Þjóðviljinn - 08.04.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIMIN
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Miðvlkudagur 8. aprfl 1987 82. tölublað 52. ðrgangur
Reykjavík
Fóstnir f lýja Reykjavík
Seltirningar: bestulaun ogýmsarsporslur. KristínÁ. Ólafsdóttir: Útlitfyrir að
velflest barnaheimili íReykjavík loki um mánaðamótin. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir: Vanmat ástörfumfóstra
Við sjáum fram á það eitt að
fóstruflóttinn aukist enn yflr
til nágrannasveitarfélaganna,
sagði Margrét Pála Ólafsdóttir,
formaður kjaranefndar Fóstrufé-
lags íslands, í spjalli við Þjóðvilj-
ann í gær, aðspurð um launakjör
fóstra hjá borginni ef gengið
verður að samningsdrögum þeim
sem nú liggja fyrir.
Allar líkur eru á að þetta gangi
eftir. Foreldrafélag Sólbrekku á
Seltjarnarnesi hefur nú sent frá
sér bréf til fóstra vítt og breitt um
bæinn, og eru þeim boðin ýmis
kostakjör ef þær vilja koma til
starfa á Nesinu. Meðal annars er
Jón Baldvin
Vekur kátínu
Jón Baldvin biðlar til
Kvennó. Kristín
Halldórsdóttir: Erum
vanar þ ví að karlmenn
leiti til okkar í
vandrœðum sínum
„Ég verð að segja eins og er að
þessi ummæli Jóns Baldvins
Hannibalssonar vöktu hjá mér
kátínu og undrun. Hann er eini
stjórnmáiamaðurinn sem hefur
lýst því yflr opinberlega að við
Kvennalistakonur séum ekki
stjórnhæfar,“ segir Kristín Hall-
dórsdóttir þingmaður Kvennalist-
ans á Reykjanesi.
Athygli vakti í gær frétt sem
birtist í Alþýðublaðinu þar sem
Jón Baldvin formaður Alþýðu-
flokksins er á biðilsbuxum við
Kvennalistann og Sjálfstæðis-
flokkinn sem möguleika fyrir
væntanlegu stjórnarsamstarfi
eftir kosningar.
„Við erum ekki í neinum
stjórnarmyndunarviðræðum og
verðum það ekki fyrr en niður-
stöður kosninganna liggja fyrir.
En það eru auðsjáanleg breytt
viðhorf komin upp í stjómmálum
fyrst Jón Baldvin er farinn að
biðla til okkar. Við erum sosum
vanar því konur, að karlmenn
leiti til okkar í vandræðum sínum
og Jón á víst í einhverjum
atkvæða-vandræðum þessa dag-
ana,“ sagði Kristín Halldórsdótt-
ir. grh.
Siglufjörður
Ofundinn enn
Maðurinn sem leitað hefur ver-
ið að á Siglufirði frá því á sunnu-
dag er enn ófundinn. Leitarmenn
hafa beint leitinni að sjónum eftir
að húfa mannsins fannst í gær út á
Siglunesi. Er talið að hána hafi
rekið þangað. Hafa björgunar-
menn sett út dufl hér og þar í
fírðinum til að athuga strauma,
leitað á bátum og gengið fjörur.
15-20 manns voru við leitina í
gær, en þegar flest hefur verið
hafa um 50-60 manns tekið þátt.
grh.
talað um „bestu laun sem fóstrum
bjóðast á markaðnum í dag,“ og
að auki „ýmsar sporslur sem
beint eða óbeint skila sér í
auknum launum".
„Það er virðingarvert að for-
eldrar á Seltjarnarnesi geri sitt til
að fá vel menntað og hæft starfs-
fólk til að sinna uppeldi barna
sinna, en fyrst og fremst hef ég
stórkostlegar áhyggjur af ástand-
inu í Reykjavík. Stjórnarand-
staðan í borgarstjórn hefur hvað
eftir annað varað við ástandinu á
barnaheimilum borgarinnar sem
erfíðlega hefur gengið að manna í
langan tíma vegna lélegra launa.
Núna er útlitið þannig að maður
sér ekki hvernig á að koma í veg
fyrir að velflest barnaheimili í
Reykjavík loki um næstu mán-
aðamót, nema stjórnendur borg-
arinnar geri eitthvað raunhæft í
málinu,“ segir Kristín Á. Ólafs-
dóttir borgarfulltrúi.
Samningur Starfsmannafélags
Reykjavíkur og Reykjavíkur-
borgar var til umræðu í borgar-
ráði í gær, og kemur til afgreiðslu
á næsta fundi borgarráðs eftir
viku. Á fundinum lagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fram bókun,
og kveðst hún útaf fyrir sig fagna
því að náðst hafi samningar þar
sem meðal annars sé komið til
móts við kröfur sjúkraliða sem er
fjölmenn kvennastétt, en sagði
jafnframt alvarlegan galla á
samningnum að fóstrur fá engar
sérstakar leiðréttingar á kjörum
sínum. Sé þetta vanmat á störfum
fóstra í hróplegu ósamræmi við
anda þeirrar samþykktar sem
borgarstjórn gerði sl. vor um að
vinna að endurmati á hefðbundn-
um kvennastörfum.
