Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 6
Æfía mérað vera dugleg vinnukona Þegar ég barði upp á hjá Guð- rúnu Helgadóttur fyrr í vikunni var Albertsmálið enn á fullu og um fátt annað talað í landinu. Leigubílstjórinn hafði tjáð mér að hann hefði verið félagi í Sjálfstæðisflokknum í tuttugu ár: „En á morgun geng ég úrflokknum og þús- undir annarra með mér, “ og það sveif heilagur andi yfir honum er þessi játning var gerð. „Ég þekki Albert per- sónulega og hef oft rabbað við hann. Albert er maður fólksins og við á stöðinni höf- um ákveðið að keyra ókeypis fyrir hann í kosningunum. Eg held að Þorsteinn ætti að líta í eigin barm og skoða eigið sið- gæði.“ Eðlilega var því þráðurinn tek- inn upp þegar ég hafði komið mér fyrir við sófaborðið á heimili Guðrúnar og talið barst að fjöl- miðlafárinu út af Albertsmálum. „íslensk pólitík er afar sér- kennileg. Fólk vinnur svo mikið og hefur svo lítinn frítíma að tími þess til að hugsa um þjóðmál er mjög takmarkaður. Flestir láta sér því nægja að lesa fyrirsagnir og gleypa svo við æsifregnum á borð við það sem er nú að gerast í Sjálfstæðisflokknum. “ Þar með voru mál Alberts út- rædd af Guðrúnar hálfu og við gátum snúið okkur að sjálfu við- talinu, uppgjöri við það kjör- tímabil sem nú er að ljúka og kosningunum framundan. Stjórnin hefur af iitlu að státa Hvað hefur einkennt þetta kjörtímabil? „Það hefur einkennst af tvennu. í fyrsta lagi af óvenjulegu góðæri og heppilegum ytri að- stæðum. Lánið hefur leikið við ríkisstjórnina. Olíuverð lækkaði, það hefur aflast betur en nokk- urntíman áður og markaðsmál verið í besta lagi. Maður skyldi því halda að eitthvað af þessu hefði skilað sér til fólksins. Þjóð- artekjur jukust t.d. á síðasta ári um 10 milljarða króna. Ríkisstjómin hrósar sér af því að hafa komið niður verðbóígu og maður skyldi ætla að það hefði ekki verið svo erfitt við þessar aðstæður. En einasta framlag ríkisstjórnarinnar til þess að ná niður verðbólgunni er, að taxta- kaup fólks hefur verið skert um þjriðjung. ' Þrátt fyrir þetta er vaxandi við- skiptahalli og erlendar skuldir að aukast. þannig að ríkisstjórnin virðist ekki hafa af miklu að státa. Sérhver íslendingur hefur þurft að greiða um 300 þúsund krónui til að ná niður verðbólg- unni er þrátt fyrir það er hún nú komin yfir 20% og vinveittustu hagfræðingai ríkisstjómarinnar spá því að hnn verði um 40% á árinu með þe su áframhaldi.“ Stefnuleysi í menntamálum Hvað með frammistöðu ríkis- stjórnarinnar í öðrum málum en efnahagsmálunum? „Það sorglegasta við kjörtíma- bil þessarar ríkisstjórnar er stefnuleysið og það öngþveiti sem nú er í menntamálum. Aukin þekking og menntun á öllum sviðum er undirstaða framþróun- ar og uppbyggingar í atvinnulífi. Nærtækasta dæmið um það er hið svokallaða efnahagsundur Jap- ana. Það undur byggir á því að Japanir hafa sett kennslu í for- gang og kennarar em þar með best launuðu og virtustu stéttum landsins. Árangurinn hefur líka sýnt sig Hér drabbast skólarnir niður. Hundruð kennara án réttinda annast kennslu barnanna. Þeir eru óánægðir með kjör sín og að- stöðu. Ég óttast