Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar
Stefni ó
fimmtánda saetið
ValgeirGuðjónsson hljómlistarmaður:Ásta, konan mín,
uppgötvaði Höllu Margréti
Nafn vikunnar að þessu sinni
er Valgeir Guðjónsson hljóm-
listarmaður úr Stuðmönnum,
Strax, Spilverki þjóðannaog
félagsráðgjafi með meiru.
Valgeir er búinn að vera við-
loðandi hljómlist um iangt árabil
og varð fyrst kunnur af veru sinni
í Spilverkinu, en hann samdi
mikið af bæði lögum og textum
þess. Spilverkið var á vissan hátt
þjóðlagadeild hljómsveitarinnar
Stuðmanna, skólahljómsveitar í
Hamrahlíðar- menntaskólanum.
Á árunum upp úr 1970 voru
popparar bjartsýnir og horfðu
mjög til heimsfrægðar. Lögðu
sumir land undir fót til Englands
á vit hennar. Stuðmenn voru dá-
lítið sér á parti, fóru huldu höfði á
íslandi og gáfu út merkilega plötu
sem hét Sumar á Sýrlandi og var
því vendilega haldið leyndu
hverjir þessir Stuðmenn væru.
Poppfræðimenn voru þó flestir
sammála um að þarna væru á
ferðinni aðrir en þeir sem íslensk
frægðarsól skein hvað skærast á
þá; hljómurinn var nýr, textarnir
öðruvísi, sömuleiðis húmorinn -
Stuðmannahúmorinn. Pað þykir
nokkuð Ijóst nú að verulegan þátt
í tónlist og textum Stuðmanna og
spilverksins átti einmitt Valgeir
Guðjónsson.
Hið gullfallega lag hans „Hægt
og hljótt“ hlaut efsta sætið í for-
keppninni fyrir sjálfa söngvak-
eppni evrópskra sjónvarpsstöðva
sem haldin verður í Briissel þann
9. maí. Lagið var í forkeppninni
sungið fallega af Höllu Margréti
Ámadóttur, nemanda í Söngs-
kólanum, við undirleik Valgeirs
sjálfs auk aðstoðarmanna og
verða sömu flytjendur í Briissel
þegar kemur til stykkisins, sjálfr-
ar Eurovision- keppninnar.
Þorri áhugamanna um söngva-
keppni þessa er hæstánægður
með lag Valgeirs og lítur út fyrir
að þjóðarsátt hafi þegar tekist um
lagið svipað og Gleðibankann í
fyrra og verðbólguna í hitteð-
fyrra. Pó er eins og hörðustu júr-
óvísjónáhugamenn vilji síður
fullyrða um vísan sigur og yfir-
burði hins íslenska framlags nú
eins og með Gleðibankann í
fyrra, minnugir þess hvar hann
lenti í röðinni og þess doða sem
lagðist yfir þjóðina að keppninni
lokinni.
Valgeir segir þó sjálfur að hann
stefni á fimmtánda sætið með
lagið í Briissel, það er altént
framför frá í fyrra. Við slógum á
þráðinn til Valgeirs fyrr í vikunni
og spurðum hann um hvernig
lagið hefði orðið til:
„Ég samdi þetta lag í svefnher-
berginu heima hjá mér þar sem
ég hafði vinnuaðstöðu úti í homi.
Ætli það sé ekki rúmt ár síðan.
Tilefnið var svo sem ekki neitt,
kannski bara þessi óskilgreinan-
lega þörf mín fyrir að vera alltaf
' að hnoða saman Iögum.“
Hvernig fannstu þessa ágætu
söngkonu?
„Það var nú eiginlega konunni
minni að þakka. Hún vissi af
Höllu, hafði sennilega heyrt hana
syngja einhversstaðar og datt í
hug að hún gæti gert þetta á þann
hátt sem hæfði laginu. Pað kom
líka á daginn. Hún flutti lagið
með mikilli prýði.
Svo uppgötvuðu þær eftir á að
þær væra frænkur og ekki var það
nú neitt verra.“
Hvað er að frétta af Stuð-
mönnum eða Strax?
„Við eram nú þessa dagana að
taka upp plötu í rólegheitum.
Þetta verður Stuðmannaplata og
verða allir textar á íslensku að
Stuðmannasið. Hjá Strax er ekk-
ert sérstakt á döfinni enda er
mannskapurinn dálítið sitt í
hverri áttinni og engar meirihátt-
ar utanlandsferðir hvað þá heldur
stórvirki á borð við Kínareisuna
góðu, enda verður erfitt að toppa
hana.
Ég er núna héma heima að
skrifa ávarpið sem ég flyt á úti-
fundi Samtaka friðarhreyfinga á
Lækjartorgi á eftir. Fundurinn er
haldinn í tengslum við utanríkis-
ráðherrafund Norðurlandanna.
Kj arnorkuvopnafriðlýsing
Norðurlandanna er vonandi að-
eins upphafið að öðra og meira.
