Þjóðviljinn - 08.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1987, Blaðsíða 4
________LEFÐARI_____ Hækkun til allra Kennurum og sjúkraliöum hefur nú tekist aö sækja verulegar kjarabætur á hendur hinu opinbera. Því fagn- ar Þjóðviljinn vitaskuld. En um leið er sjálfsagt að setja fram þá kröfu, að sömu hækkanir nái yfir alla launþega í landinu. Þessvegna tekur Þjóðviljinn einnig heils hugar undir kröfu forseta Alþýðusambands íslands sem hann setti fram í viðtali við Þjóðviljann í gær. En þar fagnar hann þeim launahækkunum, sem ýmsir opinberir starfs- menn hafa náð á síðustu vikum, en segir jafnframt, að samsvarandi hækkanir verði auðvitað að ganga yfir aðra hópa. „Það er ljóst“, segir forseti Alþýðusambandsins, „að þessir samningar eru langt umfram þá samninga sem ASÍ og atvinnurekendur gerðu sín á milli á jólaföstunni á síðasta ári.“ í framhaldi að því kveður Ásmundur Stefánsson það nú blasa við, að sú almenna hækkun sem opinberir starfsmenn hafi fengið, muni jafnframt fara fram á hinum almenna vinnumarkaði. Sem lið í þeirri kjaraleiðréttingu telur forseti Alþýðus- ambandsins óhjákvæmilegt að fram fari heildarendur- skoðun á kjarasamningnum sem ASÍ og VSÍ gerðu með sér. Þjóðviljinn tekur af hug og hjarta undir þau orð forseta ASI, að endurskoðunar sé þörf á almennum kjaras- amningum í landinu. Þau eru í tíma töluð. í því sam- bandi er vert að minna á, að miðstjórn Alþýðubanda- lagsins samþykkti einmitt á aðalfundi sínum fyrr á árinu, að lágmarkslaun skyldu verða 35 - 45 þúsund í landinu. í þeirri heildarendurskoðun, sem forseti ASÍ vill nú að fari fram á almennum kjarasamningum, er rétt að hafa þá tölu til viðmiðunar. Það er athyglisvert, að í yfirstandandi kosningabar- áttu hefur enginn stjórnmálaflokkur vakið máls á nauð- syn skjótra launahækkana nema Alþýðubandalagið. Meira að segja Kvennalistakonur virðast hafa meiri áhuga á öðrum málum en hinum hörðu kjaramálum. Þó er það staðreynd óneitanlega, að það eru fyrst og fremst konur sem þurfa að lifa við hin fráleitu lágmarks- laun og það eru þær sem fylla láglaunahópana. Kynni þetta að stafa af því, að í röðum talsmanna Kvennalistans er fátt um konur, sem koma sjálfar úr hópi láglaunakvenna? Það er hins vegar fróðlegt að heyra viðhorf ýmissa kvenna, sem nú eru í framboði fyrir Alþýðubandalagið vítt og breitt um landið: Unnur Sólrún Bragadóttir, sem er í öðru sæti Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi er ekki myrk í máli um launamálin. í viðtali við Þjóðviljann sagði hún meðal annars: „Ég segi það hiklaust, að mérfinnst það hrein- lega mannréttindabrot að ætla fólki að lifa á 26,500 krónum á mánuði, einsog lágmarkslaunin urðu með síðustu samningum. Viðhorf Olgu Guðrúnar Árnadóttur, sem skipar fimmta sæti lista flokksins í Reykjavík, eru svipuð. Fóstrur í Það er fyllsta ástæða til að vara sterklega við þeim furðulegu vinnubrögðum, sem embættismenn Reykja- víkurborgar hafa uppi í kjarasamningum við fóstrur á dagvistarheimilum Reykvíkinga. Þeir hafa neitað, að láta þær sitja við sama borð og fóstrur sem semja beint við ríkið. (ríkissamningnum var innifalin mikilvæg bókun sem varðaði sérviðræður um ýmsar leiðréttingará kjörum og sérmálum fóstra. Þess- um möguleika var hins vegar lokað í samningum fóstra við Reykjavíkurborg. Þar með eru stjórnendur borgarinnar að æsa til óf- riðar við fóstrur í Reykjavík. Vitaskuld er engan veginn hægt að ætlast til að þær sætti sig við verri kjör en starfssystkin hjá ríkinu. Með þessari framkomu er því verið að búa svo um hnútana, að þær muni standa við uppsagnir sínar, og hverfa frá störfum fyrir borgina þann 1. maí. Það er auðvelt að skilja, hvað vakir fyrir ráðendum „Hugsaðu þér“, segir hún í viðtali, „það er í fúlustu alvöru verið að ætlast til þess að fólk geti dregið fram lífið á 27 þúsund krónum á mánuði. Þetta er hrein andskotans ósvífni. Þetta er ekki hægt að þola. réttlæti- skennd manns hlýtur að orga hástöfum, þegar svona er kornið". Það þarf því engum að blandast hugur um vilja Al- þýðubandalagsins