Þjóðviljinn - 14.03.1987, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Qupperneq 5
Meðaltekjur bœnda eru 44 afhundraði undir meðaltekjum landsmanna. Offramleiðslan er ekki bœndum að kenna, - heldur vitlausri stýringu Framsóknar og Sjálfstœðisflokks í áratugi í landbúnaði ríkir djúp kreppa eftir áratuga stjórnun Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar á at- vinnugreininni. Vandinn tekur vitaskuld til allrar þjóðarinnar, en brennur þó heitast á bændun- um sjálfum. Þannig er ljóst, að kreppu- stjórn þessara flokka tveggja á landbúnaðinum hefur valdið því, að laun bænda eru miklu lægri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Árið 1984 voru til dæmis með- altekjur í landbúnaði 44 prósent undir landsmeðaltali. Hins vegar var árið 1984 hvorki verra né betra en önnur ár: fyrirliggjandi gögn benda til að svipaður munur hafl verið á launum bænda og fólks í öðrum atvinnugreinum síðustu hálfa öldina. Offramleiðsla Hin skammarlega lágu laun bænda birta ef til vill gleggst hina erfiðu stöðu landbúnaðarins. Of- framleiðsla landbúnaðarafurða er þó að líkindum sú afleiðing hennar, sem flestir þekkja best. í skýrslu sem kom út fyrir tæpu ári voru því gerðir skórnir, að rúmur helmingur núverandi kúa- bænda og 45 - 75 % sauðfjár- bænda gætu hæglega framleitt þær mjólkur- og kjötafurðir sem hægt er að selja á markaði innan- lands. Offramleiðsla í greininni á sér bæði tímabundnar en einnig var- anlegar ástæður. Undir þær fyrr- nefndu má flokka þá staðreynd, að verkalýðshreyfingunni hefur andspænis harðsiceyttu ríkisvaldi í höndum Framsóknar og íhalds ekki tekist að halda uppi þeim kaupmætti sem launafólk bjó við áður. Orsakirnar Kaupmáttur hefur því einfald- lega dregist saman. Samhliða hafa stjórnvöld tekið þann kost að lækka niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum. Hefðbundnar vörur úr landbúnaði hafa því orð- ið launafólki dýrkeyptari, og eftirspurnin tregari. Nú ríkir hins vegar góðæri, og því meiri mögu- leikar á að efla kaupmáttinn á nýjan leik. Ætli verkalýðshreyf- ingin ekki að falla endanlega inn í gervi Þyrnirósar sem svaf í heila öld, verður forysta hennar að vakna fljótt.Þess er því að vænta, að hún hristi af sér drungann og taki upp miklu harðari baráttu en síðasta hálfa áratuginn, þannig að kaupmáttur launafólks batni aftur. Það kynni að breyta þeim tímabundnu breytingum á eftir- spurn eftir landbúnaðarvörum, sem hér hafa verið reifaðar. En jafnframt hafa orðið annars konar breytingar, sem ætla má að verði varanlegar. Neysluvenjur hafa einfaldlega breyst. Nýjar tegundir matvæla hafa komið á markaðinn, sem hafa reynst hefðbundnum landbúnaðar- vörum skæðir keppinautar. Nýj- ar hugmyndir um hollustu og áhrif fæðu á heilbrigði hafa sömu- leiðis beint neyslu frá hefðbundn- um afurðum greinarinnar í aðrar. En síðast en ekki síst má rekja offramleiðslu í landbúnaði til hraðstígra tækninýjunga og geipilegra fjárfestinga í landbún- aði, sem hafa leitt til mikillar aukningar á framleiðslu. Sökum þess hefur fram- Ieiðslugetan farið ört vaxandi þrátt fyrir fækkun bænda. Hvatt til offramleiðslu Þær ógöngur sem íslenskur landbúnaður hefur ratað í vegna offramleiðslu eru gjarnan skrif- aðar beint á reikning bænda. Skrif blaða á borð við DV og mál- flutning Alþýðuflokksins í ára- raðir er erfitt að túlka öðru vísi. Þetta er hins vegar fráleit skýring. Vanda landbúnaðarins er hvorki hægt að rekja til dug- leysis íslenskra bænda né óhag- stæðra landbúnaðarskilyrða. Hann má miklu frekar skýra með undraverðri skammsýni þeirra sem hafa undanfarna áratugi stjórnað landbúnaðinum. Til dæmis má benda á, að á valdaskeiði sínu hafa Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn byggt upp flókið kerfi fjár- festingarlánasjóða, sem árum saman hafa verið bændum hvatn- ing til yfirgripsmikilla fjárfest- inga í vélum, húsakosti, bústofni og jarðabótum, án tillits til eftir- spurnar eftir væntanlegum af- urðum. Vegna þessa er nú fram- leiðslugetan miklu meiri en nem- ur innlendri neyslu, þrátt fyrir stórfellda fækkun