Þjóðviljinn - 28.03.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.03.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN Vestur-þýska stjórnin Vopnabrak í Bonn Kohl kanslari og Genscher utanríkisráðherra á öndverðum meiði um breytingar á bandarískum kjarnaflaugum úr meðaldrœgum í skammdrœgar. Afvopnunarviðræður stórveldanna ísjálfheldu Alvarlegur ágreiningur er sprottinn upp í vestur-þýsku stjórninni milli Kristilegu flokkanna og Frjálslynda flokksins. Deilan snýst um málaleitan bandarískra stjórnvalda um að þurfa ekki að fjarlægja Pershing-2 flaugar sínar af þýskri grundu þótt semjist við Sovétmenn um eyðingu allra meðaldrægra kjarnaflauga í Evrópu. Þess í stað verði þeim breytt í skammdrægar flaugar! Frjálslyndir, undir forystu Genschers utanríkisráðherra, vilja hafna þessari beiðni Reagan stjómarinnar. Þeir krefjast þess að allar Pershing-2 flaugarnar með tölu, en þær em hundrað og átta talsins og staðsettar í þremur herbækistöðvum í Suð-vestur Þýskalandi, verði fjarlægðar og gerðar óvirkar ef samningar tak- Jafnrétti Hægrimenn vilja drottningar Hægriflokkurinn norski hef- ur sett fram tillögu um jafnrétti kynjanna til norsku krúnunn- ar, og virðist tillagan njóta víð- tæks pólitísks stuðnings. í stjómarskrá landsins er kveð- ið skýrt á um að einungis karl- menn geti orðið þjóðhöfðingjar í Noregi en verði tillagan sam- þykkt yrði elsta bam krýnt án til- lits til kyns. Stjórnarskrárbreytingar taka tímann sinn og verður ekki hægt að afgreiða tillöguna á Stórþing- inu fyrren eftir næstu kosningar árið 1989. í tillögu Hægriflokksins er gert ráð fyrir að þessi regla gildi ekki um núlifandi kóngafólk í Noregi. Haraldur er elsta bam Ólafs kon- ungs fimmta Hákonarsonar sjö- unda, þannig að einu gildir um næsta þjóðhöfðingja, en sam- kvæmt tillögu hægrimanna yrði Hákon Magnús prins Haraldsson réttborinn til ríkis eftir Harald, þótt hann eigi sér eldri systur, Mörtu Lovísu. Jafnrétti kynj- anna tæki gildi í næstu kynslóð á eftir þeim, eftir 60-70 ár, haldi tveir næstu Noregskonungar langlífi Hákonar og Olafs. —m/norinform Haraldur Noregsprins Ólafsson. Sonardóttir hans gæti orðið drottning Noregs einhverntíma um miðja næstu öld. Bretland Bandalagið frammúr Verkamannaflokknum íhaldsflokkurinn bregður tvíeggja brandi að Bandalagsmönnum. Líkur aukast á samsteypustjórn eftir kosningar Síaukið fylgi Bandaiagsins í Bretlandi þykir draga úr líkum á að Thatcher forsætisráð- herra boði til kosninga snemmsumars einsog búist var við. Bandalagið virðist nú vera að fara frammúr Verka- mannaflokknum í fylgi, og haldi fram sem horfir kynni forskot íhaldsflokksins að verða næsta fórnarlamb stór- sóknar Bandalagsmanna. í skoðanakönnun á fimmtudag fékk Bandalag Frjálslynda flokksins og Sósíaldemókrata (SDP) jafnmikið og Verka- mannaflokkurinn, 31%, íhalds- flokkurinn 36, og í gær birtist önnur könnun þarsem Banda- lagið er komið frammúr Kinnock og félögum, fær 31,5%, Verka- mannaflokkurinn 29,5, íhalds- flokkurinn 37,5. Á mánuði hafa Frjálslyndir og Sósíaldemókratar því þeyst uppávið um tíu prósent í könnunum, og Verkamanna- flokkurinn tapað um 7%. Þessar kannanatölur koma í kjölfar kosningasigra Bandalagsins í tvennum aukakosningum síðasta mánuðinn. Væru úrslit kosninga í sam- ræmi við þessar tölur fengi eng- inn einn flokkur meirihluta á breska þinginu og yrði þá að mynda samsteypustjóm í fyrsta sinn síðan í heimsstyrjöldinni síðari. íhaldsmenn hafa að undan- fömu beint spjótum sínum fyrst og fremst að Verkamannaflokkn- um en virðast nú loks vera að snú- ast til vamar gegn Bandalaginu. Á miðstjómarfundi íhaldsmanna um síðustu helgi fluttu bæði Thatcher forsætisráðherra og Norman Tabbitt flokksformaður hvassar ræður gegn Bandalaginu, sem Thatcher kallaði „Verka- mannaflokkinn í útlegð". Banda- lagsmenn fagna mjög þessum ár- ásum íhaldsmanna. Thatcher og menn hennar þurfa nefnilega að þræða hér það einstigi að annar- svegar má ekki hleypa Banda- laginu