Þjóðviljinn - 17.03.1987, Qupperneq 2
V-Þýskaland
Kampakátir fslandsmeistarar, Kristján Sigmundsson faðmar Guðmund Guð-
mundsson og öfugt. Mynd:E.ÓI
Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni
Þjóðviljans í V-Þýskalandi:
Hann var rólegri en við var að
búast leikur Kölnar gegn Bayern
Munchen, sem lauk með jafntefli,
1-1. Búist var við ólátum frá
stuðningsmönnum Schumachers
en lítið varð úr þeim.
Tony Woodcock kom heima-
mönnum yfir á 38, mínútu eftir
góða sendingu frá Klaus Allofs.
En Klaus Augenthaler jafnaði
fyrir Bayern á 68. mínutu. Bay-
ern voru betri, en góð barátta
Kölnarbúa gerði Bayern erfitt
fyrir. Illgver, sem leikur í mark-
inu í stað Schumachers stóð sig
mjög vel og fékk áhorfendur til
að gleyma Toni. í>að var reyndar
reiknað með að til óláta kæmi, en
Schumacher varð við bón for-
ráðamanna Kölnar og mætti ekki
á leikinn. Auk þess bað hann að-
dáendur sína að hafa sig rólega.
Ásgeir hafði betur gegn Atla í
leik liða þeirra, Stuttgart og Uer-
dingen. Stuttgart sigraði 2-0 í
slökum leik. Það voru Muller og
Klinsman sem skoruðu mörk
Stuttgart.
„Þú sleppur ekki frá þessum
leik án þess að meiðast,“ svo
segir Uwe Rahn að belgíski
landsliðsmaðurinn Vanderycken
hafi sagt við sig hvað eftir annað í
leik Gladbach gegn Blau Weiss
Berlin. Vanderycken lét ekki
sitja við orðin tóm og sparkaði
Rahn niður þannig að hann
meiddist og varð að yfirgefa völl-
inn. Rahn hefur nú höfðað mál
gegn belganum og segir hann
hafa gert þetta að yfirlögðu ráði.
En Gladbach sigraði, 2-1, með
mörkum frá Fronzeck og Criens.
Sculer náði að minnka muninn
fyrir Berlin rétt fyrir Ieikslok.
Hamburger Sv kom á óvart
með því að ná aðeins jafntefli
gegn Bochum, 1-1. Kastl náði
forystunni fyrir Hamburger, en
Lubhe jafnaði fyrir Bochum á 54.
mínútu. Lið Bochum lék stífa
vörn sem leikmönnum Hambur-
ger gekk illa að komast í gegnum.
Leverkusen sigraði Dusseldorf
í fyrsta sinn á útivelli, 2-3. Le-
verkusen hefur átt í miklum
vandræðum með Dusseldorf í í
gegnum árin, en loksins hafðist!
það. Christian Schreier kom ge-
stunum í 2-0, en Kaiser og Thom-
as jöfnuðu fyrir Dusseldorf. Það
var svo Stefan Kohn sem tryggði
Leverkusen sigur á 84. mínútu.
Dortmund vann stórsigur gegn
Mannheim, 6-0. Staðan í hálfleik
var 1-0 en í síðari hálfleik yfirspil-
aði Dortmund Mannheim og
uppskar fimm mörk. Dichel
skoraði þrjú markanna, Hupel,
Zorg og Mill eitt hver.
Bistram og Tauber skoruðu
tvö mörk hvor í stórsigri Schalke
gegn Homburg, 4-0
Staðan í Bundesligunni:
B.Munchen.... ...20 9 10 1 37-21 28
Hamburger.... ...20 11 5 4 38-21 27
Leverkusen.... ... 19 12 2 5 38-20 26
Stuttgart ...20 10 5 5 35-20 25
Kaiserslaut.... ...20 9 6 5 34-24 24
W.Bremen ... 20 10 4 6 38-36 24
Dortmund ...20 8 6 6 44-27 22
Nurnberg ...21 8 6 7 41-35 22
Köln ...20 8 5 7 30-27 21
Kvennahandbolti
Stjaman úr leik
Valur gerði sér lítið fyrir og sló
Stjörnuna úr Bikarkeppdfnni í
kvennahandboltanum. Valur
sigraði 20-18, en í hálfleik var
staðan 13-10, Stjörnunni í vil.
