Þjóðviljinn - 21.03.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.03.1987, Qupperneq 10
ÓKNIN E Persaflóastríðið Skoðanakannanir sýna fylgisaukningu G-listans á Reykjanesi. Kannanir Helgarpóstsins mars 15,7% Kannanir Félagsvísindastofnunar mars 14,2% 9 Við þurfum 2% í viðbót til að tryggja kosningu Ólafs Ragnars á Alþingi VIÐ erum á réttri leið! VIÐ náum árangri! VERTU MEÐ! Israel hagnast Leiðtogi eina stjórnarandstöðuflokks- ins í Iran gagnrýnir stríðsreksturinn Mehdi Bazargan leiðtogi eina stjórnarandstöðuflokks- ins á íranska þinginu hefur sent þingforsetanum Rafsand- jani opið bréf þar sem styrjöld- in við íraka er gagnrýnd og því haldið fram að hingaðtil hafi ís- raelsmenn í raun hagnast mest á Persaflóastyrjöldinni. Bréfinu hefur verið dreift í Te- heran og varð hinn þýski Spiegel fyrstur til að birta það utan Irans. Mehdi Bazargan er leiðtogi Frelsishreyfingar írans, Nehzate Azadie Iran, sem er eini löglegi stjórnarandstöðuflokkurinn í landinu. Bazargan var mikilvirk- ur í baráttunni gegn keisaranum og varð fyrsti forsætisráðherrann eftir byltinguna í febrúar 1979. Hann hefur áður gagnrýnt friðar- skilmála írana, að Hussein fari frá völdum í Bagdad og írakar greiði írönum gríðarlegar skaða- bætur, og í ágúst í fyrra steig hann það skref að gagnrýna Khomeini æðstaklerk sjálfan. Það voru írakar sem hófu Pers- aflóastríði í september 1980 og réðust inní íran. Eftir tvö ár var íraksher hrakinn frá íran og hef- ur styrjöldin eftir það verið háð á írösku landi. í bréfi sínu til Rafs- andjani segir Bazargan að frá ‘82 hafi fransstjóm háð styrjöldina gegn boðum Kóransins, gagnrýn- ir sérstaklega þögn stjórnvalda um fórnarlömb loftárása í íran og spyr hversvegna þeim hafi verið svarað með eldflaugaárásum á ír- askar borgir í stað þess að verða sér út um sæmilegar loftvarnir. Pá segir Bazargani að í raun hafi ísraelsmenn hagnast mest á styrjöld írans og íraks þarsem hún hafi veikt bæði ríkin ísrael í hag. Hann tekur þar undir með mörgum erlendum fréttaskýr- endum, en í íran er þessi gagnrýni óvenju hörð þarsem fs- Mehdi Bazargan opinber stjómar- andstöðuleiðtogi í Teheran; gagn- rýnir styrjaldarreksturinn sem ó-ís- lenskan. rael er bæði pólitískur og trúar- legur höfuðandstæðingur. Fylgismenn Bazargan njóta álits í Iran umfram aðra stjórnar- andstöðuhópa enda er um að ræða samskonar íslamska hreyf- ingu og við stjómvölinn situr, þótt túlkanir á Kóraninum og æskilegum framgangi byltingar- innar séu ólíkar. Bréf Bazarganis verður þeim mun þróttmeira sem það kemur fram rétt fyrir íranska nýárið sem hefst í dag. Því hefur verið heitið nokkra stund að hin endanlega sókn íranshers færi fram áður en nýja árið gengi í garð, en ennþá eru íranar langt frá því að sjá fyrir endann á Pers- aflóastríðinu þrátt fyrir gott gengi í síðustu sóknum, við Basra í jan- úar, og nú í Kúrdahéruðum í norðri þarsem nokkurt landsvæði hefur unnist. Tyrkland Landabréfabók bönnuð Landabréfabók bandaríska tímaritsins „National Geo- graphic" er á síðasta bannlista ritskoðunaryfirvalda í Tyrk- landi sem birtur var í gær. Engin ástæða er gefin fyrir banninu, en landabréfabækur (Atlasar) eru iðulega á þessum bannlistum vegna þess að í sögu- legum hluta þeirra er oft getið um Armeníu og Kúrdistan. Tyrkja- stjórn viðurkennir ekki armensk og kúrdísk þjóðarbrot innan landamæra sinna, bannar útgáfu rita á þessum tungum og hefur í áratugi háð grimmilega baráttu gegn vopnuðum skæruliðum sem vilja sjálfstæði til handa þessum þjóðum. A hinum nýja bannlista hinna tyrknesku bandamanna íslands í Nató eru meðal annars verk um Marx og Lem'n á þýsku, tyr- kneskt almanak útgefið í Vestur- Berlín og írönsk áróðursrit á far- si. Mörgþúsund erlend rit eru bönnuð í Tyrklandi, þar á meðal verk Maxims Gorky, landabréfa- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN bók frá hinu eðalbreska Times og bækur Henry Millers. -m Beirút Öðrum Sádí- araba sleppt Haft er eftir áreiðanlegum heimildarmönnum meðal Amal-sjíta að sádíarabíska gísllnum Khaaled Deeb hafi verið sleppt í dag. Er búist við að hann komi fram á blaðamannafundi bráðlega einsog hinn fyrri, Bakr, sem var sleppt á miðvikudag og ræddi við blaðamenn í höfuðstövum Sýrl- endinga að viðstöddum Nabih Berri, foringja Amalsíta. Deeb var rænt í janúarlok af óþekktum hópi sem kallar sig „Fylgismenn heilags íslamsks stríðs“. Ekki er ljóst hvort frelsun sádíarabanna er vottur um að brátt rofi til í málum annarra gísla í Beirút. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.