Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 2
FLOSI Þó kaþólska kirkjan sé vafalaust alls góðs makleg er því ekki að neita að stundum finnst manni stofnunin full gamaldags í afstöðunni til þess frjálslyndis sem nútímamaðurinn þráir svo ákaft og birtist raunar víða sem frelsi til orðs og æðis. Það eru einkum siðgæðiskreddur Páfagarðs sem fara fyrir brjóstið á framsæknu, meðvituðu og frjálslyndu fólki og virðast eins og tíma- skekkja í dag, þegar ástin er sterkasta aflið og þörfin til að ástunda hana meiri en nokkru sinni fyrr. En það er nú einu sinni svo að eins er með ástina og atómsprengjuna. Báðar eru ákjósan- legar, nauðsynlegar og jafnvel óumflýjanlegar, en afleiðingar af brúkun stundum vægast sagt óæskilegar. Menn hafa tekið það til bragðs að nota at- ómsprengjuna sem allra minnst hver á annan með hliðsjón af afleiðingunum, en öðru er nær hvað ástina áhrærir. í tíma og ótíma eru menn og konur að njóta ásta hingað og þangað og nú er svo komið að fólki er farið að finnast þetta sjálfsagt mál. Til að koma í veg fyrir uggvænlegar afleiðing- ar ástarinnar er síðan gripið til getnaðarvarna og fóstureyðinga og virðist fljóttálitið gráupp- lagt. En hér er það sem kaþólska kirkjan spyrnir viðfótum, frjálslyndu, framsæknu og meðvituðu nútímafólki til sárra leiðinda og ama. Nútímamaðurinn vill fá að njóta ásta hvar sem er, hvenær sem er, með hverjum sem er og helst allir með öllum um allar trissur, einfaldlega vegna þess að hægt er með nútímalegum að- ferðum að koma í veg fyrir afleiðingarnar. Afstaða kaþólsku kirkjunnar virðist mörgum kreddubundin tímaskekkja, þó þeir séu til sem annað hyggja. Sem dæmi um skilningsleysi Páfagarðs á þörfum nútímasamfélagsins leyfi ég mér að birta hér frétt frá fréttastofu Reuters sem kom í útvarpinu í hádeginu á sunnudaginn 17. maí, nánar tiltekið á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Þessi litla útvarpsfrétt lýsir því óneitanlega vel í hvílíku afturhaldsmyrkviði kaþólska kirkjan hrærist. Fréttin var svona orðrétt: Dagblað Páfagarðs, L’Osservatore Rom- ano, fordæmdi í gær hugmyndir ítalsks mannfræðings um að skapa apamann með því að frjóvga simpansa með mannssæði á rannsóknarstofu. Blaðið minnir á að maður- inn sé skapaður í guðs mynd og hugmyndir um annan skapnað séu runnar undan rifjum satans. Tilraunir með manninn séu því ekki sæmandi, þeir sem láti sér slíkt til hugar koma hafi ekki lengur skilning á frumhug- tökum siðfræðinnar. Fyrr í þessari viku birtu fjölmiðlar á Ítalíu viðtöl við Brunetto Chiarelli prófessor við háskólann í Flórens þar sem hann sagði að apamenn gætu unnið hvers kyns lítilmótleg störf og úr þeim mætti fá líffæri til að græða í menn. Chiarelli segir að tekist hafi á rannsóknar- stofu i Bandaríkjunum að frjóvga apaegg með þessum hætti, en hætt hafi verið við tilraunina þegar þar var komið sögu. Þetta var sem sagt orörétt Reutersfrétt úr Ríkisútvarpinu frá því sunnudaginn 17. maí síö- ast liðinn og veldur manni óneitanlega svolitlum heilabrotum og uggi um það hvort kaþólsku kirkjunni takist með afturhaldssemi að byrgja mannkyninu þá Ijúfu framtíðarsýn sem fréttin boðar, sem sagt þá allsherjar lausn á vinnu- markaðsvandanum í nútímaþjóðfélagi að láta menn geta afkvæmi við simpansa, afkvæmi sem gæti svo - eins og segir í fréttinni - unnið hvers kyns „lítilmótleg störf.” Eitt þyrfti að vera afstaðið þegar apaskoffínin kæmu á vinnumarkaðinn. Það þyrfti að vera .búið að skilgreina hvað eru „lítilmótleg störf.” Og auðvitað þarf ekki lengi að velta vöngum yfir því. Það eru að sjálfsögðu láglaunastörfin. Og þá kemur enn einu sinni upp í huga minn setningin sem stjórnmálamaðurinn sagði um daginn í sjónvarpsviðræðunum: - það er eins og konur sæki alltaf í láglauna- störfin. Semsagt. Ef kaþólsku kirkjunni tekst ekki að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða þróun mannlegra