 1976 að
jafnrétti kynjanna var lögfest frá
Alþingi. Slfkt hefur þó auðvitað
ekki tryggt jafnrétti kvenna á við
karla. Þetta verður ljóst þegar
litið er til launamismunarins í
landinu. Félagsskapur eins og
Kvenréttindafélag Islands á því
enn mikið starf fyrir höndum.
Þjóðviljinn færir félaginu árn-
aðaróskir á þessu afmæli og óskar
því velfarnaðar í framtíðinni.
IH
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
átti forgöngu að stofnun
Kvenréttindafélagsins
og var formaður þess fyrstu nítján
árin.til 1926.
KOMIÞEIR TIMAR...
II - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 27. janúar 1987