til að hækka lægstu launin. í þeirri heildarendurskoðun, sem Ásmundur Stefánsson, fors- eti Alþýðusambandsins og þriðji maður á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, hefur nú lýst nauðsynlega, þá hlýtur meginkrafan að vera um leiðréttingu til handa þeim, sem í dag búa við lægstu launin. Þjóðviljinn getur fyllilega gert orð Unnar Sólrúnar, sem fyrr er til vitnað, að sínum: Það er mannréttindabrot að ætla fólki að lifa á 26,500 krónum á mánuði! Reykjavík Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fyrir landsfund flokks- ins boðaði Davíð Oddsson að rétt væri að leigja eða selja dagheimili borgarinnar að verulegum hluta. For- ysta flokksins þaggaði niður í Davíð af ótta við átök um þetta mál fyrir kosningar. En 1. maí eru kosningar bún- ar. Þá er í lagi flokksins vegna, að hrinda áður boðaðri stefnu Davíðs í framkvæmd, og það yrði til að auðvelda framgang hennar verulega, ef flokkurinn væri búinn að hrekja fóstrur úr starfi áður. Davíð er búinn að vera í skugganum of lengi. Hann setti niður vegna Borgarsþítalans. Hann setti niður þeg- ar hann vildi fá að vera í fyrsta sæti listans í Reykjavík að Albert gengnum en enginn vildi hann einsog Morg- unblaðið upplýsti um síðustu helgi. Þessvegna ætlar hann að slá sér upp hjá frjálshyg- gjuliðinu í Sjálfstæðisflokknum með því að taka slag við fóstrur í Reykjavík. Þessvegna er Reykjavíkuríhaldið að niðurlægja þær núna. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Sólblóm Van Goghs slegin á 1,6 miljarð hjá Christies: listin eins og hver annar veðhlaupahestur eða búðakeðja. Samkeppnin og fjölbreytnin Á þessum dögum örrar fjölgun- ar íhaldsflokka lætur margur sér um munn fara Iof um samkeppn- ina og markaðslögmálin sem píska áfram mannlegt félag og stútfylla það af varningi. Og víst eru markaðslögmálin fjandanum duglegri við að fram- leiða bæði þarft sem óþarft. Og drýgri en önnur „lögmál“. En markaðsgaldurinn og sam- keppnin hafa Iíka undarlegar og afar hæpnar afleiðingar á veiga- miklum sviðum. Og við eigum þá ekki aðeins við það djúp sem þessi skötuhjú staðfesta milli ríkra og fátækra sé ekki að gert. Menn halda til dæmis að sam- keppni um sjónvarpsáhorf (eins og nú er farið að segja illu heilli) leiði til aukinnar fjölbreytni. Vit- anlega kemst meira efni fyrir á tveim rásum en einni, á fjórum en tveim. En hinu taka færri eftir, að eftir því sem sjónvarpsframboðið vex, þeim mun meira líkjast dag- skrár hver annarri, hvort sem um er að ræða fréttir, kvikmyndaval, sápuóperur eða annað. Vegna þess blátt áfram að allir eru sam- keppnisaðilamir að leita að ein- hverjum stórum samnefnara, þeirri hæfilega sætu, hæfilega krydduðu beitu sem freistar sem flestra. Málverkin dýru Sem þýðir að það sem ekki nær tiltölulega hárri prósentu í „áhorfi" hverfur af skjánum, hve gott sem það annars er. Frelsi samkeppninnar snýst upp í rit- skoðun markaðarins, sem er kannski ekki eins grimm og rit- skoðun lögreglunnar en getur verið enn meira forheimskandi. Rokufrétt um að sólblóma- mynd eftir Vincent van Gogh hefði selst á uppboði fyrir tæpar 25 miljónir punda (eða tæplega 1,6 miljarða króna) segir sína sögu af því hve grátt markaðslög- málin leika heim listarinnar. Þessi sala er víst heimsmet, en hún er partur í þróun sem lengi hefur átt sér stað og hefur hækk- að mjög ört í verði listaverk eftir látna meistara frá ýmsum tíma- skeiðum listasögunnar. Sumir útskýra þetta með því blátt áfram, að það sé meira af dollurum í umferð en list. Þetta er náttúrlega rangt, en rétt að því leyti, að ekki verða til fleiri mál- verk eftir Rembrandt eða Breug- hel eða impressjónistana. Fram- boðið á þeim eykst ekki meðan peningar halda áfram að falla í verði eins og þeir hafa gert allt frá dögum Caligúla eða fyrr. Það er þessvegna sem þúsundir auðkýfinga um allan heim hafa ákveðið að leggja peninga sína í listaverk. í þeirri von að þar séu þeir tryggðir fyrir verðbólgu, gengisfalli gjaldmiðla, verðbréfa- hruni og öðru því sem heldur vöku fyrir auðmönnum. En náttúrlega kemur