Þjóðviljinn - 08.04.1987, Qupperneq 3
FRÉTTIR
I
Súkkulaði
Ekkert
samkrull
við
Norðmenn
Iðnrekendur: Hráefni í
súkkulaði keyptfrá
Hollandi og Vestur-
Þýskalandi
Allir íslenskir sælgætisfram-
leiðendur kaupa hráefni í súkku-
laði frá Hollandi og Danmörku,
segir í frétt frá Félagi íslenskra
iðnrekenda, og segja iðnrekend-
ur ástæðulaust með öllu að gruna
íslenskt súkkulaði um að valda
salmónellu-sýkingu einsog norska
súkkulaðið Hobby.
Iðnrekendur mótmæla þeim
fréttum frá Hollustuvemd að til
standi að rannsaka íslenska
súkkulaðið til að sjá hvort sýking-
in er í hráefninu. Norska súkku-
laðifyrirtækið kaupir kaffibaunir
óunnar og framleiðir úr þeim
súkkulaði í Noregi. Enginn ís-
lenskur súkkulaðiframleiðandi
kaupir kakóbaunir frá Noregi
eða í samvinnu við norsk fyrir-
tæki, heldur er kakósmjör,
-massi og -duft unnið úr baunum í
Hollandi og Vestur-Þýskalandi
og síðan flutt hingað.
Iðnrekendur telja útí hött að
annað súkkulaði valdi hér sýk-
ingu en hið norska og telja fá-
kunnáttu valda öðrum staðhæf-
ingum.
Salmónellu-sögur koma nú
upp á versta tíma fyrir súkkulaði-
menn þarsem ein helsta vertíð
þeirra er frammundan, eggtíðin
kringum dymbilviku.
-m
Launin
Landsbyggðin afturúr
Björn Grétar SveinssonformaðurJökuls á Hornafirði: Fyrir
sex árum voru karlar á landsbyggðinni með 6,8% lægri laun
en á höfuðborgarsvœðinu - nú eru launin 27% lœgri. Konur
voru með svipuð laun en núna 14% lœgri laun
Laun verkafólks á landsbyggð-
inni eru í öllum atvinnugrein-
um orðin töluvert lægri en laun
sömu vinnuhópa á höfuðborgar-
svæðinu og hefur þessi mismunur
aukist stöðugt á síðustu árum,
samkvæmt úttekt sem Björn
Grétar Sveinsson formaður
Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn
í Hornafirði hefur gert á launa-
tölum frá Kjararannsóknar-
nefnd. Miðað er við hreint dag-
vinnukaup án orlofs og að við-
bættum aukagreiðslum án bón-
uss.
„Þessi þróun er í hrópandi ó-
samræmi við þá staðreynd að
stærstur hluti verðmætasköpunar
þjóðarinnar fer fram úti á lands-
byggðinni og ekki verður vart við
góðærið umrædda utan höfuð-
borgarsvæðisins. Þessu hlutfalli
verður að breyta því landsbyggð-
in þolir vart meiri blóðtöku,“
sagði Björn Grétar í samtali við
Þjóðviljann.
Á þriðja ársfjórðungi ársins
1981 var fólk á landsbyggðinni í
sumum atvinnugreinum svo sem
fiskvinnslu hærra í launum en
fólk á höfuðborgarsvæðinu en
1986 hefur dæmið snúist við og
fólk á höfuðborgarsvæðinu í
öllum atvinnugreinum sem rann-
sóknin nær til með hærri laun en
fólk á landsbyggðinni.
Árið 1981 voru karlar að með-
altali með 6,80% lægri laun á
landsbyggðinni en í Reykjavík en
árið 1986 er þessi prósenta komin konur með að meðaltali 1,14% arsvæðinu en 1986 er mismunur-
niður í 27,14%. Árið 1981 voru lægri laun en konur á höfuðborg- inn orðinn 14,30% -ing.
Björn Grétar ræðir kjaramálin við starfsfólk Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. (mynd: jis).
Kjarabarátta
Verður að tryggja samningana
Svavar Gestsson: Kosningarnar snúast ekki síst um hvort nýgerðir
samningar verða haldnir eða ekki
að er alveg bersýnilegt af þess-
um viðbrögðum að stjórnar-
flokkarnir ætla sér að taka þessa
kauphækkun aftur og ógilda
þannig þá samninga sem gerðir
hafa verið við kennara, sjúkra-
liða og aðrar starfsstéttir að und-
anförnum dögum, segir Svavar
Skólastjórn
Vilja Valgerði
Atján kennslukonur víðsvegar
af landinu sem sátu saman á
jafnréttisnámskeiði Kennara-
sambandsins fyrr í vikunni hafa
sent Sverri Hermannssyni
menntamálaráðherra opið bréf
þar sem þær skora á hann að
jafna hlut kvenna við skólastjórn
I Reykjavík með því að ráða Val-
gerði Selmu Guðnadóttur yfir-
kennara í stöðu skólastjóra við
Ártúnsskóla.
