Alþýðublaðið - 19.10.1921, Page 4
4
ALH'ÐOSS At)IÐ
KaijíÉi RfiíMia.
Nýkoœnar vörur: DAsarójóIk ioo aura, stór dós.
Kartöflur, ágæt tegund 18,50 pokinn, Rjól B B 10
kr, bitinn, Skrsa B. B, Rúgoijöl, Hrísgrjóo Msí>,
Bygg, Rósínur, Sveskjur, Plóntuíeiti, Kaffibætir. Sódi,
Kartöflurnjöl, SagO, Rfstnjöl, M ccaroní, Kandfs,
Súkkulaði, Gouda astur, Leverpostei og nsargt
fleira. — Vörurnar eru seldar með lægsta voði i
Verzlunin á Laugaveg 22 A., sío.i 728 — Verzl-
unin í Gamla bsnkanum, sirr,! 1026 — Verziun
Guðjðns Jónssonar, Bpæðzabopgai’stíg 1-
JHLí. Versl.
HrerfiNi;, 50 A
Riðbletta meðalifl fræga komið
aftur, Taiiklrimriur, p'Lbeir.*"HÖf
uðkambar, Harg.eióur, Fægilögur
Og Smirsl, það b zta er hmgað
hefir flust Tféausur, Kolaausur
og Bróderskæ i — Gðð
vara, gott verð
Von hefir flest til lffsins þarfa.
Nýkomið skyr, rikl ngur, harðflsic.
ur, kæfa, lax hangikjöt er f reyk
ingu,. srujör, hák.ri er á leið nni
að norðan, kaffi þ >ð bezta í borg
inn’, k ndimelís, xpo-t, kíV-e
sukkulad^, allar mögulegar korn-
vörur, sápur fl*-i>i teg,, steinolfa
ódýrust f bæmim rjól og skraa
B B , vindíar og cígarettur í stóru
úrvali og maigt fleita ótalið.
Gaagið við i Voa. Þar er eitthvað
fy ir aiia.
Allsa vinsamíegast
Guunar Sigurðsson,
Síms 448.
Alþbl. kostar I kr. á mánuði.
Alþýðublaðið
er édýrasta, fjölbreyttasta og
bezta dagblað landsins. Kaup-
ið það og lesið, þá getið
þlð aidrei án þess verið.
Stúlka óska^t f áidégisvist.
Upp ýsíogar á Bræðraborgarstíg
34, eltir ki 6
Ritstjór; eg ibysgSarmaéer;
ólafar Friðrlk'.s.íOa.
Prer.tatiiiðisc GnienbarK,
Ivart Turgeniðw; Æskuminningar.
um hönd hennar. „Hvað hefir komið fyrir? Reynið þér
að vera rólegar, gerið það fyrir migl"
,Æ, herra Dmitri, eg — eg hefi orðið fyrir svo af-
skaplegri ógæfti!"
„Hvað, þér orðið fyrir ógæfu?“
„Já. Hvernig átti eg að geta gert ráð fyrir því? Það
kom alveg eins og þruma úr heiðskýru lofti I “
Henni var mjög erfitt um andardráttinn
„Við hvað eigið þér? Segið mér þaðl Viljið þér eitt
glas af vatni?“
„Nei, þakka yður fyrirl" Frú Leonora þurkaði nú
tárin úr augunum, með vasaklútnum sínum, en strax
setti að henni aðra grátkveðu. „Eg veit alt eins og það
er! Alt!“
„Við hvað eigið þér? . . . Alt, hvað?"
„Alt, sem skeð hefir í dagl Og eg veit líka um
ástæðuna. Þér hafið komið fram sem heiðvirður maðurl
En guð minn góðúrl Að hugsa sér, hvaða óþægindi
getur leitt af öllum sköpuðum hlutuml Það var ekki að
ástæðulausu að eg var þessari ferð til Soden
mótfallin! ... Nú getið þér séðl" Frú Leonora
hafði aldrei sagt eitt einasta orð á móti þeirri ferð,
þótt henni fyndist nú, að hún hafa haft þetta alt á
meðvitundinni lyrir fram.
„Og nú er eg komin til yðar, af þvf eg veit, að þér
eruð bezti drengur og vinur minn, enda þótt ekki séu
nema fimm dagar sfðan eg sá yður í fyrsta sinn. . . .
Eg er aðeins einmana ckkja . . . og ... dóttir mín
U -
Hún gat ekki komið upp orðúnum fyrir gráti. Sanin
vissi tæpast hvað til bragðs ætti að taka.
„Dóttir yðar?" endurtók hann.
„Dóttir mín, Gemma —“ stundi frú Leonora upp
með vasaklútinn fyrir munninum, — „hún sagði við
mig í dag að hún vildi ekki giftast Klttber, og bað mig
áð tilkynna honum það!“
„Eg ætla nú ekki að minnast á það, hvíllk skömm
það erl“ hélt frú Leonora áfram. „Að annað éins hefir
varla fyrir komið! Að hugsa sér af ungri stúlku að
rifta sfnu heitorðil En vitið þér það líka, herra Dmitri
að það eyðilegur alveg fjárhag okkar?" — Frú Leonora
kruklaði saman vasaklútinn í lítinn hnút, eins og hún
vildi byrgja inni í honum allar sínar sorgir. „Við get-
um ekki lifað af tekjunum af búðinni. herra Dmitri!
Kliiber er mjög vel efnaður og verður líklega ennþá
rfkari með tíð og tíma. Er þá nokkurt vit í því að vera
að segja honum upp? Fyrir það, að hann skyldi ekki
verja kærustuna? Vitanlega var það ekki fallegt af hon-
um, en hann er llka hvórki hermaður né stúdent, og
sem kaupmaður gat hann varla annað en fyrirlitið
ósvífni þessa foringja. Og var það líka nokkur móðgun
herra Dmitri?“
„Fyrirgefið, frú Leonora.-,' mér finst uú helst að þér
séuð að ásaka mig fyrir að. ..." _
„Nei alls ekkil Það er alt öðru máli að gegna um
yður. Þér eruð hermaður eins og allir Rússar!“
„Fyrirgefið, eg er alls ekki. . . ;“
„Þér eruð útlendingur, ókunnur hér og eg er ýður
þakklát," hélt frú Leonora áfram án þess að hlusta á
Sanin. Hún stundi, fórnaði höndum, tók vasaklútinn
sinn og snýtti sér. Þó ekki væri nema þetta, hvernig
sorg hennar kom 1 Ijós, mátti þó sjá af því, að hún
var suðræn.
„Og hvernig ætli verzlun Klúbers gengi, ef hann
tæki upp á því að heyja eiuvígi við viðskiftamennina?
Hún færi alveg út um þúfur! Og nú á eg að fara til
hans til að segja honum að trúlofuninni sérift! Hvern-
ig eigum við svo að fara að því að lifa? Nú búa aliar
kökubúðir til þessar beztu kökur, sem engir höiðu áð-
ur nema við. Svo berst líka fréttin Um einvfgi yðar út
um alla borgina, það sjáið þér? Og þegar svo trúlofun-
inni verður riftað um leið, þá vekur þetta alment
hneiksli! Gemma er indæl stúlka og henni þykir ósköp
vænt um mig, — en hún er líka ofstækisfullur lýð*