að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættulegt ástand. Tíminn sem fer í það að ala upp einstakling er ótrúlega stuttur. Þetta ástand verður því að stöðva ef við eigum ekki að dragast aftur úr á öllum sviðum. ValdimarHarðarson, arkitekt, höfundur Sóleyjarstólsins, hélt framsöguerindi á málstefnu Al- þýðubandalagsins um listir og menningu. Hann sagði m.a.að skortur á listrænu uppeldi háði íslenskri nytjalist og hönnun á iðnaðarvörum. Við komum alltaf aftur að því sama: í nútímaheimi er þekking og kunnátta á öllum sviðum undirstöðuatriði. í okkar þjóðfélagi einsog öðrum verða það æ færri sem geta unnið við nokkurn skapaðan hlut nema með kunnáttu. Það er því albrýnasta verkefni stjórnvalda að reisa við mennt og menningu í landinu og hefja kennara landsins til vegs og virð- ingar. Við eigum allt undir kennslu fólksins í landinu. Allt stríð milli námsmanna og menntamanna annarsvegar og verkalýðshreyfingar hinsvegar, er gjörsamlega út í hött. Það er fásinna að ætla sér að draga úr námslánum og koma þannig í veg fyrir að ungt fólk geti aflað sér menntunar, hér og erlendis. Ég held að þetta sé eitt af stærstu pólitísku málum komandi ríkis- stjórnar. Verkfall kennara sem nú stendur yfir er talandi sorgar- leikur um ástandið. Nemendur skilja sorgarleikinn þó að stjórnvöld skilji hann ekki. ís- lensk alþýða verður að gera sér ljóst að hún á allt undir því að börnin hennar fái þá þekkingu og menntun sem nútímalíf krefst.“ Stysta þingið Þingið sem nú var að Ijúka störfum er líklega stysta þing sem þú hefur setið? „Jú, það var stutt í fyrra en enn styttra nú.“ Háði það störfum þingsins? „Ég er ekki svo viss um að tím- inn hafi háð störfum þingsins heldur fyrst og fremst það að ríkisstjómin lagði ekki fram nein mál fyrr en í lok þingsins. Það vom því við stjórnarandstöðu- þingmennimir sem héldum uppi málflutningi í þinginu. Framan af vetri hefðu ekki verið haldnir neinir þingfundir ef stjómarands- töðuþingmennimir hefðu ekki verið með fmmvörp og tillögur. Það var annars mesta furða hverju þingið kom í verk á þess- um örfáu vikum sem einhver mál vom til meðferðar. Ég er hins- vegar ekki svo viss um að með- ferðin á öllum málum hafi verið vönduð, enda ekki hægt að ætlast til þess.“ Þessi vinnubrögð þingsins hafa oft verið gagnrýnd, að öll stóru málin koma fram á síðustu dögum þingsins. Er engin leið til að breyta þessu? „Þetta er engin tilviljun. í sumum málum kærir ríkisstjórnin sig ekkert um að gefa þing- mönnum tíma til að fjalla um þau. Stjórnin getur hespað þing- málum í gegn um þingið með því að setja tímapressu á þingmenn. Þetta em auðvitað engin vinnu- brögð en hefur verið hefð lengi. Þó sjaldan í jafn ríkum mæli og í vetur. Ofan á þetta bættist að fjöldi þingmanna var kominn út og suður í kosningaslag síðustu daga þingsins og varamenn teknir við þeirra störfum. Tvennskonar þingmenn Það má skipta þingmönnum í tvo hópa. Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en eftir töluvert langa þingsetu. Annarsvegar eru það þingmenn sem vinna verkin sín, kynna sér þingmál, vinna í nefnd- um og taka löggjafarstörf alvar- lega. Hinn hópurinn er í því að hafa völd, ítök hér og þar út um allt þjóðfélagið og koma ekki til þings nema þegar þeim sjálfum sýnist. Þessi tegund stjórnmálamanna er held ég orsök kvennaframboð- anna. Konur þola ekki svona vinnubrögð. Þessi karlrembusvín valdsins em svo órafjarri þeim skilningi sem konur leggja í stjórnmálastörf. Við konur eram vanar að taka ruslið upp af gólf- inu frekar en að vaða yfir það þangað til einhver annar hirðir það.“ Ánœgð með minn hlut Hvað með þín eigin þingmál á kjörtímabilinu? „Ég er að mörgu leyti ánægð með kjörtímabilið í heild. Ég hef borið fram fjölda mála og fengið þó nokkur samþykkt, mörg beint, önnur með því að ríkis- stjórnin bar fram stjórnarfrum- vörp um svipaða hluti. Ég get nefnt framlengingu á feðra- og mæðra launum í 18 ára aldur, námsframlagi til 20 ára aldurs fyrir þau börn öryrkja eða börn sem ekki eiga meðlagsforeldri á lífi. Nú þýðingarsjóður íslands tók til starfa á kjörtímabilinu og enginn deilir um þær breytingar sem orðið hafa á þýðingum er- lendra skáldverka. Ég fékk sam- þykkta tillögu um að ríkið tæki þátt í að fullgera Hallgríms- kirkju, sem er eitt merkasta hús landsins þó að umdeilt hafi verið. Þá hef ég flutt frumvörp sem enn hafa ekki náð í gegn þrátt fyrir mikinn stuðning, einsog fmmvarp mitt um umboðsmann bama. Þá hef ég flutt framvarp um að koma á skipulagi á lögræð- issviftingu fólks og fmmvarp um sjálfstætt bankaeftirlit og breytingu á erfðalögum. Þótt það síðasta færi ekki í gegn einsog ég framast vildi urðu breytingamar á lögunum til góðs og hafa margir getað notfært sér þær. Mér tókst á nýafstöðnu þingi að pressa í gegn að greiðslur yrðu rýmkaðar fyrir neyðarhnappa fyrir fatlaða og sjúka. Þá vinnum við hvert fyrir ann- að að koma málum félaganna í gegn einsog mál sem vörðuðu skipulagða sjúkraþjálfun og for- vamarstarfsemi í heilbrigðismál- um, sem Helgi Seljan flutti og lög yfir auglýsingastarfsemi, sem Steingrímur J. Sigfússon flutti. Samtals flutti Alþýðubanda- lagið á annað hundrað mála á þessu þingi og mörg þeirra hafa farið af stað fyrir tilstilli þessara tillagna okkar og nægir þar að nefna fjarskiptakennslu, eða op- inn háskóla, sem Ragnar Arnalds er upphafsmaður að. Stjórnar- andstaðan getur því haft veraleg áhrif og það er langt því frá að þingið sé afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina einsog stundum hefur verið haldið fram.“ Samviska flokksins Þú hefur stundum verið kölluð samviska flokksins. „Það væri nú ljóta hlutverkið! Ætli við höfum ekki öll einhverja samvisku. Kannski örlítið meiri samvisku en flestir aðrir þing- flokkar." Þú er óhrœdd við að hafa þína sjálfstœðu skoðun á ýmsum mál- um, jafnvel skoðun sem þínum flokksbrœðrum líkar ekki alls kostar. „Það væri mér óbærilegt að taka afstöðu til mála þvert gegn samvisku minni. Ég ætti ákaflega erfitt með það.