Stjaman hafði yfirhöndina
framan af en í síðari hálfleik tóku
Valsstúlkurnar þær Erlu Rafns-
dóttir og Margréti Theódórsdótt-
ir báðar úr umferð og við það
hmndi sóknarleikur Stjörnunn-
ar. Valur gekk á lagið og náði
forsytunni og sigraði 20-18.
Ásta B. Sveinsdóttir,Guðrún
Kristjánsdóttir og Soffía
Hreinsdóttir áttu góðan leik fyrir
Val.
Stjörnuliðið var langt frá sínu
besta.
Mörk Stjörnunnar: Margrét Theó-
dórsdóttir 7, Erla Rafnsdóttir 7, og
Steinunn Þorsteinsdóttir 4.
Mörk Vals: Guðrún Kristjánsdóttir
7, Soffía Hreinsdóttir 5, Erna Lúð-
víksdóttir 4, Ásta Sveinsdóttir 3 og
Harpa Sigurðardóttir.
-MHM
Siggeir Magnússon átti mjög góðan leikgegn Haukum. Hér er eitt marka hans í uppsiglingu. Mynd:E.OI
Handbolti
Víkingar meistarar
Víkingar tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
með sigri gegn Haukum 25-21.
Reyndar var sigurinn ekki í höfn
fyrr en FH-ingar höfðu tapað
gegn Valsmönnum og því útséð
um að þeir myndu ná þeim.
Það leit ekki vel út framan af
fyrir Víkinga. Haukarnir vom
sprækari en menn áttu von á og
náðu forystunni snemma í
Ieiknum. Víkingar tóku þá við sér
og í hálfleik var staðan 10-8, Vík-
ingum í hag.
I síðari hálfleik náðu Víkingar
svo 4-5 marka forskoti og sigur
þeirra var öruggur, Munaði það
miklu um að Sigurjón Sigurðsson
meiddist og sóknarleikur Hauka
því hálfbitlaus.
Víkingar léku þokkalega eftir
slæma byrjun. Vömin var góð i
síðari hálfleik og sóknin ágæt.
Bjarki Sigurðsson og Siggeir
Magnússon fóru á kostum í sókn-
inni og skoruðu mörg falleg mörk
og var sérstaklega gaman að
fylgjast með þrumuskotunum frá
Siggeiri en of lítið hefur sést af
þeim í vetur. í vöninni vom þeir
sterkir Hilmar Sigurgíslason,
Einar Jóhannsson og Sigurður
Ragnarsson.
Sigurjón Sigurðsson leikur
greinilega aðalhlutverkið í sókn-
arleik Hauka. Hann átti góðan
leik þó hann væri meiddur. Þeir
Ólafur Jóhannesson og Pétur
Guðnason áttu einnig ágæta
spretti en nú bendir allt til þess að
Haukar leiki í 2. deild næsta
keppnistímabil.
En titillinn var ekki í höfn þrátt
fyrir sigurinn gegn Haukum. FH
átti möguleika hefðu þeir unnið
Valsmenn, en það tókst ekki og
Víkingar fögnuðu að leikslokum,
titillinn í höfn.
Sjö af átta
Þetta er þriðja árið í röð sem
Víkingar verða íslandsmeistarar
en þeir hafa unnið titilinn sjö af
síðustu átta ámm.
Víkingar em vel að titlinum
komnir og lið þeirra er mjög
sterkt og skemmtilegt. Fyrir
keppnistímabilið vora reyndar
margir á því að nú kæmi að því að
einokun Víkinga yrði aflétt,
margir sterkir leikmenn farnir frá
liðinu. Aðeins tveir nýir leik-
menn komu til liðsins, Árni Frið-
leifsson og Ingólfur Steingríms-
son. En Árni Indriðason hefur
skilað hlutverki sínu vel og út-
koman er ungt lið sem þó hefur
reynslu.
