Þjóðviljinn - 08.04.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.04.1987, Qupperneq 6
Jórunn Sörensen. Janus 2. Reykjavík 1986. Þetta er einkar samstæð ljóða- bók. Það liggur næst að lesa hana sem einskonar ljóðræna dagbók, sem geymir „opna“ frásögn af til- vistarkreppu, af ástinni sem opn- ar dyr til nýs lífs ef henni er tekið heils hugar, af þeim fjötrum sem fyrri tengsli leggja á frelsið mögulega Með öðrum orðum, hér ríkir ekki viðleitni til að umskapa reynsluna í myndhvörfum, í dul- máli, í feluleik. Afvopnandi ein- lægni ræður ríkjum, dyr standa opnar, viltu líta inn, kannski þekkir þú eitthvað svipað? í fyrsta bálki bókarinnar, „lífið er þitt“ segir m. a. að sá sem lokar augum fyrir þjáningu mannanna muni ekki heldur sjá hamingj- una, fegurðina, gleðina. Einmitt. Þessi stóru orð og hættulegu og kannski leiðinlegu ( vegna þess hve oft þau hafa verið lögð við hégóma) eru mætt til bókar og það er ekki beðið afsökunar á þeim og ekki viðurkennt að þau hafi orðið fyrir ýmislegu gengis- falli í ljóðanna rás. Og hin beina samræða höfund- ar við sjálfa sig og lesandann heldur áfram: gríptu tækifærið í dag áður en kvöldar, njóttu haustsins, það er óvíst hvort þú lifir næsta vor, fyrirheitna landið er í hjarta þínu og vina þinna, þú ert lokuð inni, en sjálf ertu með lykilinn í vasanum. Þetta er boð- skapurinn, þetta eru orðin - lífs- vandinn er hvað eftir annað sett- ur fram í mynd árstíðaskipta, fjallgöngu (þegar ástin kemur til skjalanna áræður Hann ekki nema upp í miðj ar hlíðar), eða þá að leikið er með stefið dyr-lykill, opna, Ioka. Það stef er ekki síst fyrirferðarmikið þegar ástin hef- ur ruðst inn í kyrrstæðan heim, þá er í mörgum geðþekkum kvæðum sagt frá nálægð og hlýju og að gefa og þiggja og draumn- um um að fá að lifa án fortíðar. En nú er sú kvöl að velja komin til Hans - hann sýnir henni inn í að- laðandi heim, en býður henni ekki að ganga inn, hann hikar, og þegar dyrnar opnast á ný gengur hún inn með öðrum manni. Þessu næst fer uppgjör við hjónabandið, sem verður skýr Auglýsing frá Félagi járniðnaðarmanna um orlofshús 1987 Félagsmenn og nemar í járniðnaöi geta sótt um dvalarleyfi í eftirtöldum orlofshúsum félagsins. Ölfusborgir 3 hús Syðri-Reykir Biskupstungum 1 hús Svignaskarð, Borgarfirði 2 hús Kljá, Helgafellssveit (jörð) 1 hús lllugastaðir, Fnjóskadal 1 hús Einarsstaðir, Héraði 1 hús Skipalæk, Héraði 1 hús Tekíð á móti pöntunum í húsin í síma 83011. Sigríður Snorradóttir gefur allar nánari upplýsing- ar ásamt starfsmönnum félagsins. Félag járniðnaðarmanna Sóknarfélagar Starfsmannafélagið Sókn auglýsir orlofshús í Ölfusborgum, Húsafelli og Svignaskarði. Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Starfsmannafélagið Sókn sími 681150 og 681876. ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Tækniteiknari Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar starf tækniteiknara við svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna í Stykkishólmi. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist svæðisrafveitustjóra í Stykkishólmi, sem jafnframt veitir upplýsingar um starfið. Skilafrest- ur umsóknar er til 21. apríl n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Tímarit fyrir áhugafóik um þjóðfélagsmál! Nsrdisk Kontakt Einstakt tímarit sem stendur á gömlum merg. Kemur nú út í nýjum búningi. Fjallar um þjóðféiags-og menningarmál á Norður- löndum. Gefið útafNoröurlandaráði sautján sinnum á ári. Sjálfstæð ritstjómastefna. Skrifað á dönsku, finnsku, norsku og sænsku. Blaóamenn í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi, Svípjóð, Grænlandi, Færeyjum og á Álandseyjum. Gerist áskrifendur að hinu nýja NORDISK KONTAKT. Áskriftargjald ÍSK 600 fyrir allan árganginn 1987 greiðist inn á póstgíró- reikning S-851236-0. Skrifið heimilisfang greinilega á póstgíróseðilinn. Hið nýja NORDISK KONTAKT er gagn- legt tímarit fyrir fólk i stjómmálum og í opinberri þjónustu, fjölmiðla - og listafólk, áhugamenn um þjóófélagsmál og aðra þá sem vilja hafa yfirlit um þróun mála á Norðurlöndum. Afgreiðsla: Nordisk Konlakt (Nordiska rádets presidiesekretariat) Tyrgatan 7, Box 19506, S-10432 Stockholm 19. Telefon: 143420. ganga hlið við hlið œvilangt þótt hvert ár bceti mílu við fjarlœgðina á milli þeirra Lokakafli bókarinnar, „á mannamótum" má vel heita niðurstaða og er þá leitað út fyrir þann hring sem dreginn er um reynslu fyrri kafla. Að lokum segir sem svo um það sem vænt- anlega má enn treysta á: þegar líkaminn er ein tindrandi tilfinn- ing er þú lest Ijóðið hlustar á lagið horfir á myndina þá lifir þú Pá má vitanlega ýmislegt að þessari frumraun Jórunnar Sör- ensen finna: biðja mætti um á- leitnari myndvísi og fjölbreyti- legri, um meira af galdri hins þægindi togast á við leiðann. Og tónninn verður stundum eilítið háðskur og grimmur þegar komið er að sígildum réttlætingum elsk- hugans sem talar um að hann ætli ekki að svíkja sína góðu konu um leið og „þú drekktir mynd hennar í skauti mínu“. Áður en lýkur er harður dómur felldur: hjóna- bandið er spéspegill, sem sýnir karl og konu Aðlifa áður en kvöldar óvænta, viðleitni til að varast troðnar slóðir. En hvað um það : Janus býr yfir þokka einlægn- innar og heiðarlegri von um að orðið og tilfinningin haldi gildi sínu hvernig sem heimur lætur. -áb. andstaða við andrúmsloft kaflans af því ástarundri að „svo komst þú“. Þar snúast menn í vítahring eins gengur þar sem öryggi og ÁRNI BERGMANN Islensk lýrík Út er komin þriðja bókin í af- mælisröð Máls og menningar, ÍSLENSK LÝRÍK. Þetta er endur- útgáfa á bókinni íslensk nútíma- lýrik sem Snorri Hjartarson og Kristinn E. Andrésson völdu Ijóð- in í og gáfu út árið 1949. í bókinni eru ljóðræn kvæði eftir þrjátíu skáld, frá Jóhanni Sigurjónssyni til Hannesar Sigfússonar, öll skáld sem ortu vel á fyrri hluta þessarar aldar. Bókin verður til sölu stök, en einnig verða nokkur eintök bundin í quinnelefni og sett í öskju ásamt ljóðasnældu. Á snældunni les Kristín Anna Þór- arinsdóttir leikkona tólf ljóð úr bókinni, en hún var sem kunnugt er einn snjallasti ljóðalesari þjóð- arinnar. Hún lést í fyrra, langt fyrir aldur fram, og snældan er gerð í minningu hennar. Leifur Þórarinsson samdi flaututónlist sem Kolbeinn Bjarnason flytur á snældunni, og einnig flytur Sin- fóníuhljómsveit íslands tónlist eftir Karl. O. Runólfsson við Únglínginn í skóginum eftir Hall- dór Laxness, sem Kristín Anna les. íslensk lýrik er 227 bls., prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 8. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.