Meirihluti fræðsluráðs sam-
þykkti gegn atkvæðum stjórnar-
andstöðufulltrúanna að mæla
með Ellert Borgari Þorvaldssyni
skrifstofustjóra en þau Valgerður
sóttu ein um. Fræðsluráð mat þau
bæði jafnhæf.
í bréfi kennaranna til ráðherra
er vakin athygli á því að aðeins
18% skólastjóra við grunnskóla
Reykjavíkur eru konur, en þær
skipa 70% af kennslustöðum við
sömu skóla.
Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins.
Afstaða samninganefndar
ríkisins að hafna alfarið allri
kauptryggingu á samninga fyrir
næsta ár vera ekki einu sinni til
viðræðu um tilboð náttúrufræð-
inga sem hafa boðist til að taka á
sig 7% kaupmáttarskerðingu að
etta verkefni hófst með söfnun
yrðlinga um allt land vorið
1985 og söfnuðust þá 138 yrð-
lingar og í fyrra héldum við áfram
og náðum þá tæplega 50 yrð-
lingum, segir Páll Hersteinsson
veiðistjóri.
Markmiðið með þessari yrð-
lingasöfnun er að sögn Páls
tvennskonar: í fyrsta lagi rann-
sóknir á litaerfðum í villta ís-
lenska refastofninum, og í öðru
lagi refaeldi til loðdýrabænda.
Að sögn Páls er með þessu
stefnt að því að rækta upp litaaf-
brigði sem eru verðmætari en þau
sem fyrir eru í loðdýraræktun-
hámarki á árinu 1988, hafa vakið
mikinn ótta um stórfellt kauprán
þegar í haust.
- Þessar kauphækkanir sem
tekist hefur að knýja fram með
mikilli baráttu eiga að sjálfsögðu
að ganga yfir alla línuna og því
snúast kosningarnar nú ekki síst
um það hvort þessir samningar
inni. Ennfremur í framtíðinni að
flytja út til annrra landa lífdýr
sem eru miklu verðmætari en
sjálfur feldurinn.
Nú þegar hafa Finnar sýnt mik-
inn áhuga á móhvítum ref til eldis
en mönnum finnst ekki tímabært,
eins og staðan er í dag, að sleppa
þeim úr landi.
Þessar rannsóknir á íslenska
refastofninum fara fram austur I
Ölfusi í Lambhaga. Þar eru dýrin
í strangri sóttkví og er öllum
óheimill aðgangur þangað. Um-
hverfis staðinn er rafmagnsgirð-
ing sem heldur í burtu hundum og
köttum sem þangað vilja sækja.
verða haldnir eða hvort stjórnar-
flokkunum og þeirra fylgifiskum
tekst að halda áfram völdum og
koma fram þeim kaupránshug-
myndum sem nú eru greinilega
komnar uppá borðið, sagði Svav-
ar Gestsson.
-lg-
Nauðsynlegt er að viðhafa svo
stranga öryggisgæslu vegna dýr-
anna sem eru mjög viðkvæm fyrir
allri áreitni og þó einkum og sér í
lagi vegna sjúkdómahættu og
smits.
Rannsóknirnar eru styrktar af
Þróunarsjóði Rannsóknarráðs
ríkisins og Framleiðnisjóði
bænda. En þeir sem standa að
verkefninu eru Rannsóknarstöð
landbúnaðarins á Keldnaholti,
Búnaðarfélag íslands, embætti
veiðistjóra, Samband íslenskra
loðdýraræktenda og Tilrauna-
stöð Háskóla íslands í meina-
fræði á Keldum. grh.
Framboðsfundir
Klæjar
undan
r ■
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson líkir
Albertsmönnum við
lúsafaraldur
„Þetta er nánast eins og óværa
sem maður þarf að svipta af sér,“
sagði Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson lögfræðingur og síðasti
forseti sameinaðs Alþingis og átti
þar við nýju framboðin sem eru
utan fjórflokkakerfisins.
Þetta gerðist á fjölmennum
framboðsfundi á Reykhólum í
Austur-Barðastrandasýslu á dög-
unum. Var Sjálfstæðismaðurinn
Þorvaldur Garðar fyrstur á mæl-
endaskrá, leit yfir salinn, sá þar
sitja frambjóðendur nýju flokk-
anna, Borgaraflokksins og Þjóð-
arflokksins, og lét þannig í ljósi
skoðun sína á gildi þessara fram-
boða.
„Þetta fær maður nú,“ sagði
heimildamaður Þjóðviljans í hópi
Albertsliðsins. „Við sem höfum
kosið þennan mann og þennan
flokk, þetta fáum við framan í
okkur nú. Og það kom loks skýrt
í ljós í framboðskynningunni í
sjónvarpinu hvað Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar að bjóða upp á
núna: fínpússaða yfirstétt.“
-ing.
íslenskir refir
Finnar sýna áhuga
Tilraunastöð með íslenskum refum í Ölfusi. 186 yrðlingum safnað í
fyrra. Finnar sýna áhuga á móhvítum ref en mikið starfereftir
Mlðvikudagur 8. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3