Þjóðviljinn - 17.03.1987, Blaðsíða 1
Stadan
í 1. delld karla I handknattlelk
Víkingur ....15 13 1 1 367-310 27
Valur ....15 9 2 4 385-345 20
Breiöablik... ...15 9 2 4 352-343 20
FH ....15 9 1 5 383-347 19
Stjarnan ....15 7 2 6 374-360 16
KA ....15 7 2 6 347-344 16
KR ....15 6 1 8 311-338 13
Fram ....14 5 0 9 333-337 10
Haukar ...15 2 2 1' I 312-370 6
Ármann ....14 0 1 13 263-350 1
101
..98
..81
..80
..79
..79
.78
Bikar
Einn leikur
Einn leikur var í Bikarkeppni
HSÍ í gær. Stjarnan sigraði Reyni
frá Sandgerði 35-24.
Knattspyrna
Leiknir í
3. deild
Leiknismenn tryggðu sér sæti í
SV-riðli 3. deildar með sigri gegn
Ármanni á gervigrasinu.
Leiknir sigraði 4-1 og taka því
sæti Ármenninga í 3. deild.
Allofs
til Real
Frá Jóni H. Garðarssyni, fráttamanni
Þjóðviljans í V-Þýskalandi:
Það er nokkuð víst að Klaus
Allofs mun leika með Real Ma-
drid næsta keppnistímabil. Hann
hefur gengið frá öllum samning-
um en á aðeins eftir að skrifa
undir.
Klaus Allofs er 30 ára og hefur
leikið með Köln undanfarin ár.
Líklegt er að samningur hans sé
til 3 ára. Þetta eru ekki góðar
fréttir fyrir Köln. Þeir hafa þá
misst allar HM stjörnur sínar, Pi-
erre Littbarski til RC Paris og
Tony Schumacher.
Þá bendir flest til þess að Karl
Heinz Rummenigge komi aftur
heim og leiki með Bayern Munc-
hen. Hann er meiddur og fær að
öllum líkindum ekki framlengd-
an samning sinn við Inter. Hann
hefur sagst vilja enda feril sinn
hjá Bayern og munu viðræður nú
vera í gangi.
Þá hefur Uwe Rahn fengið
nokkur tilboð sem hann íhugar
m.a. frá ESV Eindhoven og
Sheffield Wednesday.
Markahæstir
Sigurjón Sigurðsson, Haukum.
Hannes Leifsson, Stjörnunni....
Gylfi Birgisson, Stjörnunni...
KonráðOlavsson, KR............
Karl Þráinsson, Víkingi.......
Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki...
Jakob Sigurðsson, Val.........
I
íslandsmeistaratitlinum fagnað
Kristján Sigmundsson, Árni Friðleifsson, Bjarki Sigurðsson, Sigurður Ragnarsson og Ásgeir Sveinsson fagna sigri Valsmanna
gegn FH og þar með sigri Víkinga á Islandsmótinu í handknattleik. Mynd:E.Ól.
Evrópukepprti
Meistaramir áfram
V-Þýskaland
England
Hörkuleikir
Það má búast við hörkuleikjum
í undanúrslitum FA. Bikarsins.
Tottenham bikarmeistarar
1981 og 82 mæta Watford og
Leeds mætir Coventry.
Um helgina voru tveir leikir í
Evrópukeppnunum. Evrópu-
meistarar Dynamo Kiev burstuðu
Besiktas Istanbul á útivelli í Evr-
ópukeppni meistaraliða, 5-0 og
Malmo vann Ajax í Evrópu-
keppni bikarhafa 1-0.
Oleg Blokhin og Yevtushenko
skoruðu tvö mörk hvor yfir Dy-
namo og Belanov eitt. Það má því
teljast öruggt að Dynamo Kiev
séu komnir í undanúrslit.
Torbjörn Persson skoraði
sigurmark Malmö gegn Ajax úr
vítaspymu í fyrri hálfleik.
Báðir þessir leikir áttu að vera
4. mars en var frestað vegna
veðurs. Síðari leikimir eru á
morgun.
-Ibe/Reuter
Blak
Risamir úr leik
KA kom heldur betur á óvart
þegar þeir slógu sjálfa Blakrisana
Þróttara úr bikarkeppninni í
blaki á laugardaginn. KA sigraði
3-2 og þar með er sigurgöngu
Þróttar í bikarkeppninni lokið.
Þetta var fyrsta tap Þróttar í
bikarkeppninni í 4 ár og ber vitni
um gífurlegar framfarir KA.
KA vann fyrstu lotuna 15-8, en
Þróttarar tvær næstu 13-15 og 10-
15. Akureyringar jöfnuðu 15-4
og úrslitalotan var æsispennandi.
Þróttarar komust yfir 2-6, en KA
náði yfirhendinni og komst í 8-6.
Þróttarar jöfnuðu 10-10 en KA
sigraði 15-12.
Það munaði miklu að Leifur
Harðarson lék ekki með Þrótti.
Hann meiddist fyrr í vikunni í
hné.
KA hefur staðið sig mjög vel og
aðeins tapað einum leik á árinu,
gegn Þrótti í deildinni.
Þá sigraði ÍS Fram 3-2, í hinum
undanúrslitaleiknum, 10-15, 15-
7,15-10,13-15,15-11. Það verða
því ÍS og KA sem leika til úrslita í
bikarkeppninni.
Þá vom tveir leikir í Bikar-
keppni kvenna. Breiðablik sigr-
aði KA 3-1: 15-2, 15-3, 10-15 og
15-1.
Þá sigraði ÍS Þrótt 3-2: 15-8,
6-15, 15-12, 11-15 og 15-7.
-Ibe
Lattek
tilKölnar
Heynckes t
Frá Jóni H. Garðarssyni fróttamanni
Þjóðviljans í V-Þýskalandi:
Udo Lattek hefur verið ráðinn
sem „tæknilegur ráðunautur“
Kölnarliðsins. Við Bayern Munc-
hen tekur Jupp Heinckes, þjálfari
Borrussia Munchengladbach.
Lattek hafur margsinnis lýst
því yfir að hann vifji fara að
minnka við sig og má segja að
hann hafi beðið eftir tækifæri sem
þessu. Hann mun þó hafa puttana
í þjálfun Kölnar og mun staða
hans vera svipuð stöðu enskra
framkvæmdastjóra í knatt-
spyrnu. Daun mun þó áfram
þjálfa liðið.
Það má búast við að einhver
viö Bayern
leikmannaskipti með þjálfara-
breytingunum. Michael Rum-
minigge hefur lýst sig reiðubúinn
til að fara til Kölnar og svo er
einnig um fleiri leikmenn. Þá má
búast við því að Heynckes reyni
að fá til Bayern, uppáhalds leik-
mann sinn, Uli Borowka sem
leikur með Gladbach, en samn-
ingur hans rennur út í vor.
Ein megin ástæðan fyrir því að
Lattke hættir hjá Bayern segir
hann vera að hann vilj i eyða meiri
tíma með dóttur sinni. Hann á
hús í Köln og ætlar að hafa það
rólegt og segist vera orðinn leiður
á því að standa uti á velli í roki og
rigningu.
Logi Bergmann Eiðsson
Þrlðjudagur 17. mars 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9