Þá lagði Ingibjörg Sólrún fram
tillögu um að teknar yrðu upp
viðræður við fulltrúa fóstra um
lausn sem komið gæti í veg fyrir
uppsagnir 1. maí. ns.
Kosningaslagur á Kópavogsbrúnni. Kosningabaráttan setur stöðugt aukið mark á þessa sfðustu útmán-
aðadaga. Þeir sem eiga leið í Reykjaneskjördæmi komast ekki hjá því að uppgötva um hvað slagurinn snýst þar. Hann
snýst um að koma öðrum manni G-listans, Ólafi Ragnari Grímssyni, á þing einsog borðinn á brúnni á Digraneshálsi f
Kópavogi sýnir. Mynd: Sig.
. Menntaskólanemar
Tveir
þriðju
sofahjá
Tveir þriðju nemenda í
Menntaskólanum í Reykjavík
stunda kynlíf samkvæmt kynlífs-
könnun með tilliti til eyðni sem
gerð var í skólanum í síðasta
mánuði. Piltarnir byrja fyrr en
stúlkurnar og eru virkari, sofa
hjá fleirum.
Fjórðungur nemenda greindist
í sérstakan áhættuhóp fyrir það
að hann stundar kynlíf eftir stutt
kynni, er óvarkár í vali á elskhug-
um, notar ekki smokkinn, skiptir
oft um félaga og er ekki í föstu
sambandi.
Nánast allir sögðust vita hvern-
ig eyðni smitast en rúmlega helm-
ingur var haldinn fordómum í
garð eyðnismitaðra þar sem hann
telur það óviðeigandi að þeir
starfi á opinberum vettvangi. Að-
eins einn taldi sig ekki vita hvern-
ig eyðni smitast.
Þá kom það fram að eyðnium-
ræðan virtist hafa sett mark á við-
horf nemenda, án þess þó að hún
hafi náð til þeirra sem kemur
meðal annars fram í því að lítill
hluti þeirra notar smokkinn.
Mikill munur kom fram á
skemmtanalífi þeirra sem stunda
kynlíf og hinna. Þeir sem gera
það skemmta sér aðra hvora helgi
en hinir sjaldnar en einu sinni f
mánuði.
Að sögn Kristins Einarssonar
kennara, sem sá um alla fram-
kvæmd könnunarinnar, var ráð-
ist í þetta vegna þess að hér stóð
yfir mikil umræða um eyðni og
kynlífshegðan. Af þeim sökum
var hægt að spyrja nærgöngulla
.spurninga sem annars væri mjög
erfítt undir venjulegum kringum-
stæðum. Ennfremur hefur komið
fram að engin haldbær vitneskja
væri til um kynlíf íslendinga og er
þetta fyrsta kynlífskönnun á ís-
landi.
Úrtakið í könnuninni var 20%
nemenda eða 155 alls. Var öllu
úrtakinu safnað saman á Sal, eins
og um próf væri að ræða. grh.
Hraðfrystihús Stokkkseyrar
Lúalegur málflutningur
ÓlafurM. Óskarssonframkvœmdastjóri: Fordœmi lúalegan
málflutningArna Johnsen. Greiðslustöðvunin gafokkur
nœði til að byggja fyrirtækið upp. Staðan í dag góð
Eg er sjálfur yfirlýstur stuðn-
ingsmaður D listans en full-
yrði engu að síður að áburður
Árna Johnsen á hendur Margréti
Frímannsdóttur oddvita um að
hún eigi sök á erfíðleikum hússins
er lúalegur. Það getur hver sem
vill kynnt sér og i minni fram-
kvæmdastjóratíð hefur ekki verið
legið á upplýsingum til þeirra sem
hafa spurt, sagði Ólafur M. Ósk-
arsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Stokkseyrar við Þjóð-
viljann.
Árni Johnsen, sem féll niður í
þriðja sæti Sjálfstæðismanna í
síðasta prófkjöri berst nú fyrir
pólitísku lífi sínu með kjafti og
klóm og hefur fullyrt að Margrét
Frímannsdóttir sem skipar efsta
sæti á lista Alþýðubandalagsins
eigi sem oddviti Stokkseyrar-
hrepps sök á rekstrarvanda frysti-
hússins, en það er að 80% í eigu
hreppsins. Fyrirtækið fékk
greiðslustöðvun 2. febrúar sl. og
sagði Ólafur M. Óskarsson fram-
kvæmdastjóri þetta hafa verið
gert til að fá frið til að laga
lausafjárstöðuna og endurskipu-
leggja fyrirtækið.
Það hefði tekist og væri afkom-
an nú betri en hún hefur verið um
langan tíma. Erfíðleikana mætti
rekja til ársins 1979 þegar frysti-
húsið brann. Það var síðan
endurbyggt á verðbólguárunum
fyrir dýrt lánsfé og vinnslan síðan
að talsverðu leyti byggst á lönd-
unum togarans sem frystihúsið
átti ásamt tveim nágranna-
sveitarfélögum. Þegar togarinn
fer, er húsið einfaldlega vannýtt.
Öll þessi forsaga gerðist fyrir
oddvitatíð Margrétar.
-sá.