of langt, þegar ráðist er að Bandalaginu er það hinsvegar gert að trúverðugum kosti. „Gömlu“ flokkamir hafa hingað- til beitt gegn Bandalaginu taktík þagnarinnar. Það hefur frá stofn- un haft minna fylgi en hinir flokk- amir tveir, og kjósendur hafa margir litið á Bandalagsatkvæði sem tapað atkvæði. Fylgi Banda- lagsins dreifist nokkuð jafnt yfir landið og þingstyrkur þess vegna einmenningskjördæmanna því verið í litlu hlutfalli við atkvæð- astyrk. Athugendur breskra stjóm- mála vom margir þeirrar skoðun- ar að Thatcher boðaði til kosn- inga í vor eða sumar, og var farið að tala um júnímánuð í ljósi innri óeiningar í Verkamannaflokkn- um og nýlegs fjárlagafmmvarps sem innihélt skattalækkanir og auknar fjárveitingar til félags- mála. Leiðtogi Verkamanna- flokksins sagði um það framvarp að það fjallaði minnst um al- menna velferð og aðallega um al- mennar kosningar. Skriðurinn á Bandalaginu þessar vikur er aftur talinn geta orðið til þess að Thatcher bíði með kosningamar þangaðtil bet- ur stendur á. Hún þarf ekki að kalla Breta að kjörborði fyrren á næsta ári. -m Laugardagur 28. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA Hinn „frjálslyndi" Genscher deiiir nú við húsbónda sinn, hinn „kristilega“ Kohl, um afvopnunarmál. ast í Genf. En Kohl kanslari og flokks- bræður hans eru ósammála og halda því fram að Bandaríkja- mönnum sé heimilt að áskilja sér allan rétt til að skerða flugþol meðaldrægra flauga það verulega að þær dragi aðeins „skamman" spöl. Og geyma þær áfram í Vestur-Þýskalandi. Þessar deilur spegla í hnot- skum ágreining risaveldanna í af- vopnunarviðræðunum í Genf og ástæðu þess að þær fóm út um þúfur. Ekki virtist skorta nema herslumun til að gengið yrði til samninga en þá kom babb í bát- inn. Bandaríkjamenn kröfðust þess að tekin yrði ákvörðun um „skammdrægar" flaugar um leið og samið væri um þær meðal- I drægu. Þeir heimtuðu að Sovét- menn létu staðar numið við fram- leiðslu minni flauganna og biðu eftir því að Reagan stjórnin hefði komið sér upp jafnmörgum sams- konar leikföngum, en hún telur veralega halla á sig í þeim efnum. Sovétmenn vilja aftur á móti að fyrst verði samið um eyðingu meðaldrægu kjarnaflauganna og þvínæst hefjist viðræður um þær „skammdrægu“ (sem alls ekki eru „skammdrægar“ því þær geta flogið eitt þúsund kílómetra leið. Til dæmis draga þær frá Póllandi til Parísar og frá Vestur- Þýskalandi til allra höfuðborga austan tjalds utan Moskvu). Vestur-þýski Jafnaðarmanna- flokkurinn fer bil beggja í þessum ágreiningsmálum. Hann tekur undir þá kröfu Bandaríkjamanna að samið verði strax um eyðingu allra smærri kjarnaflauga. En hann er öldungis ekki á því að láta þá komast upp með sjón- hverfingar í þeim dúr sem þeir hafa bryddað á, að skerða flugþol Pershing-2 flauganna og breyta þeim í eitthvað annað en með- aldrægar kjarnaskutlur í því augnamiði að þurfa ekki að eyða þeim. Um þetta atriði gengur ekki hnífurinn á milli krata og frjálslyndra. Báðir segja að „eyðing“ kjarnaflauga hljóti að þýða að þeim verði eytt en ekki breytt! -ks. =1] LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Laus staöa félagsráðgjafa, fulltrúa í ellimáladeild Félagsmálastofnunar, 50% (ný staða). Nauðsynleg er menntun félagsráðgjafa eða sambærileg menntun. Staðan er laus nú þegar. Ennfremur vantar starfsmann í afleysingar (100%) í vor og sumar. Nánari upplýsingar gefur Anna S. Gunnarsdóttir, deildarfulltrúi í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. m IAUSAR STÖÐUR HJÁ l|l REYKJAVÍKURBORG Droplaugarstaðir, heimili aldraðra, Snorra- braut 58. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunar- deild heimilisins. Starfsfólk í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl. Sjúkraþjálfara. Lausar stöður frá og með 1. maí 1987, hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunardeild. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9:00 -12:00 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.