Þjóðviljinn - 27.01.1987, Side 3
KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS 80 ÁRA
Hluti núverandi stjórnar KFRl. Fremri röð frá vinstri: Erna Bryndís Halldórsdóttir, Amdls
Steinþórsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, formaður, Jónína Margrét Guðnadóttir oq Ásthildur
Ketilsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Edda Hermannsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Valborg Bentsdóttir
Guðrún Gfsladóttir, María Asgeirsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir og Dórá
Guðmundsdóttir.
Myndlistarsýning
á afmælinu
í dag á Kvenréttindafélag ís-
lands 80 ára afmæli. í tilefni þess
verður ýmislegt gert til hátíða-
brigða.
Klukkan 18.00 í dag er síðdeg-
isveisla í samkomusalnum að
Hallveigarstöðum, Túngötu 18.
Til veislunnar er boðið öllum fé-
lagsmönnum og velunnurum
þess. Auk veislunnar í dag hefur
verið opnuð sérstök afmælissýn-
ing, myndlistarsýning á verkum
núlifandi myndlistarkvenna og er
þar að finna verk sem ekki hafa
verið sýnd opinberlega áður.
Sýningin er að Hallveigarstöðum
og var reyndar opnuð hátíðlega
um helgina af Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta íslands.
Verkin á sýningunni eru af
ýmsum toga, málverk grafík, tex-
tíl, höggmyndir og glerlistaverk,
svo nokkuð sé nefnt. Meðal list-
akvennanna eru bæði konur sem
getið hafa sér góðan orðstír innan
lands og titan og aðrar sem eru
minna þekktar. Sýningarnefnd
skipa þær Hrafnhildur Schram,
Björg Þorsteinsdóttir og Jóhanna
Bogadóttir.
Myndlistarsýningin sem hefur
hlotið yfirskriftina „Konur í list
kvenna“, enda þótt þar verði
einnig að finna verk er falla utan
þess efnis, stendur í 2 vikur og
lýkur sunnudaginn 8. febrúar.
Um helgar stendur til að bjóða
gestum upp á ýmislegt til
skemmtunar og fróðleiks. Fyrir
utan létta tónlist sem er á dagskrá
flesta helgardaga verður t.d. op-
inn ræðustóll laugardaginn 31.
janúar um efnið „Hvers vegna
spurði Karítas?" Verður Karítas
Gunnarsdóttir málshefjandi en
auk hennar taka til máls nokkrar
þeirra stjórnmálakvenna er hún
spurði í sjónvarpsþættinum „1
takt við tírnann" nú fyrir
skemmstu.
Sunnudaginn 8. febrúar, síð-
asta dag myndlistarsýningarinn-
ar, verður skemmtun fyrir yngstu
kynslóðina en þá stjórna þær
Helga Steffensen og Sigriður
Hannesdóttir leikbrúðusýningu
frá Leikhúsi brúðubflsins. Verð-
ur brúðuleikúsið á dagskrá
klukkan 16.00. Auk þessara at-
riða er fleira fyrirhugað sem nán-
ar verður auglýst síðar.
« &rs korvs íj
Nú sitja aöeins 9 konur á Alþingi
af 60 þingmönnum
■.....--......■
> ■
Hefur þú hugieitt hvað þú getur gert til aö
breyta st**u kvenna í þ flokki?
Veggspjald sem Kvenréttindafélag íslands lét gera síðastliðið haust um þátt kvenna I flokkapólitík á Alþingi. Ljósari
dálkurinn táknar að sjálfsögðu karla á Alþingi. Frá vinstri til haegri; Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Bandalag jafnaðar-
manna (eins og þekkt er orðið fór önnur kvenna Bandalagsins í Sjálfstæðisflokk, hin í Alþýðuflokk) Framsóknarflokkur
Sjálfstæðisflokkur.
Eftirtalin félög og fyrírtæki
senda Kvenréttindafélagi íslands
árnaðaróskir í tilefni
af 80 ára afmæli
félagsins.
Verkakvennafélagid Snót
Vestmannaeyjum
Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps
Verkalýðs- og sjómannafélga Gerðahrepps
Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélagið Afturelding
Hellissandi
Samband íslenskra samvinnufélaga
Alþýðubankinn
Samvinnubanki íslands
Landsbanki íslands
Samvinnuferðir Landsýn
Nýja sendibílastöðin
Samvinnutryggingar
Grandi hf.