samskipta í apa- og mannfélaginu, má vænta þess að láglaunavinnumarkaðinn prýði í framtíðinni þurftalítill og viðmótsþýður vinnukraftur sérhannaður fyrir „lítilmótleq störf.” Sú stund er í sjónmáli að óskadraumur vinnu- veitenda rætist. Verkamenn og konur, innan- búðarfólk, sóknarkonur, kennslukonur, fóstrur, bankastarfskraftar, símadömur, félagsráðgjaf- ar, sálfræðingar, já, og húsmæður, öll heila hersingin lítil apaskrípi í einhvers konar manns- mynd. Lífverur sem ekki eru síkvabbandi. Og svo þegar við sem guð skapaði í eigin mynd erum búin að klára í okkur öll líffærin með óguðlegu líferni, má- samkvæmt Reutersfrétt- inni - rífa innyflin úr apaskrípunum og græða þau í okkur, guðs útvalda, svo við getum haldið áfram að lifa og njóta þeirra dásemþa sem lífið á jörðinni hefur upp á að bjóða. Það er að segja þegar einhverjir aðrir en við hafa tekið að sér „LÍTILMÓTLEGU STÖRFIN.” Allir kunna vísuna: Skrattinn fór að skapa mann skringilega með hár og skinn andanum kom ekki í hann úr því varð þá kötturinn. í dag passaði vísan ef til vill betur svona: Skrattinn fór að skapa smá skoffín fyrir heiminn sinn kvikindið er komið á kvennavinnumarkaðinn. Skáldkonan Isabell Allende, náfrænka hins myrta forseta Chile mun koma til landsins í haust og sitja Bók- menntahátíð í Norræna hús- inu dagana 13.-19. septemb- er. Það er Norræna húsið í samvinnu við bókaútgáfu Máls og menningar sem hafa samvinnu um að Allende komi hingað, en bók hennar Hús andanna mun koma út hjá MM í haust. Frést hefur af fleiri bókum sem væntanlegar eru frá útgáfunni á afmælisári hennar, en MM verður 50 ára í sumar. Þeirra á meðal er ný skáldsaga eftir Ijóðskáldið Gyrði Elísson, en hann hefur verið á launum hjá MM við að, semja hana. Einnig er vænt-; anleg afar forvitnileg bók umi fjölmiðla eftir Stefán Haf- stein. í henni mun Stefán fjalla um sögu fjölmiðlunar og fjölmiðlun á okkar tímum. Hann mun taka dæmi um fjöl- miðlaheiminn héðan frá ís- landi, frá Bandaríkjunum, So- vétríkjunum og Bretlandi. Að lokum má geta þess að mikil fuglabók eftir Guðmund Ól- afsson er væntanleg. Sú bók mun pökkuð af upplýsingum og hafa handbókargildi. ■ Hann Tommi sem færði okk- ur hamborgaramenninguna á sínum tíma er nú að fullgera veitingahús í Kringlunni. Þar leggja iðnaðarmenn nú nótt við dag og allar helgar til að fullgera húsið fyrir 4. júlí, þjóð- hátíðardag Bandaríkjamanna en það er mikið kappsmál fyrir Tomma að húsið verði tilbúið fyrir þann tíma, enda á veitingastaður þessi að hafa þjóðlega menningu Banda- ríkjanna í hávegum. Er þetta svokallað „Hard rock café", sem breiðst hafa út frá Bandaríkjunum til Vestur- landa. í raun mun hér vera um fínni hamborgarastað að ræða og verður væntanlega hægt að sötra léttvín með fæðunni. Þá mun rokktónlist drynja úr hátölurum og einnig verður hægt að halda hljóm- leika á staðnum. 250 manns verður boðið á opnunina og mun enska popphljómsveitin The Smithereens verða fengin hingað til lands til að skemmta boðsgestum. Dag- inn eftir mun hljómsveitin svo halda tónleika í Háskólabíói fyrír pöbulinn. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. maí 1987 Þjóðhátíðar- hamborgara- vígsla Eitthvað hefur siðgæðisvit- und Moggamanna verið of- boðið þegar Laugarásbíó tók til við að auglýsa Hrun amer- íska heimsveldisins. Senni- lega hefur nafn kvikmyndar- innar eitthvað farið fyrir brjóst- ið á þeim en þó tók fyrst steininn úr þegar þeir sáu Ijós- mynd þá sem fylgdi auglýs- Auglýsingin einsog hún birtist í Þjóðviljanum. Hér hafa skæri Moggamanna klippt undan kauða. ingunni. Er myndin af karli og konu og hefur verið krotað yfir andlit beggja. Á konuna eru teiknuð brjóst og á karlinn bísperrtur getnaðarlimur. Nú voru góð ráð dýr og Mogga- menn gerðu sér lítið fyrir og skáru undan karlinum en létu brjóstin á konunni eiga sig. ■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.