“ Er algengt að stjórnmálamenn taki afstöðu gegn eigin samvisku til að halda friðinn í þingflokkn- um? „Ég hugsa að það sé töluvert algengt. Eflaust er meiri agi í öðr- um þingflokkum en okkar. Sumir hafa kallað það veikleika. Mér finnst það hinsvegar styrkur. Ég held að við ráðum við þetta vegna þess að flokkur einsog Alþýðu- bandalagið byggir á miklu af- markaðri stefnu og hugsjón en hinir flokkamir. Við emm öll sósíalistar og höfum ákveðna hugmynd um hvernig við viljum hafa þjóðfélagið. Innan þess ramma rúmast því ýmsar skoðan- ir. Við þolum þess vegna að vera ósammála um ákveðna hluti. Sósíalismi er síbreytilegur og til eilífrar endurskoðunar og er eng- in eilífðar lausn á málefnum líð- andi dags. Á bakvið ágreining okkar er nokkuð skýr hugmynd að hverju við erum að stefna. Ég hef líka verið kölluð þing- ræðissinni og er bara hreykin af því. Ég ber mikla virðingu fyrir stofnuninni Alþingi og vil ekki vanvirða þá stofnun á neinn hátt. Hún er lýðræðisleg í eðli sínu og skynsamlega byggð upp. Alþingi ætti því að vera óskabarn þjóðar- innar í stað þess að vera bitbein hennar.“ Þingmönnum sjálfum um að kenna Alþingismenn hafa gagnrýnt fjölmiðlana fyrir hvernig þeir fjalla um stofnunina og þau störf sem þar eru unnin. Ert þú sama sinnis, að fjölmiðlarnir standi sig illa? „Ég hef lítið tekið undir þann kór. Fjölmiðlamenn hef ég ekki staðið að óvandaðri vinnu- brögðum en gengur og gerist. Ef þingmönnum finnst þeir vera lítið í fjölmiðlum held ég að það sé þeim sjálfum að kenna. Ef þing- mönnum finnst málflutningur 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. mars 1987 sinn vera affluttur, ættu þeir að velta því fyrir sér hvort þeir séu nógu skýrir í hugsun og tjáningu, eða hvort þeir em með þann mál- flutning sem menn hafa áhuga á. Þær stundir hafa komið að Morgunblaðið hefur sagt ná- kvæmar frá málflutningi mínum en Þjóðviljinn. Það má margt um Moggann segja en þingfréttir Morgunblaðsins em ekki slæmar og alls ekki óheiðarlegar. Auðvitað getur það farið í taugamar á manni að oft er gert meira úr skondnu tilsvari eða uppákomu í þinginu, heldur en langri ræðu sem þingmaður hefur lagt mikla vinnu í. Ef við emm almennilegir sósíalistar eigum við þó að skilja í hvaða aðstöðu fjöl- miðlamenn eru. Þeir hafa auðvit- að ekki ótæmandi rými fyrir það sem okkur þóknast að segja og verða því að vinsa úr það sem þeir meta áhugavert fyrir lesendur." Sama hvaðan gott kemur Finnstþér hafa orðið breyting á fréttamennskunni með tilkomu nýju miðlanna. í kringum Al- bertsmálið virðast stjórnmála- mennirnir hafa tekið upp nýjan stíl. „Það er greinilegt að Þorsteinn Pálsson hefur keyrt fram og til baka blaðamannafund Gorbat- sjofs í Háskólabíó og lært af fé- laga Gorbatsjof, þannig að þeir em vart sundurþekkjanlegir. Þetta þótti mér skynsamlegt hjá Þorsteini. Hann hefur ályktað réttilega að það sé sama hvaðan gott kemur og Gorbatsjof kann svo sannarlega að halda blaða- mannafundi, um það deilir eng- inn.“ Lélegur njósnari Nýlega varstu sökuð um að hafa lekið ákveðnum upplýsing- um til Greenpeace ogaðþú vœrir þeirra helsti njósnari á íslandi. Hverju svararðu slíku? Nú hlær Guðrún við, segist ekki telja sig efni í góðan njósn- ara, enda hafi enginn tekið mark á þessum yfirlýsingum Kristjáns Loftssonar, og ekki einusinni hann sjálfur í viðtali við hana. Hún segist ekki vera í neinu sam- bandi við Greenpeace en hins-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.