þetta list ekkert við né heldur því hvernig mannfólkið nýtur hennar. Lista- verkin verða eins og hver annar veðhlaupahestur eða vöruhúsa- keðja. Að vísu stofna sumir ríkir safnarar eigin söfn sem þeim finnst þekkilegri minnisvarði um sjálfa sig en óyndislegar verk- smiðjulengjur eða hamborgara- keðjur. En eins getur það verið að safnarar fari að eins og japan- ski millinn Hideko Takajama. Hann segist fá feiknalega mikið út úr því að eltast við dýr listaverk og kaupa þau. En svo nær það ekki lengra. Hann safnar lista- verkunum saman i vörugeymslu og þar eru þau. Þetta fjárfestingaræði kemur svo lifandi list samtímans að litlu gagni, og meira til tjóns vitan- lega. Þeir féglöggu fjárfesta ekki í lifandi mönnum, það er ekki búið að tryggj a verðið á þeim enn, þeir gætu bætt við mörgum nýjum verkum og þar með truflað fram- boðsútreikningana og þar fram eftir götum. Og á meðan skera allskonar hægristjórnir niður fé til opinberra listasafna, svo mjög að þau geta sig hvergi hrært, hvorki til að koma í veg fyrir að þjóðardýrgripir séu seldir úr landi né til þess að efla lifandi list. Kunnuglegar óp- eruraunir Frá Bretlandi berast fréttir sem koma kunnuglega fyrir sjón- ir hér hjá okkur þar sem menn eru að skera við nögl til Þjóðleik- húss og Ríkisútvarps og vísa á blessunaráhrif samkeppninnar sem lausn úr hverjum vanda. Konunglega óperan í Covent Garden nýtur opinbers stuðn- ings. En hann hefur þótt of lítill og vildi stjóm óperahússins fá styrkinn hækkaðan um 750 þús- undir punda. Listaráð íhaldsins neitaði, samþykkti aðeins 130 þúsund punda hækkun, sem nemur um einu prósenti af því fé sem óperan áður fékk í styrk. Með þessu er Listaráð frú Thatc- her að segja að óperan eigi í meiri mæli en áður að lifa á stuðningi rika fólksins - nú á að hækka mið- averð verulega, og um leið fækka þeim verkum sem flutt eru á hverju ári. Blaðið Guardian fordæmir þessa stefnu í ritstjórnargrein. Blaðið segir að stjórnin vilji hvorki styðja óperuna alminni- lega né heldur kasta henni fyrir markaðsöflin, heldur reyni að búa til veika blöndu úr hvoru- tveggja (ætli við könnumst ekki við eitthvað svipað?). Og niður- staðan verði herfileg. Óperan okkar, segir blaðið : „verður í vaxandi mæli forrétt- indi þeirraforríku. Listræn stefna þess verður æ íhaldssamari. Óp- eruhúsið mun í enn ríkari mæli en áður gefast upp fyrir fáránlegum kröfum stórsöngvaranna. Það verður ekki á færi venjulegs óper- uunnanda að kaupa miða- ... .Menn ættu að eiga ótvírætt val á milli þess kerfis þar sem þeir riku halda uppi óperu fyrir sjálfa sig og kerfis þar sem ríkið heldur uppi óperu í þágu landsmanna allra. Bretland er núna að sullast inn í verri kostinn“. Ekkert gerir það til þótt menn hafi þessa hluti líka á bak við sitt pólitíska eyra. ý|, þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkálýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjóror: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaftamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, CjlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sœvar Guöbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifatofa: Guörún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglysingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ðaldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Krístins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamóftir: Soffía Ðjörgúlfsdóttir. Bflatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiftslu- og af greiftsl ustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiftsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Inrheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkoyrala, afgreiftala, rltstjóm: Síöumúla 6, Reykjavík, afmi 681333. Auglýsingar: Sfftumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóft vi Ijans hf. Prentun: Blaftaprent hf. Verft f lausasölu: 55 kr. Helgarblöft:60kr. Áskriftarverð á mónufti: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 8. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.