-Ibe
Laugardalshöll 15. mars
Vfkingur-Haukar 25-21 (10-
8)
3-1,3-4, 4-5, 7-8, 10-8, 14-12, 15-14,
20-15, 20-17, 22-17, 25-21
Mörk Vfkings: Bjarki Sigurðsson
10, Siggeir Magnússon 5, Karl Þráins-
son 3(1 v), Guðmundur Guðmundsson
2, Hilmar Sigurgislason 2, Árni Frið-
leifsson 2 og Sigurður Ragnarsson 1.
Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðsson
7(4v), Pétur Guðnason 5, Jón Hauks-
son 2, Þórir Gíslason 2, Ólafur Jó-
hannesson 2, Helgi Harðarson 1, Ing-
imar Haraldsson 1, Jón örn Stefáns-
son 1
Dómarar: Guðjón Sigurðsson og
Hákon Sigurjónsson-sæmilegir
Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson,
Vfkingi
Körfubotli
Tíðindalaust í Njarðvík
Njarðvíkingar áttu ekki í mikl-
um vandræðum með Framara
þegar liðin mættust í Njarðvík á
sunnudaginn. Leiknum lauk með
sigri heimamanna 90-75.
Framarar leiddu fyrstu fimm
mínúturnar, en þá tóku Njarð-
víkingar við sér og náðu foryst-
unnni. Staðan í hálfleik var 45-
35, Njarðvík í vil.
Það er ekki hægt að segja að
liðin hafi leikið sérlega skemmti-
legan körfuboltann. Leikurinn
var rólegur og leikmenn virkuðu
þungir. Sóknarleikur Njarðvík-
inga var góður, en vörnin slök.
Vörn Framara var nokkuð góð en
hittni mjög léleg.
í síðari hálfleik lifnuðu Njarð-
Njarðvík 15. mars
IIMFN-Fram 90-75 (45-35)
7-13, 20-20, 41-20, 45-35, 52-48, 66-
57, 81-64, 84-73, 90-75
Stlg UMFN: Teitur örlygsson 31,
Hreiðar Hreiðarsson 15, Árni Lárus-
son 11, Helgi Ftafnsson 8, ísak Tóm-
asson 7, Valur Ingimundarson 6, Krist-
inn Einarsson 5, Ellert Magnússon 4
og Hafsteinn Hilmarsson 3
Stig Fram: Símon Ólafsson 17,
Auðunn Elíson 15, ÞorvaldurGeirsson
13, Jóhann Bjarnason 9, Jón Jú-
líusson 8, Ómar Þráinsson 4, Guð-
brandur Lárusson 4, örn Þórisson 2,
Helgi Sigurgeirsson 2 og Þorsteinn
Guðmundsson 1
Dómarar: Ómar Scheving og Sig-
urður Valgeirsson-sæmilegir
Maður lelksins: Teitur Örlygsson,
Njarðvlk
víkingar aðeins við, en ekki er
hægt að tala um neinn stórleik af
þeirra hálfu. Vörnin var þó skárri
og sóknarleikurinn áfallalaus.
Sóknarleikur Framara var slakur
og mikið um ónákvæmar send-
ingar.
Þrátt fyrir að munurinn hafi yf-
irleitt ekki verið mikilll var aldrei
hægt að tala um spennu og sigur
Njarðvíkinga öruggur.
Bestu menn í liði Njarðvíkinga
vom þeir Teitur Örlygsson og
Árni Lárusson, þá átti Hreiðar
Hreiðarsson ágætan leik.
Hjá Fram voru þeir Símon Ól-
afsson og Þorvaldur Geirsson
bestu menn og Jóhann Bjarnason
átti ágæta spretti inn á milli.
—SÓM/Suðurnesj um
Rólegt í Köln
Ásgeir hafði betur gegn Atla. Uwe Rahn
í mál
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. mars 1987