það er alveg sama hvað öllu hjali
um austur og vestur líður, kjarn-
orkusprengjur, eldflaugar og guð
má vita hvað. Petta er svo mikið
nauðsynjamál og svo sjálfsagt að
manni finnst innst inni að það ætti
að vera óþarfi að ræða þetta
Valgeir Guðjónsson, höfundur sigurlagsins, framlags fslands í söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva og söngkonan Halla Margrét Ámadóttir.
eitthvað frekar heldur láta hend- megi berja í borðið í þessu máli.
ur standa fram úr ermum og Þaðerþávontilaðannaðogmeir
framkvæma. fylgi í kjölfarið og framkvæði
Norðurlandanna verði til að
Manni finnst að það standi upp stuðla að slökun og sáttfýsi milli
á litlu Norðurlöndin sem hafa kjarnorkuveldanna. Hérerumlíf
gjaman barið sér á brjóst fyrir að og dauða veraldarinnar að tefla“.
vera menningarþjóðir, að þær -sá
________LEiÐakI____
Andóf og
herstöðvastefna
Á morgun, þrítugasta mars, er dapurlegt af-
mæli - þá eru 38 ár liðin frá því að íslendingar
voru teymdir inn í hernaðarbandalag og varð
það undanfari þess að ódulbúnum herstöðvum
var komið hér upp tveim árum síðar. Og þar við
situr eins og við vitum öll, eins þótt flestir ábyrgir
menn þykist sammála um að slíkt ástand megi
ekki verða til frambúðar eins og sjálfsagður
partur af hlutskipti okkar undir sólunni.
í tilefni þrítugasta mars efna Samtök her-
stöðvaandstæðinga til baráttufundar í dag,
sunnudag kl. 15 á Hótel Borg sem menn eru
hvattir til að muna eftir, því með því framtaki er
minnt á hin stærstu mál, eitt þeirra sem menn
hafa tilhneigingu til að sópa undir teppi í vitund-
inni, hvort sem það nú stafar af slæmri sam-
visku eða að menn hafi ánetjast því lýðskrums-
stríði í þjóðmálum sem gerir ráðherraslag í
Sjálfstæðisflokki að máli mála.
Við vitum að baráttan fyrir íslandi óháðu víg-
búnaðarófögnuði hefur átt erfitt uppdráttar hin
seinni árin. Ekki kannski vegna þess helst að
þeim hafi fjölgað verulega sem taka mark á
rökum herstjóra um „nauðsyn" herstöðva á ís-
landi. Heldurmiklu heldurvegnaþess, að áleitið
hefur reynst það „hernám hugarfarsins" sem
lætur undan þrýstingi ríkjandi ástands og hefur
ekki nennu til að takast á við eitthvað það sem
óþægilegt er og erfitt. Og leiðir allt þetta til þess
að herstöðvamálin færast neðar en skyldi á
málefnaskrá einstaklinga og hreyfinga.
Það er stundum talað um að einnig Alþýðu-
bandalagið hafi gerst sekt um uppgjöf af því
tagi. Og víst er það rétt, að liðsmenn þeirrar
hreyfingar voru á árum áður mun virkari í andófi
gegn herstöðvastefnu en nú. Þeir hafa í þessu
efni dregið í alltof ríkum mæli dám af almennum
hneigðum í landinu. Engu að síður er það við
Alþýðubandalagsmenn og ýmsa aðra vinstri-
menn sem það andóf tengist sem er þó í gangi.
Andóf gegn hernaðarframkvæmdum, viðleitni
til að koma í veg fyrir að íslenskt þjóðlíf og
lífskjör tengist enn meir en orðið var hernaðar-
umsvifum, viðleitni til að rjúfa vítahring Nató-
hyggjunnar með því að tengja okkar sjálfstæð-
ismál sem best þeim jákvæðu hugmyndum
sem uppi eru hverju sinni í friðarhreyfingum
álfunnar.
Þessi viðleitni gengur sem betur fer þvert á
það sem stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðis-
flokkurinn, og stuðningsmenn hans, hafa helst
aðhafst í þessum málum. Eftir því sem sá flokk-
ur hefur meiri áhrif og völd, þeim mun meiri
hernaðarumsvifum megum við eiga von á, þeim
mun óskammfeilnari verður sú „aronska" sem
finnst aldrei nógu hart fram gengið í landsölu.
Og áhrif þessa sama flokks standa í réttu hlut-
falli við þá aumlegu framgöngu íslendinga á
alþjóðavettvangi, að þeir treysta sér ekki einu
sinni til að hafa samflot með obbanum af ríkjum
heims um kröfugerð til kjarnorkurisanna um
frystingu þeirra vígbúnaðar. Þessi stefna vill
leynt og Ijóst koma í veg fyrir að við íslendingar
eigum samleið með smærri ríkjum um það sjálf-
stætt frumkvæði í friðarmálum, sem ekki leitar
fyrst blessunar að ofan. Nýlegt dæmi af þessum
vettvangi er það, hvernig núverandi utanríkis-
ráðherra hefur reynt af megni að þvælast fyrir
framgangi hugmynda um Norðurlönd án kjarn-
orkuvopna.
Sem fyrr sagði hefur málstaður herstöðva-
andstæðinga átt misjöfnum byr að fagna á liðn-
um árum. Hitt er svo víst að hugsjón þeirra fellur
ekki úr gildi. Við eigum jafnan skuld að gjalda
öllum þeim, sem ekki aðeins hafna hinni
lágkúrulegu „hagsýni" aronskunnar, heldur
vísa með ágætri seiglu og þrautsegju frá sér
freistingum þeirrar uppgjafar sem hvíslar í eyra:
þetta þýðir ekki neitt. Andóf gegn hernaðar-
hyggjunni, sem getur vitanlega komið fram í
ýmsum myndum, er ein mikilvægasta forsenda
þess að við eigum von um mannsæmandi fram-
tíð.
-áb.
Sunnudagur 29. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17