bænda. Fram- leiðslukostnaður hefur því orðið óþarflega hár, og neytendur hafa orðið að borga brúsann með vax- andi dýrtíð, sem aftur leiðir til samdráttar í sölu. Sá vítahringur sem af þessu skapast leiðir vitaskuld til mikils óhagræðis fyrir bæði bændur og neytendur, og skrifast ekki á reikning neins annars en þeirra sem hafa farið með stjórn land- búnaðarmála síðustu áratugi: Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Hátt verð afurða Hátt verð landbúnaðarafurða hérlendis speglast í þeirri stað- reynd, að heildsöluverð innan- lands er um það bil þrisvar sinn- um hærra en heimsmarkaðsverð kjöt- og mjólkurafurða. Hvers- vegna? Einsog áður var bent á, þá hef- ur verið fjárfest í framleiðslugetu langt umfram þarfir landsmanna. Framleiðslukostnaður, og síðar afurðaverð, hafa sökum þessa hækkað alltof mikið. í öðru lagi er vinnslu- , dreif- ingar- og sölukostnaður landbún- aðarvara alltof hár hér á landi. Og það er vert að benda á þá staðreynd, að þessi starfsemi hef- ur verið í höndum einokunar- og auðfélaga, sem eru í mjög nánum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Það er sérstaklega íhugunarvert, að núverandi ríkis- stjórn undir forystu framsóknar- mannsins og bændavinarins Steingríms Hermannssonar veitti smásölunum hlutdeild í milliliða- veislunni með því að heimila þeim ótakmarkaða álagningu á margar þýðingarmestu landbún- aðarafurðirnar. í þriðja lagi hafa markaðsmál landbúnaðarafurða, vöruþróun, markaðssetning og markaðsöflun verið vanrækt ótrúlega. Eftir- spurn innanlands eftir landbún- aðarafurðum er því talsvert minni nú heldur en efni standa raunverulega til. Hvað ber að gera? Af þessu er því næsta Ijóst, að brýnt er að auka hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu land- búnaðarvara. Ogþað ervissulega kleift. Það bendir margt til þess, að hægt sé við ríkjandi aðstæður að stórauka hagkvæmni í fram- leiðslu í landbúnaði með því að laga framleiðslugetuna að inn- lendri eftirspurn, á nokkurra ára bili. En í því felst óhjákvæmilega samdráttur: minnkun bústofns og færri störf. Það eru hins vegar engin sið- ferðileg rök fyrir því að bændur beri meiri byrðar af þessari að- lögun en aðrir landsmenn. Það er því eðlilegt að þjóðin í heild beri kostnað af þessari aðlögun. Nokkrar leiðir Til að koma í kring þeirri að- lögun framleiðslu og eftirspurn- ar, sem nauðsynleg er, þarf með- al annars að: 1. Færa alla framleiðslu hefð- bundinna landbúnaðarafurða á tilteknu árabili, til dæmis 7 árum, til samræmis við innlenda eftir- spurn. 2. Gera skipulegt átak í mark- aðsmálum landbúnaðarins, með sérstaka áherslu á að afla nýrra markaða erlendis. 3. Fullvirðisréttur einstakra bænda verði til langs tíma. Hann verði fullkomlega skiptanlegur og auðframseljanlegur til hins opinbera, eða annarra bænda. 4. Bændum verði gert kleift að hætta búskap án fjárhagslegs skaða. Með það að markmiði verði því bændum leyft að selja fullvirðisrétt sinn öðrum bænd- um, eða hinu opinbera. Jafn- framt má íhuga, hvort ekki sé rétt að setja kvöð á hið opinbera um að kaupa á fullu matsverði jarðir, hús og laust fé bænda sem vilja bregða búi, bjóðist ekki aðrir kaupendui. Einnig verði ríkinu skylt að auðvelda bændum að breyta lífsháttum með því til dæmis að greiða þeim biðlaun, með ríflegum lífeyrisgreiðslum og endurþjálfun og -menntun. 5. Lögð verði áhersla á upp- byggingu nýrra atvinnugreina í sveitum. 6. Rannsókna- og þróunar- starfsemi í þágu hagkvæmni í landbúnaði verði aukin. Auðvitað mætti hugsa sér margar fleiri aðgerðir til að bæta stöðu bænda og landbúnaðarins. Með áframhaldandi stjórn Sjálf- stæðisflokks eða Framsóknar er þess hins vegar ekki að vænta, að birti af nýjum degi í íslenskum landbúnaði. íslenskir bændur munu þá áfram verða hornrekur, áfram verða lægst launaða stétt lands- ins, áfram verða sakaðir að ó- sekju fyrir að vera eins konar óværa á íslensku þjóðfélagi. Því verður ekki breytt, nema með því að breyta um ríkisstjórn. Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 14. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.